Dagur - 07.11.2000, Side 5

Dagur - 07.11.2000, Side 5
ÞRIDJUDAGIJ K 7. NÓVEMBER 2 0 0 0 - S Htálniar íDóm- ldrkjima? FRÉTTIR Efnáhagsveisl- unni er lokið Sedlabankinn boðaði tii blaðamannafundar í gær vegna efnahagsmálanna. LíMegt er að hagvöxt- ur minnki umtalsvert á næsta ári. Seðla- hankiim óttast að spennan á vtnnumark- aði auki verðbólguna. Að „veislan sé búin" er sú tilfinn- ing sem óhjákvæmilega læddist að þegar hlustað var á seðla- bankastjóra Iýsa ástandinu og því sem virðist blasa við á næstunni. Verðlagshorfur á næsta ári hafi versnað vegna lækkandi gengis krónunnar. Voftir um að halda aftur af vaxandi launaskriði bygg- ist aðallega á versnandi alkomu í atvinnurekstrinum og enn meiri vaxtahækkunum. Framleiðni virðist hætt að aukast, sem enn eykur verðbólguhættuna. „Verri horfur um útflutningsfram- leiðslu, hærra vaxtastig, lægra verð hlutabréfa, vaxandi greiðslu- byrði af skuldum, meiri skatt- byrði og almennt minni bjartsýni mun að líkindum stuðla að enn meiri hjöðnun eftirspurnaraukn- ingar á næsta ári. Því er líklegt að hagvöxtur minnki umtalsvert frá því sem er á þessu ári,“ sagði Birgir Isleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri á blaðamannfundi í gær. Ekkert lát á útlániuium Að útlánaþenslan hefur fremur aukist en hjaðnað, sagði seðla- bankastjóri einnig áhyggjuefni. Ekki aðeins sakir þess að ntikil útlánaukning kyndi undir of- þensluna innanlands, heldur ekld síður vegna þess að hún feli í sér „aukna hættu fyrir innlent fjár- málakerfi hagvöxtur og auking kaupmáttar minnkar verulega eða snýst í hreinan samdrátt." Erlend fjármögnun bankanna er ennþá sögð ein belsta undirrót útlánaaukningarinnar, sem feli í sér taðbótaráhættu fyrir fjármála- legan stöðugleika, sérstaklega ef hún byggist á miklum skamm- tímalánum. Spáö 5% verdbólgu ef........ Stýrivextir bankans (11,4%) sagði seðlabankastjóri þá hæstu sem þekkst hafi í áratug. Akvörðun um 0,8 prósentustiga hækkun þann 1. nóvember sagði hann tekna í Ijósi þess að verðbólgu- horfur á næsta ári hafi versnað vegna lækkunar á gengi krón- unnar og áframhaldandi mikillar spennu á vöru- og vinnumark- aðnum. Og vænta má enn frekari vaxtahækunar. Seðlabankinn spá- ir nú að verðbólga verði rúm 5% á milli áranna 2000 og 2001 en 4,6% yfir árið 2001, miðað við óbreytt gengi frá þ\'í sem nú er. En hætt sé við að verðbólgan verði meiri fari ekki að draga úr þeirri spennu sem ríki á vinnu- markaðnum. Gengis- og launaþróun mesta óvissan Meginóvissan í verðlagsþróun á næstu misserum segir Seðla- bankinn felast í gengi krónunnar og launaþróuninni. Að því er gengið áhræir togist annars vegar á aðhaldssöm peningastefna, sem stuðli að því að gengi krónunnar haldist sterkt, og hins vegar þrýst- ingur á gengi krónunnar vegna mikils viðskiptahalla, versnandi hagvaxtarhorfa og meiri verð- bólgu en í viðskiptalöndunum. „Fjármögnun hallans gæti orðið torsóttari eftir því sem fram líða stundir.“ Verðbólguvæntingar al- mennings næstu 12 mánuði hafa þó minnkað; úr 5,4% í maí niður í 4,5% í september. -HEI Sr. Hjálmar Jónsson, al- þingismaður er meðal um- sækjenda um embætti dóm- kirkjuprests í Reykjavík. Umsóknar- frestur rennur út 15. nóvem- ber nk. og verður skipað í stöðuna fljót- lega eftir það. Sr. Hjalti Guð- mundsson lætur af störfum um næstu áramót. Reiknað er með allnokkrum umsóknum um embættið enda eitt af virðuleg- ustu embættum þjóðkirkjunnar. Hjálmar lætur af þingmennsku hljóti hann hnossið en hann hefur verið þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandi vestra síðan 1995, en einnig þjónaði hann Sauðárkróks- prestakalli unt tíma. Við breytingar á kjördæma- skipan verður Norðurland vestra hluti af Norðvesturkjördæmi sem mun fá 10 þingmenn en þeir eru 1 5 í dag í þremur kjör- dæmum. