Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 10

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 10
70 - LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 Á Arnarstapa með sonunum Finni Torfa Þor- geirssyni og Hauki Björvinssyni. Anna Mar- grét er bak við myndavéiina kirkjunnt þeirri arna. i/estfirðirnir eru eitt af þvi sem )gir þau saman, Þorgeir og Onnu Vlargréti. Hér eru þau stödd að I átrnm. Þorgeir og Anna Margrét með Skjaldbreið í baksýn Kynntust gegnum vinnuna Það er ekki bara ástin sem tengir þau saman, hjónin Önnu Margréti Guðjónsdóttur og Þorgeir Ólafsson heldur einnig atvinnan og áhugamálin. Bæði sinna þau menningu og listum, hann fýrir ríkið og hún fyrir borgina og tómstundaiðjan er á menningarlegum nótum líka. „Við kynntumst árið 1996 og giftum okkur ári síðar,“ segir Þorgeir og bætir við: „leiðir okkar lágu saman gegn um vinnuna." Þau segjast meðal annars hafa starfað saman að undirbúningi menningarborgarverkefn- isins á sínum tíma." Þorgeir er sérfræðing- ur hjá Lista-og safnadeild í menntamála- ráðuneytinu en Anna Margrét sem undan- farið hefur verið verkefnisstjóri þróunará- ætlunar miðborgarinnar er að taka við stöðu menningarfulltrúa borgarinnar. „Þó er rétt að undirstrika að þótt leiðir okkar liggi saman á opinberum vettvangi þá erum við þar sem fulltrúar þeirra stofn- ana sem við vinnum fyrir en ekki sem ein- staklingar," segir Þorgeir. Anna Margrét segir að auðvitað ræði þau hjón störf sín ef'tir að heim komi og þótt þau séu ekki endilega sammála um leiðir þá sé það styrkur fyrir þau bæði að þau skuli fást við svipuð málefni. „Það eykur þekkingu okkar og víkkar sjóndeildarhringinn að kynnast sjónarmiðum hvors annars,“ segir hún. Anna Margrét segir hluta af starfi henn- ar hjá Borgarskipulaginu hafa tengst verndunarmálum og það sé meðal þess sem Þorgeir hafi með að gera hjá ráðu- neytinu. „A ferðum okkar um Iandið þræð- um við söfn og sérkennilega staði því við höfum söniu áhugamál - íslenska náttúru, menningararf og listir," segir hún. „Já og þegar við ferðbúumst erurn við yfirleitt með fullan kassa af bókum og lesum okkur til um þá staði sem við heimsækjum hverju sinni,“ bætír Þorgeir við. Perlurnar á sundunum I verklýsingu Önnu Margrétar sem menn- ingarfulltrúa kemur fram að hún verði að- stoðarmaður og staðgengill menningar- málastjóra, Signýjar Pálsdóttur og meðal verkefna verði menningartengd ferðaþjón-. usta í evjunum á sundunum. Hvernig líst henni á? „Vel, megináherslan verður á að koma upp einhverri starfsemi eða viðburð- um sem hvetur fólk til að heimsækja þess- ar perlur okkar. Þar eru ýmiss konar menningar- og fornminjar enda eru eyjarn- ar allar friðaðar og á náttúruminjaskrá. Þetta verður því svolítið vandasamt. Auk þess vill svo skemmtilega til að langa- langafi minn var fæddur í Þerney. Faðir hans var bóndi þar og vefari. Það gerir verkefnið enn áhugaverðara fyrir mig“ Vestfiröirnir tengja þau Anna Margrét var ferðamálafulltrúi borg- arinnar í nokkur ár og þá kveðst hún hafa lagt mikla áherslu á að kynna menningarlíf borgarinnar og efla menningartengda ferðaþjónustu. Þorgeir segir þar nánast hafa verið um nýmæli að ræða. „Fram á síðasta áratug var nánast aldrei minnst á menningarmál í sambandi við ferðaþjón- ustu og lengi vel sást varla bregða fyrir fólki á kynningarefni frá íslandi, þar var bara landslag, kindur og hross. A síðustu árum eru menn allt í einu farnir að sjá þessa tengingu milli ferðamennsku og menningarmála og nú er blússandi upp- bygging um allt land og menn farnir að líta á menningarmál sem atvinnumál“. Anna Margrét tekur undir það og segir mannlíf og menningarlíf á íslandi svo fjölbreytt að ferðamenn komi hingað í æ ríkari mæli einkum til að kynnast því. „Menningarlífið á landsbyggðinni er ekki síður áhugavert en í borginni," segir hún og kveðst hafa kynnst því vel á Vestfjörðum þar sem hún var ferðamálafulltrúi í nokkur ár. „Það var ofsalega gaman fyrir vestan. Mikil saga og menning í hverjum fírði." Anna Margrét segir Vestfirðina eitt af því sem tengi þau Þorgeir því hann sé ættaður þaðan og hún þekki þar vel til. „Og saman höfum við með ýmsum hætti lagt okkar að mörkum til að efla menningarlífið þar. Láta gott af sér leiða Fleiri verkefni á sviði menningarmála dunda þau hjón sér við í frístundum. Síðast liðið haust komu hingað dönsku lista- mannahjónin Jörgen Nash og Lis Zwick fyrir þeirra milligöngu og sýndu í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. „Við vorum í sumarfríi í Danmörku fyrir tveimur árum og fórum þá að rótast í þessu og nú erum við að vinna að því að fá dóttur þeirra, Ceciliu, þekkta leik- og söngkonu til að koma í vor og halda tónleika í Norræna húsinu. Hugs- unin hjá okkur er sú að láta gott af okkur leiða og að fleiri fái að njóta þess sem við höfum kvnnst," segir Anna Margrét. Þorgeir tekur undir það og segir þessi gæluverkefni líka tengjast áhuga hans á norrænu sam- starfi sem hann telji afar þýðingarmikið fyr- ir íslendinga. „Þar á ég einkum við rann- sóknar-, menningar- og skólasámstarf,“ seg- ir hann og kveðst hafa fengið sérstakan áhuga á norrænni nienningu eítir að hafa búið í Svíþjóð um árabil. Heimkominn hóf Þorgeir störf seni dagskrárgerðarmaður á ríkisútvarpinu, þaðan lá leiðin á Listasafn Islands sem deildarstjóri og síðar í mennta- málaráðuneytið. Anna Margrét ólst upp í Garðahreppi en segir móðurfólkið hafa verið Reykvík- inga í marga ættliði og búið í miðborginni og langafi hennar hafi setið í bæjarstjórn Reykjavíkur. Hún tengist þvi miðborginni sterkt. „En ég bý líka að því að hafa búið og unnið úti á landi. Það nýtist mér vel og í mínu nýja starfi sem menningarfulltrúi borgarinnar hlakka ég til að eiga samstarf við menningarfulltrúa á landsbyggðinni," segir hún. Fimm börn og köttur Talið berst að börnum þeirra hjóna sem eru fimm talsins, frá fvrri hjónaböndum. Þorgeir á tvær dætur, 28 og 19 ára og 1 1 ára son. „Eldri dóttir mín er búin að gera mig að afa, hún á þriggja ára dóttur'' segir hann brosandi. Anna Margrét á 17 ára dóttur og 11 ára son. „Svo eigum við kött- inn Kleópötru. Hún er okkar allra," segir Anna Margrét hlæjandi. — GUN „Það eykur þekkingu okkar og víkkar sjóndeiidarhringinn að kynnast sjónarmiðum hivors annars, “ segja þau Þorgeir og Anna Margrét. - mynd: hari

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.