Dagur - 07.11.2000, Side 4
4 - ÞRIDJUDAGUR 7 ■ NÓVEMBER 2000
Þjálfarar selja
bömimum emi
Umboðsmaður bama
telur grafalvarlegt
mál að íþróttaþjálfarar
skuli hvetja böm til
notkuuar fæðubótarefna,
sem þeir svo selja þeim
sjálfir.
„ISI harmar að slíkt tilfelli, sem nefnt
er í bréfi þínu hafi komið upp og mun
gera allt sem í sínu valdi stendur til að
koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig,“
segir í löngu svarbréfi ISI til Umboðs-
manns barna, sem hafði snúið sér til
sambandsins eftir að hafa fengið
ábendingu að íþróttaþjálfari viður-
kennds íþróttafélags mælti með því að
12 ára börn undir handleiðslu hans
neyttu ákveðins fæðubótarefnis, sem
hann seldi þeim sjálfur, með þeim rök-
stuðningi að nánast útilokað væri lyrir
þau að fá nægilega orku úr hefð-
bundnu mataræði.
Hvorki þjálfaraniun né ÍSÍ til
sóma
Umboðsmaður ákvað í kjölfarið að
kynna sér máiið nánar. I bréfi til ISI
spurði hún hvort sambandið hafi mót-
að sér stefnu varðandi notkun og sölu
fæðubótarefna, innan íþróttahreyfing-
arinnar, þegar börn ættu í hlut. Og
hvort ISI telji eðlilegt að aðilar innan
íþróttahreyfingarinnar hvetji börn til
notkunar slíkra efna og hvort eðlilegt
sé að sala þeirra fari fram innan vé-
banda hreyfingarinnar.
I bréfi sínu segist ISI í sjálfu sér ekki
hafa mótað neina ákveðna stefnu varð-
andi notkun og sölu fæðubótarefna
innan hreyfingarinnar og þá hvorki
þegar börn eigi í hlut eða fólk eldra en
18 ára. „Aftur á móti telur ISI að slíkt
framferði sem lýst er í bréfi þínu sé
hvorki íþróttahreyfingunni og því síður
þjálfaranum til sóma.“ I bréfinu er
meðal annars bent á nýjan bækling ÍSÍ
um næringu íþróttafólks. Þar sé sér-
stakur kafli sé um fæðubótarefni, scm
ættu að vera óþörf fyrir þá sem borði
nógan og hollan mat, en gætu verið
gagnleg fyri þá sem borða óreglulega
og ófullnægjandi fæði eða stundi mjög
erfiðar æfingar.
Skaðleg og ólögleg efni
ISI segir töluverðan fjölda fæðubótar-
efna á markaðnum - sem gjarnan séu
dýr - og salan byggist í mörgum tilfell-
um á svokallaðri píramítasölu. „Þar af
leiðandi er oft meira lagt upp úr magni
en gæðum í sölu þeirra og því miður til
dæmi þess að fæðubótarefni innihaldi
skaðleg efni sem einnig er ólöglegt að
neyta í tengslum við æfingar og
keppni.“
„Þar eð ég taldi mál þetta alvarlegt
og nauðsynlegt að það yrði tekið föst-
um tökum, ritaði ég bréf til forseta
Iþrótta- og ólympíusambands íslands,
þar sem ég benti m.a. á þörfina fyrir
ákveðnar siðareglur varðandi sölu-
mennsku manna sem sjá um þjálfum
barna og unglinga. Bréfið er dagsett
26. október ... Um áramót hafði ég
ekki fengið nein viðbrögð við erindi
mínu,“ segir Umboðsmaður barna í
skýrslu sinni fýrir árið 1999. — HEI
SDnjpr
eiuingu bankana í gær - því þar var staðfest sú
frétt scm Dagur birti á laugardaginn um aö Lands-
bankinn myndi eiga 57% í nýja sameinaða bank-
anum en Búnaðarbankinn aðeins 43%. Þessi nið-
urstaða bankaráðanna er sögð málamiðlun eftir
erfiða samninga. Sutnir fullyrða að Landsbankinn
ætti tneð réttu að fá enn stærri hlut í LB-bankan-
utn, en hefði oröið að gefa eftir til samkomulags...
Sumir í pottinum gcispa í
hvert sinn sem minnst er
á forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum, en það
ræðst víst í nótt hver verð-
ur kjörinn forseti næstu
fjögur árin þar vestra. AI
Gore segja þeir eins og út-
skorinn trékall sem sjáist
varla í dimmum skuggan-
um af kvcnnagullinu
Clinton, en George Bush
veki helst athygli fyrir að
hafa keyrt fullur þcgar
hann var orðinn þrítugur
og kalli það bemskubrek!
Nöldurseggimir i pottin-
um telja báða þessa fram-
bjóðendumar hundlciðin-
lega og segja það engu
máli skipta hvor þeirra
„Bore“ og „Gush“ verði
tyrir valinu...
Gore.
Bush.
