Dagur - 07.11.2000, Síða 21
flkureyri-Norðurland
I’RinjUDAGUR 7. NÓVF.MBER 2 0 00 - 21
Ásdls hélt
KA/Þór á floti
Ekki var gert ráð
fyrir að lið KA/Þórs
í Nissandeild kven-
na í handknattleik
sækti gull í greipar
Stjörnunnar í
Garðabæ á laugar-
dag, og það gekk
eftir. Leikurinn
byrjaði bins vegar
ekld illa, sjá mátti
stöðuna 3-3, en síð-
an dróg sundur, ekk
síst fyrir góðan leik
Nínu Kristínar
Björnsdóttur í sókn-
arleik Stjörnunnar
sem skoraði 9 mörk.
Asdís Sigurðardóttir
bar af í liði KA/Þórs að þessu
sinni, tók Nínu Kristínu m.a. úr
umferð, og nánast sú eina sem
sýndi einhvern baráttuvdlja en
margir aðrir leikmenn voru eins
og svefngenglar sem fyrirfram
voru búnir að tapa leiknum. Það
kann svo sannarlega ekki góðri
lukku að stýra.
Stjarnan komst í
10 marka forystu í
fyrri hálfleik, 17-7,
en í hálfleik var stað-
an 18-10. KA/Þór
tók sig saman í and-
litinu í hálfleik,
Hlynur Jóhannsson
þjálfari væntanlega
vakið þær flestar af
værum blundi, þeim
tókst að minnka
muninn í 5 mörk,
26-22, en Stjarnan
átti góðan sprett í
lokin og lokatölur
urðu 29-24. Ásdís
skoraði 6 mörk fyrir
KA/Þór sem og Inga Dís Sigurð-
ardóttir sem tók sig á í síðari
hálfleik, en það er á stundum
eins og hana vanti allt keppnis-
skap. Sigurbjörg Hjartardóttir
varði 10 skot en stöllur hennar í
Stjörnumarkinu vörðu 19 skot.
GG
Ásdís Sigurðardóttir skor-
aði mörg skemmtileg
mörk gegn Stjörnunni.
Sparisjóður Norðlendinga vann
Sveit Sparisjóðs Norðlendinga
vann sigur í Norðurlandsmótinu í
sveitakeppni í bridge um helgina.
Mótið fór fram á Akureyri í Hamri
og tókst vel í hvívetna. Sveit spari-
sjóðsins vann alla sína leiki og
skoraði 106 stig alls eða yfir 21 að
meðaltali af 25 mögulegum. I sig-
ursveitinni eru Sveinn Pálsson,
Jónas Róbertsson, Jón Björnsson,
Pétur Guðjónsson, Reynir Helga-
son og Björn Þorláksson.
Baráttan um 2. sætið var all-
hörð en svo fóru leikar að sveit
Ragnheiðar Haraldsdóttur hlaut
silfrið og endaði með 83 stig. í 3.
sæti varð sveit Frímanns Stefáns-
sonar með 77 stig.
Birkir ívar afgreiddi KA
Guðjón Valur Sigurðsson, KA, var bestur KA-manna í leiknum gegn Stjörnunni og raunar sá eini sem lék af
eðlilegri getu.
KA-liðinu skortir til-
fiimanlega hávaxna
skyttn með góðan
stökkkraft.
Ráðaleysi var allsráðandi í fyrri
hálfleik í leik KA gegn Stjörn-
unni í Nissan-deildinni í hand-
knattleik karla í Garðabæ á laug-
ardag. Vörn Stjörnunnar var
sterk og aftan við hana stóð Birk-
ir ívar Guðmundsson og varði
nánast allt sem á markið komst
gegnum vörnina. Reyndar voru
skotin flest hver ekki erfið; en
það gerir ekki þátt Birkis Ivars
minni. í hálfleik var staðan 13-5
fyrir Stjörnuna en þegár 25 mín-
útur voru liðnar af leiknu hafði
KA-liðið aðeins gert 3 mörk. Það
kom berlega fram í þessum hálf-
leik sem haldið hefur verið fram
af mörgum að liðið skortir til-
finnanlega hávaxna skyttu með
góðan stökkkraft. Heimir Örn
Arnarson, sem hefur verið ein hel-
sta skytta liðsins, átti ein 8 skot á
markið en skoraði ekki eitt einasta
mark, mörg skota hans varði
vörnin, náði boltanum og skor-
aði úr hraðaupphlaupi hinum
meginn. Óláni KA varð Stjörn-
unni allt að vopni.
Markvarsla KA-liðsins er ein-
nig höfuðverkur. Meðan Birkir
Ivar ver 25 skot f leiknum var
markmaður KA að verja Ktið, en
heldur lagaðist það er á leið.
