Dagur - 07.11.2000, Side 11

Dagur - 07.11.2000, Side 11
Xfcyjin- ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR í gær lögðu frambjóðendur alla áherslu á ná kjörmannafylgi í þeim fylkjum sem báðir áttu möguleika á að sigra. Harður slagur um vðld og áhrif í Washington Kosið er iim forseta, öll sæti í fulltrúa- deildinni og þriðjimg sæta í öldiingadeild- iiini og úrslit alls staðar tvísýn I dag, þriðjudag, skera banda- rískir kjósendur úr um hverjir stjórna risaveldinu næstu árin. Mjög er einblínt á forsetafram- bjóðendur stóru flokkanna sem er eðlilegt vegna þess hve áhrifa- mikið embættið sem þeir sækjast eftir er. En samtímis fara fram þingkosningar og einnig er kosið um nokkra ríkistjóra. Kosið er í öll sæti fulltrúadeildarinnar og þriðjung senatora í öldunga- deildina. Repúblíkanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins í Was- hington og hafa þannig haft að- stöðu til að skerða völd Clintons forseta, sem er í andstæðum flokki. Samkvæmt sfðustu skoð- anakönnunum lítur út fyrir að repúblíkanar baldi meirihlutan- um í öldungadeildinni. Demókratar geta unnið tvö til þrjú sæti, og þannig saxast á fimm sæta meirihluta repúblík- ana, en það dugir eldti til að breyta valdahlutföllunum. IIill- ary Rodham Clinton býður sig fram til öldungadeilarinnar í New York fylki og sýndu skoð- anakannanir í gær að hún hafði aðeins vinninginn yfir repúblík- ananum Rick Lazio, en þar get- ur brugðið til beggja vona þegar á hólminn kemur. Demókratar þurfa að vinna sjö þingsæti í fulltrúadeildinni til að hnekkja meirhluta repúblíkana. I gærkvöldi voru taldar jafnar líkur á hvor flokkurinn nær þar meirihluta. Skoðanakannanir sýndu í gær- kvöldi, að AI Gore var nær búinn að ná George W. Bush og var kominn með 46% fylgi en and- stæðingurinn 47%. Ralph Nader frambjóðandi græningja hafði 5% fylgi og hefur það hlutfall verið stöðugt síðustu vikurnar. Þótt mjótt sé á munum í kosn- ingabaráttunni er reiknað með að 100 milljónir kosningabærra Bandarfkjamanna muni sitja heima. Það þýðir að aðeins 50% munu fara á kjörstað, en í kosn- ingunum 1996 kusu aðeins 49%. Þetta áhugaleysi almenn- ings um stjórnmál er lýðræðis- sinnuðu fólki áhyggjuefni. Forseti Bandaríkjanna er ekki kosinn í beinum kosningum, heldur kjósa þeir sem atkvæðis- rétt hafa kjörmenn sem síðan mynda samkundu sem kjósa for- setann. I kjörmannasamkund- unni eru 538 fulltrúar, sem þýð- ir að 270 atkvæði þarf þar til að ná meirihlutakosningu. Kjörmenn eru kosnir í hverju fylki og eru þeir mismargir eftir íbúafjölda hvers fylkis, allt frá 3 í fámennustu fylkjunum upp í 54 í Kalifomíu, sem er fjöl- mennasta lý'lkið. Sá frambjóð- andi sem fær meirihluta í hverju fylki fy'rir sig fær alla kjörmenn- ina. Skoðanakannanir gærdags- ins sýndu að Bush hafði vissa 235 kjörmenn en Gore 207. En sigurlíkur þeirra voru eigi að síð- ur mjög áþekkar. Fréttaskýrendur og sérfræð- ingar í kosningatölum sögðu í gær, að fylgi frambjóðenda í for- setakosningunum væri svo jafnt, að ekki væri nokkur leið og spá fyrir um úrslitin. Er talið að for- setakosningar í Bandaríkjunum hafi aldrei áður verið eins tvísýn- ar og nú. Svipað er uppi á teningnum hvað varðar kosningar til full- trúadeildarinnar og öldunga- deildarinnar. Hvor flokkurinn sem er getur náð meirihluta í annarri hvorri deildinni eða báð- um. I lok kosningabaráttunnar lögðu frambjóðendur og fylgis- menn þeirra ofurkapp á að laða til sín fylgi í þeim fylkjum þar sem tvísýnast var um úrslitin og ná til sín sem flestum kjörmönn- um. Þá voru kjósendur hvattir til að mæta á kjörstað og greiða at- kvæði og töldu báðar fylkingarn- ar sér í hag að kjörsókn verði sem mest. - OÓ HEIMURINN Barak viH enga friðargæslu Ehud Barak, forsætisráoherra Israels, hafnaði því í gær að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent til Vesturbakkans og Gazasvæðisins, en Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, kom með þá hugmynd í bandaríska fréttaþættinum 60 mín- útur að alþjóðlegt gæslulið verði haft á þessum svæðum til þess að friður geti ríkt þar. I gær lét- ust tveir ungir Palestínumenn í viðbót í átökum við ísraelska hermenn. Alls hafa þá látist hátt í 180 manns í átökum Israelsmanna og Palestínu- manna á rúmum mánuði, en langílestir hinna ______ látnu voru Palestínumenn. Háttsettir Palestínu- menn hafa lýst hugmyndum Arafats um friðar- gæslulið nánar, en þeir vilja að um 2.000 erlend- ir hermenn verði á átakasvæðunum og komi þeir að einhverju leyti i' staðinn fyrir ísraelsku hermennina. Ehud Barak. Ebólu haldið í skefjum Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin (WHO) fullyrti í gær að heilbrigðis- starfsfólki í Uganda hafi sennilega tekist korna í veg fyrir frekari út- breiðslu hinnar skæðu smitsóttar ebólu. Hins vegar væri enn fylgst náið með fólki sem hefði haft samskipti við þá sem vitað er til að hafi smitast til þessa, en alls er vitað um 281 tilfelli í þessum faraldri. Sjúkdómurinn hefur kostað 91 mann lífið frá því faraldurinn braust út í Uganda í september. Ekki er hægt að útiloka frekari útbreiðslu sjúkdómsins enn sem komið er. Tvíburamir aðskUdir Breskir læknar hófu í gær að aðskilja samvaxnar tvíburastúlkur, en ekki verður tilkynnt um hvernig aðgerðin tekst fyrr en um miðjan dag í dag. Fyrirfram er vitað að önnur stúlkan lætur Iífið, en ef þær hefðu ekki verið aðskildar áttu þær báðar dauðann vísan. Málið hefur ver- ið geysilega umdeilt enda mörg siðferðileg álitamál þarna á ferðinni. Foreldrar stúlknanna vildu ekki láta lækna aðskilja þær, en dómstóll úrskurðaði að það skyldi engu að síður gert. Réttarhöld vofa yfir Estrada. Fulltrúadeild þjóðþingsins á Filippsejjum sam- þykkti f gær með 99 atkvæðum að kæra Joseph Estrada forseta til embættismissis, og búast má því að réttarhöld hefjist síðar í þessum mánuði í öldungadeild þingsins. Þetta gerðist eftir að dómsmálanefnd þingsins samþykkti þá óvenju- legu málsmeðferð að Iáta fulltrúadeildina greiða atkvæði um kæruna, en forsetinn er sakaður um mútuþægni og hefur verið sagður hafa lifað hærra en svo að hæfi embættinu. Estrada er fyrrverandi kvikmyndaleikari og var kosinn með yfírgnæfandi meirihluta í kosningum fyrir rúm- lega tveimur árum. Sjálfur neitar hann eindreg- ið öllum sakargiftum. Morðmgi Rabins idrast einskis Israelski þjóðernissinninn Yigal Amir hefur setið í fimm ár í fangelsi fyrir að hafa myrt Jitsak Rabin, forsætisráðherra Israels. Hann segist iðrast þess eins að hafa ekki framið glæpinn fyrr. „Ég hefði átt að gera það áður en seinna Oslóarsamkomulagið var gert," sagði hann við upphaf réttarhalda í gær, en þar var hann að fara fram á það að eftirlitsmyndavélar yrðu fjárlægðar úr fangaklefa hans. Joseph Estrada. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 312. dagur ársins, 54 dagar eftir. Sólris kl. 9.31, sólarlag kl. 16.51. Þau fæddust 7. nóvem- ber • 1867 Marie Curie, pólskur eðlisfræðingur sem hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1903 og aftur 1911. • 1879 Leon Trotsky, rússneskur kommún- isti sem féll í ónáð valdhafa og flúði í út- legð. • 1898 Toto, ítalskur gamanleikari. • 1903 Konrad Lorenz, austurrískur atferlis- fræðingur. • 1913 Albert Camus, franskur rithöfundur. •1918 Billy Graham, handarískur predikari og forsetavinur. • 1926 Joan Sutherland, sópransöngkona. • 1939 Eiður Guðnason sendiherra. • 1960 Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur og myndlistarmaður. Þetta gerðist 7. nóvem- ber • 1550 voru Jón Arason biskup og synir hans tveir hálshöggnir í Skálholti, og komst þar með lútersk trú á hér á landi. • 1944 var Franklin D. Roosevelt kosinn for- seti Bandaríkjanna í fjórða sinn. Hann lést hins vegar þegar aðeins tveir mánuðir voru liðnir af fjórða kjörtímabilinu. • 1962 hélt Richard M. Nixon fréttamanna- fund eftir að hafa tapað ríkisstjórakosning- um í Kaliforníu. Hann fullyrti að þetta væri síðasti fréttamannafundurinn sem hann myndi halda: „Þið hafið ekki Nixon lengur til að sparka í,“ sagði hann við fréttamennina. • 1987 var Ólafur Ragnar Grímsson kosinn formaður Alþýðubandalagsins. AfmæHsbam dagsins Roberta Joan Anderson, öðru nafni Joni Mitchell, fæddist í Kanada árið 1943 og er því 57 ára í dag. Hún var býsna vinsæl á áttunda áratugnum þegar nokkur lög frá henni komust á vinsældalista, en hefur jafnan farið sínar eigin Ieiðir i' Iagasmíð og söng. Og þar af leiðandi sjaldnast verið tíður gestur á vinsældalistum þótt hún hafi haldið ótrauð áfram að syngja og senda frá sér piötur fram á síðustu ár. „Tónlist minni er ekki ætlað að grípa þegar í stað. Henni er ætlað að endast ævilangt," sagði hún einhverju sinni. Vísa dagsins Yfir heimi er hjarn. Húmnótt á vegi. Eg er hirtunnar barn - hýst enn við degi. Stephan G. Stephansson Hamingjan er ekki áfangastaður sem þú kemur til, heldur hvern hátt þú hefur á að ferðast. - Margaret Lee Runbeck, bandarískur rithöfundur. HeHabrot Hver er það sem talar öll tungumál heims, en skilur ekkert sem sagt er og segir aldrei neitt að fyrra bragði? Lausn á síðustu gátu: Flækja. Veffang dagsins Fjölbreyttan og vandaðan fréttaflutning af umhverfismálum má finna á www.ens-news.com ■M ■

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.