Dagur - 07.11.2000, Blaðsíða 13
ÞRIDJUDAGUR 7. N Ó V F. M B F, R 2000 - 13
Thypir.
m marga þætti
einingar kemur. Þess í stað yrði
starfsmannaveltan Iátin sjá um
fækkun starfsmanna enda er hún
yfir 10% á höfuðborgarsvæðinu,"
segir Friðbert Traustason, formað-
ur Sanrbands íslenskra banka-
manna.
Hann segir að það sé allt verið
að tala um að á milli 200 og 300
manns muni missa vinnuna við
sameininguna. Með því að láta
starfsmanna veltuna sjá um þetta
tæki það ekki nema 2 til 3 ár að
fækka um þessa tölu.
Friðbert segir að það geti í raun
allir séð hvaða útibúm verður lok-
að. Þar er fyrst til að nefna staðina
7 út á landi þar sem báðir bank-
arnir eru með útibú. Síðan eru
þeir með útibú í vesturborginni, í
Mjódd og svo auðvitað í miðborg-
inni.
„Ovissan fyrir starfsfólkið er
verst. En hún getur lfka komið sér
illa fyrir bankana þegar það er gef-
ið út að sameina eigi höfuðstöðv-
Eftirtaldir 10 stærstu
hluthaííir núverandi
banka munu eiga 82%
í sameinuðum hauka:
Rikissjóður íslands,
Kaupþing hf. Phila-
delphia Intemational
Corporation, Eftir-
launasjóður starfs-
manna Búnaðarhahk-
ans, Eignarhaldsfélag
Brunahótafélags ís-
lands, Landshanki ís-
lands hf. WÍB hf.
sjóður 6, LB-Holding
Ltd., Kaupthing SA
Luxemhourg og Lands-
sjóður hf. - úrvalsbréfa-
deild.
arnar og fækka þar fólki. Þar vinn-
ur allt sérfræðingaliðið. Það bíður
ekkert eftir þvf að bankanum
henti að segja því upp. Þetta fólk
getur fengið vinnu sama daginn
og það bættir í bönkunum," segir
Friðbert Traustason.
Kallar á fákeppni
Ossur Skarphéðinsson formaður
Samfylkingar segist vera mótfall-
inn sameiningu Landsbanka og
Búnaðarbanka. Flann segir að
sameining þcirra muni ýta undir
fákeppni á markaði þar sem sam-
Pétur H. Blöndal: Miklar breytingar
framundan.
keppni sé ekki mikil fyrir. Þess
vegna óttast hann að þetta muni
skaða hagsmuni neytenda auk
þess sem sameiningin muni ekki
verða til þess að lækka þjónustu-
gjöld og vexti heldur þvert á móti.
Af þeim sökum telur hann að
þessi sameining sé röng. Þess
utan telur hann að það sé ekki
hlutverk ríkisins að ráðast í svona
miklar aðgerðir sem sameiningin
óneitanlega er. Þá sé það fordæm-
anlegt að ekkert samráð var haft
við starfsfólk í aðdragandanum.
Össur segir að sameiningin geti
líka komið illa við marga, enda
liggur það fyrir að margir milli-
stjórnendur munu tapa sínum
störfum. Það séu að stórum hluta
konur á þeim aldri sem mun eiga
erfitt með að fá ný störf.
Formaður Samfylkingar telur
einnig að það verði ákaflega erfitt
og langsótt fyrir ríkið að sækja þá
meintu hagræðingu sem talið er
að samciningin muni skila. I því
sambandi minnir hann á varnað-
arorð Vals Valssonar bankastjóra
Islandsbanka þar að lútandi sem
hefur mikla reynslu af sameiningu
hanka. Hann minnir einnig á að
sameining banka hefur hvergi orð-
ið til þess að bæta kjör neytenda.
Það liggur fyrir í hollenskri rann-
sókn. Hins vegar kom fram í þeir-
ri rannsókn að eigendur banka
sem hafa verið sameinaðir urðu
ríkari fyrir vikið. Það sé vegna þess
að sú hagræðing sem næst fram
með sameiningu rennur í vasa eig-
endanna. Össur segir að í þessari
bankasameiningu sé fyrst og
fremst að ræða einhvers skonar
pólitíska uppskiptingu og hrossa-
kaup sem búið sé að semja á milli
stjórnarflokkanna.
Margt á döfinni
„Það má vel vera að það sé skyn-
samleg ráðstöfun að sameina
þessa banka en ég held að það
eigi að láta markaðinn finna út
hvaða kostur sé skynsamlegastur.
Með sameiningu er einum kosti
minna og því hlýtur verðið að
lækka,“ segir Pétur H. Blöndal al-
þingismaður.
Hann var spurður hvort hann
teldi að sameining bankanna leiði
til lækkunar kostnaðar og lækk-
unar vaxta?
„Það þarf ekki að vera en raun-
ar er vaxandi samkeppni á banka-
markaði hér á landi þótt menn
verði ekki mikið varir við það. Þar
koma til erlendir bankar sem
stærri fyrirtæki og jafnvel sveitar-
félög eru í viðskiptum við. Síðan
mega menn ekki gleyma netbönk-
unum sem eru að koma upp og
munu veita gamla bankakerfinu
harða samkeppni á næstu 4 til 5
árum. Það eru þegar komnir einir
þrír netbankar og þeir eiga eftir
að verða fleiri. Það eru bankar
sem cru ekki með nein lík í lest-
inni. Þeir eru ekki með þung-
lamalegt útibúakerfi eða gömul
pólitísk lán. Þess vegna tek ég
ekki undir með þeim sem halda
því fram að sameining ríkisbank-
anna hamli samkeppni. Það held
ég að sé ekki rétt. Islenskir bank-
ar eru örsmáir á alþjóða mæli-
kvarða og standa frammi fyrir
mikilli alþjóðavæðingu í fjármála-
starfsemi og jafn vel svo að ein-
staklingar geta fengið sér lán eða
lagt inn hjá erlendum bönkum.
