Dagur - 07.11.2000, Side 2

Dagur - 07.11.2000, Side 2
2 - ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2 000 FRÉTTIR „Tímamótasigiir“ í skattalækkun Mótmæli óánægðra vegna bifreiðakostnaðar virðast hafa skiiað einhverj- um árangri. Frá mótmæiastöðunni við Örfirisey fyrir skömmu en þar var spjótum beint sérstaklega að olíufélögunum. - mynd: þök Vörubílstjórar beygja ríMð. Ætlar að lækka þungaskatt iim 10%. Oliufélögin hækkuðu álagningu sína á bens- íni um 1,80 krónur. Unnur Sverrisdóttir fram- kvæmdastjóri Landssambands vörubifreiðastjóra segir að ákvörðun ríkisins um að lækka kílómetragjald á þungaskatti um 10% sé tímamótasigur í barátt- unni fyrir lækkun rekstrarkostn- aður í framhaldi af tíðum eld- neytishækkunum olfuféiaga, enda ekki á hveijunr degi sem skattar séu lækkaðir. Hún segir að menn eigi þó enn ýmislegt óuppgert við olíufélögin sem ný- lega hækkuðu álagningu sína á bensíni um 1,80 krónur sam- kvæmt upplýsingum Seðlabanka Islands. Ríkisstjórnin áformar að þessi lækkun á þungaskattinum komi til framkvænrda eftir þrjá mánuði, eða í febrúar á næsta ári. MUdl ánægja Akvörðunin um Iækkun þunga- skattsins var tekin eftir viðræður fjármálaráðuneytisins við sam- starfshóp vegna hækkana á elds-: neyti. Ráðuneytið áætlar að lækkun á þungaskatti mun hafa í för með sér um 300 miljón króna tekjutap fyrir ríkisjóð á ársgrund- velli. Framkvæmdastjóri Lands- sambands vörubílstjóra segir að þessi lækkun sé umtalsverð hjá þeim sem keyra mest þegar haft sé í huga að þarna eiga í hlut at- vinnutæki sem greiða miljónir króna í þungaskatta á ári hverju. Það ríkir því mikil ánægja hjá vörubílstjórum. Hins vegar séu það vonbrigði að ekki skuli vera hróflað við fastagjaldinu af þungaskattinum og vörugjaldi af bensíni eins og farið hefði verið fram gagnvart ríkinu. Aftur á móti sé ekki búið að taka neina ákvörðun hvort látið verður stað- ið numið við þennan „tímamóta- sigur“ eða hvort blásið verður til frekara aðgerða gegn olíufélög- unum. Kraflst afnáms bifreiðagjalda Samtök ferðaþjónustunnar hafa krafist þess að ríkið felli niður bifreiðagjöld af skráðum hóp- ferðabílum til að koma til móts við stórhækkuð rekstrarútgjöld vegna eldsneytishækkana. Það hefur m.a. hamlað endurnýjun fyrirtækja á sínum bílaflota að mati ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin hefur gert úttekt á þróun skattlagningar á bifreið- um síðastliðin misseri. Niður- staða þeirrar athugunar er sú að álögur ríkisins á bifreiðar hafi ekki hækkað að raungildi heldur í mörgum tilvikum lækkað eða staðið í stað undanfarin misseri. Sú hækkun sem orðið hefur á heildartekjum ríkissjóðs í krón- um talið stafar þannig af aukinni bílaeign og aukinni notkun bif- reiða, að mati fjármálaráðuneyt- isins. — GIíh/bþ Kennarar í fót spor Sleipnis Oskar Stefánsson, formaður Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis, seg- ir að skilaboð hans til kennara séu að sýna samstöðu og aftur samstöðu þótt verkfall kunni að dragast á langinn. Hann segir menn fylgist grannt méð fram- vindu deilunnar enda sé meiri von um að hægt verði að brjótast út úr viðjum miðstýrðrar launa- stefnu eftir því sem fleiri leggjast á sveifina. Hann segist ekki sjá annað en að í kjaradeilu sinni séu framhaldsskólakennarar í álíka sporum og félagsmenn í Sleipni voru sl. sumar þegar þeir reyndu að semja út sínum forsendum en ekki launastefnu sem Flóabanda- lagið markaði í samningum sín- um við Samtök atvinnulífsins með blessun ríkisins. 1 því skyni háðu þeir harðvítugt verkfall sem stóð yfir í nokkrar vikur án þess að fá kröfum sínurn framgengt. Þeir eru því enn án nýs samnings og eiga í málaferlum við atvinnu- rekendur í Félagsdómi vegna eft- irmála verkfallsins. — GRH 99 Fer í míuar fínustu“ „Þessi framsetning gatnamála- stjóra fer í mínar fínustu en ég hef samt skilning á því sem hann er að gera. Slitið á götunum er vanda- mál en ég met öryggi farþega og ökumanna meira en slit gatnanna og vil meina að naglarnir séu ör- uggari að því gefnu að menn of- meti ekki mátt þeirra og aki hrað- ar.