Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 8

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 8
8 - LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 Ð^ur Engir ölmusupeningar Menn mega ekki rugla hlutum saman og tengja nýfallinn hæstaréttardóm aftur við grunnlifeyrinn, sem menn verða að viðurkenna að hækka þarf, segir Valdimar Pétursson, öryrki og framkvæmda- stjóri Sjálfsbjargar á Akureyri. mynd: brink. Kjör öryrkja hafa verið mál málanna síðustu daga vegna nýfallins hæstaréttardóms. Mörgum þykja þau vera býsna bág. Við ræddum við nokkra öryrkja um afkomu þeirra og aðstöðu - og jafnframt þau viðhorf sem eru uppi í umræðunni. „I umræðum um dóm Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins að undanförnu hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar veríð að klifa á því að aðgerðir sem grípa verður til muni ekki bæta kjör nema lítils hluta öryrkja og alls ekki þeirra sem verst standa. Og það er raunar alveg rétt. En menn mega ekki rugla hlutum saman og tengja nýfallinn hæstaréttardóm aftur við grunnlífeyrinn, sem menn verða að viðurkenna að hækka þarf - enda svo lágur að enginn getur af lifað," segir Valdimar Pétursson, fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar á Akureyri. Sérkennilegt neistaflug Valdimar Pétursson hefur verið bundinn við hjólastól í nær 20 ár. Hann er rúm- lega fimmtugur að aldri og er menntaður matreiðslumaður en nani einnig um hríð við verslunarskóla í Danmörku. Frá árinu 1993 hefur Valdimar verið framkvæmda- stjóri Sjálfsbjargar á Akureyri, en félagið starfrækir meðal annars endurhæfingar- stöð við Bugðusíðu þangað sem mikill fjöldi fólks sækir daglega og sækir þar þjálfun af ýmsum toga. „Mér finnast þær umræður sem verið hafa um öryrkjadóminn hafa verið vægast sagt mjög sérkennilegar, eru aðallega neistaflug milli þeirra Garðars Sverris- sonar formanns Öry'rkjabandalagsins og Davíðs Oddssonar. Það sem vekur athygli mína er hve fast forsætisráðherra hefur beitt sér í þessu máli og hefur skipað sína fulltrúa í nefnd til að bregðast við dómn- um. Eg stóð einfaldlega í þeirri meiningu að þetta mál væri alfarið í lögsögu heil- hrigðis- og tryggingaráðherra." Hækkun grunnlífeyris stærsta verkefnið Hækkun grunnlífeyris tryggingakerfisins er stærsta verkefnið sem í dag blasir við eigi raunverulega að bæta lífskjör öryrkja, segir Valdimar Pétursson. I dag er grunn- upphæð örorkulífeyris 18.424 kr., full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 32.566 kr, heimilisuppbót er 15.147 kr. og komi til sérstök heimilisuppbót er hún óskert 7.409 kr. Þá þarf jafnframt, segir Valdi- mar, að draga úr tekjutengingu þessara greiðslna, þannig að þær skerðist ekki takist viðkomandi að afla sér einhverra aura með eigin vinnu. „Þetta fyrirkomu- lag bótagreiðslnanna verður einfaldlega til þess að draga úr sjálfsbjargarviðleitni. Og jafnframt eru greiðslurnar svo lágar að enginn getur af þeim lifað neinu sómasamlegu lífi.“ Valdimar er 75% öryrki, en þar sem hann er í fullri vinnu nýtur hann vegna skerðingarákvæða engra bóta frá Trygg- ingastofnun utan þess að fá greiddar 13 þúsund krónur mánaðarlega með yngsta barni sfnu og konu sinnar, átta ára dóttur - en barnalífeyrir er greiddur með barni öryrkja til sextán ára aldurs. „Við höfum í okkur og á en ekkert meira en svo. För- um ekki árlega og jafnvel tvisvar til út- landa eða veitum okkur einhvern sam- bærilegan munað.“ Býst ekki við straumhvörfum I gegnum árin hefur Valdimar verið í fylkingarbrjósti í samtökum öryrkja og jafn- framt unnið að hagsmunamálum þeirra á margvíslegiim öðrum vettvangi. Hann er jafnframt félagi í Vinstrihreyfingunni - grænu framboöi. Telur Valdimar að lífskjör öryrkja yrðu bætt til mikilla muna ef liðs- menn hans stjórnmálaflokks kæmust til valda? „Ég er ekkert viss um slíkt," segir Valdi- mar. „Það hafa engin stórkostleg straum- hvörf orðið sem bætt hafa lífskjör (iry rkja þótt nýir húsbændur hafi komið í stjórnar- ráðið, jafnvel þótt þeir komi úr röðum þeirra flokka sem telja sig til vinstri í ís- lenskum stjórnmálum. Vandinn sem við ör- yrkjar glímum við