Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 2

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 HELGARPOTTURINN Aðalheiður Héðinsdóttir. Eins og fram kom í vikunni gáfu nokkrar sem framarlega standa í viðskiptalífinu tölvu til stallsystra í Eystasaltslöndunum. í sjónvarp- inu var mynd af þeim Jónínu Bjartmarz þingmanni og lögfræðingi og Aðalheiði Héðinsdóttur í Kaffi-Tári í Njarðvík að bera tölvukassa á færiband en í textanum kom fram að Einar J. Skúlason hafði gefið tölv- urnar og DHL gaf flutninginn á tölvunum til viðtakenda. Framlag kvenna í viðskiptalífinu var þvf ekkert, þó vissulega hafi þær séð um að skipuleggja þetta þakkarverða framtak og hafa þar milligöngu. Hvínandi mínus hefur að undanförnu verið á rekstri fyrirtækisins Destal sem er í eigu Flug- leiða og fteírf aðila og var stofnað a síðasta ári. Það var stofnað með þróun á hugbúnaði fyrir farmiðasölu í huga, en fyrirtækið hefur enn ekki náð því flugí sem menn væntu og ætluðu. Segja kunnugír að nokkur glímuskjálfti sé af þessum sökum farinn að fara um Flugleiða- menn, þar á meðal forstjórann Sigurð Helgason - nýbakaðan markaðsmann ársins. Sigurður Helgason. Eins og fram kom í Degi f vikunni hefur ung íslensk messósópransöngkona verið að ná sérdeilis góðum árangri að undanförnu, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Hún nemur í Lundúnum og vann fyrir skemmstu til verðlauna í alþjóðlegri söngkeppni þar í borg, sem ætluð er söngkonum innan við þrítugt. Tónelskir ættfræðingar í helgarpott- inum lögðust strax yfir að ættbókarfæra þessa ungu söngkonu og komust réttilega , að því að hina listrænu hæfileika ætti Guð- rún Jóhanna ekki langt að sækja, hún er dóttir þeirra Signýjar Pálsdóttur menn- ingarfrömuðs hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi eiginmanns hennar, Ólafs H. Torfasonar rithöfundar, kvikmyndagúrús og fyrrverandi Þjóðviljaritstjóra. í þætti Steinunnar Ólínu Þorsteinsdótt- ur, Milli himins og jarðar, í Sjónvarpinu í kvöld verða flutt fyrstu lögin af átta sem eru framlag fslendinga í Eurovision-keppnina þetta árið. Nokkrir af ástsælustu tónlistar- mönnum þjóðarinnar eiga lög f keppninni og skal þar fýrsta nefna Einar Bárðarson, sem landskunnur hefur orðið sem hirðskáld Skítamórals. Lag hans verður flutt í kvöld og heitir Birta. Lagið syngur Kristján Gíslason, Sauðkrækingur, sem er þaulvanur söngvari og hefur meðal annars sungið lög Geir- mundar sveiflukóngs Valtýssonar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Liðsmenn þeirrar víðfrægu hljómsveitar SS- Sól eru þessa dagana að byrja að undirbúa endurkomu sína á sveitaballamarkaðinn og ætla að leggja mikið undir. Loftárásir á sveitarballamarkaðinn eru lýsingarnar sem notaðar eru, og byrja á strax í kringum páska. Ætla Helgi Björnsson og félagar í SSSól í komandi leiftursókn að verða með endurhljóðblandaða gamla smelli en einnig ný lög, sem líkleg mega teljast til vinsælda. íþróttaálfurinn Valtýr Björn Valtýsson tapaði hressilega og var á hálum ís þegar hann sagði á Bylgjunni í síðustu viku að hið vfðfræga Ijóð „Að sigra heiminn" væri eftir Einar Benediktsson. Ljóðið er vitaskuld eftir Stein Steinarr, þótt hið gagnstæða væri af Valtý fullyrt. En svo vitnað sé í Ijóðið má auðvitað segja sem svo að ekkert geri til þótt Valtý verði svona á í messunni og tapi keppni um að þekkja íslensk Ijóð og skáld; „ ... því það er nefnilega vitlaust gefið,“ eins og í Ijóðinu segir. Sverrir Jakobsson. Sagnfræðingar landsins munu klóra hverjir öðrum og lofa og prfsa bækur kolleganna á árlegum bókafundi Sagnfræðingafélagsins, en hann verður haldinn í húsi Sögufélags við Fischersund f Reykjavík í dag. Á fundinum fjallar Sverrir Jakobsson um ísland í ald- anna rás 1900-1950 eftir llluga Jökuls- son, Guðbrandur Benediktsson greinir bókina 20. öldin - Brot úr sögu þjóðar, sem Jakob F. Ásgeirsson ritstýrði, Kristján