Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 5

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 5
Bandaríski vísinda- sagnfræðingurinn Mike Fortun er að skrifa bók þar sem hann ber sam- an það sem er að ger- ast í viðskiptum með erfðavísindi á íslandi og í Bandaríkjunum. Bandaríski vísindasagnfræðing- urinn Mike Fortun er einn þeirra fjölmörgu sem fjárfest hafa í Islenskri erfðagreiningu. Hann hefur þó ekki keypt hlutabréf í fyrirtækinu, heldur varið ómældum tíma í rann- sóknir á hinni stuttu en merki- legu sögu þess og samanburð við bandarísk fyrirtæki á sama starfsvettvangi. Nú í vikunni var hann stadd- ur hér á landi í tilefni þess að mikið magn hlutabréfa í deCODE kom á markað þann 15. janúar síðastliðinn eftir að iæsingartímabili lauk, en það hófst samkvæmt bandarískum lögum um leið og fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Vegna áhuga síns á fyrirtækinu og í Ijósi allr- ar þeirrar vinnu sem hann hef- ur lagt í að skoða starfsemi þess, fannst honum ekki annað hægt en að vera staddur hér á landi þegar þessi áfangi í sögu þess ætti sér stað. Hann vildi þó engu spá um það hvaða áhrif þessi nýju hlutabréf á markaðnum myndu hafa á fjárhag og horfur Is- lenskrar erfðagreiningar. Þar gæti allt gerst. Þó sagði hann algengt á bandarískum markaði að verð hlutabréfa lækkaði nokkuð snöggt eftir að læsing- artímabilinu lýkur, og sum fyr- irtæki ættu erfitt með að stand- ast þá eldraun. Sum næðu sér aldrei á strik á ný. Farið að sngast æ meir um ísland Fortun dvaldi aðeins í fáa daga hér á landi að þessu sinni, en flutti meðal annars ræðu á málþingi sem samtökin Mann- vernd efndu til í Norræna hús- inu á mánudagskvöldið. Þar skýrði hann frá meginatriðum nýrra reglna sem settar hafa verið í Bandaríkjunum um meðferð heilsufarsupplýsinga. Þessar reglur urðu tilefni til harðra orðaskipta milli Jónasar Kristjánssonar ritstjóra DV og Páls Magnússonar kynningar- fulltrúa Islenskrar erfðagrein- ingar, eða „blaðurfulltrúans" eins ogjónas uppnefndi hann í strákskap sínum. - Þú hefur fylgst vel með ís- lenskri erfðagreiningu og varið miklum tíma í rannsóknir á sögu þess. i „Já, og nú á þessu ári er ég f rannsóknarleyfi til þess að skrifa um genamengisfræði al- mcnnt, bæði í Bandaríkjunum og á Islandi, og nota þá Island til samanburðar við það sem er að gerast í Bandaríkjunum. Og Mike Fortun á íslandi: „Ég hef oft veriö spurður að því á ýmsum ráðstefnum hvort deCODE sé aðeins blekkingarvefur eða hvort það sé ósvikið." þetta er farið að snúast æ meir um Island hjá mér. Þannig að þessa dagana er ég í fullu starfi við að lesa og skrifa um Is- land," segir Mike Fortun í við- tali við blaðamann Dags. Fögur fyrirheit - Og hvað á þá að koma út úr þessu? Bók? „Já, ég er að skrifa bók sem á að heita Promising Genomics," segir hann. „Eg veit ekki hvern- ig ætti að þýða það á íslensku, því hætt er við að tvíræðni merkingarinnar fari forgörðum. En það er einmitt þessi tvö- falda merking sem ég er að reyna að fást við. I aðra rönd- ina er erfðamengisfræðin sam- bland af nýrri tækniþekkingu, nýjum vísindum og nýrri þróun sem mikils má vænta af, og ég • vil ekki missa sjónar á því. En á hinn bóginn þegar fólk fer að gefa fögur fyrirheit sem svo eru seld við háu verði en reynast svo verðlaus með öllu, þá er það ekki gott. Spurningin er hvernig hægt sé að sameina þetta tvennt, Ioforðin annars vegar og áreiðanleika hins veg- ar. Oll starfsemi í erfðamengis- fræðum, allt frá vísindaþættin- um til efnahags- og viðskipta- hliðarinnar á þeim, byggist að miklu leyti á loforðum, því þetta er ekki orðið að raun- veruleika ennþá. Vandinn er því fólginn í því hvernig bæði vísindamenn og fjárfestar hugsa um framtíðina. Hvernig unnt er að fjárfesta skynsam- lega þegar maður veit ekki hvað kemur út úr þessu." Smæðin eykur áhættuna - Sérðu mun á því hvernig að þessu er staðið í Bandaríkjun- um og á Islandi. Eru loforðin stærri hér? „Nei, við erum með fullt af fólki sem er að gefa ótrúlega stór Ioforð úti í Bandaríkjun- um. Það er ekkert einsdæmi. I Bandaríkjunum er líka mikið af fólki, allt frá fjárfestum til venjulegra borgara, sem er mjög auðtrúa og ógagnrýnir. Fólk