Dagur - 07.11.2000, Side 20
20- ÞttlDJUnAGUR 7. NÓVF.MBEK 2000
Norðurland
Ýfingar iim íþrótta-
hus á Hvam m stanga
Aldursskipt keimsla á
Hvanunstanga og Laug-
arbakka veldur því að
samkennsla er engin
og akaþarfbömum
milli staðanna. Böm-
imuiii líkar fyrirkomu-
lagið imm betur.
Ýfingar eru um byggingu íþrótta-
húss á Hvammstanga, og eru íbú-
ar sveitarfélagsins Húnaþings ves-
tra, en Hvammstangi er hluti af
því, ekki á eitt sáttir um ágæti þess
að byggja húsið þar sem glæsilegt
íþrótthús er að Laugarbakka, í að-
eins 10 km (jarlægð frá Hvamms-
tanga.
Brynjólfur Gíslason, sveitar-
stjóri Húnaþings vestra, segir að
sveitarstjórn hafi ákveðið að ráðast
í byggingu íþróttahússins, og nem-
ur byggingarkostnaður nálægt 60
milljónum króna. Iþróttahúsið er
með löglegum keppnisvelli til
keppni í körfubolta og handbolta
og er húsið mikið hjartans mál
þeirra sem telja að íþróttahús
vanti á Hvammstanga.
„Rök andstæðinga hússins eru
fyrst og fremst þau að það er hús
frammi á Laugarbakka og það sé
engin nauð að nota það áfram.
Það sé ódýrara fyrir sveitarfélagið
og rökréttara að nýta þá byggingu
betur í stað þess að byggja nýtt
íþróttahús, þó það verði nokkuð
stærra. En vangaveltur um menn-
ingarhús hafa ekki orðið eins lang-
lífar og í upphafi sl. sumar, enda
tekur enginn maður þær vanga-
veltur alvarlega. Það er stórt og
mikið félagsheimili á Hvamms-
tanga, félagsheimili á Laugar-
bakka og félagsheimili í Víðihlíð í
Víðidai. Það vantar ekki eitt fé-
lagsheimilið í rdðbót,“ segir
Biynjólfur Gíslason.
íbúar á Hvammstanga eru ekki á
eitt sáttir þessa dagana.
Miklar breytingar
í skólamálum
Kennsluíyrirkomulagi var gjör-
breytt í haust og kennt aldurs-
skipt. Aður voru 10 árgangar
grunnskóla á Hvammstanga og
einnig að Laugarbakka, en í vetur
eru fyrstu 5 árgangarnir að
Hvammstanga og síðari 5 að
Laugarbakka, þannig að eldri
nemendur á Hvammstanga eru
keyrðir að Laugarbakka en yngri
nemendur úr sveitunum nærri
Laugarbakka keyrðir á Hvamms-
tanga. Sveitarstjóri segir að við
þetta sparist fimm kennarastöður,
en í vetur eru allir kennarar með
réttindi utan tveggja, en heildar-
fjöldi er um 20.
Það sem skiptir mestu máli er
að samkennsla bekkja verður eng-
in, bekkimir verða árgangar og
kunningjahópurinn stærri. Síðast
en eldd síst líkar börnunum þetta
betur. Auk áðurnefndra skóla eru í
sveitarfélaginu útibú frá grunn-
skólum Húnaþings vestra að Vest-
ur-Hópi með 5 börn sem verður
áfram rekin vegna mikillar Ijar-
Iægðar og að Reykjum í Hrútafirði
eru fyrstu 6 árgangarnir með 18
börn. I grunnskólunum eru því
rétt um 200 börn. Næsta vetur
verður ekki rekin grunnskólaútibú
að Reykjum, heldur fara börnin að
Laugarbakka og Hvammstanga en
næsta vetur fækkar þeim í 10. Það
er ekki lengri vegalend en t.d. úr
Víðidal. GG
Hærri en gengur og gerist
BYKO er með eina af þremur
stærstu verslununum í nýju
verslunarmiðstöðinni Glerártorgi
á Akureyri og hefur verslunin
þegar vakið verðskuldaða athygli.
