Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 18
18- LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001
jy^tr
Stjörnuhrap í Hollywood
í þrjú ár var
Louise
Rainer ein
virtasta
leikkonan í
Hollywood
en eftir að
hafa hlotið Óskarsverð-
laun tvö ár í röð hvarf
hún úr sviðsljósinu ein-
ungis tuttugu og sex ára
gömul.
Louise Rainer kom til
Ilollyvvood frá Vín. Hún var
stórstjarna, fyrsti leikarinn sem
hlaut Óskarsverðlaun tvö ár í
röð. En skömmu síðar voru dag-
ar hennar í Hollywood taldir.
„Eg mun aldrei gleyma þessum
árum. Ég var mjög óhamingju-
söm,“ sagði Rainer í viðtali sem
tekið var fyrir örfáum árum.
Hún fæddist í Vín árið 1912.
Þegar hún sagði foreldrum sín-
um, sextán ára gömul, að hún
ætlaði sér að verða leikkona gaf
faðirinn í skyn að hún væri hóra
og rak hana að heiman. Hún
flutti til afa síns og ömmu og
fékk hlutverk í leikhúsi. Hinn
virti leikstjóri Max Reinhardt sá
hana á sviði og bauð henni starf
með leikflokki sínum. Hún lék
með leikflokknum í Vín, París
og London og fékk síðan tilboð
frá Hollywood. Hún fékk Osk-
arsverðlaun fyrir leik sinn í
annarri Holhwoodmvnd sinni,
The Great Ziegfeld, og aftur árið
eftir fyrir leik sinn í The Good
Earth. Um Óskarsverðiaunin
sagði hún: „Þau eru mér einskis
virði. Það var gert ráð fyrir að ég
skilaði mínu besta.“
Hún var annáluð fyrir innlifun
í leik. „Ég lék aldrei, ég upplifði
allt,“ sagði hún. Þegar hún vann
að The Good Earth með fann
hún ekki lengur mun á sjáifri
sér og persónunni sem hún lék,
settist niður á gangstéttarbrún
og hágrét. Glæsivagn stöðvaðist
allt í einu hjá henni og Joan
Crawford gekk út og sagði:
„Louise, hvað gerðist? Af hverju
ertu að gráta?" Rainer skamm-
aðist sín fyrir að segja henni að
hún hefði lifað sig svo inn í ör-
lög persónunnar að hún hefði
brostið í grát og sagðist hafa
fengið slæmar fréttir af Ijöl-
skyldu sinni. Þegar Rainer kom
heim um kvöldið beið hennar
stór blómvöndur frá Crawford.
Árin meö Odet
Rainer hafði ekki mikið álit á
kvikmyndum sem listformi og
sagði í viðtali að hún vildi gjarn-
an snúa aftur til Vínar og gerast
sviðsleikkona. Yfirlýsingar eins
og þessi urðu ekki til að afla
henni vina í samkvæmislífi
Holþwood. Hún vingaðist hins
vegar við rithöfundana Thomas
Mann, Erich Maria Remarque,
Anais Nin, snillinginn Einstein
og tónskáldin George Gershwin
og Harold Arlen. Það voru Gers-
hwin og Allen sem kynntu hana
fyrir leikskáldinu Clifford Odets.
Tveimur vikum síðar hittust þau
aftur í boði hjá skáldkonunni
Dorothy Parker. Örfáum dögum
sfða hringdi Odets í Rainer og
þar með hófst samband sem var
eitt það mikilvægasta í lífi henn-
ar.
Odets var vinstri sinnaður
Kolbrún
Bergþórsdóttir
skrifar
Louise Rainer. Hún hefur lýst tíma
sínum í Hollywood sem óhamingju-
sömustu árum ævi sinnar.
leikritahöfundur sem vakti fyrst
verulega athvgli með leikritinu
Waiting for Lefty sem fjallaði
um verkfall leigubílstjóra. Leik-
rit hans fjölluðu yfirleitt um þá
lægst settu í þjóðfélaginu, en
það frægasta er sennilega The
Gountry Girl sem var kvikmynd-
ið með Ring Croshy og Grace
Kellv sem hlaut Oskarsverðlaun
fyrir leik sinn. Rainer og Odets
voru gift í þrjú ár og á efri árurn
hefur Rainer sagt að sambandið
við Odets hafi verið það ástrfðu-
fyllsta í Iffi sínu cn hann hefði
sífellt verið að yfirgefa hana.
Hjónabandið var mjög storma-
samt enda var Odet mjög stjórn-
samur og afbrýðisamur. Hann
ímyndinni The Good Earth sem gerð
Rainer hlaut tvenn Óskarsverdlaun, önnur fyrir leik sinn it
Ratner hlaut tvenn^ ^ ^ ^ g Buck Paul Munl lék a mot, henrv.
