Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 4
y 4 - LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 JJggur Sniglaveislan Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Ólaf Jóhann Ólafsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson Lýsing: Halldór Örn óskarsson Aðstoðarleikstjórn: Randver Þorláksson Leikendur: Gunnar Eyólfsson, Sigþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir. Samstarfssýning við Leikfélag íslands. Frumsýning: föstud. 02.02.kl.20. örfá sæti laus 2. sýning: laugard. 03.02.kl.20. örfá sæti laus 3. sýning: sunnud. 04.02.kl.20 Takmarkaður sýningafjöldí á Akureyri Kortasalan í fullum gangi! B Lil. Ill dtAfiil irJii.M ;;iiul7,lLI IPlDlnlliiÉfJÍðihriÉ.ilfriinTnl Sjóteii.rBa LhlKFELAG AKuRtYRAR eftir: Ljóðræn bardagamynd KVIK- MYNDIR Skríðandi tígur, dreki í leynum Leikstjóri: Ang Lee. Helstu leikarar: Yun-Fat Chow, Michelle Yeoh, Ziyi Zhang og Chen Chang. Sýningarstaður: Regnboginn. Kvikmyndin Skríðandi tígur, dreki í ieynum var sýnd á kvikmyndahátíð Reykjavík- ur síðastliðið haust og vakti þá mikla athygli, enda tvímælalaust ein af bestu myndum hátíðarinn- ar. Regnboginn hefur nú hafið al- mennar sýningar á henni og gefa þeim sem misstu af henni í haust tækifæri til þess að skoða þessa sérstöku mynd. Ang Lee hefur sýnt það að áður að hann er afbragðs kvikmynda- leikstjóri. Gamanmyndin hans, Brúðkaupsveislan, var hreint óborganleg og árekstur kínversku og bandarísku menningar- heimanna settur fram af hlýju og skilningi. Nokkru síðar gerði Ang Lee hinni ofurbresku skáldsögu Jane Austin Sense and Sensibility svo góð skil að ljóst varð að þess- um manni voru allir vegir færir í kvikmyndagerð. Það staðfestir hann ótvírætt Aðalhetja myndarinnar vippar sér á milli bambustrjánna eins og ekkert sé. með Skríðandi tígri, dreka í leyn- um, sem er hrein veisla fyrir aug- að. Þessi mynd getur varla talist lík neinu sem sést hefur í bíó. Hún minnir að sumu leyti á bardaga- myndir af ýmsu tagi, gömlu kara- temyndirnar þar sem hetjurnar berjast af nánast yfírnáttúrlegum þrótti og snerpu við skúrka, sem gæddir eru nánast yfírnáttúrlegri illsku. Söguþráðurinn er í sjálfu sér álíka einfaldur og í flestum bar- dagamyndum, en munurinn er sá að þarna er ótvíræður listamaður að verki. Persónusköpun er stór- brotin og býður upp á óteljandi túlkunarmöguleika. Auk þess er höfundur svo vinsamlegur að láta áhorfendum eftir að ákveða hvort myndin endar vel eða illa. Sagan hverfist um tvö pör, þar sem ástin kemur mjög við sögu eins og hæfir í góðum ævintýrum. Eldra parið, Li Mu Bai og Lu Zhu Lien, er þrautþjálfað í bardagalist og hefur öðlast dijúga lífsvisku. Sú viska nægir þeim þó ekki til þess að ráða við tilfínningar sínar, þan- nig að hvorugt þeirra hefur nokkru sinni þorað að játa hinu ást sfna. Yngra parið, Jen og Lo, er mun fjörugra og samskipti þeirra á köflum afburða íyndin. Sagan snýst í aðra röndina um forláta sverð, „Grænu örlögin", sem gætt er miklum töframætti. Li Mu Bai hefur ekki fyrr gefið Irá sér þetta sverð í þeirri von að geta sagt skilið við líf bardagamanns- ins, en því er stolið frá nýja eig- andaniim. Li Mu Bai neyðist því til þess að hefja leit að sverðinu. Bardagaatriðin eru engu lík, og oftast meira f ætt við dansatriði heldur en eittbvað sem kalla mætti bardaga. Það er ekki einu sinni reynt að gera þau raunsæis- lega úr garði, menn stökkva ekki aðeins hæð sína í Ioft upp og snúa sér í ótal hringi í leiðinni, heldur hlaupa menn upp húsveggi eins og ekkert sé, svífa langar leiðir í loftinu og spranga um á trjátopp- um. Til þess eru notaðar brellur, sem munu alvanalegar í austur- lenskum bardagamyndum en koma Vesturlandabúum undar- lega fyrir sjónir í fyrstu. Einnig er frekar óvenjulegt að sjá konur í að- alhlutverki í öllum bardagaatrið- unum. Bardagalist er í þessari mynd auk þess eitthvað allt annað og miklu meira en það sem venjulega er átt við með því orði. Þau fræði eru djúp og mikil og veita mönn- um ekki aðeins lífsvisku heldur bókstaflega yfirnáttúrlega krafta. Aðalpersónur myndarinnar eru á köflum vart af holdi og blóði, held- ur minna helst á þjóðsagnaverur á borð við nornir eða vampýrur. Fyrst og fremst er þessi mynd þó ægifögur og afar óvenjuleg, með tilvísanir út um allt í kvikmynda- og menningarsögunni. Og fín skemmtun að auld. krimmar eða kjánar, en að því kemst Ragna yfirleitt ekki fý'rr en of seint, enda virðist hún oft hafa verið lygilega grunlaus um eðli þeirra og urn raunverulega stöðu mála. Hún lendir í margháttuðum vandræðum og erfiðleikum, og er að eigin sögn djúpt sokkin á sál og líkama þegar henni tekst loksins að komast aftur til íslands. niður á botn.