Dagur - 07.11.2000, Side 6
6 - ÞRIDJUDAGU R 7 . NÓVEMBER 2000
X)Mipr
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Skrifstofur:
Sfmar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.900 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir.
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Slmbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavíK)
Höfiiðandstæðmguriim
í fyrsta lagi
Á liðnum áratugum hafa ýmsir flokkar talið sig höfuðandstæð-
ing íhaldsaflanna í landinu. Leiðarahöfundur man þá tíð þegar
þáverandi forystumenn Framsóknarflokksins skilgreindu flokk
sinn með slíkum hætti, en undanfarin ár hafa arftakar þeirra
starfað í ríkisstjórn með þessu sama íhaldi. „Við lítum á okkur
sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórn-
málum," sagði Ossur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar-
innar, um helgina og reyndi þar með að treysta flokk sinn í
sessi sem forystuafl stjórnarandstöðunnar.
í öðru lagi
Samfylkingin hefur að undanförnu einbeitt sér að því að skipu-
leggja sig víðs vegar um landið og byggja upp innra starf og
málefnagrundvöll. Formaðurinn leggur áherslu á að Samfylk-
ingin sé ekki að hugsa í vikum eða mánuðum heldur árum,
enda er langt til næstu þingkosninga. Þetta er út af fyrir sig al-
veg rétt. Á hitt er að líta að ef langhlauparar fara of hægt af
stað getur endaspretturinn orðið ansi erfiður.
í þriðja lagi
Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð búa við harla
sérkennilegt ástand í stjórnarandstöðunni. Samfylkingin hefur
mun fleiri alþingismenn en VG í samræmi við úrslit síðustu
þingkosninga. En skoðanakannanir gefa til kynna að stuðning-
ur almennings við þessa flokka sé með allt öðrum hætti nú en
í kosningunum vorið 1999, þar sem VG mælist nú í hverri
skoðanakönnuninni af annarri sem næststærsti flokkur þjóðar-
innar. Verður þessi staða viðvarandir Eða tekst Samfylkingunni
að rífa sig upp og ná því markmiði forystunnar að verða öflugt
stjórnmálaafl með 30-35 prósenta fylgi með þjóðinni? Þetta
verða lykilspurningar í íslenskum stjórnmálum næstu missera.
Og svörin munu öðru fremur ráðast af því hvort Samfylking-
unni tekst að marka sér nægilega skjra og eftirsóknarverða
framtíðarsjin sem býður almenningi manneskjulegan valkost
við það græðgissamfélag sem Sjálfstæðisflokkurinn er önnum
kafinn við að skapa.
Elías Snæland Jónsson
Indversk rómansa
Nú er Garri í vondum málum.
Hann er mikil tilfinningavera
en um leið tregur til að bera
tilfinningar sínar á torg eins
og títt er um meðlimi norræns
karlkyns. Þannnig er Garri lít-
ið fyrir það að leiða konuna
sína og láta vel að henni á al-
mannafæri og forðast t.d.
jafnan að halda í hendina á
henni á hryllingsmyndum í
kvikmyndahúsum eða klappa
henni vinsamlega á bossann í
messum. En það breytir ekki
því að Garri er alltaf jafnást-
fanginn af konunni sinni og
faðmar hana oft á dag í hug-
anum, en telur slíkt
flangs bara vera einka-
mál og því ekki á torg
berandi.
Þessi skortur Garra á
tilfinningalegri sýniþörf
hefur farið nokkuð
taugarnar á konunum í
lífi hans, sem sífellt
tuða um að íslenskir
karlmenn eigi að vera tilfinn-
ingalega opnir og óheftir, líkt
og t.d. ítalskir elskhugar sem
eru svo galopnir að þeir draga
gjarnan upp byssu og skjóta
konurnar sínar ef þær eru
ekki tilbúnar með spaghettíið
á réttum tíma.
Eiits og Páll?
Garri hefur jafnan varið sig
með því að benda á fordæmi
flestra æðstu og eftirsóttustu
karlmanna íslands, sem lítið
flíka tilfinningum sínum á
víðavangi. Sjáið bara |iá Davíð
og Halldór, (segir Garri). Ekki
eru þeir að nudda sér upp-
styttulaust utan í spúsur sínar
á mannamótum. Eini íslenski
karlmaðurinn sem hefur látið
verulega vel að elskunni sinni
á opinberum vettvangi var
Páll Oskar í Vestmannaeyjum
um árið og Árni Johnsen henti
V.
honum út fyrir vikið. Viljið þið
kannski að ég verði eins og
Páll Oskar? Segir Garri oft og
konurnar í lífi hans hafa ævin-
lega þurft að lúffa fyrir þess-
um traustu rökum gegn ást-
leitni á almannafæri.
