Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 11

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 11
„Sístir eru súrir hrútspungar" u' ^ ' A Súrt og sviðið. Reykt og hert. Þorrinn er genginn í garð , I með öllum þeim undrum og ævintýrum í mat sem bjóð- ast. En hvernig smakkast maturinn. Við fengum nokkra Akureyringa til að kíkja á þorrabakkann. 'Z. Sævarsson skrifar Þorrinn er genginn í gard. Tími sem helgast af mikilli fjölbreytni í mat og enginn er maður með mönnum nema hann blóti þorrann með því að borða bringukolla, hrútspunga, harðfisk, svið, hangi- kjöt og annað slíkt góðgæti, sumt súrsað. Byrjað var að halda þorrablót á fyrri hluta 20. tuttugustu aldarinnar, en algeng urðu hlótin ekki fyrr en um miðbik hennar. Síðan hefur siðurinn breiðst út um Iandið og í dag má ætla að blót séu haldin í hverri sveit. Víða er hefðin fy'rir þorrablótum líka býsna sterk og sterkar menningarlegar hefðir tengjast þeim. Og hver hefur ekki sungið Borðsálm Jónasar og Þorraþræl Kristjáns Fjallaskálds á þorrablóti? En hvernig smakkast maturinn. Kjarnafæði á Akureyri lagði Degi til bakka með þorramat og svo fengum við nokkra góðborgara á Akureyri til þess að segja okkur sína skoðun á umfjöllunarefni Matargatsins að þessu sinni; þorramat. Bringukollarnir bestir „A mínum æskuslóðum fyrir vestan var þorramatur það sem var daglega á horð- um, alveg frá því á haustin og fram á vorið. Eg er því vön þessum mat og „Feitir bitar i iagi í hófi, “ segir Asta Hrönn. finnast bringukollarnir bestir," segir Asta Hrönn Björgvinsdóttir, eigandi iík- amsræktarstöðvarinnar World Class á Akureyri. „Þó sumir bitarnir á þorra- bakkanum séu feitir er allt í lagi að borða þá. Allur matur er raunverulega í lagi ef hans er neytt í hófi. En ég vil þó minna á að meginmáli skiptir að fólk neyti alls í hófi og láti fjöl- breytnina ráða,“ segir Asta og bætir við að há- karl, kæst skata og siginn fiskur séu mikið ágæti; slái á ólgu í maga sem marg- ir þjást af nú þegar bakflæði er orðið viður- kennt heilbrigð- isvandamál. Hangikjötið er „Skemmti/egur þáttur í matarmenningu, “ segir Surekha. eftirlæti „Það er helst að strákarnir mín- ir hafi viljað þorramatinn. Þeirn fannst þetta spennandi matur og góður, til dæmis súrmetið og slátrið. Og ekki síður sviðin. Það var kannski helst að þeir sneiddu hjá hrútspungunum,“ segir Surekha Signý Datye. Hún er frá Indlandi, en hefur búið hér á landi síðustu tuttugu árin eða svo og rak um skeið veisluþjónustu á Akureyri. „Ég keypti stundum bakka með þorramat, en svo datt það upp fyrir einhverra hluta vegna. Það er alls ekki að við höfum misst áhugann á þorramatnum, sem mér finnst skemmtilegur þáttur í matarmenningu Islendinga - og allar þjóðir eiga eitthvað sambærilegt. lndverjar matreiða til dæmis úr grænmeti, korni og baun- um þegar þeir vilja vel við sig gera í mat,“ segir Surekha, sem segir hangi- kjötið vera eftirlæti sitt á íslenska þorrabakkanum. Þorrabakkinn i ár. Súrmeti og annaö lostæti - þjóðlegur matur sem margir kalla svo. Eitthvað sem a/lir vilja i sig láta á útmán- uðum. myndir: brink. Nema með íslensku brennivíni. ■ ■ „Ég er íslendingur og því borða ég íslenskan mat,“ segir Tony Mellado, sölustjóri í Kristjánsbak- aríi. Hann er spænskur en hefur verið búsettur á Islandi síðustu tólf árin og kveðst strax hafa komist upp á lagið með að borða þorra- mat. Gerði sér raunar far um að borða þennan þjóðlega mat. „Af þ-ví sem er á þorrabakkanum þá finnst mér rúllupylsan og bringukollarnir vera sístu bitarnir og hákarlinn borða ég ekki, nema þá að ég fái ís- lenskt brennivín með. Og svo reyni ég að sneiða fram hjá allra súrustu bitunum," segir Tony sem á næstu dögum kveðst ætla á árlegt þorra- blót með félögum í stjórn hand- knattleiksdeildar KA. Það segir Tony vera sér kærkomið, enda finn- ist sér þorrinn ekki mega líða nema hann sé blótaður með þeim hætti sent íslendinga er siður. „Borða ég íslenskan mat, “ segir Tony. Nautatunga, sperðlar og laufabrauð „A mínu heimili er sterk hefð fyrir þorra- mat og blótin sem eru haldin í Stóru- tjarnaskóla eru fjölsóttustu og vinsælustu samkomur sveitarinnar," segir Hannes Ardal frá Dæli í Fnjóskadal, sem er nemi við Menntaskólann á Akur- eyri. „Ég er ekki hrifinn af þessu súra dóti og sístir finnást mér súrir hrútspungar. Margt annað er hins vegar afar gott, svo sem reykta nautatungan, sperðlarnir og laufa- brauðið. Hákarlinn er síðan nánast skylda að borða, en ég er ekki eins og sumir að þurfa að skola honum niður með íslensku brennivíni. Mér dugar kókglas," segir Hannes. Hann segir ánægjulegt að Islendingar haldi í þá hefð að borða súrmeti og „Eg er ekki hrifinn afþessu súra dóti, “ segir Hannes. annan þann mat sem kallast má þjóðleg- ur - og telur að uppvaxandi pissukynslóð vilji viðhalda þessum sið í mutarmcnn- ingu þjóðarinnar, frekar en hitt. .’/J'AU

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.