“ Segja má að hiy'ggjarstykkið í bók- inni sé lýsing á líferni Rögnu árin sem hún dvaldi í Afríku á áttunda áratugnum. En vandræðum henn- ar var engan veginn lokið þótt hún kæmist aftur heim. Hún fann sér að vísu nýjan starfsvettvang, fyrst f Danmörku og svo hér á Iandi, en var jafnglámskyggn og áður á karl- mennina sem hún valdi sem föru- nauta. I lok bókarinnar er sá þátt- ur í lífí hennar rakinn, en þá hraktist hún oft f Kvennaathvarfíð vegna ofbeldis sem hún bar beitt. Oddnýju Sen tekst ágætlega að segja frá þessu óhefðbundnu lífs- hlaupi. Eins og hún tekur skýrt fram í upphafi bókarinnar er sag- an sögð frá sjónarhóli Rögnu. Hér er því ekki Ieitast við að fá skýring- ar þeirra manna sem óneitanlega eru sýndir í afar ncikvæðu Ijósi. Um það er söguhetjan ein til frá- sagnar. Ragna dregur eftirfarandi álykt- un í bókarlokin: „Ég er sannfærð um að hefði ég ekki farið alveg nið- ur á botn hefði ég ekki lært jafn- mikið um sjálfa mig“ (bls. 237). Uni það geta aðrir ckki dæmt, en auðvitað er engin ástæða til að sökkva sér „niður á botn“ til að læra að þekkja sjálfan sig. ÚR SÓL OG ELDI ... LEIÐIN FRÁ KAMP KNOX. Ilöfundur: Oddný Sen. Útgefandi: lðunn. Ragna Bachmann að skemmta á næturklúbbi. Virðist eiginmaðurinn hafa verið helsti hvatamaður að ferðinni, en honum er Iýst hér sem rasista sem vildi fyrir hvern mun komast til Suður-Afríku, þar sem aðskilnað- arstefna kynþáttana var knúin fram af ríkisvaldi hvíta minnihlut- ans, enda gerðist hann málaliði í her þeirra. Þar með hófst nokk- urra ára dvöl Rögnu í Afríku þar sem hún vann fyrir sér með ýms- um hætti, en einkum þó f spilavít- um (Iöglegum sem ólöglegum). Eru lýsingar hennar á ýmsum því sem fyrir hana bar í á þessum árum ansi skrautlegar. Hjónabandið entist ekki lengi þarna suðurfrá, en við tóku sam- bönd við ýmsa karlmcnn næstu árin. Flestir virðast þeir hafa verið Leikfélag Húsavíkur frumsýnir Fröken Nitouche í leikstjórn Sigurðar Hallmarssonar Föstudag 19. janúar kl. 20.30 Laugardag 20. janúar kl. 17.00 Miðasala í síma 464 1129 símsvari allan sólarhringinn Margir íslending- ar hafa verið og eru haldnir mik- illi útrásarþrá - vilja fá að kynnast framandi löndum og þjóðum. Nokkrir lang- förulir ferða- menn lyTri tfma skráðu það sem bar fyrir augu og eyru og veittu löndum sínum þannig innsýn í lífshætti og um- hverfí fjarlæga þjóða, en sögðu um leið frá ýmsum mannraunum og ævintýrum sem þeir lentu í. Hin síðari ár hafa hins vegar jafnvel fjarlægustu afkimar jarðar- innar færst inn í stofu hjá almenn- ingi hér á landi fyrir milligöngu al- þjóðlegra sjónvarpsstöðva. Það er einnig langt síðan það þótti til- tökumál að fara til útlanda; nú er undantekning frekar en regla ef ls- lendingar fara ekki yfír hafíð þegar á barnsaldri. Og ferðalög um það sem áður voru afskekktari heims- álfur frá sjónarhóli norðurbúans eru hversdagslegir viðburðir. Óvenjuleg lífsreynsla Venjulega er það því ekki efni í meira en blaða- eða tímaritsgrein þótt einhver taki sig til og haldi til Afríku og lifi þar í nokkur ár, eins og Ragna Bachmann, söguhetja bókarinnar Ur sól og eldi sem Oddný Sen skráði og út kom fyrir síðustu jól. En lífsreynsla Rögnu er um margt óvenjuleg og vekur í senn áhuga og furðu Iesandans. Ragna, sem fæddist árið 1952, ólst að hluta upp í braggahverfinu Kamp Knox. Arið 1974 skildi hún við fjölskyldu si'na hér heima, þar á meðal sex ára dóttur, og fór með manni sínum til Ródesíu sem þá laut stjórn hvíta minnihlutans. BÓKA- HILLAN Elías Snæland Jónsson ritstjóri Óhefðbundið líf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.