Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 16

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 16
16 - LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 Djjg^wir Fluguveiðar að vetri (202) Þurrflugudraumar í janúar Það var húsfyllir hjá Stangveiðifé- lagi Hatnarfjarö- ar þegar boðað var þurrflugna- kvölcl með Garð- ari Scheving. Dyggir lesendur þessara pistla hafa oft heyrt minnst á Garðar hér, enda er hann einn af þeim mönnum sem liggja ekki á fróðleik. Eins og hann segir sjálf- ur: Er ekki hræddur um að aðrir veiði allt frá sér. Þess vegna er hann alveg til í að miðla af reynslu sinni. Þetta var fullt hús af fiuguveiðimönnum sem hlust- uðu á janúarveður nauða við glugga og gardfnur sveifluðust til í verstu hryðjunum. Sem sagt: gott næði til að ræða þurrflugur. Taumurinn Garðar lét boxin sín ganga meðal manna. Til eru þeir veiðimenn sem halda aldrei öðruvísi um stöngina sína á veiðislóð en flug- an sjáist ekki í návist annarra veiðimanna. Eða setja „vitlausa" llugu á stöngina meðan skroppið er í mat svo hinir fái rangar hug- myndir. En Garðar sýnir alveg hiklaust í boxin sín hverjum sem vill horfa. Og svo sýndi hann mönnum sérstaka skeið til að veiða æti upp úr koki silunga. Og svo kom heilræði. Hann notar fjögurra punda taum í þurrflugu- veiðar. En þetta kefli hafði hann látið Iiggja í vatni í tvo sólar- hringa. Þá verður taumurinn mýkri, hefur meira þanþol líka. Þetta er heilræði sem margir veicðimenn ættu að leggja á minn- ið, hver hefur ekki lent í því að vaða út í á með taum sem hrekk- ur í sundur? Orðinn stökkur af of Iangri geymslu. Stundum splunkunýir taumar úr búð? Nei, látið keflin og spólurnar liggja í vatni segir Garðar, þá lenda menn eklci í aulalegum aðstæöum eins og þeim sem undirritaður á enn eftir að segja frá þegar tími þeirra játninga rennur upp. Hvenær? Garðar er einn af þeim sem fuil- yrða að þurrflugan sé vanmetin. Undirritaður hefur prédikað þetta lengi og er auðvitað ánægður með að heyra að hann á vopnabræður. Veiðist bara á þurrflugu í logni og hita og jafnvel sól? Onei. Suddi, vindgára og hlýindi eru kjörað- stæður segir Garðar. Suddinn er fínn, þá má búast við að vatns- borðið sé súrefnisríkt þegar það blandast í vindi og regni. Þá kemur fiskurinn upp. Kjörhiti er átta gráður í vatni og 14-16 í lofti segir Garðar, en trúið mér líka: Hægt er að veiða á þurrflugu þótt ekki sé beinlínis hlýtt. Og svo er annað: oft mjTidast „hitapollar" á vatni í skjóli undan háum brekk- um eða við bakka sem skýla vatni, þar verður allt í einu blíðusumar þar á litlum bletti þótt alls staðar í kring sé heldur hráslagalegt. Köld vötn? Þessu til sönnurnar má benda á að Garðar og fleiri \'eiða á þurr- flugur í mjög köldum vötnum eins og Brúará og Þingvallavatni. Ef það er í lagi vegna hita (kulda), þá ætti nú sama að gilda á flest- um öðrum stöðum. Aðalatriðið í spjallinu þetta kvöld var kannski ekki samt þetta. Heldur hitt: að fylgjast með náttúrunni og lífrík- inu. Eins og margir góðir veiði- menn bendir Garðar á nauðsyn þess að ganga um af virðingu við allt sem lífsanda dregur. Eklci þramma fram á bakka og vaða út til að kasta. Þeir virðast kannski ansalegir karlanir sem skríða fram á bakka eða standa nokkra metra frá ánni. En þeir vita sínu viti. Fiskurinn er nær en maður held- ur og oft á grunnu