Dagur - 07.11.2000, Side 17
ÞRinjUDAGVR 7. NÓVEMBER 2000 - 17
T>gpu~
LANDlHM
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
MENNIIVGAR
LÍFIfi
Kvennahvað?
Fremur hljótt hefur
verið um frábæra
dagskrá sem flutt
er í Kaffileikhúsinu
og ber heitið Kvenna hvað?
Hún var frumflutt á tuttugu og
fimm ára afmæli kvennafrí-
dagsins 24. október við geysi
mikinn íognuð og síðan hafa
verið nokkrar sýningar, nú síð-
ast á sunnudagskvöldið.
Þarna er á ferðinni söngva-
og ljóðadagskrá, sem ber und-
irtitiiinn íslenska konan í lög-
um og ljóðum síðustu 100 ára
og eins og sá titill ber með sér
er víða komið við, allt frá kon-
unni sem alitaf er „að staga“
til konunnar sem íjarstýrir
heimilinu gegnum farsímann.
Þarna er konan sem er svo
siðprúð, konan sem kyndir
ofninn, og konan sem bre;ytti
sér í konu. Hríseyjar-Marta
mætir á svæðið og sendir
körlunum tóninn, sömleiðis
hin reglulega kvenlega Signý,
ömmur, mæður, eiginkonur og
dætur, sem hafa ótal hnöppum
að hneppa en hafa þó alltaf
tíma til að sinna öllum hinum.
Vata Þórsdóttir og Anna Pátína
Árnadóttir.
Þó svo Kvenna hvað? sé um
konur fyrst og fremst þá er
hún ekki bara fyrir konur
enda var þó nokkuð af körlum
í salnum á sunnudagskvöldið
og virtust þeir ekki skemmta
sér hið besta.
Anna Pálína Árnadótth hef-
ur sett saman þessa dagskrá
og hefur fengið til liðs við sig
Völu Þórsdóttur leikkonu. Þær
flytja efnið af hreinni snilld
undir stjórn Ágústu Skúladótt-
ur. Undirleikari á píanó er
Gunnar Gunnarsson og þótt
hann húi að sjálfsögðu við
konuríki þetta kvöld fær hann
aðeins að taka þátt í leiknum
ifka!_________________________
Inn iir partískelinni
ABIGAIL IIELD-
UR PARTÍ efth-
Mike Leigh.
Þýðing: Kristján
Þórður Hrafns-
son.
Leikstjóri:
Hihnir Snær
Guðnason.
Leikmynd og
búningar: Jór-
unn Ilagnarsdóttir.
Illjóð: Ólafur Örn Thoroddsen.
Leikgervi: Sigríður Rósa
Bjarnadóttir.
Lýsing: Kári Gíslason.
Frumsýnt á Litla sviði Borgar-
leikliússins 2. nóv.
Hvað gerist í partíum? And-
rúmsloftið er þvingað, ef fólkið
þekkist ekki, allir hamast við að
tala vinsamlega um ekki neitt,
ráðið til að losa um málbeinið
er að innbyrða nógu mikið
áfengi á stuttum tíma, það eiga
gestgjafar að sjá um að sé gert,
og þá kemur allt upp á yfir-
borðið, hið ófullnægða og
marklausa líf. Varla getur öm-
urlegri samkomur. En þarna er
líka kjörsvið þeirra sem vilja
skoða manneskjurnar, komast
undir skelina, og það er einmitt
þetta sem leikritahöfundar eiga
að gera. Merkilegt að ekki skuli
fleiri leikrit hafa partí sem efn-
isumgjörð. í leikskrá er minnst
á myndina af hinni „hræðilegu
örvæntingu" í sambandi gests
og gestgjafa í frægu leikriti Al-
bees, Ilver er hræddur við Vig-
iníu Woolf? Enskt leikhús hefur
ekki komist nær að lýsa slíku
annars staðar en í Abigail held-
ur partí, segir hér. Hvað sem
því líður er þetta verk Mike
Leigh afar skemmtilega skrifað,
svo haganlegt og opið í senn, og
gefur hugkvæmunt leikstjóra og
kunnáttusömum leikurum góð
tækifæri. Þau voru vissulega
nýtt í sýningu Borgarleikhúss-
ins. Ilún var því vel heppnuð,
lifandi og náði að miðla hinu
harmskoplega mannlífi sem
uppákomur eins og partí
bregða einmitt skæru ljósi á.
