Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001
/Dggur
,Ég skil ekki allar þessar spurningar um erfiðleika. Lífið hefur tilgang og tilgangur lífsins er að takast á við viðfangsefni sem hvarvetna blasa við hvort sem þau vaxa manni í augum eða ekki.
í viðtali
ræðir Hall-
dór Ás-
grímsson
um öryrkja-
málið og
dóm Hæsta-
réttar, ríkisstjórnar-
samstarfið, stjórnar-
andstöðuna og stöðu
Framsóknarflokksins.
- Nii hallur enn undan fæti hjú
Framsóknarflokknum í skoð-
anakönnunum, hann er kominn
niður fyrir liit prósenta fylgi
samkvæmt skoðanakönnun DV.
Hvað sérðu til rcíða?
„Þessi könnun var tekin við
mjög óvenjulegar aðstæður.
Það var mikill hiti í þjóðfélag-
inu og misskilningur í gangi
meðal fólks um aðgerðir ríkis-
stjórnar í öryrkjamálinu. Með-
altalsfylgi okkar á síðasta ári
samkvæmt skoðanakönnunum
Gallups er um fimmtán pró-
sent og mætti gjarnan vera
meira. Ég geri mér grcin fyrir
því að þegar framsóknarmenn
eru ekki ánægðir með aðgerðir
flokksforystunnar þá eru þeir
tregir til svars í skoðanakönn-
unum. Um leið ber að hafa í
huga að Framsóknarflokkurinn
hefur ávallt verið heldur hærri
í kosningum cn kannanir hafa
gefið til kynna.
Það liggur Ijóst fyrir að við
erum minni flokkurinn í þessu
ríkisstjórnarsamstarfi og erum
þar ekki í forystu. Það er rík
tilhneiging til að Iíta svo á að
forystuflokkurinn sé leiðandi í
þeim mörgu góðu málum sem
rfkisstjórnin hefur komið til
Ieiðar, jafnvel þótt þau séu
mörg á okkar forræði. En þrátt
fyrir allt lifir Framsóknarflokk-
urinn ágætu lffi . Mér finnst
stundum að myndin af stöðu
Framsóknarflokksins sé dregin
miklu dekkri dráttum en
ástæða er til, og þá sérstaklega
af andstæðingum okkar sem
standa á brunarústum sinna
fyrri flokka, Alþýðuhandalags-
ins og Alþýðuflokksins. Þetta
fólk talar hátt um að Fram-
sóknarflokkurinn sé jafnvel að
þurrkast út. Mér finnst þetta
fólk ekki hafa efni á slíku tali.
Ég kvíði ekki framtíðinni."
- Ertu ennþú sátiur við stjórn-
arsamstarfið?
„Ég er sáttur við það. Við
settum okkur háleitt markmið í
„Alþingi má ekki afsala
til dómstóla því hlut-
verki sem það hefur til
að jafna kjör borgar-
anna. Ég tel það vera
meginhlutverk mitt sem
stjórnmálamanns að
vinna að því að jafna
kjör fólksins í landinu
og þegar stjórnmála-
menn hafa ekki lengur
það vald að mestu
óskert þá hef ég lítið að
gera í pólitík “
upphaf’i þessa samstarfs og ætl-
uðum að skapa I 2.000 ný störf
fram til aldamóta. Það var gert
grín að því markmiði en þegar
upp er staðið urðu störfin
1 5.000 og við erum að skila ár-
angri í 'fíkniefnamálum, í
barnabótum, fæðingarorlofi og
fleiri málum. Ég blýt fyrst og
fremst að meta árangurinn í
stjórnarsamstarfinu'. Hann hef-
ur verið mikill og okkur hefur
tekist að vinna mikilvægum
málum hrautargengi."
Sinnaskipti
stjórnarandstöðu
- Við hvað ertu ósáttastur í mál-
flutningi stjórnarandstöðunnar
í öryrkjamálinu?
„Mér sýnist stjórnarandstað-
an vera að verulegu leyti að
hverfa frá sínu fyrra stefnu-
miði, tekjujöfnun í þjóðfélag-
inu. 1 baráttunni fyrir jöfnuði
vill hún ekki lengur líta á fjöl-
skylduna sem grunneiningu
heldur taka tillit til einstak-
lingsins óháð hjúskap. Þeir
taka reyndar fram að þessi
áhersla snúi einungis að öryrkj-
um, en ég sé ekki betur en að
ef við túlkum dóm Hæstaréttar
með þeim hætti sem stjórnar-
andstaðan gerir og setjum lög á
þeim grundvelli þá komi það til
með að hafa víðtæk áhrif á
aðra þætti velferðarkerfisins.
Ég hef verið mjög undrandi á
því að þessi málflutningur skuli
hafa koma frá flokkum sem eitt
sinn kenndu sig við jöfnuð og
bræ ðra I ag. Fram sóknarflokkur-
inn hefur ávallt lagt áherslu á
að það beri að taka tillit til
tekna og aðstæðna fjölskyldu,
og til annarra atriða sem máli
skipta eins og mismunandi að-
stöðu vegna búsetu. Þetta eru
grundvallaratriði í stjórnmálum
sem mér finnst stjórnarand-
staðan vera að hverfa frá.
Ég tel að þetta mál sé miklu
dýpra en margir vilja vera láta
og fljótfærni vegna þess núna
getur haft áhrif síðar. Hitt er
svo annað mál að það má lengi
deila um hver lágmarksréttindi
öryrkja eigi að vera en ég felst
ekki á að lífeyrir örorkulífeyris-
þega eigi að vera algjörlega
óskerðanlegur vegna tekna
maka. Ef við værum að fallast á
það núna þá skipti væntanlega
litlu máli hversu mikið lífeyrir-
inn væri hækkaður í framtíð-
inni, hann yrði alltaf algjörlega
óháður tekjum maka, án tillits
til þess hvort þær væru hund-
rað þúsund eða ein millljón á
mánuði. í reynd er stjórnarand-
staðan að halda því fram að há-