Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 17

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 17
l>^ur LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 - 17 Minn fjallabfll islands á ný Rússneski eðalvagninn Lada sport er nú aftur fluttur til Islands, en hann hefur ekki verið fáanlegur hér síðan árið 1996. Auk þess að vera fyrsti „slyddujeppinn'1 sem seldur var á Islandi, og verða geysivinsæll sem slíkur, hlaut bíllin landsfrægð fyrir að vera „minn fjallabíll“ í eigu Spaugstofu- fígúrunnar Ragnars Reyáss. Ragnar ók allra sinna ferða á Lödu sport og kallaði hann „fjallabfl“ sem síðan hefur náð að festast í málinu. Ragnar eins og aðrir að- dáendur Lödunnar hefur hins vegar ekki getað endurnýjað sinn fjallabíl um skeið, staða sem nú er á enda því nú eru þeir boðnir í takmörkuðu magni á aðeins 990 þúsund krónur. Uppfýllti ekki staðla Innflutningur v'ar stöðvaður á sínum tíma þar sem þessir bílar uppfylltu ekld Evrópu- staðla, s.s. hvað varðar mengun og kvarða- kvóta, en hefur nú verið kippt í lag. Lada sport nýtur mikilla vinsælda á Ítalíu í dag, er einn söluhæsti bílinn þar. Á fyi'stu tveimur dögum sölu var búið að selja 15 bíla og eru kaupendur, sem flestir eru um miðan aldur, ekki síst þeir sem áttu eldri Lödu fyrir og hafa þrjóskast við að endurnýja þar sem þeir hafa ekki fengið nýja Lödu í stað þeirrar gömlu. Nú komu 40 bílar og von er á 25 bílum til viðbótar, og síðan er von á nýrri sendingu í apríl- rnánuði. Utlitsbreytingar eru nánast engar, en í bílana eru komin önnur sæti og mun fínni og bíllinn er mun aðgengilegri aftur í, þar sem sætin rúlla fram þegar farið er inn að aftan. Komin er í hann rafmagnvifta, hlífðarpanna undir gírkassa og bein inn- spýting. Á tvær Lödur Ýmsir hafa orðið til þess að nefna að á Ak- ureyri hafi óvenjumargar Lödur af þessari Sigurður Jónsson við eðalvagninn sinn, 10 ára gamla Lödu. gerð verið á götunum, og þeim sé jafnan ekið af eldri herramönnum sem ekíd hafi áhuga á að stunda hraðakstur. I þeim efn- um hefur verið bent á að vegna saltleysis á götum bæjarins endist slíkir bílar oft leng- ur en f)TÍr sunnan, en einnig kunni að vera að minna hafi verið um rússneska sjómenn þar sem ólmir hafa viljað kaupa notaða bíla af þessari gerð! Einn þessara manna Sigurður Jónsson, sem býr í innbænum á Akureyri og hefur lengi átt Lödu sport. Hann hefur til þessa átt bláa Lödu árgerð 1991 en nýlega keypti hann aðra, fagurgræna að lit. Hann hefur haldið ástfóstri við Lödur, ekld síst þar sem hann er í hestamennsku. „Ég er nýlega búinn að fá mér aðra Lödu, bíl sem er 20 ára gamall og er að- eins keyrður 12 þúsund km. Bíllinn var í geymslu í Höldi eftir að eigandinn Iést, en konan er á honum úti í Olafsfírði þar sem hún starfar sem hjúkrunarforstjóri á Hornbrekku. Það er fínt að hafa Lödu til að fara á milli Akureyrar og Olafsfjarðar, þó þess hafi ekki þurft í vetur það hefur eldd verið neinn snjór, hún var áður á Skoda. Það e að það er farið að flytja þessa inn aftur og getur vel verið að ég fái mér nýja Lödu í stað þeirrar bláu, þetta er fínir bílar hér,“ seg- ir Sigurður Jónsson. GG >ar sem cn Ragnar Reykás ók um á sinum fjallabíl. Hart baríst Jón Baldurs- son er einn spilaranna í Subaru sveitinni sem siglir lygnan sjó. