Dagur - 07.11.2000, Blaðsíða 16
16- ÞRIDJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000
LANDlWM
D^ímt
Hvemig leggst verkfallið í þig?
Eins og staðan varígærdag
stefndi allt í verkfall
framhaldsskólakennara sem
hefjast myndi í nótt. En
hvemig leggst verkfall í
nemendur. Dagurtók
nemendur í skólum hæði
sunnan lieiða og norðan tali
og athugaði hvemig hjóðið í
þeim væri.
Guðrún Ása Björnsdóttir. MR.
„Það má vera verkfall í tvær vikur til að maður
geti unnið upp syndir og fengið frí þó það sé
af leiðinlegum ástæðum."
Þorsteinn Búi Harðarson, MH.
„Ég er hræddur um að þetta verði langt. Ég
ætla að halda áfram að læra, reyna að fylgja
námsáætlun."
Kristófer Elísson, VMA.
„Ég óttastþetta. Nei, ég á heima i Ólafsfirði og
hef engin tækifæri til að vinna, heldur einbeiti
ég mér að nárni."
Manúela Harðardóttir, MR.
„Ágætlega, svo fremi það verði ekki meira en
vika en ég býst við að halda til á bókasafni
íþöku og læra.“
Tryggvi Sveinsson, MR.
„Ágætlega, en vona að það verði ekki langt.
Ég þarf að skila stórri líffræðiritgerð íjanúar og
ætla að vinna að henni."
Kolbrún Einarsdóttir, VMA.
„Þetta leggst ekki vel í mig. Ég óttast að
verkfallið verði langt, en ég ætla að halda
mínu striki í náminu."
Sverrir Berg Steinsson, MR.
„Það er ágætt að fá tíma og vinna upp syndir,
en efþaö verður langt kemur þetta niður á
náminu."
Gunnar Thorarensen. MR.
„Ég hefáhyggjur afþvi að þetta hafí slæm áhrifá
nemendurf mörgum skólum, sérstaklega í
fjölbrautakerfínu. Ég ætla að læra."
Ásthildur Eriingsdóttir, MH.
„Það leggst miður vel í mig en vil samt ekki
trúa því að þetta verði langt og er ekki komin
með nein verkefnaplön."
Þorgrímur Ingason, MH.
„Ef verkfallið dregst fram undir jót raskast
al/ar áætlanir hjá mér. Ég hef alltaf unnið með
skólanum og held því áfram."
Harpa Þorvaldsdóttir, VMA
„Ég er hrædd um að verkfallið verði langt, en
ég styð launakröfur kennara. I náminu ætla ég
að halda áfram, eins og ég get."
Kristín Ýr Bjarnadóttir, VMA.
„Mér stendur ekki á sama. Ef verkfall verður
langt fara vísast margir að slá slöku við og
flosna jafnve! uppúr námi."
Verna Sigurdardóttir, VMA.
„Ég óttast að þetta verði langt. Sjálffer ég að
vinna í frystihúsinu á Dalvík og læri svo eins
og ég get."
Orri Hjaltalín, VMA.
„Ég óttast að verkfallið verði langt og önnin sé
ónýt hjá mörgum. Sjálfur er ég búinn að ráða
mig í vinnu, fyrir ágætt kaup."
Viðar Örn Jónsson, VMA.
„Þetta verður langt, en launakrafa kennara er
réttmæt. Sjálfur ætla ég að læra í verkfallinu,
eins og ég get."