Dansar eftir pípu koiiuimar
Partíið er heima hjá Beverly og
Laurence. Hann er fasteigna-
sali, ofurstressaður, algjörlega
kúgaður af Beverly sem er
kvenskass, ófullnægð, menning-
arlaus; hann gengur með van-
máttuga drauma um eitthvað
annað, er listelskur, en hefur
þegar til kemur ekki þrótt eða
hæfileika til annars en dansa
eftir pípu konunnar og ausa í
hana peningum. Þau bjóða ung-
um hjónum nýkomnum f götuna,
Tony og Angelu. Angela er
hjúkrunarfræðingur en ekki
alltof vel gefin, Tony ómenntaður
maður í tölvubransanum, lokað-
ur rumur, en raunar bráður og
uppstökkur. Svo kemur Susan,
fráskilin, og það er dóttir hennar
Abigail sem heldur annað partí
hinum megin í götunni sem mjög
kemur við sögu í þessu. Þar eru
unglingarnir, hér þeir eldri, og
þetta óbeina samspil er snjallt
bragð höfundarins. Abigail held-
ur partí er auðvitað skopleikur
og leikstjórinn leggur áherslu á
þann þátt, enda komst hann vel
til skila. Með vali á- leikurum,
kannski ekki síst Ólafi Darra
Ólafssyni í hlutverki Tonys, er vel
séð fyrir því, göngulag Ölafs eitt
dugir.
Daðurhneigð
og drottnunargimi
Vissulega er sýningin nokkuð
farsakennd, það er undirstrikað
í leikstílnum En liins vegar
væru verkinu ekki gerð full skil-
nema hinn alvarlegi þráður
þess skilaði sér. Það gerir hann,
einkum hjá Margréti Helgu Jó-
hannsdóttur og Hjalta Rögn-
valdssyni, Beverly og Laurence.
Margrét Helga fór á kostum í
hlutverki Beverly, lék á alla
strengi þessarar kvenlýsingar,
sýndi allt í senn: grimmd kon-
unnar, ófullnægju, daðurs-
hneigð og drottnunargirni.
Þetta var leikur í háum gæða-
flokki. Hjalti kann sitt verk auð-
vitað ágætlega og bregður upp
einkar skýrri mynd af
Laurence. Ég held þó að leik-
stjórinn hefði ekki átt að leggja
eins mikið í ytra látbragð og
gert er, í samræmi við hina far-
sakenndu áherslu sýningarinn-
ar, stöðug hlaup um sviðið og
áreynslukennt tal. Sterkara
hefði verið að sýna hina óbæri-
legu spennu sem hlaðist hefur
upp í þessum veslings manni
með nokkuð hófstilltari hætti.
Sóley Eh'asdóttir naut sín vel
sem Angela og náði að vega salt
á milli þess að vera skopleg og
brjóstumkennanleg eins og
þessi persóna á að vera, gott
verk. Um Ólaf Darra var áður
rætt, hann er leikari sem gam-
an er að fylgjast með, gerir
hinamiklu líkamsburði sína,
sem gætu vel verið til trafala,
að áhrifaríku „tæki“ á sviðinu.
Harpa Arnardóttir var sömu-
leiðis sannfærandi sem hin
áhyggjufulla, lítt drykkjuþolna
Susan, en það hlutverk er frá
höfundarins hendi ekki eins lit-
ríkt og hin, býður ekki upp á
sömu möguleika, en Ilarpa
hafði góð tök á því.