En nú er Garri sem sé í
vondum málum og kennir for-
seta sínum um.
Eins og Ólafur?
Stöð 2 geroí nefnilega Garra
og öðrum íslenskum karl-
mönnum þann óleik á sunnu-
dagskvöldið að sýna myndir af
forseta Islands og Dorrit heit-
konu hans fyrir utan
Taj Mahal á Indlandi.
Engu líkara var en
fréttamaðurinn væri á
mála hjá Séð og heyrt
þegar hann lýsti með
tárin í augunum til-
burðum elskendanna
við ástarmusterið
mikla, þar sem þau
leiddust, gengu arm í arm, fél-
lust í faðma og voru ekkert að
leyna tilfinningum sfnum.
Þetta athæfi minnti t.d. lítt á
framferði Margrétar og Denn-
is Thatcher í opinberum
heimsóknum hér áður fyrr á
árunum.
Og konurnar í Iífi Garra
hafa verið sítuðandi eftir
þessa útsendingu. Af hverju
gctur þú ekki verið eins og
hann Olafur, ha? Ef sjálfur
forsetinn getur borið tillinn-
ingar sínar á torg í Indlandi,
þá ættir þú ekki að þurfa
skammast þín fyrir að leiða
mig um Austurstræti, ha?
Garri sér eiginlega hálfpart-
inn eftir því að hafa kosið
Olaf. Guðrún Pétursdóttir
hefði fjandakornið ekki látið
svona við Óla Hannbals, jafn-
vel ekki í grennd við Taj Ma-
hal. GAItRI
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Það er sagt að hver þjóð fái þá
leiðtoga sem hún á skilið. Þess
vegna eiga Bandaríkjamenn skil-
ið að fá Bush eða Gore fyrir for-
seta, hvor þeirra scm fer með
sigur af hólmi í kosningunum í
nótt. Og verði þeim að góðu.
Það er líka sagt að ráðamenn
endurspegli oftar en ekki ríkj-
andi viðhorf í viðkomandi samfé-
lagi og með því að gera úttekt á
stjórnmálamönnum megi kom-
ast að nokkuð glöggri niðurstöðu
um andlegt atgerfi þeirra þjóðar
sem þeir tilheyra. Ef þetta er
rétt, þá verður það varla Banda-
ríkjamönnum til framdráttar að
kjósa yfir sig búskmanninn
Bush. Þannig velti Jón Ólafsson
heimspekingur því fyrir sér í DV
á dögunum hvort Bandaríkja-
menn fengju fífl í forsetastólinn
ef Bush yrði sigurvegari kosning-
IjinfLutningur að utan
Heimspekingurinn fjallaði m.a. í
Búskntaðuriim hefur það
Jiessari grein um heldur hraklega
meðferð Bush á móðurmálinu
sem einkenndist af merkingar-
lausu froðusnakki
eða með öllu
óskiljanlegum
frösum á borð við
að „stöðugt meira
af innflutningi
landsmanna komi
frá útlöndum",
eða „að vænting-
arnar séu komnar
fram úr því sem
vænst er“. Nú eða
„að segjast ætla
að gera eitthvað
og gera það svo
ekki það er að
vera traustsins verður".
Ruglið í Bush hefur reyndar
ekki dregið úr lýlgi hans nema
síður sé. Og á því eru auðvitað
eðlilegar skýringar. Gáfur hafa
aldrei átt verulega upp á pall-
borðið hjá bandarískum kjósend-
um og „intelligensían" þar vestra
George l/l/. Bush.
jafnan til fárra fiska metin. Það
er eins og fáfróðum kjósendum
finnist það einhvern veginn
heimilislegra að
vera stjórnað af
mönnum sem
eru á sama and-
Iega plani og
þeir sjálfir. Þess
vegna þykir t.d.
ekkert tiltöku-
mál þó Bush viti
harla lítið um
utanríkismál,
því þar er hann
við sama hey-
garðshorn og
kjósendur.