Sveinsson fjallar um 3. bindið af Sögu Ak- ureyrar eftir Jón Hjaltason og Davíð Ólafsson tekur fyrir Saga Hafnar í Horna- firði eftir Arnþór Gunnarsson. Haimur Myndin Klingevalsen er ein þeirra sem sýnd verður á dönsku dögunum. Hún er í anda Mattadorsþáttanna sem slógu í gegn í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Danskir dagar í Regnboganum Sex nýlegar danskar kvikmyndir verða sýndar í Regnboganum næstu vikuna því þar standa yfir danskir bíódagar. Allar hafa þær fengið góðar viðtökur og sumar unnið til fjölda verðlauna, bæði í heimalandinu Danmörku og erlendis. Friðbert Pálsson hefur séð myndirnar og hafði hönd í bagga með val á þeim „Myndirnar eru . allar nýjar eða framleiddar árin 1999 og 2000. Þær eru af nokkuð ólíkum toga þannig að allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Þarna eru nryndir sem henta vel skólum sem stuðningur við dönskukennslu og þarna eru myndir fyrir aðdáendur Bruggaranna og Mattadorsþátt- anna. Þar vil ég sérstaklega benda á myndina Klingevals sem gerð er eft- ir samnefndri sögu Jane Aamunds. Opnunarmyndin er Slip hestene lös, rómantísk gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Leikstjórinn er hinn þekkti Erik Clausen og hann er líka í aðalhlutverkinu, leikur Bent sem í myndinni kynnist konu er breytir mörgu í lífi hans. Ein spennumynd er í pakkanum, Dykkerne heitir hún, eða Kafararn- ir. Hún er eftir höfund Nattevagten sem hefur slegið allt í gegn í skól- um, kvikmyndahúsum og mynd- bandaleigum. Dykkerne fjallar um tvo bræður sem fara að kafa í sínu sumarleyfi og finna leifar af kafbát frá seinni heimsstyrjöldinni. Það er mikil spenna í myndinni og hún er ekki við hæfi yngstu barna. Var bönnuð innan 11 í Danmörku. Olsen bandens sidste stik er nýjasta og trúlega síðasta afrek OI- sen gengisins. Annars ætla ég ekki að ákveða neitt fyrir framleiðandann í því efni en einn aðalleikarinn í genginu er genginn á fund feðra sinna og hinir orðnir við aldur. Þessi mynd, Olsen bandens sidste stik er bráðíyndin og skemmtileg og í ná- kvæmlega sama dúr og fyrri myndir þeirra félaga sem flestir kannast við bæði úr sjónvarpi og bíóurn. Hún snýst um hrakfallabálka sem lifa á ránum og gerist þegar Egon sem hef- ur verið á geðveikrahæli síðan Olsen gengið framdi síðasta rán, sleppur út. Falkehjerte er margverðlaunuðs barna-og unglingamynd. Hún er um litla stúlku sem er mjög hrifin af fugl- um og finnur fálkaunga en sofnar í vöruflutningabíl sem bún hafði leit- að skjóls í og þegar hún vaknar er hún komin til smábæjar á Italíu þar sem upphefjast mikil ævintýri. Þarna kemur vel í ljós hvernig tungumál börn nota til að skilja hvert annað, hvar sem er í heiminum. Sfðasta rnyndin heitir Bornholms stemme og gæti^erst hvar sem væri í sjávarplássi á fslandi. Það er róið til fiskar en aflinn er takmarkaður enda skammtar kvótinn gróðann. Svo er komiö í land og þar tekur líf- ið á sig ýmsar myndir. Segja má að Bornholms stemme sé bæði dramatísk og gamansöm mynd. Friðbert segir fyrirtæki hans, Góðar stundir, Regnbogann og danska sendiráðið standa saman að dönsku bíódögunum. „Við von- umst til að veita áhorfendum með því góðar stundir." segir hann að lokunt. GUN. MENN VIKUNNAR ER HARÐUR AF SER ! Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, er tví- mælalaust maður vikunnar fyrir hörku sína og dugnað eftir að hún féll í yfirlið fyrir utan Alþingis- húsið í beinni sjónvarpsútsendingu. Ingibjörg reis fljótlega upp aftur og lét engan bilbug á sér finna en hélt áfram viðtalinu eins og ekkert hefði í skor- istl. Það sýnir óvenjulega seiglu og ákveðni sem er til fyrirmyndar. Um leið og Dagur gefur henni sæmdarheitið „maður vikunnar“ sendir blaðið henni óskir um skjótan bata og afturkomu í stjórnmálahasarinn. Ingibjörg Pálmadóttir: úryfirliði aftur i sjónvarpsviðtal.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.