Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 9

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 9
Dagur LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 -9 X; B|> / . „Þaö er sárt að hjón þurfi að skilja tii að fá það sem þeim ber, “ segir Hjördís Davíðsdóttir. mynd: eól Málið snýst um mannréttindi ,/EtIi Geir H. Haarde þætti það ekki hart ef tekj- ur hans væru skertar vegna tekna Ingu Jónu konunnar hans?“ segir Hjördís Davíðsdóttir og vísar þar til tekjutengingar öryrkja í sambúð sem hún telur hreint og klárt mannréttindabrot. Hún bendir á að þótt ríkisstjórnin tali um aö tekju- tengingin skipti bara iirfáa einstaklinga ntáli þá geti hver sem er lent í því að verða öryrki og því snerti réttindi þeirra alla landsmcnn. „Málið varðar lika miJflu- sta-rri hóp nú en stjórnin vill vera láta. Öryrkjar eru.svo fáir skráðir í sambúð vegna tekjutcngingarinnar að fólk neyðist til að skilja eða búa í leyndri sambúð, hennar vegna,“ segir hún. Hvorki staðið, legið, setið eða sofið Hjördís er 55 ára og hefur verið metin meira en 75% öryrki síðan 1991, vegna vefjagigtar, slit- gigtar og síþreytu. Fyrir einu ári bættist sykur- sýki við. „Eg fæ mjög slæm verkjaköst. Þegar ég er sem veikust þá get ég eiginlega hvorki staðið, legið, setið eða sofið," segir hún. Hún er gift leigubílstjóra en segir laun hans ekki það há nú orðið að hennar tekjutrygging skerðist þeirra vegna. „Hann hefur minnkað aksturinn í seinni tíð, enda farinn að eldast," segir hún. Þau hjón húa á annarri og þriðju hæð í verkamannabú- stöðum og stiginn upp að útidyrum er talsvert hár, einnig stiginn milli hæða í íbúðinni. Hjördfs er því spurð hvort húsnæðið sé ekki óhentugt fyrir hana. „Jú, ég hef veriö eins og fangi hér stundum cn kerfið hefur ekki lcyft að við seldum fyrr en nú." EignaÓist heyrnarlaust barn Hjördís segist hafa unnið erfiðisvinnu allt frá’ unglingsárum, fyrst í Mjólkursámsölunni, síðar á barnaheimili, í fiski, Ósta og smjörsölunni og síðast við álestur hjá Hitaveitunni. „Eg hætti þegar ég komst ekki orðið upp og niður tröppur," segir hún. Hún gifti sig þegar hú'n var 18 ára og er þriggja dætra móðir. Sú fyrsta fæddist 1964, heyrnarlaus vegna rauðra hunda sem móðirin fékk á meðgöngunni. Hjördís kveðst oft hafa þurft að standa í harðri báráttu fyrir réttindum hennar. Svo bættust hinar dæturnar við ‘66 og ‘67. Eiginmaðurinn var sjómaður framan af og Hjördís því oft ein með börnin. Hún segist hafa farið illa með sig á lopapeysuprjóni á þeim árurn. Nú eru dæturnar flognar úr hreiðrinu og staðan þannig að Hjördís.getur eldað matinn ofan í þau hjón en ekki þrifið híbýlin. Til þess fær hún hjálp. Hún kveðst að lokum vona að ríkisstjórnin sjái að sér, rétti hlut öryrkja í Iandinu og verði þar með trú þcirri fjölskyldustefnu sem boðuð hafi verið í kosningabaráttunni. „Það er sárt að hjón þurfi að skilja til að fá það sem þeim ber. Þctta snýst ekki bara um peninga, heldur mannrétt- indi.“ Ahyggjur af böm- unum Magnús Bjarnarson er fimm- tugur Reykvíkingur, kvæntur og fjögurra harna faðir. Hann lenti í alvarlegu bílslysi fyrir 6 árum og er síðan metinn með 80% varanlega örorku. „Eg fór það illa að ég var um það bil ár að ná því helsta, eins og mál- inu,“ segir hann og röddin er hæg og svolítið drafandi. Fyrir slysið kveðst hann hafa rekið lcigubíl og lítið fyrirtæki sem flutti út hesta. Konan hans starfar í banka og er í 75% vinnu. „Skerðingin á mínum bótum var meiri eftir því sem hún vann meira og því ákvað hún að minnka við sig vinnu. Ég átti líka erfitt með að vera einn heima eftir slysið því ég fékk stundum aðsvif," segir Magnús. Þrjú af hörnum hjónanna eru heima og Magnús kveðst hafa áhyggjur af börnum öryrkja al- mennt. „Þeim sem lenda í því að vera öryrkjar gengur oft illa að sinna sínum uppcldisskyldum. Leikskólapláss kostar 23.000 á mánuði en barnabæturnar eru 13.300. Það er réttindamál barns að fá að vera á leikskóla. Þetta er orðið öðru vísi en var fyrir 30-40 árum þegar allar götur voru fullar af börnum og Hafa hugleitt að skilja Magnús og kona hans hafa ver- ið gift í rúm 20 ár og hann seg- ir þau hafa hugleitt að skilja til að ná í þær krónur sem við það vinnist. „1 hjónabandi missir maður þær 73.500 kr. sem ein- stæðir öryrkjar hafa ef þeir fá allar bætur, niður í 51.000 og jafnvel 43.000, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hjónabandið er kallað horn- steinn samfélagsins á hátíðleg- um stundum og því skýtur það skökku við að stjórnvöld skuli refsa fólki fyrir að vera í því.“ segir hann. Hann bætir við að skerðingarnar kalli líka á svindl því mun fleira fólk sé í sarnhúð en gefið sé upp á pappírum. „og allt svindl er þjóðfélagsbiil því það Iækkar siðgæðisþrösk- uld fólks. Þetta þyrftu ráða- menn að hafa í huga,“ segir hann. Trygaing merkir oryggi Magnúsi finnst undarlegt að í allri þeirri umræðu sent frarn hafi farið um málefni öryrkja skuli ekki upplýst hver fram- færslukostnaður einstaklings „Þótt Iffið sé aumt hjá okkur öryrkjum þá er það enn aumara hjá börnunum okkar því þau geta ekki fylgt sínum jafnöldrum eftir," segir Magnús Bjarnarson. mynd: hari mæðurnar voru heima. Þótt líf- ið sé aumt hjá okkur öryrkjum þá er það enn auntara hjá börnunum okkar því þau geta ekki fylgt sínum jafnöldrum eftir. Þau eiga ekki kost á tón- listarnámi, íþróttaæfingum eða öðru tómstundastarfi sem kost- ar peninga vegna þess að pen- ingar eru ekki til. Þau geta jafnvel ekki lagt fyrir sig lang- skólanám vegna fátæktar, eins og þó er nauðsynlegt í dag, eigi fólk að komast áfram í lífinu." sé. Sjálfur kveðst hann telja hann nálægt hundrað þúsund krónuni. „Tekjutryggingin er langt frá því marki," segir hann og kveðst hafa flett orðinu trygging upp í orðabók. Þýðing- in sé „öryggi“, eða „sem gerir eitthvað öruggt" og hann varp- ar fram spurningu í lokin: „Halda menn virkilega að 43.000 krónur geri lífið öruggt GUN. GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.