111 a tálgaður
Fáfræði Bush á þessu sviði vekur
hins vegar áhyggjur utanlands og
þess vegna á Gore örugglega
meiri stuðning vísan erlendis en
heimalyrir, en það kemur honum
auðvitað ekki til góða í kosning-
unum. Gore kann evndar að
vera heiðarlegur ágætismaður,
þó erfitt sé að ímynda sér að slík-
ur nái miklum frama í þeirri ill-
vígu refskák sem jafnan er telld í
bandarískri pólitík. Og hann er
örugglega betur að sér og klárari
í kolinum en júníor Bush. En
það dugar honum sennilega
skammt. Því á móti vegur að
framganga mannins er lík |ní að
hann hafi verið skorinn út úr
þverplanka með bitlausum hnífi
af drykkfelldum og misheppnuð-
um myndhöggara. Og svo þarf
hann líka að dragnast með
flekldausa fortíð og hefur t.d.
aldrei haldið fram hjá konu sinni
og aldrei verið tekinn ölvaður
undir stýri. En þetta tvennt eru
helstu forsendur þess að menn
tcijist hæfir til að gegna forseta-
embætti í guðs útvalda landi.
Bush verður sem sé næsti for-
seti Bandaríkjanna. Við sendum
honum, en ekki bandarísku þjóð-
inni, hamingjuóskir.
Hvor signir;
Bush eða Gore?
Ámi Ragnar Ámason
þ iiigmaður Sjiljstæðisjiokks.
“Kannanir sýna
lítinn mun, en
þær eru stöðugar
og sýna alltaf ívið
meira fylgi við
Bush en Gore.
Ljóst er að útspil-
ið um ölvunarakstur Bush endur
fyrir Iöngu hefur engin áhrif á
kjósendur eftir reynslu þeirra af
Clinton-málum. Merkilegt er að
neytendafrömuðurinn Ralphs
Nader dregur mest fylgi af Gore,
einmitt á grunni mála sem Gore
segist hafa beitf sér í. I kappræð-
um kom fram að Bush hefur
kynnt sér utanríkismálin og ég
vænti Jiess að Bush muni styrkja
tengsl við Evrópu og þar með
verði sleginn betri tónn í sam-
skiptum íslands og Bandaríkj-
anna.“
Hjálinar Ámason
þ i tijjmaður Fra msókna rfl okhs.
“Þegar ég var í
Bandarikjunu m
nýlega átti ég
þess kost að fylgj-
ast með umræð-
um þeirra. Gorc
var til muna mál-
efnalegri og mannlegri, á mcðan
Bush er f’ulltrúi afturhaldssamari
og gamaldags sjónarmiða en
virðist hafa sterkari útgeislun.
Ég vona að lýðræði í Bandaríkj-
unum sé svo sterkt að sá mál-
cfnalegri vinni, á kostnað hins.
Kosningaþátttaka í USA er
hættulega lág fyrir lýðræðið og
sú staðreynd kann að fleyta Bush
inn í Hvíta húsið. En Gore er
minn maður.“
Steingrtmur J. Sigfússon
fomtaðurVG.
“Ég ætla að veðja
á að Gore merji
|ietta á endanum.
Ég vek athygli á
því skipulagi sem
nú er milli Gore
og Nader um að
skiptast á atkvæðum þar sem
Gore er annað hvort öruggur eða
vonlaus. Það er líka mín spá að
Nader nái 5% mörkunum, og þá
mun það hafa varanleg áhrif á
bandarísk stjórnvöld Jiví Jiað
skapar flokki hans tækifæri til að
lifa sem umtalsvert afl. Annars
get ég sagt að ég tel það engum
sköpum skipta hvort Bush eða
Gore vinni til þess er alltol lítill
munur á þeirra pólítík."
Össur Skarphéðinsson
J'ormaðttr Sa mfylk i ttga r.
“Gore vinnur.
Hann er á góðum
cndaspretti sem
fleyta mun hon-
um í sigurmark.
Hann er klárlega
betri forseti til að
bæta kjör þeirra sem eiga undir
högg að sækja, en jafnframt hef-
ur teymið Clinton-Gore sýnt að
þeim er vel treystandi fyrir efna-
hagslegri velsæld í Bandaríkjun-
um. I mínum huga er enginn efi
á því að Gore er miklu ábyrgari í
utanríkismálum og líklegri lil að
stýra málum af meiri yfirvegun
en Bush."