hugsar ekki vandlega um þessi mál vegna þess að það veit ekkert endilega hvernig hægt er að hugsa um þau. Eitt af því sem ég er að reyna að gera í bókinni er að auðvelda fólki að hugsa um þessi mál með gagnrýnum hætti. Ekki neikvætt, heldur á gagnrýninn hátt. Hvernig hægt er að vega og meta allar þessar fullyrðing- ar sem hlaðnar eru gífurlegri óvissu og eru þegar verst lætur einungis innantómir auglýs- ingafrasar. Hluti vandans er fólginn í að greina á milli inn- antómra orða og raunverulegs inntaks," segir Mike Fortun. - Þessi nánu tengsl við við- skiptalífið gerir fólki þarna enn erfiðara fyrir. „Já, og að sumu leyti er stærðin í Bandaríkjunum ákveðin vernd fyrir okkur, þótt undarlegt ntegi virðast. Ef eitt- hvað gengur ekki upp þar, þá hefur það ekki jafn víðtæk áhrif á efnahagslífið í heild og hér á landi. Þannig að á smærri stöðum er enn brýnni ástæða fyrir fólk að fara varlega og Iíta hlutina gagnrýnum augum, bara vegna þess hve mistök hafa umfangsmikil og snögg áhrif," segir hann. Nýju realurnar eru góo fyrirmynd - Þú ræddir á málþinginu um þessar nýju reglur í Bandaríkj- unum. Hvaða áhrif gætu þær haft hér á landi? „Eg vona að fólk noti þær fyrst og fremst- sem góða fyrir- mynd að því hvernig hægt sé að hugsa um meðferð heilsufars- upplýsingar, sem verða notaðar æ meir á fjölmörgum sviðum, bæði á sjúkrahúsum og lækna- stofum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum. Þetta er ekki spurning um að flytja einfald- lega inn þetta líkan, heldur nota það sem fyrirmynd og að- laga það að aðstæðum á hverj- um stað." - Heldurðu að þessar reglur geti haft einhver áhrif á starf- semi íslenskrar erfðagreiningar vegna þess að deCODE er skráð fyrirtæki í Bandaríkjunum? „Það er ekki gott að segja, en þetta er mjög mikilvæg spurn- ing. Sú staðreynd að þetta fyr- irtæki er skráð í Bandaríkjun- um, að viðskipti með hlutbréf í því fara fram á bandarískum verðbréfamarkaði og að fyrir- tækið á sér samstarfsaðila í Bandaríkjunum þá getur það haft áhrif á það hvað deCODE hefur heimild til þess að gera. Ég hef ekki farið ofan í saumana á því ennþá, en það þarf að gera." Tóm blekking? - N« hefpr þú skoðað málefni íslenskrar erfðagreiningar hýsna vandlega. Myndirðu taka st'o djúpt í árinni að segja hinfögru fyrirheit þar á hæ vera tóma blekkingu? „Ég hef oft verið spurður að því á ýmsum ráðstefnum hvort deCODE sé aðeins blekkingar- vefur eða hvort það sé ósvikið. Svar mitt er að ekki sé hægt að útiloka möguleikann á því að um blekkingu sé að ræða. Þetta er það sem er erfitt en um Ieið undarlegt við það sem ég kalla Promising Genomics. Að mörgu Ieyti er nefnilega ekki hægt að kveða upp úr um það með fullri vissu hvort gena- mengisfyrirtæki stendur fyrir sínu í raun eða er bara blekk- ingarleikur. Þetta gildir um öll fyrirtæki á þessu sviði, hvort sem það heitir deCODE eða Millenium eða hvað sem er. En þetta krefst þess að menn skoði og greini hlutina eins vandlega og nákvæmlega og nokkur kostur er, kanna öll smæstu atriðin og hvernig þau geta hugsanlega tengst saman og hvaða þýðingu þau geta hugsanlega haft. Ekki vegna þess að á endanum sé hægt að fá svar við spurningunni hvort fyrirtækið sé ósvikið eða tóm blekking, heldur vegna þess að með því að grandskoða þessi atriði þá fær maður að minnsta kosti betri tilfinningu fyrir því hver áhættan er. En þarna verður alltaf ákveðin óvissa til staðar. Hvað varðar deCODE, þá hef ég einmitt lagt stund á slík- ar rannsóknir undanfarið ár. Ég hef ekki enn séð raunveru- Iegar vísindalegar niðurstöður frá fyrirtækinu sem væru al- mennt staðfestar af samfélagi sameindaerfðafræðinnar. Ég hef ekki enn séð að fyrirtækið skili raunverulegum afurðum. En aftur á móti hef ég séð hvernig þeir keyrðu lögin um miðlaegan gagnagrunn á heil- brigðissviði, hvernig tengsl þeir hafa átt við stjórnmálamenn, þau völd sem þeir hafa beitt hér á Islandi til þess að ná sínu fram. Þannig að ef ég ætti milljón dollara núna, þá væri það síðasta sem ég gerði við þá að fjárfesta í Islenskri erfða- greiningu. Aðrir hafa greinilega tekið annan pól í hæðina," seg- ir Mike Fortun. -GB 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.