Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 14

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 Fyrirtíöaspenna ekki algeng Ofnotkun á orðinu fyrirtíða- spenna getur valdið misskiln- ingi. Rannsóknir sýna að að- eins 2% kvenna fái alvarleg einkenni fyrirtíðaspennu. I kjölfar dómsúrskurðar sem kveðinn var upp í Bretlandi í kringum 1980, þegar kona sem hafði orðið manni sínum að bana, var dæmd óábyrg gerða sinna sökum þess að hún bafði haft fyrirtíðaspennu þegar atburðurinn átti sér, varð algjör bylt- ing á umræðunni alls staðar í heiminum. Fjallað var um þetta efni í helstu kvenna- blöðum og kvennaþáttum af tagi. En fyr- ir þann tíma hafði umræða einungis farið fram meðal heilbrigðisstétta. Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga og dósent við hjúkrun- arfræðideild Háskóla Islands, mun n.k. föstudag 26. janúar halda fyrirlestur um mótsagnakenndar niðurstöður rannsókna á líðan kvenna fyrir blæðingar, sem hún nefnir „Sannar frásagnir". Fyrirlesturinn byggir á doktorsritgerð sem Flerdís varði við háskólann í UmeA í Svíþjóð á síðasta ári. Herdís mun greina frá þremur rann- sóknum sem allar fjalla um breytingar á líðan heilbrigðra íslenskra kvenna fvrir blæðingar. I lyrstu rannsókninni voru kon- ur valdar af handahófi beðnar um að fylla út spurningalista þar sem þær Iýstu líðan sinni fyrir blæðingar síðasta hálfa árið. I annarri rannsókninni skráði annar hópur kvenna, einnig valinn af handahófi, heilsudagbækur sem samanstóðu m.a. af lista yfir 57 einkenni og tilfinningar, dag- lega í 1-6 tíðahringi. Þriðja rannsóknin var viðtalsrannsókn þar sem leitað var eftir hugmyndum þátttakenda um hvað fyrir- bærið fyrirtíðaspenna er og hvert birtinga- form þess er í samfélaginu. Niðurstöður þessara þriggja rannsókna sem allar skoða sama íyrirbærið með mismunandí nálgun eru um margt ólíkar. I viðtali við Herdísi kemur fram að notk- un á læknisfræðilega hugtakinu fyrirtíða- spenna er misnotað af bæði konum og körlum í neikvæðri merkingu. 90% með fyrirtíðaspennu „Þegar ég bvrjaði á mínum rannsóknum, höfðu rannsóknir bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi að miklu leiti byggst á spurn- ingalistum, eins og ég notast við í fyrstu rannsókn minni. Eg vildi með því að nota sama rannsóknarformið, komast að því hvort ég fengi sömu niðurstöður og feng- ust úr þeim rannsóknum sem áður eru nefndar. Fyrrnefndar niðurstöður sýndu algengi fyrirtíðaspennu vera allt upp í 90%. En þegar notast var við heilsudags- bækur datt algengið alveg niður í 3-4%. Þarna var mikill munur á og í mörgum til- fellum var um sömu konurnar að ræða í báðum rannsóknunum. Það var ekkert samræmi í því hvað þær skráðu í dagbæk- urnar og því sem þær sögðu þegar þær voru beðnar um að hugsa til baka. Þá greindu þær frá því að þær hefðu fundið fyrir mikilli vanlíðan og miklum breyting- um á líðan. Þá var farið að túlka þetta þannig að minnið væri brigðult hjá þess- um konum og spurt að því hvort þær gætu ekki sagt rétt frá líðan sinni ef þær væru beðnar um að hugsa til baka. Um þetta hafa verið miklar pælingar, það er hvað konur eru eiginlega að segja. Þegar ég byrjaði á mínum rannsóknum höfðu aldrei verið tekin viðtöl við konur til þess að reyna að leita eftir merkingu þeirra á því hvað þær væru að meina þegar þær segðust hafa fyrirtíðarspennu. Það var því markmiðið hjá mér að fara alla þessa leið í rannsóknum