er að á síðasta áratugn- um eða svo hefur þeirri skoðun vaxið fylgi að bætur til öryrkja séu í raun og veru hreinir ölmusupeningar. Og í slíku and- rúmslofti er auðvitað mjög erfitt að starfa eða setja fram neinar kröfur. Því verðum \dð sem að þessum málum störfum að miða kröfugerðir okkar á hverjum tíma við almenningsálitið í landinu, vitandi vits að það getur breyst og jafnvel snúist okkur í vil áður en við er litið." Lftur út eins ogleti „Ég hef oft orðið að leita á náðir Hjálparstofnunar kirkjunnar og svo veit ég að er um marga fleiri I svipuðum sporum, “ segir Erla Jensdóttir „Ég er löggiltur aumingi, það lýsir ástandinu best,“ segir Erla Jensdóttir sem hefur verið 75% öryrki í 13-14 ár. Hún kveðst þó ekki skammast sín fyrir að tilheyra þeim hópi, enda hafi hún ekki beðið um það sjálf. Erla er astmasjúklingur og þjá- ist einnig af slitgigt. „Þessi astmi er ættgengur þannig að ég fékk hann í vöggugjöf og svo ágerðist hann. Astmi er slæmur sjúkdómur og ekki sýnilegur. Ef maður situr einhvers staðar, þá lítur þetta út eins og leti. Það er ekki fyrr en maður stendur upp og fer að ganga um eða tala lengi í símann þá kemur mæðin. Svo er ég svodd- an fífl að ég reyki ofan í allt saman,“ segir hún mædd og kveðst ekki skilja hversu illa henni gangi að hætta reyking- unum. „Mig Iangar virkilega að losna við þennan bölvald. Þá þyrfti ég kannski ekki að vera á eins sterkum lyfjum. Svo kosta sígaretturnar líka svo mikið.“ Heppnari sem eru i sambúð Erla býr ein og því snertir ör- yrkjadómurinn margumræddi ekki hennar hagi. Hún segir marga fleti á þessu öryrkjamáli. „Auðvitað er ekki sanngjarnt að öryrkjum sé refsað fyrir að vera í sambúð en þeir eru þó heldur heppnari sem eru í sambúð eða giftir því þeir hafa kannski fyr- irvinnu að hluta.“ Erla segir að svo virðast sem þeir hafi gleymst í þessum umræðum sem standi einir og óstuddir. Þegar hún sé búin að borga það sem henni beri mánaðar- lega, fyrir utan síma, lyf, mat og föt eigi hún 22 þúsund krónur eftir. Það endist í mesta lagi í hálfan mánuð og fari hún þó aldrei út á Iífið né eyði pen- ingum í áfengi. „Ég er bara alltaf heima hjá mér,“ segir hún. „Ég komst ekki einu sinni út f búð fyrir jólin til að kaupa í matinn heldur varð að biðja börnin mín að koma og hjálpa jíli'.) i mínli; J,- ,:iioii (n; .iloí ■ 1 mér.“ Erla kveðst eiga þrjú börn sem hjálpi henni eftir mætti, þótt ekkert þeirra búi á höfuðborgarsvæðinu eins og hún. Það fari þó óskaplega í taugarnar á henni þegar fólk segi: „Hva, geta börnin ekki hjálpað þér.“ Þetta sé ungt fólk sem sé að stofna fjölskyldur og hafi alveg nóg með sig. í strigaskóm innan undir klofstígvélunum Erla er fædd í Reykjavík fyrir 59 árum. Hún kveðst hafa byrj- að að vinna í saltfiski tíu ára gömul. „Mér fannst það óskap- lega gaman, sérstaklega þegar ég fékk útborgað. Þá fór ég æv- inlega og keypti eitthvað handa mömmu. Peningarnir uxu ekk- ert á trjánum þá frekar en nú. Svo voru engin nafnskírteini í umferð á þeim árum og þegar saltfiskvinnunni sleppti gátu þeir sem voru orðnir tólf ára fengið vinnu við að spyrða fisk. Þá þóttist ég vera tólf ára, þótt ég væri bara tíu, fór í klofstíg- vél af bróður mínum og var í strigaskóm innanundir til að halda þeim á mér. Síðan smeygði ég mér í sjóstakk og gekk til vinnu. Það var enginn sem fetti fingur út í það en þorskarnir sem ég var að spyrða voru sumir stærri en ég-“ Alltaf gaman að skorpuvinnu Síðast þegar Erla var á vinnu- markaðinum sá hún ein um kaffi fyrir allt að 110 manns sem unnu við byggingu flug- stöðvarinnar í Keflavík og sá um þrif á þeim veitingastað líka. „Þá vann ég yfir mig,“ seg- ir hún og heldur áfram: „Ég hafði alltaf unnið erfiða vinnu. Það er eflaust ein af vitleysun- um í mér en ég hef alltaf haft gaman af skorpuvinnu." Eins og nærri má geta þykja Erlu dagarnir lengi að líða, þegar ekkert er að gera. Það versta í stöðunni segir hún þó þegar hún eigi ekki fyrir nauð- þurftum. „Ég hef oft orðið að Ieita á náðir Hjálparstofnunar kirkjunnar og svo veit ég að er um marga fleiri í svipuðum sporum." GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.