Dagur - 07.11.2000, Side 7

Dagur - 07.11.2000, Side 7
 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMRKR 2000 - 7 ÞJÓÐMÁL Hentistefiia JON KRISTJANS- SON alþingismaður SKRIFAR Sú var tíðin að skilin milli fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds voru enn ógreinilegri en nú er. Það er ekki nema rúmlega ára- tugur síðan að Ríkisendurskoð- un var dcild í Fjármálaráðu- neytinu. Sagt var að duglegir þingmenn réðu öllu í banka- kerfinu og þannig mætti lengi telja. Sá andi er nú uppi í samfé- laginu að minnka áhrif stjórn- málamanna á fjármálamarkað- inn og að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri. Sá háttur er hafður á í nútímasamfélagi að koma upp eftirlitsstofnunum nteð markaðnum sem eiga að sjá um að leikreglum sé fylgt. Fjármálaeftirlitið og Sam- keppnisstofnun eru dæmi um slíkar stofnanir sem hafa ákveð- ið hlutverk, sem er skilgreint í lögum. Hækkanir tryggingafélaganna Hækkanir á tryggingagjöldum hafa verið mjög umræddar í samfélaginu síðustu misserin. Þessar hækkanir hafa verið miklar og rökstuddar af trygg- ingafélögunum að vaxandi og alvarlegri umferðarslys og ný og breytt skaðabótalög séu orsök þessara hækkana. Viðskiptaráð- herra hað Fjármálaeftirlitið um úttekt á þessum hækkunum, en fékk þau svör þaðan eftir skoð- un þess á málinu að ekki væri ástæða til frekari aðgerða. Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis lét málið til sín taka og komu fulltrúar tryggingarfélaga til fundar við nefndina'og sátu fyrir svörum um málið, en fél- lust ekki á að gefa nefndinni skrifleg svör. „Varðandi skaðabótalögin skal það tekið fram að þau voru risaskref fram á við og afar mikilvæg réttindabót fyrir þá sem verða fyrir þeirri ógæfu að lenda í slysum," segir greinarhöfundur. Skýrslubeiðni Jóhönnu Málið kom svo upp á ný á Al- þingi í vikunni sem leið, þegar Jóhanna Sigurðardóttir lagði fram beiðni um skýrslu frá ráð- herra uni málið. Fyrirspurninar voru margar hverjar þannig að ráðherra hefur ckki möguleika til þess að fá upplýsingar um þær af samkeppnisástæðum. Viðskiptaráðherra skýrði frá þessum annmörkum við at- kvæðagreiðslu um skýrslu- beiðnina, svo að það kæmi ekki á óvart þegar skýrslan hærist að ekki fengjust svör við öllum spurningum. Jóhanna brást ókvæða við þessu og hefur nú skrifað þingforseta um málið og telur það fordæmalaust. „Svör Fjármálaeftir- litsins í þessu máli eru henni hins vegar ekki að skapi og passa ekki fyrir hana í áróðri í málinu. Þess vegna vill hnn að ráðherra segi stofmininni fyrir verkum.“ Hentistefna Jóhanna Sigurðardóttir er einn af þeim þingmönnum sem talað hafa mest um að áhrif stjórn- málamanna á stofnanir samfé- lagsins væru af hinu vonda. Það ætti því að vera í hennar anda að stofnanir á borð við Fjár- málaeftirlitið og Samkeppnis- stofnun séu sterkar og taki ekki við fyrirskipunum frá stjórn- málamönnum. Svör Fjármála- eftirlitsins í þessu máli eru henni hins vegar ekki að skapi og passa ekki fyrir hana í áróðri í málinu. Þess vegna vill hún að ráðherra segi stofnuninni fyrir verkum. Þá cru áhrif stjórn- málamanna góð. Þetta er auð- vitað ekkert annað en henti- stefna. Mörg dæmi eru um það að stjórnmálamenn hafa brugðist ókvæða við áliti Sam- keppnisstofnunar ef það passar ekki þeirra hagsmunum. Þessar stofnanir eiga að vera sem óháðastar og starfa samkvæmt þeim lögum sem um þær eru settar. Ahrif skaðabótalagaima Það lá alveg Ijóst fvrir þegar ný skaðabótalög voru unnin í alls- herjarnefnd Alþingis að þau mundu leiða til hærri trvgg- ingaiðgjalda. Það kom ítrekað fram í umræðum um málið sem voru hæði langar og ítarlegar í nefndinni og í sölum Alþingis. Sumir nefndarmenn og þar á meðal Jóhanna töldu vera ein- falt mál að tryggingasjóðir fé- laganna tækju á sig viðbótar- kostnaðinn. Varðandi skaðabótalögin skal það tekið fram að þau voru risa- skref fram á við og afar mikil- væg