Hörður Ólafsson varði 6 skot en
Kári Garðarsson 8, þar af nokkur
undir lok leiksins sem snéri
noklvuð gangi leiksins, en Kári
kom allt of seint í markið því for-
skot Stjörnunnar var orðið allt of
mikið. Fleiri leikmenn KA voru
allt of lengi inn á við það að gera
nánast ekkert vitrænt, eins og
t.d. leikstjórnandinn Jónatan
Magnússon, sem að vísu gerði 2
mörk en í 10 tilraunum. Aðeins
tveir leikmenn Iéku af eðlilegri
getu, Guðjón Valur Sigurðsson
sem gerði 8 mörk og Giedruius
Cserniaukas 4, og hefði sá síðar-
nefndi að ósekju mátt fá boltann
oftar, en það var eins og útispilar-
arnir sæju hann ekki eða vísvit-
andi væru að svelta hann. Það
kann ekki góðri lukku að stýra.
Línumaðurinn Andreas
Stelmokas sást ekki í leiknum,
enda við harða varnarmenn
Stjörnunnar að etja.
I seinni hálfleik klóraði KA-lið-
ið aðeins í bakkann og minnkaði
muninn í 20-15 en nær komust
þeir ekki og lokatölur urðu 23-
19. Leikmenn KA vilja eflaust
gleyma þessunt leik sem fyrst,
sem og stuðningsmennirnir, og
koma eflaust grimmir til leiks
gegn Gróttu/KR á Seltjarnarnesi
á laugardaginn. GG
Tindastóll vairn „derbyleiktim66 gegn Þór
GrindvLkingar rull
uðu Þórsunun upp á
föstudag í Griudavík,
95-75.
Lið Tindastóls í Epsondeildinni
í körfubolta vann öruggan sigur
á Þór í „derbyleik" liðanna í
íþróttahöllinni á Akureyri á
sunnudagskvöld. Tindastóll er
með 10 stig eftir 7 umferðir
ásamt Grindavík og Haukum,
tveimur stigum á Keflvíkingum
sem tróna á toppi deildarinnar
með 12 stig, hafa aðeins tapað
gegn ÍR-ingum. Tindastóll hef-
ur tapað tveimur leikjum, gegn
Keflavík og Grindavík. Þór er í
8. sæti með 6 stig og hefur eitt-
hvað misst flugið eftir annars
ágæta byrjun í deildarkeppn-
inni.
Þórsarár leiddu leikinn gegn
Tindastól í hálfleik með 35-30
og virtust til alls Iíklegir gegn
Skagfirðingum. Jafnræði var
með liðunum í lok þriðja leik-
hluta, en þá hljóp allt í baklás
hjá Þór. Það hefur verið að ger-
ast í fleiri leikjum f vetur hjá
Þór að þeir hafa verið með for-
ystu fram í fjórða leikhluta, en
svo ekki söguna meir. Leikmenn
virðast hafa úthald í leikinn, en
gera afdrifartk mistök, missa
boltann útaf, hiítnin hverfur, og
þá sfga andstæðingarnir fram
úr. Þetta nýttu Tindastólsmenn
sér vel, fóru hamförum gegn
lánlausum Þórsurum þar sem
Adonis Pomonis var allt í öllu í
sóknarleiknum, en hann skor-
aði alls 18 stig. Lokatölur urðu
81-65 fyrir Tindastól.
Stigafræstur Tindastólsmanna
var hins vegar Kristinn Friðriks-
son með 24 stig en Shawn
Myers var með 17 stig. Óðinn
Ásgeirsson var eini Ieikmaður
Þórs sem lék af eðlilegri getu
allan leikinn. Hann var einnig
stigahæstur með 21 stig,
Clifton Bush gerði 16 og Magn-
ús Helgason 12 stig. Þór Ieik
frestan leik gegn Grindavík á
föstudagskvöldið í Grindavík.
Það var engin frægðarför því
Grindavík vann sanngjarnan
sigur, 95-75, þar sem Þórsarar
sáu aldrei til sólar. Stigahæstur
Þórsara var Clifton Bush með
24 stig en í liði Grindavíkur
Kim Lewis með 25 stig.
Tindastóll leikur í undanúr-
slitum Kjörísbikarkeppninnar
(deildarbikarkeppninnar) á
laugardaginn í Kópavogi gegn
KR. Vinnist sá leikur leika þeir
til úrslita á sunnudag gegn
Grindavík eða Njarðvík. Tinda-
stóll vann keppnina í fyrra.
Næstu deildarleikir eru 14. nóv-
ernber en þá leikur Tindastóll
gegn Skallagrími á Sauðárkróki
en Þór leikur gegn IR í Breið-
holtinu.
GG