“ Þetta segir OIi H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, vegna auglýsingaherferðar gatna- málastjórans í Reykjavík. Þar eru ökumenn hvattir til að hunsa nagladekkin. Árlegur kostnaður vegna slitsins á götunum er talinn 150 milljónír króna og bent á há- vaða- og loft- mengun og fals- ka öryggiskennd. Oli segir hins vegar að eitt mannslíf sé öllu sliti mikilvægara en ef menn aki lítt utan aðalum- ferðartíma og að- eins innan borgarinnar geti vissu- lega flestir komist ágætlega af án negldra dekkja. „Við hljótum samt alltaf að setja mannslífíð í öndvegi, ofar öllum dekkjum.11 Ákveðnir valkostir hafa komið fram síðari ár s.s. heilsársdekk og loftbóludekk en í ísingu kemur ckkert í staðinn fyrir naglana að mati framkvæmdastjóra Umferð- arráðs. OIi telur rétt að breyta um- ferðarlögunum frá því sem nú er. Hann hyggst berjast fyrir því að frá fýrsta vetrardegi til hins síðasta verði skylda að aka um á vetrar- drckkjum en eins og reglugerðum er háttað í dag er ekki bannað að aka um á sumardekkjum allan árs- ins hring. Hins vegar er bannað að aka um á nagladekkjum nokkurn hluta ársins. „Hinu má ekki heldur gleyma að ncgld dekk eru allt öðvuvísi en var. Naglarnir eru léttari og grennri og ekki jafn skaðlegir yfirborði gatn- anna,“ segir Oli. — bþ Deiltiun Eystrasalts- ríldii Þing Norðurlandaráðs hófst í Reykjavík í gær en það fer fram í Háskólabíói. Búist er við að helsta deilumálið verði tillaga íhalds- manna um að heimila Eystrasalt- ríkjunum að gerast aðilar að ráð- inu. Áður en þingið hófst funduðu forsætisráðherrar Norðurland- anna og héldu m.a. blaðamanna- fund í Þjóðmenningarhúsinu. Á þeim fundi kom m.a. fram að Norðurlöndin hafa ýmistlegt fram að færa í samskiptum sínum við önnur lönd og m.a. norræna vel- ferðarkerfið. Ráðherrar Iögðu ein- nig áherslu á mikilvægi norrænn- ar samvinnu, öryggismál og um- hverfismál. Þar kom einnig fram að Finnar taka við formennsku í norrænu ráöherranefndinni af Dönum. — GRH Forsætisráðherrar Norðuriandanna þeir Jens Stoltenberg, Noregi, Paavo Lipponen Finnlandi, Poul Nyrup Rasmussen Danmörku, Davíð Oddsson og Göran Persson Svíþjóð í Þjóðmenningarhúsinu. - mynd: e.ól. Krakkamir eru slegnir „Krakkarnir eru slegnir yfir þeirri stöðu sem nú er uppi. Þau eru þó alls ekki neikvæð, heldur finnast mér þau sýna kröfum kennara fullan skilning. Viðhorf þeirra hafa áður verið allt önnur og neikvæðari þegar kennarar hafa gripið til aðgerða til að fá kjör sín bætt,“ sagði Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri í gær. Starf í VMA leggst að mestu leyti niður komi til verkfalls, utan að nokkrir stundakénnarar munu halda áfram störfum, þ.e. svo lengi sem nemendur mæta. „Síðan verður hér opið í tölvustofum, bókasafni og í ein- hverjum kennslustofum," segir Hjalti Jón, sem kveðst munu verða í skólan- uni „ ... og stappa stálinu í ki'akkana. En ég má ekkert fara að aðstoða þau með námið, enda væri það verkfallsbrot." — SBS Hjatti Jón Sveinsson. 30 milljóna lítra eldsneytissala Skeljungur átti lægsta tilboðið í flug- eldsneyti Flugleiða til notkunar í Keflavík á árinu 2001 en tilboðin voru opnuð í síðustu viku. Boðnar voru út um 30 milljónir lítra, sem svarar til um þriðjungi af heildarnotkun Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli, en félagið er stærsti einstaki eldsneytisnotandi landsins. Undanfarið hefur Skeljung- ur séð Flugleiðum, fyrir öllu flugelds- neyti sem tekið er á vélar félagsins hér á landi. Auk Skeljungs tóku Olíufé- lagið hf. og Olíuver/lun íslands (OIís) þátt í útboöinu. Eldsneytismagnið scm Flugleiðir taka á Keflavíkurflugvelli hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár, eða um 10-15% árlega. Búist er við að félagið þurfi um 90 milljónir lítra af eldsneyti í Kellavík á næsta ári, sem samsvarar rúmlega 70 þús. tonnum. - rþ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.