Sigurður Arnar Sigurðsson,
framkvæmdastjóri verslana
BYKO og ELKO, segir að fengn-
ir hafi verið erlendir ráðgjafar til
atstoðar við hönnun verslunar-
innar og hún sé með amerískum
og evrópskum stíl. Vörurekkarnir
séu hærri en gengur og gerist og
lagerinn sé nánast allur kominn
fram í búðina og uppi yfir vörun-
um sem áuðveldi starfsfólkinu og
viðskiptavinunum að umgangast
verslunina og eins er reynt að
hafa merkingar eins og góðar og
nokkur er kostur, bæði heildar-
merkingar og gangamerkingar,
sem er Iiður í því.
- Því er stundum haldið fram
að verslanir „að sunnan'1 eigi
erfitt uppdráttar á Akureyri. Hef-
urðu orðið var við það?
„Við erum ákaflega þakklátir
fólkinu hér fyrir það hvað það
hefur tekið okkur vel, því það er
reynsla fyrirtækja sem eru upp-
runin annars staðar að þau fá
mjög misjafnar viðtökur. Enda
tókum við þá stefnu strax í upp-
hafi að fara mjög rólega af stað
og ég er sannfærður urn að sú
stefna hefur borgað sig því veltan
hefur verið að aukast jafnt og
þétt. Við Iítum orðið að rekstur
fyrirtækisins hér sem akureyrsk-
an, ég er Akureyringur að upp-
runa og allt starfsfólkið er af
þessu svæði. Við opnum verslun-
arinnar er bætt við 15 starfs-
mönnum, svo breytingin fjölgar
störfum á svæðinu og bætir
væntanlega atvinnulífið enn
frekar," segir Sigurður Arnar Sig-
urðsson. GG
Fylgi virðist meðal bæjarfulltrúa
um að hækka útsvarsprósentuna.
90%
teknaí
rekstur
Við endurskoöun á tjárhagsá-
ætlun Dalvíkurbyggðar árið
2000 kemur í ljós að tekjur að
frádregnum rekstrargjöldum
eru 42,6 milljónum króna
lægri en gert var ráð fyrir i fjár-
hagsáætlun, eða 61,9 milljón
króna í stað 104,6 milljón
króna. Gjaldfærðar fjárfesting-
ar nema 25,8 milljónum króna
en voru áætlaðar 18,9 milljónir
króna. Gert er ráð fyrir nýjum
langtímalánum að upphæð
43,5 milljónir króna í stað 35,4
milljónum króna.
Tekjur vatnsveitu verða 1,1
milljón króna að frádregnum
rekstrargjöldum í stað 6,6 mill-
jóna króna í íjárhagsáætlun,
tekjur félagsíbúöa 6,7 milljónir
króna í stað 7,2 milljóna króna,
útsvarstekjur lækka um 3,14%
frá áætlun, fasteignaskattar
bækka um 3,6% og framlag úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
hækkar um 9,19%. Um 90%
heildartekna Dalvíkurbyggðar
fara í rekstur og vantar bæjar-
sjóð fjármagn til að greiða nið-
ur afborganir af lánum, svo
tekna er þörf i formi lána til
þess að reka bæjarfélagið. Fylgi
virðist meðal bæjarfulltrúa um
að hækka útsvarsprósentuna,
en benda má á að með þvf að
binda fiskveiðikvóta í byggðar-
Iögum telja margir sveitar-
stjórnarmenn að Ieysa megi
fjárhagsvanda þeirra sveitarfé-
laga sem eru f mestum vand-
ræðum í dag.
GG
SKOÐANIR
BRYNJÓLFS
Leikara-
skapur
Kosningabaráttan til forseta-
embættisins í Bandaríkjunum
sýnist af fréttum að dæma að
vera leikur á sviði. Þarna á að
velja valdamesta mann verald-
arinnar og er forsetaefnunum
stillt upp á svið fjölmiðlanna og
látnir leika þar. Af frammistöðu
þeirra þar á þjóðin að meta
hæfileika þeirra og gagnsemi.
Þetta sýnist mér vera vafasöm
aðferð til að velja í svo þýðing-
armikið embætti.