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins á því svæði eru í dag 6 talsins svo eflaust munu ein- hverjir þeirra „taka pokann sinn“. - GG Sr. Hjálmar Jónsson. Á för- um úr þingsal? Taimlæknar ekki sáttír við launin Meirihluti taimlækna viröist óánægður með launin sín, tekur fremur fáa frídaga og mundi ekki velja tannlæknanám í dag. Aðeins rösklega fjórðungur karla í tannlæknastétt og um 40% kven- na svaraði játandi spurningu um hvort þeir mundu velja tannlækn- ingar fremur en annað nám ef þeir væru nú á Ieið í háskóla. Svör hinna skiptust næstum jafnt milli nei og hlutlaus. Það kemur Iíka í Ijós að innan við 10% eru mjög ánægð með launin sín tölu- vert fleiri lýsa óánægu eða nokk- urri óánægju með launin heldur en ánægju. Þetta er sérstaklega áberandi meðal kvennanna, þar sem tvöfalt fleiri lýsa óánægju en ánægju með launin. Þá kemur í ljós að nær þriðjungur tannlækna tekjur sér færri en 20 frídaga á ári og aðeins fimmti hver 30 daga eða fleiri. Tannlæknar víðar illa settir Þetta er meðal helstu niður- staðna könnunar meðal íslenskra tannlækna sem Katrín Heimis- Flestir tannlæknar telja sig eiga skilið hærri laun fyrir vinnu sína. dóttir tannlæknir segir frá í Tann- læknablaðinu. Líklegt er að þær korni ýmsum nokkuð á óvart, í Ijósi þess að tannlæknar hafa lengi verið sú stétt manna, að minnsta kosti fyrir tíma verð- bréfafyrirtækjanna, sem hvað oft- ast var nefnd þegar tal manna barst að háum launum. Hug- myndina að könnuninnni segir Kristín hafa kviknað eftir að hafa heyrt af könnun meðal kollega sem birtist í þeirra Tannlækna- blaði. Þar hafi komið í ljós mikil óánægja og þunglyndi meðal danskra tannlækna, sem í sumum tilfellum hafði alvarlegar afleið- ingar, svo sem ótæpilega ráu- efnaneyslu ogjafnvel sjálfsvíg. Ritnefnd Tannlæknablaðsins ákvað að gera annars vegar al- menna könnun meðal allra tann- lækna í TFI og 40% svöruðu spurningunum, eða kringum 125 tannlæknar. Dreifing svaranna er sögð nokkuð jöfn eftir starfsaldri, en svörun hafi þó verið best í yngstu og elstu starfsaldurshóp- unum. Of dýrt að fara í almennilegt sumarfrí Þrátt fyrir óánægju með launin kom í ljós að íslenskir tannlæknar eru nokkuð sáttir í starfi. Sá hóp- ur er þó áberandi stærstur sem merkti við „frekar ánægð(ur)“. „Virðast þeir vera ánægðastir sem eru ánægðir með launin og vinna með fleiri tannlæknum,“ segir greinarhöfundur. Varðandi mun meiri Iaunaóánægju meðal kvennanna telur hún líklegt að það stafi af því að konurnar vinni að jafnaði stvttri vinnudag og veltir í framhaldinu upp þeirri spurningu hvort tannlæknar vinni ekki „óhóflega langan vinnudag til að ná mannsæmandi launum?“ - HEI Banaslys í Haínarfírði Maður á miðjum aldri lést eftir harðan árekstur sem varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Alls voru tíu manns flutt á slysadeild eftir slysið. Slysið varð þar sem fjórir bílar skullu saman um hundrað metra norðan gatnamóta Lækjargötu og Setbergsvegar. Þetta gerðist um kl. 18:30 og var Reykjanes- braut lokað í í hálfa aðra klukku- stund vegna slyssins. Maðurinn sem Iést hér Eðvald Marelsson og var til heimilis að Bröttukinn 8 í Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig konu og þrjú upp- komin börn. Fordæma Ama Johnsen Stjórn Sambands ungra framsóknarmanná fordæm- ir viðbrögð formanns samgöngunefndar, Arna John- sen, við þeirri ákvörðun Vegagerðarinnar að fela Samskipum rekstur ferjunnar Herjólfs. í ályktun frá ungliðum Framsóknarflokksins segir: „Framganga hans ber vott um mikla hagsmunapóli- tfk sem á ekki að líðast í dag. Stjórn SUF krefst þess að Arni Johnsen víki sem formaður samgöngunefnd- ar þar sem það þykir sýnt að hann er ekki að leiða nefndina með hagsmuni fólksins í huga heldur einkahagsmuni. - BÞ Tímamót á Akureyri Mikið var um dýrðir á sunnudagskvöld þegar Evelyn, ekkja Vilhjálms Stefáns- sonar landkönnuðar, opnaði nýjan vefí Listasafninu á Akur- eyri. Vefurinn tengist Vilhjálmi og vísinda- störfum á norður- slóð og var gjörn- ingurinn hluti af sýningu sem nefnist „Heimskautalöndin unaðslegu" sem nú stendur yfir á Akureyri. mynd brink Erfitt að skýra síðustu beusínhækkun „Síðustu hækkun (á bensínverði í byrjun nóvember) er erfitt að skýra útfrá hækkun á innkaupsverði bensíns, heldur virðist fremur um við- brögð við innlendum kostnaðarbreytingum eða aukna álagningu að ræða,“ segir í ársfjórðungshefti Seðlabankans um peningamál. Á heildina litið segir hann bensínverð raunar hafa lækkað aðeins frá júlí til október og sé litið á 12 mánaða hækkun skýri verðhækkun bensíns nú innan við 1/2 prósent af hækkun neysluverðlags, saman- borðið við 1% fyrir ári. En eftir þessa sfðustu hækkun nú í nóvember sé bensínverði aftur orðið nálægt fyrra hámarki. - HEI Krafa um að Árni Johnsen segi afsér.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.