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni er langt komið og er staða efstu sveita sem hér segir að 15 um- ferðum Ioknum: 1. Ferðaskrifstofa Vesturlands 306 stig 2. Subaru sveitin 304 stig 3. Valgarð Blöndal 281 stig 4. Þrír frakkar 279 stig Þeir spilarar sem umsjónar- maður Dags hefur rætt við segja að aldrei hafi verið erfiðara að komast upp úr Reykjavíkurmót- inu í undankeppni Islandsmóts- ins. 13 efstu sveitirnar fara áfram en eins og staðan var á föstudag, virtist margt benda til að nokkrir af betri spilurum landsins, yrðu að bíta í súr epli. Frá Bridgefélagi Akureyrar Nú stendur yfir Akureyrarmótið í sveitakeppni hjá Bridgefélagi Akureyrar. Sveit Frímanns Stef- ánssonar hefur nauma forystu að loknum þriðjungi mótsins en staðan er spennandi. Efstu sveitir: 1. Frímann Stefánsson 1 18 stig 2. Sparisjóður Norðlendinga 117 3. Gylfi Pálsson 114 4. Grettir Frfmannsson 92 Sl. sunnudagskvöld komu upp nokkur athyglisverð spil í tölvu- gefnum tvímenningi hjá BA. Þar sannaðist í spili 12 að það er ekki alltaf nóg að eiga punkta til að eiga rétt á að kveða sér hljóðs. Vestur/NS á hættu ♦ 8764 V Á74 ♦ 963 ♦ 976 * V ♦ * GT KGT9865 ÁKD5 ÁK32 GT8542 T83 ♦ D95 * D32 ♦ ÁKD7 * G42 Vestur var fyrstur á mælenda- skrá og reiknaði fyrirfram með að hjartaliturinn yrði tromplitur. Spilin eru ekki fjarri því að duga ein og sér'T géim cn aðeins vant- í Reykjavíkurmóti Jón Baldursson spilar í Subaru sveitinni og hefur staðið sig vel. ar upp á þannig að vakið var á einu hjarta. Næsti sagði pass, makker einn spaða og nú do- blaði suður og sýndi með því 13 punkta plús. Hver er besta sögn- in? Vestur ákvað að freista gæf- unnar, þar sem NS voru á hættu en AV ekki og redoblaði í stað þess að stökkva í hjartalitnum. Þannig þróuðust sagnir: Vestur Norður Austur Suður Ihjarta pass lspaði dobl redobl pass pass lgrand dobl pass pass pass Útspil vesturs var hjartakóngur (ef ske kynni að drottning kæmi blönk) og átti sagnhafí slaginn á ásinn. Hann átti nú 3 tígulslagi og tvo á hjarta en ekki var hægt að gera betur og spilið fór 500 niður. Það var að sjálfsögðu hreinn toppur fyrir AV enda fást aðeins 450 fyrir 11 slagi í 4-5 hjörtum. Lærdómurinn sem fyrr segir er að fara frekar með lönd- um í svona stöðu þótt 14 punktar séu á hendi eftir pass makkers. Þó virðist í lagi að segja 2 tígla á Ijórlitinn því ólíklegt má telja að vestur hafí þor í sér til að passa þann samning og spila doblaðan. Frá Bridgefélagi Siglufjaroar Þriggja kvölda hraðsveitakeppni Bridgefélags Siglufjarðar er lok- ið og urðu úrslit eftirfarandi: 1. Sveit Karólínu Siguijónsdóttur 1125 stig 2. Sv. Elsu Björnsdóttur 3. Sv. Vilhelms Friðrikssonar I sigursveitinni spiluðu auk Karólínu Sigrún, Anton og Bogi. Árleg bæjarkeppni fór fram 18. desember sl. milli norður- og suðurbæjar. Suðurbærinn vann undir foiy'stu Björns Olafs- sonar með 299 stigum gegn 251 en 5 sveitir spiluðu fyrir hvorn bæjarhfuta. Milli jóla og nýárs fór fram Siglufjarðarmót í einmenningi í samvinnu við Allan sportbar og nættu 32 spilarar til leiks. Loka- staðan: 1. Bogi Sigurbjörnsson 101 stig 2. Hreinn Magnússon 95 3. Ólafur Jónsson 89 4. Jón Tryggvi Jökulsson 87 5. Jóhann Jónsson 83 Svæðismót um næstu helgi Um næstu helgi fara svæðamót í sveitakeppni fram víða um land. Keppt verður um sæti í und- ankeppni Islandsmótsins í sveitakeppni og verður svæðis- mót Nl. vestra haldið á Siglu- firði þar sem 3 sveitir eiga rétt á þátttöku. Á Norðurlandi eystra fer þessi keppni fram á Húsavík og hefst nk. laugardag. Einnig verður spilað á Suðurlandi og Reykjanesi eftir því sem þáttur- inn kemst næst og e.t.v. víðar. íslandsmót um næstu helgi Islandsmót í parasveitakeppni verður spilað helgina 27.-28. jan- úar. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og undanfarin ár. Spilaðar eru 7 umferðir með 16 spila leikjum og raðað í umferðir með Monrad fyrirkomulagi. Spilamennska hefst ld. 11.00 báða dagana. Skráning er hafin í síma 587 9360 eða briclge@bridge.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.