Það eru því miklar blikur á lofti í
öllum þessum málum,“ sagði
Pétur H. Blöndal.
rbanka. Talað er um að allt að þrjú hundruð manns muni missa vinnuna.
sjá að sé neitt vandamál þar sem
báðir spjari sig vel. Hann segir líka
að sú fákeppni á markaðnum sem
skapast við samrunann vera
áhyggjuefni.
„Okkar afstaða er alveg einörð.
Við Ijáuni ekki máls á neinum
breytingum í þessa veru ef þetta er
einhver leiksýning bara til að und-
irbúa einkavæðingu bankans. Við
erum andvíg slíku og munum
berjast gegn því,“ segir Steingrím-
ur J. Sigfússon.
Hallar á Landsbankaim
„A sínum tíma hafði ég áhuga á
samruna þessara banka og ég tel
að hægt sé að spara í reksturs-
kostnaði á ári um einn milljarð
króna. Ef ég hefði átt þessi fyrir-
tæki hefði ég lagt til að sameina
þau og þess vegna hlýt ég að gera
það þótt það sé ríkið sem á þá,“
segir Sverrir Hermannson, for-
maður Frjálslyndaflokksins.
Hann segir sameininguna mikið
vandaverk og hann segist ckki viss
um að þeim í Landsbankanum
hafi tekist að fá starfsfólk sitt með
í leikinn eins og nauðsynlegt er ef
þetta eigi að fara vel úr hendi.
„Eg leyfi mér að efast um að
þeim hafi tekist að fá starfsfólkið
með sér, enda eru bankaráð þess-
ara banka pólitískar púkablístrur
sem eru í öðru en að sjá út hag
fólksins í þessum fyrirtækjum,“
segir Sverrir.
Hann segir hlut Landsbankans
í sameinuðum banka, 57%, vera
of lítinn. Þar halli á Landsbank-
ann.
„En kannski fær hann nafnið í
staðinn. Mér þykir það líklegt að
Landsbanka nafninu verði haldið
enda Landsbanldnn 44 árum eldri
en Búnaðarbankinn. Landsbank-
inn er lang þekktastur íslenska
banka út um lönd. Hann er þekkt-
ur að því að aldrei hefur fallið í
eindaga lán sem hann hefur tekið
erlendis. Hans álit er hreint ótrú-
lega mikið erlendis," segir Sverri
Hermannsson.
FóUd haldið í óvissu
„Þessi fréttatilkynning bankaráð-
anna er einhvert innihalds-
minnsta plagg sem ég hef séð.
Þarna er ekki verið að segja
nokkurn skapaðan hlut nema það
sem legið hefur í loftinu lengi. Til-
kynningin var því hvorki mér né
öðrum starfsmönnum bankanna
að skapi. Við hefðum viljað sjá um
leið að þeirri óvissu sem Iigggur í
loftinu, varðandi starfsfólkið, væri
aflétt. Hún liggur yfir starfsfólk-
inu eins og mara. Við höfum verið
að óska eftir því að bankaráðin
gælu út að engum starfsmanni
verði sagt upp, ef til þessarar sam-
Ossur Skarphéðinsson: Kallar á fá-
keppni.
ist erlendis og jafnvel miðað við
Islandsbanka- FBA,“ segir Val-
gerður.
Hún var líka spurð um þá miklu
gagnrýni sem komið hefur fram á
bankaráðin að halda starfsfólki
bankanna í óvissu með störf þess
eftir sameiningu?
„Eg skil þá gagnrýni enda er
mjög erfitt tímabil framundan
hvað þetta varðar og ég hef fulla
samúð með starfsfólki bankanna.
En það er niðurstaða bankaráð-
anna að ckki sé eðlilegt að fara
nánar í starfsmannamálin fyrr en
endanleg niðurstaða urn samcin-
ingu bankanna liggur fyrir,“ segir
Valgerður Sverrisdóttir.
Andvig einkavæðmgu
„Þetta hjá bankaráðunum virkar á
mig cins og sviðsetning, þar sem
ríkisstjórnin hafi verið búin að
ákveða þetta fyrir löngu og endar
sjálfsagt eins með samkeppnis-
stofnun. Mér finnst tónninn sem
þarna er slegin ekki nógu gæfuleg-
ur ef menn ætla að fara í þetta
með því hugarfari að skera allt
niður, loka útibúum og segja upp
fólki. Alger forsenda þess að við í
VG samþykkjum þessa samein-
ingu er að hún verði gerð í fullu
samráði við starfsfólk og án upp-
sagna. Lg tel enda að það hefði
ekki verið neitt vandamál ef menn
hefðu gefið sér það fyrir frarn að
segja ekki upp fólki en ráða hins
vegar ekki í stöður sem losna þeg-
ar fólk Iætur af störfum vegna ald-
urs eða hættir af eigin hvötum,“
segir Steingrímur J. Sigfússon,
formaður VG.
Hann segir að það sé fráleitt að
fara út í þessar aðgerð án þess að
mjög vandaður samanburður liggi
fyrir við aðra mögulega kosti í
stöðunni. I fyrsta lagi þann kost
að reka bankana áfram sinn í
hv'oru lagi, sem hann segist ekki
Friðbert Traustason. Óþolandi óvissa
fyrir starfsfóikið.
Sverrir Hermannsson: Hallar á
Landsbankann.