fyrst al- gengi fyrirtíðaspennu var svona mikið eins og niðurstöður erlendu rannsókn- anna sýndu. Niðurstöður úr fyrstu og annarri rann- sókninni urðu nánast þær sömu og í er- Iendu rannsóknunum, það er fyrri rann- sóknin sýndi mikið algengi fyrirtíða- spennu, en sú síðari lítið. Við hluta af konunum úr annarri rannsókninni tók ég svo viðtal og vildi fá þær til að skýra út hvaða skilning þær hefðu á hugtakinu fyrirtíðaspenna og einnig var ég að leita eftir því hvernig væri talað um fý'rirtíða- spennu í þeirra nánasta umhverfi. Helstu niðurstöður eru þegar konur tala um fvrirtíðaspennu sín á milli, eru þær ekki að tala um læknisfræðilega hugtak- ið fyrirtíðaspenna, heldur algeng ein- kenni sem þær finna stundum fyrir blæðinar. Það virðist vera þannig hjá sumum konum þegar þær hugsa um líð- an sína aftur í tímann, að þá standi upp- úr þau skipti sem voru óþægilegust. Flest einkennanna voru líkamleg t.d. húðvandamál, bakverkir eða magaverkir. Andleg einkenni svo sem pirringur, reiði og skapbrestir voru mjög sjaldgæf. 2% með fyrirtíðaspennu I viðtölunum kom einnig fram hvað kon- unum líkaði illa hvernig karlmenn í kringum þær tala neikvætt um konur og blæðingar. En það var svolítið merkilegt að heyra þær lýsa því sem þær gerðu sjálfar, þegar ég spurði þær hvernig þær töluðu um þetta í sínum hóp. Það kom í ljós að þær töluðu um vinkonur sínar sem voru á blæðingum á svipaðan máta og karlarnir gerðu. Það voru til dæmis einhverjar aðrar konur sem notuðu fyrir- tíðaspennu til að afsaka ýmislegt sem þær gerðu, en þær gerðu það aldrei sjálf- ar. Urvinnsla á viðtölunum leiddi í Ijós að þær voru pirraðar út í það að karlar skuli saka þær um að nota fyrirtíða- spennu sem afsökun fyrir hinu og þessu. Hins vægar kom einnig fram að þær voru sjálfar fullir þátttakendur í að viðhalda þessari ímvnd um konuna sem er pirruð og reið, því þannig lýstu þær öðrum kon- um, en ckki sjálfum sér. Myndin sem dregst upp í hugann á fólki þegar v'erið er að tala um fyrirtíðaspennu eru einmitt þessi andlegu einkenni pirringur og reiði, skapofsi og annað slíkt. Umræðan um fyrirtíðaspennu hefur vcrið mjög vill- andi fyrir konur og notuð í rangri merk- ingu. Það sýnir sig á niðurstöðum rann- sóknanna, sem sýndu að 2% kvenna eru með alvarleg einkenni fyrirtíðaspennu, sem eru endurteknar andlegar truflanir og líkamleg vanlíðan. Hinar konurnar eru að tala um fyrirtíðaspennu í allt annarri merkingu. Þetta getur þýtt að þær konur sem virkilega eru illa haldnar af fyrirtíðaspennu fái ekki þá aðstoð sem þær þyrftu, vegna þess að umræðan um þessi mál er alltof léttvæg í kringum þær og enginn tekur eftir þeirra alvarlega vandamáli, segir Herdís." I fyrirlestrinum „Sannar frásagnir", mun Herdís fara nánar í það hvernig á að greina fyrirtíðaspennu. -W Uppskrift Hann er eldd þurrkaður heldur má að- eins strjúka mestu bleytuna af honum með höndum. Því er best að hafa frem- ur hlýtt í íbúðinni. I köldu loftslagi eiga Iimir það nefnilega til að dragast óþarf- lega saman og það hentar ekki við þess- ar aðstæður. Nú leggst hann i badið sem iamaður vaeri og þiggur þvott. Hann má ekki mæla orð af vörum en verður sem áður að hlýða þeim fyrirmælum sem kunna að koma frá hinni umhyggjusömu ástkonu. Ntmðsynleg inniha Idsefni: 1 karlmaður 1 kona 2 klukkustundir lágmark 1 askja jarðarber 1 sprautuhylki jurtarjómi 1 íbúð 0 börn 0 símar í gangi 100 bros 