Með kunningja sínum Albert Einsteln. „Hann var venju/egur maður, lék á flðlu
og ta/aði ekki um afstæðiskenninguna, “ sagði hún.
var mjög skapmikill og braut í
æðisköstum húsgögn og matar-
stell.
Þegar Rainer sagði Odet að
hún væri barnshafandi tók hann
fréttunum svo kuldalega að hún
lét eyða fóstrinu. Seinna fann
ritari Odets skeyti sem Odet
hafði ekki sent konu sinni en
þar fagnaði hann fréttunum og
bað hana að yfirgefa Hollywood
og ttytja með sér upp í sveit þar
sem þau myndu ala upp barnið.
Rainer sagði seinna að ef hún
hefði fengið skej'tið hefði hún
samstundis samþykkt tillögu
Odets.
Vansæld í Hollywood
Hún lék í átta myndum á þrem-
ur og hálfu ári og nokkrar þeirra
voru afar slæmar og urðu ekki
til að afla henni virðingar. Hún
harðist vonlítilli baráttu við að fá
betri hlutverk og átti í erjum við
yfirmann sinn Louis B. Mayer
sem þótti hún óhlýðin og þver.
„Yfirmenn mínir segja að ég sé
Frankenstein sem muni eyöi-
leggja fyrirtækið," sagði hún í
viðtali. „Mér er mikilvægara að
vera manneskja en leikkona."
Hún sagði einnig að hún fyndi
aldrei til þess að vera þekkt leik-
kona.
Odet var farinn að drekka illa
og átti í ástarsambandi við
leikkonuna Francis Farnter sem
hann hjó um tíma með, en um
dapurlegt lffshlaup hennar var
áratugum síðar gerð hin þekkta
kvikmynd Francis með Jessicu
Lange í aðalhlutverki. Rainer
sagði yfirmanni sínum Mayer að
hún hefði ekki orku til að Ieika
lengur og bað hann urn frí.
Hann hellti sér yfir hana, sagði
hana vera vanþakklát og átaldi
hana fyrir að láta ekki að stjórn.
Orð óx af orði og Ioks æpti
Mayer að henni: „Við sköpuðum
þig og nú drepum við þig.“
Rainer gekk út og þau Mayer
töluðust aldrei aftur við. Þar
með lauk ferli Louise Rainer í
Hollywood. Hún var einungis 26
ára gömul.
Hún átti í ástarsambandi við
enskan aðalsmann og bjó í ár á
Englandi. Þegar Odet komst að
því sambandi sleit hann ástar-
sambandi sínu við Francis Far-
mer og sneri aftur til eiginkonu
sinnar. Stjórnsemi hans og af-
brýðiköst urðu henni loks urn
megn og hún yfirgaf hann. Arið
963, ári eftir lát Odets, skrifaði
hún í dagbók sfna:
„Vöntun hans á því að
treysta á nokkurn
annan en sjálfan sig
var ástæðan fyrir rót-
leysi hans og
sjálfseyðingarhvöt."
Dramatísk
lífssýn
Rainer giftist árið
945 svissneskuin
útgefanda Robert
Knittel. Þau eignuð-
ust saman eina dótt-
ur. „Cliff (Odets) var
ástríða mín, Robert
var heimili mitt,“
sagði hún gömul
ía. Hún lék í ör-
im leikritum og
virtist taka ham-
ingjusamt fjöl-
skyldulíf fram yfir
leikferil. Fellini
sótti fast að fá hana
til að leika í mynd
______ sinni La Dolce Vita
og hún lét tilleiðast
en Ifkaði ekki hand-
ritið og rauk burt í fússi eftir að
Fellini hafði kropið á kné fyrir
framan hana og beðið hana að
endurskoða afstöðu sína.
Eiginmaður hennar lést árið
I 989. Eftir fimmtíu ára fjarveru
frá hvíta tjaldinu lék hún auka-
hlutverk í kvikmvndinni The
Gambler sem þótti heldur létt-
væg útfærsla á sögu Dostójev-
skís en frammistaða hennar
þótti eini Ijósi punkturinn í
myndinni. Hún var þá 87 ára
gömul.
Hún býr í London í sömu
byggingu og Vivien Leigh bjó í
síðustu árin sem hún lifði. „Það
verður aldrei hægt að skrifa um
líf mitt, það gerðist of margt,"
segir hún. Vinir hennar lýsa
henni sem afar tilfinningaríkri
og ofurnæmri konu sem hafi
afar dramatíska lífssýn. „I hvert
sinn sem ég fer út með Louise
þá er eins og ég sé í þriggja þátta
leikriti eftir Evripídes. Jafnvel
það að viðra hundinn getur
breyst í heimscndi," segir vin-
kona hennar, leikkonan Anne
Jackson. Sjálf hefur Rainer
skrifað endurminningar sínar en
hefur ekki enn viljað gefað þær
út.