Sjálfstæðismenn komu saman í félagsheimilinu
Skjólbrekku í Mývatnssveit um helgina og réðu
þar ráðum sínum. Nokkrar ályktanir vom sam-
þykktar og þar á meðal ein, þar sem fagnað var þvi
að búið væri að tryggja framtíðarrekstur Kísiliöj-
unnar. Hehnildarmenn heita pottsins segja þó að
sumum fundarmanna hafi þótt þetta nokkuö sárs-
aukafullur fögnuður. Líta verði á það aö sam-
þykktin hafi átt sér stað í félagsheimili viö sumi-
anvert Mývatn en þar allt í kring búa yfirlýstir
andstæðingar verksmiðjunnar...
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Össur
Skarphéáinsson
formaðurSamJylkingar
Flokkstjómarfundur Sam-
Jylkingar. Afkomutrygging.
Menntun veróiforgangsverk-
efni. Skattahækkun stjóm-
valda mótmælt. Geturþýtt
50 þúsund króna skatta-
hækkun fyrirhverja 5 manna
fjölskyldu.
Kjör bágstaddra á oddinn
- Hvað koiti lít úrflokkstjómarfundi Sattt-
fylkingarinnar?
„Þetta var ákaflega sterkur fundur og fjöl-
sóttur þar sem mættu hátt í 200 manns. Það
var jákvæður andi á fundinum þar sem menn
ræddu djúpa pólitík og fóru yfir stefnuna.
Það var tvennt sem bar hæst, annars vegar
menntamál og réttindi aldraða og öryrkja
hins vegar.“
- Hvað vill Samfylkingin gera í ttuílefn-
uin aldraða og öryrkja?
„A fundinum var staðfest tillaga frá þing-
flokknum um afkomutryggingu fyrir aldraða
og öryrkja. Þar lýsum við því yfir að við ætl-
um að flytja hið minnsta 3-5 milljarða króna
yfir í þennan málaflokk og það felur í reynd
í sér uppstökkun á almannatryggingakerfinu.
Við leggjum til að þessi afkomutrygging verði
útfærð í samvinnu ríkisins og samtaka þess-
ara hópa. Tillagan felur jafnframt í sér að
enginn í hópi aldraða og öryrkja þurfi að una
óvissu um kjör sín og afkomu í framtíðinni.
Með afkomutryggingunni viljum við leggja
sérstaka áherslu á átak í réttindum ungra ör-
yrkja sem hafa orðið fyrir varanlegri örorku
snemma á Iífsleiðinni, en þetta er hópur sem
hefur orðið verulega útundan."
- Hvað er helst í menntamálum?
„Menn voru sammála um að það ríkti
alltof mikil skammsýni í menntamálum hér á
landi og fjárframlög væru of Iítil miðað við
önnur lönd. Samfylkingin telur að pólitík
framtíðarinnar muni snúast um menntamál.
Það stafar m.a. af því að við erum að sigla
inn í hátæknivætt þekkingarsamfélag. Það
felur í sér mikil sóknarfæri en jafnframt eru
ákveðnar hættur fólgnar í því. Meðal annars
hafa kannanir í Bandaríkjunum sýnt að þeir
sem ekki ná að fóta sig í tölvuvæddum störf-
um nýja hagkerfisins sitja eftir í Iaunum. Það
er því hætta á að þarna komi upp einhvers
skonar stéttaskipting. Við teljum að það sé
hægt að koma í veg fyrir það með því að efla
menntakerfið og opna það þannig að allir
geti haft jafna möguleika til að mennta sig
og afla sér símenntunar. Kröfur vinnumark-
aðari 's í framtíðinni verða öðruvísi þar sem
fólk þarf að geta oftar orðið sér úti um nýja
þekkingu til að geta fótað sig í þessu kröfu-
harða umhverfi. A sama tíma og framleiðni
er að aukast í öðrum löndum minnkar hún
hratt hér á landi. Það er dæmi um að
menntastefna stjórnvalda hefur brugðist."
- Hvað með framkaldsskólakerfið?
„Það var samþykkt að við mundum beita
okkur fyrir auknum framlögum til fram-
haldsskólakerfisins. Samhliða uppstökkun
framhaldsskólans yrðu kjör kennara bætt.
Við samþykktun einnig að það ætti að stytta
nám í framhaldsskóla um að minnsta kosti
eitt ár. Sem dæmi eru framlög til mennta-
mála hérlendis 5,1% af landsframleiðslu en
6,8% í Svíþjóð. Þá ljúka ekki nema 55%
námi í framhaldsskóla hér á landi en 76% á
öðrum Norðurlöndum. Þetta er alvarlegt
mál því það er beint samhengi á milli hlut-
falls þeirra sem Ijúka framhaldsskólanámi og
hagsældar.
- Hvað með siefnutm t skattamálum?
„Við mótmælum harkalega þessari aðferð
sem ríkisstjórnin beitir gagnvart sveitarfélög-
unum. í þess að afsala sér tekjum á móti vax-
andi verkefnum sveitarfélaga fer ríkisstjórn-
in þá leið að knýja þau til skattahækkunnar.
Þetta verður sérstaklega þungbært á höfuð-
borgarsvæðinu þar sem þessi stefna ríkis-
stjórnar gæti Ieitt til þess að hver 5 manna
fjölskylda þyrfti að greiða 50 þúsund krón-
um meira í skatt.“ - GRH