Dagur - 07.11.2000, Side 8

Dagur - 07.11.2000, Side 8
8- ÞRIDJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDOR SIGU RDÓRSSON sigurdor@ff.is ,Af skrifum hans að dæma er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að hann hafi litinn skilning á sann- leikanum.“ Sturla Böðvarsson í blaðadeilu við Mörð Arnason um vega- framkvæmdir í Reykjavík. Enn ort um Guðna Það streyma á markaðinn vísur um Guðna Agústsson Iandbúnaðarráðherra tengdar ákvörðun hans um norsku kýrnar. Olafur Stefánsson, Borgfirðingur, sendi mér þessa vísu: Framkvæmd Guðna er alltaf vísu verð hann vísar leiðir bæði-og og ekki, stefnu þessa já og nei ég þekki, þannig er nú framsókn bara gerð. Guðni og góða veðrið Enn um Guðna Agústsson. Hann sagðist í allt surnar liggja undir feldi og alveg fram á haust, ef því væri að skipta, vió að taka ákvörðun hvort hann ætti að leyfa innflutning á fósturvísum úr norskum kúm. Hann sagði að í pólitík gætu haust- dagarnir enst til jóla ef á þvrfti að halda. I allt haust hefur verið einstaklega gott veður utan eitt kuldaskot sem kom daginn eftir að Guðni tók ákvörðun um að lcyfa innflutninginn á fósturvísunum. Gárungar segja að drottinn allsherjar hafi ákveðið gott veður meðan Guðni Iá undir feldinum en um leið og hann kom undan honum með ákvörðunina hafi drottni mislíkað niðurstaðan og skellt á al- mennilegu vetrarveðri með það sama. Trúin og vitið James Joyce, rithöfundurinn frægi, var fráfallinn kaþólikki. Eitt sinn var hann spurður hvort hann ætlaði að gerast mótmælandi. „Eg kann að hafa rnisst trúna,“ sagði Joyce, „en ég er ekki búinn að missa vitið.“ Feignir eru kjósendur Það er alltaf verið að kvarta und- an því að þingmenn landsbyggð- arinnar sjáist sjaldan í kjördæm- um sínum en aldrei kvartað und- an því með Reykjavíkur þing- mennina. Hjálmar Jónsson segir að það sé þó betra að láta sakna sín heldur en koma of oft í kjör- dæmið þannig að fólk fái leið á mönnum. Þeir Hjálmar og Hákon Aðalsteinsson sátu saman í eld- húsinu heima hjá Hákoni að Hús- um í Fljótsdal ogræddu þessi mál. Þeir settu saman þessa vísu um Sighvat Björgvinsson. Syðra hangir Sighvatur, sigin axla, voteygur. Ferðast lítið, fáorður, fegnir eru kjósendur. FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ Dench orðin sveitakona Breska leikkonan Judy Dench hefur selt hús sitt scm hún segir hafa fært sér óhep- pni og er flutt upp í sveit. Húsið sem Dench átti í London hafði verið í eigu fjölskyldunnar í 32 ár. Fyrir sjö árum slapp dóttir Dench naumlega lifandi þeg- ar eldur gaus upp í húsinu og fjölskyldan missti málvcrk og bækur auk annarra eigna sem eyðilögðust í eldhafinu. Fyrir ári greindist eiginmaður Dench með lungnakrabba og gekkst undir geislameð- ferð. Hann er bjartsýnn á að ná bata en Dench ákvað að búseta uppi í sveit myndi gera manni sfnum gott, seldi hús þeirra og flutti mcð honum upp í sveit. Judy Dench var innilega þakkiát fyrir Úskar- inn sem hún hlaut fyrir leik sinn i Shakespeare in Love. Nú einbeitir hún sér að þvi að hjúkra eiginmanni sínum í erfiðum veikindum hans. ÍÞRÓTTIR L. Mark Viduka kemst framhjá Hyypia varnarmanni Liverpool og stuttu seinna lá boltinn í Liverpoolmarkinu. Viduka með femu gegn Liverpool Arsenal eltir meistara Manchester United eins og skugginn á toppi ensku úrvals- deildarinnar í knatt- spymu, en bæði liðin unnu leiki sína um helgina. Ástralinn, Mark Viduka, skoraði öll fjögur mörk Leeds í 4-3 sigrinum gegn Liverpool. Meistarar Manchester Unitcd halda toppsætinu í ensku úr\'als- deildinni eftir 