vatni. Hann heyrir bæði og sér. Göslagangur eyðileggur fyrir mörgum. Horfa? Garðar er líka einn af þeim sem hvetur menn til að horfa og hlusta. Þar erum við sammála öllum góðum veiðimönnum. Einn lítill smellur í vatni er nóg til að veiðimaðurinn veit að fiskur er uppi. Það getur verið erfitt að sjá hringgárur í straumvatni við- urkennir Garðar. Þá er að hlusta eftir smelli. Og svo er að spá ef fiskurinn sést: Er hann í raun uppi, eða er hann að taka lirfur og púpur undir yfirborði? Og þá kemur kannski ein af þessum ábendingum sem allir vdta að aldrei er nógu oft sett fram: vera skapandi og skipta um herfræði ef eitthvað er ekki að ganga upp. Tekur hann allt í einu ekld þurr- flugur? Farðu í Iirfur. Er hann hættur í lirfum? Farðu upp. Hver sín fræði Garðar ráðleggur mönnum að nota úða með flotefni á flugur. Sjálfur nota ég aldrei slíkt. Hann notar sílikon á minni flugur. Það hef ég aldrei gert. Hann segir að eftir þrjá fiska á sömu þurrflugu eigi maður að væta hana, þerra með því að hrista og úða flotefni á hana. Sjálfur skiptir ég einfald- lega um flugur. Ef ég sé að fiskur er uppi og gengur illa að fá hann til að taka dettur mér einkum þetta í hug: flugan er ekki í rétt- um lit. Það þýðir að Black Gnat- inn minn svarti er að bregðast í einu af þeim sárafáu tilfellum sem það gerist. Garðar er ekki svo mikið fyrir Black Gnat. Hún er byrjunarflugan mín, hann myndi setja Lensmann undir. Svona eru nú vísindamenn mis- vísandi og best fyrir hvern og einn að reyna fyrir sér. Garðar kýs að úða flotefni á sínar flugur sem fiskar taka. Eg tek mína flugu af, læt hana þorna á brjóstinu eftir að hafa skolað af henni, set nýja undir og réyni. Oft sömu tegund- ar. Það hefur nefnilega komið í ljós, að jafnvel þótt maður fái sæmilegar tökur á eina flugu, verður allt mun líflegra ef önnur fluga lccmur út. Jafnvel sömu tegundar. Þar er komið að því sem ég tel mikilvægt: að llugan sitji rétt. Hvað er „rétt" í þessum efnum? Það veit enginn nema fiskurinn hverju sinni og þess vegna er best að leggja spurning- una fyrir hann með nokkrum blæbrigðum. Af þeim fengu menn nóg í kvöldspjallinu og eitt- hvað til að moða úr næsta sumar. Meira um þurrflugur á flugur.is! FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar raun tvær fiíkur í einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá likamanum og heldur þér heitum og þurrum. Notaöu Thermo nærfötin í næsta feröalag, þú sérö ekki eftir því. TVÆR FLIKUR IEINNL. HEfTUR 0G ÞURR THERMO varmanærfötin eru í www.sportveidi.is Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíð 41, Rvík, sími 562-8383 Krossgáta nr. 221 Lausn ..................... Nafn ...................... Heimilisfang............... Póstnúmer og staður ....... Helgarkrossgáta 221 í krossgátunni er gerður greinarntunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta 221) Strandgötu 31, 600 Akureyri eða í faxsíma sem er 460 6171. Lausnarorð í krossgátu 220 var BRAUÐSNEIÐ og vinn- ingshafi er Guðríður Guð- mundsdóttir, sem býr á Arnarsíðu 6b á Akureyri. Hún fær senda bókina Ævisaga Davíðs eftir Pétur Eggerz. Vinningshafi fær bókina Ævisaga Davíðs eftir Pét- ur Eggerz. ■ ■ .' v i r> GTuuífKiTjTTT WtRCI .c'.it-.ftl ■ Úpb •J.i'Vty .iKVítívj .'.'v -i £i.‘v.lt 4 ‘ A‘ ií -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.