Dagur - 07.11.2000, Side 19

Dagur - 07.11.2000, Side 19
varpsins á Akureyri hefja vinnsln sjón- varpsfregna samhliða útvarpsstörfunum. lireytingar urðu í norðlenskri fj'öl- miðlun um síðustu mánaðamót. Fréttastofa Ríldsútvarpsins á Ak- ureyri tók þá formlega við frétta- þjónustu fvrir fréttastofu sjón- varpsins á öllu Norðurlandi. Framvegis verða því mennirnir á bak við útvarpsfréttirnar sýnilegir áhorfendum. Sigurður Þór Salvarsson, um- sjónarmaður svœðisútvarpsins á Akureyri, segir hagræðingu sam- fara þessari breytingu og ýmsa kosti. A hinn bóginn minnkar samkeppni í norðlenskri fjölmiðl- un með þessu skrefi, þar sem Gísli Sigurgeirsson, fréttamaður Sjónvarpsins, var áður í sam- keppni við norðlenska útvarpið. „Gísli mun áfram starfa, væntan- lcga á báðum miðlum að ein- hverju levti. Sigurður Þór scgir að aðlögun- artími íyrir breytingamar bafi ver- ið fremur stuttur hjá starfsmönn- um en þó bafi Bogi Agústsson fréttastjóri komið norður ásamt tæknimanni og haldið námskeið. Þrír menn gegna nú l’rétta- mennsku fyrir RUVAK auk Gísla. „Þetta leggst nokkuð vel í fólk. Þessi þróun er að eiga sér stað um allan heim og sérstaklega á Norð- urlöndunum undanfarið. Þar eru menn komnir langt á undan Is- lendingum í því sem kalla mætti tvímiðlun, þ.e.a.s. að sömu menn Sigurður Þór Salvarsson mundar „kameruna “ vígalegur. Hún mun nú beinast að honum sjálfum og kollegum. starfi fyrir útvarp og sjónvarp báð- um höndum,“ scgir Sigurður Þór. Þessar breytingar hafa þegar farið fram hjá svæðisstöðinni á Austfjörðum og til stendur að gera sömu breytingar á Vestfjörðum innan tíðar. „Kannski má segja að kosturinn lýrir báða aðila sé sá að nýting fréttanna verður betri en að sama skapi þýðir þessi ráðstöf- un að samkeppnin minnkar og fjölbreytileikinn í umfjölluninni minnkar." Þess má geta að heimildir Dags herma að návígið milli fréttastofu útvarps og sjónvarps í Efstaleitinu sé þvílíkt að að- eins einn bókaskápur skilji að stöðvarnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðum um sameiningu fréttastofanna þar en slíkt mun samkvæmt iieimildum blaðsins til athugunar. BÞ Minni samkeppni í fréttaþjónustu Fréttameim Svædisút- Fleiri horfa á Aksjón í símakönnun sem Gallup- ís- lenskar markaðsrannsóknir framkvæmdi á tímabilinu I 1.- 24. október sl. kemur í Ijós að 87,9% Akureyringa stilltu á sjón- varpsstöðina Aksjón og hafði fjölgað um 4,6% frá sams konar rannsókn sem gerö var í mars og aprílmánuöi í vor, þegar 84,0% bæjarbúa stilltu á stöðina. Þá hafði tíðni áhorfsins einnig auk- ist þannig að nú stilltu bæjarbú- ar að meðaltali 4,6 sinnum í viku á stöðina en var 3,9 sinnum í vor. Nú horfa 48,2% bæjarbúa á stöðina 5 sinnum eða oftar í viku í móti 40,1% t vor. Merkja má töluverða aukningu í hópi ungs fólks. BÞ Úlafur Ragnar Grimsson, forseti íslands, var varla lentur eftir Indlandsförina þegar leid hans lá nordur til Akureyr- ar þar sem hann setti Rannsóknarþing norðurslóöa í Oddfellowhúsinu. Hugmyndin um þingið er upphaflega komin frá forsetanum sjálfum þannig að það fór vel á því að hann væri staddur á Akureyrl á þessum tímamótum. MYND BRINK .......— «— Northem Heseaf-:r ~ Þórshafnarbúar eru skuldsettastlr á Norðurlandi. Skulda 7 milljarða Skuldir norðlenskra sveitarfé- laga námu liölega 7 milljörðum króna um áramótin 199/2000. Þessar tölur Hagstofu íslands eru birtar um fjármál sveitarfé- laga og lágu fyrir sveitarstjórn- armönnum á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga í lok síð- ustu viku. Þetta skiptist þannig að hver íbúi á Norðurlandi ves- tra skuldaði 233 þúsund krón- ur, en heildarskuldirnar námu 2,1 milljarði króna, mest í Skagafirði en þar skuldar hver fbúi að jafnaði um 317 þúsund krónur en litlu minna skuldar íbúi á Blönduósi, eða 315 þús- und krónur. Ibúar annarra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eru betur settir, t.d. skuldaði hver íbúi Torfalækjar- hrepps aðeins 5 þúsund krónur að jafnaði, en í hreppnum er íbúafjöldinn „aðeins“ 92. Hver íbúi Norðurlands eystra skuldaði um 185 þúsund krón- ur en heildarskuldir námu um 4,9 milljörðum króna. Skuldugasta sveitarfélagið er Þórshafnarhreppur, en hver íbúi þar skuldaði að jafnaði 733 þúsund krónur. A Raufar- höfn skuldaði hver íbúi liðlega 500 þúsund krónur, á Húsavík var þessi jafnaðartala 419 þús- und krónur, í Olafsfirði 405 þúsund krónur og í Hrísey 402 þúsund krónur. A Norðurlandi eystra eru íbúar Skriðuhrepps best settir, en þar námu skuld- ir á hvern íbúa aðeins tæpum 5 þúsund krónum og litlu meira skulda íbúar Oxnadalshrepps. Þessi sveitarfélög sameinast Glæsibæjarhreppi um næstu áramót. GG Kröfuganga Nemendur Menntaskólans á Akur- eyri fóru í kröfugöngu um helgina vegna yfirvofandi kennaraverkfalls. Talsmaður nemenda sagði mjög þungt hljóð i nemendum vegna ástandsins. myno brink

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.