1-2 sigurá Coventry City á Highficld Road á laugardag- inn. Andy Cole og David Beckham skoruðu mörk United og átti Beckham einnig heiðurinn að því fyrra sem Cole skoraði á 27. mín- útu. Hann braust upp hægri kant- inn og sendi þaðan eina af sínum eitruðu sendingum beint á Cole, sem skoraði sitt níunda deildar- mark í vetur. Tíu mínútum síðar var komið að Beckham sjálfum, en þá fckk United dæmda auka- spyrnu rétt utan vítateigs og þar brást Beckham ekki bogalistin, þegar hann sendi boltann yfir varnarvegg Coventry og undir hinn nítján ára gamla markvörð, Chris Kirkland. Perúmaðurinn Ysrael Zuniga skoraði eina mark Covcntry á 64. mínútu. United hefur þar með landað 27 stigum í deildinni, eða jafnmörg- um ogArsenal sem í laugardaginn vann 0-1 útisigur á Middles- brough á Riversidc. Thierry Henry skoraði sigurmark Arsenal úr víta- spyrnu á 25. mínútu cftir að Mark Crossley hafði brotið á Fredrik Lj- ungberg innan vítateigs og var þetta níunda deildarmark Henrys í vctur. Crossley fékk að h'ta rauða spjaldið fyrir brotið á Ljungberg, en leikmönnum Arsenal tókst ekki að nýta sér liðsmuninn gegn bar- áttuglöðu liði Boro. Leicester City náði þriðja sæt- inu af Liverpool eftir 1 -0 útisigur á Manchester City á Maine Road í Manchester, þar sem Welshverj- inn Robbie Savage skoraði sigur- markið á 56. mínútu. Þar mcð er Licester komið með 22 stig, einu stigi meira en Liverppool, sem á sama tíma tapaði 4-3 gegn Leeds á Elland Road. Fema Viduka Astralinn, Mark Viduka, skoraði öll mörk Leeds í leiknum á 24., 47., 73. og 75 mínútu og það fyrs- ta eftir að Liverpool hafði náð 0-2 forystu í leiknum með skallamörk- um varnarmannanna Sami Hyypia og Christian Ziege á 2. og 18. mín- útu leiksins. Staðan í hálfleik var jöfn 2-2, en Tékkanum Vladimir Smicer tókst aftur að ná foryst- unni fyrir Liverpool á 61. mínútu áður en Viduka gerði út um leik- inn með tveimur mörkum mcð tveggja mínútna millibili. Viduka var að vonum kátur eftir leikinn, en sagðist oft hafa leikið betur. „Mér fannst ég ekki vera að sýna neinn stjörnuleik og tcl mig oft hafa gert betur þó ég hafi þá ekki skorað eins mikið. Eg var heppinn og til þess að skora fjögur mörk gegn Liverpool þar maður líka að hafa hana með sér,“ sagði Viduka sem sagði að sigurinn væri gott veganesti lýrir leikinn gegn AC Milan í meistaradeildinni á miðvikudaginn, en þar þarf Leeds að minnsta kosti eitt stig til að komast áfram í milliriðla keppn- innar. Með sigrinum komst Leeds í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig, jafnmörg og Ipswich og Charlton. Þrátt fyrir tapið heldur Liver- pool Ijórða sætinu og hefur þar tveggja stiga forskot á Aston Yilla og Newcastle sem ba’ði unnu sína leiki um helgina. Aston Y'illa vann 0-1 útisigur á Goodison Park í Liverpool, þar sem gamla kempan Paul Merson skoraði ótrúlegt sig- urmark á síðustu mínútu leiksins. Hann sá að Paul Gerrard mark- vörður Everton hafði hætt sér of langt út úr markinu að það nýtti hann sér með frábæru banana- skoti rétt undir þverslána. Everton hafði verið sterkara liðið í leiknum og aðeins stórgóð markvarsla Dav- id Jamcs hjá \/illa kom í veg fyrir sigur heimaliðsins, sem aðeins hefur unnið einn heimasigur í vet- ur. Newcastle vann 2-1 heimsigur á Hermanni Hreiðarsyni og félögum hans hjá Ipswich Tovvn á St James Park í Newcastle, þar sem Alan Shearer fyrrum landsliðsframherji Englands skoraði bæði mörk heimaliðsins, eltir að Stewart hafði náð forystunni lýrir Ipswich á 13. mínútu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.