200 djúp augnatillit stunur eftir smekk Undirbúningur: Um hádegisbilið á rnorgun er öllum börn- um og öðrum gæludýrum á heimilinu kom- ið lýrir í öruggri pössun. Mikih'ægt er að þau skilji að mamma og pabbi verða upptek- in næstu klukkustundirnar svo að það þýðir ekkert að hringja vælandi og heimta að verða sótt ef barnapíurnar bjóða ekki upp á nægilega áhugaverð skemmtiatriði. Að þessu loknu er slökkt á öllum símum heim- ilisins og dregið fyrir glugga eftir smekk. Ef- laust þykir mörgum það algjör óþarfi, sér- staldega þeim sem hafa ánægju af því að á þá sé horft í IostafuIIum Ieikjum. Þó ættu allir sem búa við hlið Ieikvalla eða félags- miðstöðva að draga fyrir án umhugsunar. Nú tilkynnir konan sínum óttaslegna karli að næstu klukkustundirnar verði hann á hennar valdi innan veggja heimilisins. Hann hefur fyrir þetta engar upplýsingar fengið um áformin, aðeins fylgst skelfdur með aðförum konu sinnar. Eflaust hugsar hann að nú hljóti vorhreingerningin að bafa færst fram um nokkra mánuði en á eftir að komast að öðru. (Annars dettur mér í hug núna að vel væri hægt að samræma hrein- gerningu og gott kynlíf, pungnudd fyrir uppvask, limur milli brjósta lýrir ryksog og munngælur íýrir afjiurrk.) Hafist handa Nú Iætur konan renna í hlýtt baðkar og á meðan háttar hún karlinn hægt og rólega. Hann má ekki hjálpa til en verður að hrey- fa sig eftir fýrirmælum hennar. Nú leggst hann í baðið sem lamaður væri og þiggur þvott. Hann má ekki mæla orð af vörum en verður sem áður að hlýða þeim fýrirmælum sem kunna að koma frá hinniumhyggju- sömu ástkonu. Eftir uppvaskið Karlinn er svo látinn standa upp úr baöinu og leiddur inn á rúm eða gott púðafleti. Máltíðin hennar Nú skulu sótt jarðarber í fallegri skál og rjóminn í sprautunni. Manninum er enn gert að láta sem lamaður því næsta hlutverk hans er að vera „matardiskur" fyrir konu sína. Ilún velur nú lýrsta staðinn af kost- gæfni, kannski innanlæri eða mjúkan kvið, sprautar dulitlum rjóma á rakt holdið og setur eitt jarðarber í miðja rjómaslettuna. Glettin augnatillit og jafnvel nokkur orð um það sem er í vændurn eru hér vel við hæfi. Fyrsta jarðarberið er nú snætt af kynólgandi Ii'kama karlmannsins, harðbannað að nota hendurnar. Svo er leikurinn endurtekinn en alltaf valinn nýr og nýr girnilegur staður á líkamanum. Hvilftin neðan við barkakýlið, fellingin ofan við bandakrikíinn, kinnin ná- lægt munnviki, geirvartan, nárinn og að lok- um limurinn sé hann í standi til þess arna. Allan tfmann liggur hann og má ckkert gera nema að njóta þess sem hann finnur og hugsa um hvað munigerast næst. Áframhaldandi nautnir Ef síðasta rjómaslettan er snædd af lirni mannsins er tilvalið að staldra þar við og leika við hann með tungu og munni dágóða stund. Hún ætti að gefa sérstakan gaum að haftinu litla sem tengir forhúðina við kónginn (lat. frenulum) stundarkorn þar um slóðir ætti að kyntrylla hvem lifandi karlmann. Hún ætti líka að nota hendurnar vel í strokum og snúningshreyfingum um skaftið og ekki skyl- di gleyma gælum við pung og nára. Þegar henni hentar getur hún lyft lömunarálögun- um af karli sínum og nú ætti ckkert að geta komið í veg fýrir áframhaldandi kynlff a.m.k. þar til krakkarnir koma heim! Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi ú persona.is KYIMLIF Ragnheiður Eiríksdóttii* skrifar UÍ.Ö6V1 wjr'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.