Imiankórs skeinmtim
Kirkjukór Akureyrarkirkju efndi til
skemmtunar föstudaginn 3. nóv-
ember. Samkoman var haldin á
Oddvitanum á Akureyri. Fram
kom kórinn allur sem og ýmsir
hlutar hans og einstaklingar úr
röðum kórfélaga. Kynnir var
Benedikt Sigurðsson. Skemmtun
Kirkjukórs Akureyrarkirkju var
haldin í fjáröflunarskyni, þar sem
kórinn hyggur á söngferð til nokk-
urra Evrópulanda á næsta ári.
Skemmtunin hófst á því, að
kirkjukór Akureyrarkirkju flutti
þrjú Iög undir stjórn Björns Stein-
ars Sólbergssonar, orgelleikara og
söngastjóra. Lögin voru öll flutt án
undirleiks og var Ijóst, að kórinn
réði vel við flutning þeirra, en þó
síst við lokalagið, „Víkivaka“, þar
sem gætti nokkurrar ósamhæfni
og óróleika, sem spillti flutningi.
Fyrsta lagið „Tíminn líður" fórst
kórnum prýðilega úr hendi, en
það flutti hann af fullu öryggi og
viðhlýtandi natni.
Næst kom fram Haraldur
Hauksson. Hann býr greinilega að
þróttmikilli bassarödd, sem hann
þeitir talsvert vel í einsöng. Þó
skorti nokkuð á bjarma í röddinni,
sem kann að stafa af göllum í
hljómburði. Best fórst honum
gamansamur bragur úr „Allra
meina bót“ eftir Jónas og Jón
Múla Árnasyni.
Bryngeir Kristinsson söng ein-
nig einsöng. Best tókst honum í
laginu „Vor“, sem hann flutti Iip-
urlega. Gallar voru þó nokkrir ekki
síst í tóntaki, sem ekki var ætíð svo
styrkt og öruggt sem það hefði
þurft að vera.
Nokkrir flokkar úr Kirkjukór Ak-
ureyrar komu fram sér í lagi. Kon-
ur úr kirkjukórnum mynduðu
„karlakór" og fluttu nokkur lög.
Þessum þætti hefði mátt standa
að nokkuð meiri metnaði. Þó var
atriði kvennanna allspaugilegt,
sem væntanlega mun hafa verið
megintilgangurinn með því. Þá
mynduðu hjón, sem bæði eru fé-
lagar í kórnum, sönghóp, „Hjóna-
bandið“, sem var nokkuð áheyri-
legur, svo sem í sænsku kvöld-
Ijóði, sem hann flutti. I heild tek-
ið hefði hópurinn þó mátt vera
betur slípaður. Átta kprlar mynd-
uðu oktett og fluttu nokkur lög,
sem liðu um of fyrir það, að
raddir voru ekki nógu vel sam-
hæfðar. I þessum hópi nutu bass-
araddir sín þó vel. Loks kom
fram „Ommukórinn“ og flutti all-
bærilega nokkur lög. Skemmtun-
inni lauk á þvf, að kirkjukórinn
flutti söngleik saminn hvað texta
snerti af Birni Þorleifssyni við al-
þekltt lög.
Pétur Pétursson læknir og hag-
yrðingur kom fram tvisvar á
skemmtuninni og naut aðstoðar
kynnisins, Benedikts Sigurðsson-
ar. Pétur gerði miklu tíðast vel og
vakti mikla kátínu samkomugesta.
Skemmtun Kirkjukórs^ Akur-
eyrarkirkju var vel sótt. Á henni
má segja, að kórinn og félagar í
honum hafí fellt af sér hefðar-
blæ, sem vel getur verið við hæfi,
sé vel að unnið. I heild bar
skemmtunin hins vegar heldur
mikinn brag innankórsskemmt-
unar til þess að geta í raun fallið
í ramma almennrar skemmtunar.
Fyrir vikið gaf hún ekki nema að
of litlu leyti sýn á þá miklu getu
til vandaðs og metnaðarfulls
flutnings, sem kórinn hefur
margsýnt, að hann hefur til að
bera.