Leikmyndin er nokkuð sér-
stök, en meginsvip á hana setur
gryfja þar sem vínið er fram-
reitt, músíkin hljómar, og gegn-
ir raunar líka miklu hlutverki í
lokin sem best er að segja ekki
frá. Ekki má gleyma að nefna
hlut þýðandans, Kristjáns Þórð-
ar, sem er ekki lítill. Frumtext-
ann þekki óg raunar ekki, en ís-
lenski textinn er þannig, að
hann hljómaði mjög eðlilega af
munni leikaranna. Mér datt í
hug að Kristján Þórður hefði
hlustað vandlega eftir tali fólks
í partíum á mismunandi stigum
ölvunar, að minnsta kosti skorti
ekkert á trúverðugleikann.
Lífið í strætmu
Stúdentaleikliúsið sýnir Stræti
eftir Jim Cartwright í þýðingu
Árna Ibsens.
Leikstjóri: Elfar Logi Hannes-
son.
Leikmynd: Móeiður Helgadóttir.
Ljósahönnun: Stefán Hallur
Stefánsson.
Tónlistarstjóri: Svavar Knútur
Kristinsson.
Stúdentaleikhúsið hefur vaknað
til lífs á ný og sýnir leikritið Stræti
eftir Jim Cartwright, enda þótt aðeins
séu fáein ár frá því þetta sama leikrit var
sýnt hér á landi við mikla aðsókn.
Leikritið er sýnt í einhvers konar
geymsluhúsnæði í porti fyrir neðan Loft-
kastalann, og hentar þetta húsnæði sýn-
ingunni fullkomlega. Leikmyndin er vel
heppnuð, og gaman er að því hve leik-
hópurinn er duglegur að nýta sér ná-
lægðina við áhorfendur og fá þá til að
blanda sér aðeins inn í sýninguna. Sumir
áttu þess meira að segja kost að íá skó-
burstun fyrir h'tið.
Margir kannast væntanlega við
efni leikritsins. Enginn eiginiegur
söguþráður er fyrir hendi, enda
er hreint ekki þörf á slíku. Brugð-
ið er upp mannlífsmyndum úr
strætinu, þar sem þeir sem undir
hafa orðið í lífínu hafast við. Per-
sónurnar eru kynntar til sögunn-
ar hver af annarri, stundum í ein-
leiksatriðum en stimdum tvær
eða fleiri saman. Þarna eru rónar
og hórur, unglingar og gamlingj-
ar, og sögumaðurinn er einhvers konar
samnefnari þeirra allra. Öll eiga þau at-
hyglisverða sögu að segja, en sumum
kynnast áhorfendur betur en öðrurn.
Leikritið er frá hendi Cartwrights góð-
ur ofniviöur í afbragðs leiksýningu, og á
heildina litið hefur Stúdentaleikhúsinu
tekist að vinna mjög vel úr þessum efni-
viði. Að sumu leyti hentar þetta verk þó
ekkert sérstaklega vel fyrir hóp ungra og
óreyndra leikara. Satt að segja stóðu þeir
sumir hverjir ekkert alltof vel undir ein-
leiksatriðunum, sem eru kjgrni leikrits-
ins og öllu máli skiptir að vel sóu af
hendi leyst. Greinilegt var á öllu að það
hefði þurft að leikstýra þessum einleiks-
atriðum af miklu meiri nákvæmni en
gert var, enda þótt sumir leikaranna hafi
vissulega komist frábærlega vel frá sínu.
Engu að síður voru áhorfendur hreint
ekki sviknir af þessari uppfærslu á
Stræti, enda er hún fljót að taka ilugið
um leið og tveir eða fleiri eru komnir á
sviðið. Mörg atriðin voru áhrifamikil, og
krafturinn í leikhópnum fer býsna langt
með að bæta upp þessa fáu vankanta
sem sjá mátti á leiknum. Sýningin bók-
staflega geislar af leikgleði og ijöri, og
áhorfendur þurftu ekki að hafa mikið
fyrir því að hrífast með.
Tónlistin var valin úr ýmsum áttum,
og flutt af fjiigurra manna hljómsveit
sem var á sviðinu alian tímann. Það var
mjög skemmtilega gert, og átti ríkan þátt
í að skapa stemmninguna í sýningunni.
Guðsteinn
Bjarnason
skrifar