réttindabót fyrir þá sem verða fyrir þeirri ógæfu að lenda í slysum. Tryggingafélög- unum fannst of hratt farið og vöruðu við hækkunum, en þingmenn í allsherjarnefnd og ég var einn þcirra töldu réttlæt- anlegt að taka þá áhættu vegna þeirra miklu réttindabóta sem málið fól í sér. Slysavamir Það sem er mest aðkallandi nú er að fara yfir alla þætti sem geta orðið til þess að konta í veg fyrir slys. Þar þurfa Iöggjafinn og tryggingafélögin að taka höndum saman. Þar þarf að fara saman öflug löggæsla, fræðsla og forvarnir. Ohjá- kvæmilegt er fyrir ríkisvaldið og tryggingafélögin að kosta ein- hverju til í þessu efni, enda er til mikils að vinna. Að þessum málum þarf að vinna af fullum krafti í stað þess að eyða kröft- unum í að rengja opinberar stofnanir þegar niðurstöðurnar passa ekki þingntönnum eins og gerist í því tilfelli sem ég hef gert að umræðuefni. Spennandi tímar - sam- eining verkalýðsfélaga JENS , ANDRESSON formaður Starfs- mannafélags ríkisstofnana SKRIFAR Við höfunt orðið vitni að miklum tíðindum í þjóðfélagsmálum á síðustu misserum. Hér á landi hefur farið fram rnikil uppstokk- un og gerjun; stórfyrirtæki hafa sameinast, hankar, verslanakeðj- ur og útgerðarfyrirtæki. Ríkis- stofnanir eru leystar upp og seld- ar og sameinast öðrum. Samfara þessari þróun hefur hættan á hringamyndun og einokun farið vaxandi. Það er einnig af þessurn ástæðum sem þörfin á félagslegu og pólitísku mótvægi verður knýjandi, - öflugri verkalýðs- hreyfing er nauðsyn. Segja má að við í verkalýðs- hreyfingunni höfum brugðist við. Við höfurn verið að breyta verka- lýðshreyfingunni, reynt að sýna árvekni, breytt vinnubrögðum oltkar, bætt þjónustu - og við erum að stokka upp, sameina fé- lög og gera hreyfinguna þannig að betra baráttutæki launafólks. En betur má ef duga skal. Miíramir eru að faUa Staðreyndin er sú að innan okkar raða er stundum ágreiningur. Astæður hans eru að finna á sjálfum vinnumarkaðinum. Það eru deildar meiningar meðal okk- ar um forgangsréttarákvæði, fé- lagafrelsi og skipulagsmál. Skýr- inganna er að leita í því að at- vinnumarkaðurinn breytist svo hratt að verkalýðshreyfing hefur átt fullt í fangi með að bregðast við. Islensk verkalýðshreyfing hef- „Þjóðfélagsþróim get- ur ekki og má ekki verða emvörðnngu á forsendum einokuii- arhringa og örfárra fjárfesta.“ ur kosið að skipuleggja sig í mörgum félögunt og sambönd- um, á forsendum, vinnustaða, sveitarfélaga, landssvæða, stöðu atvinnurekenda og svo framvegis. Og hún skipist í sambönd opin- herra starfsmanna og þeirra sem vinna hjá svokölluðum einka- geira. Það er hins vegar deginum ljósara að þessi mörk og múrar allir eru smám santan að falla og hrynja. Þetta er ein skýringanna á því að verkalýðsfélög út um allt land eru að sameinast. Litlu félögin geta ekki verið það baráttutæki sem þarf eða veitt þá þjónustu sem félagsmenn í verkalýðsfélög- urn vilja og vænta af hreyfing- unni. Þess vegna eru smærri fé- lög að sameinast í stærri og sterkari félög. En maður hlýtur einnig að spyrja um sameiningu þvert á mörk opinberra og óopin- herra starfsmanna í ljósi hinna föllnu múra. Efluni samstarfid Staðreyndin er sú, að þrátt fyrir sundrungina þá eru stóru hags- munirnir sameiginlegir. Verkalýðs- hreyfíngin getur átt á hættu að þurfa að berjast fýrir tilveru sinni ef hún ekki tekur höndum saman oftar og þéttar en hún gerir í dag. íslenskt þjóðfélag þarfnast slíkrar verkalýðshreyfingar. Sameiginlega verkalýðshreyfíngu gegn vaxandi ósælni ijármagnsins. Þjóðfélagsþróun getur ekki og mó ekki verða einvörðungu á for- sendum einokunarhringa og ör- fárra fjárfesta. Launafólk verður að hafa áhrif á framtíð sína og framtíð þjóðfélagsins. Okkur ber þess vegna skylda til að efla nauð- synlegt samstarf um sameiginlega hagsmuni og hugsjónir íslenskrar verkalýðshreyfíngar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.