Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 7
 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 -7 markslífeyrir samkvæmt lögum eigi að vera lágmarkslífeyrir, það er lágmark sé hámark sam- kvæmt dómi Hæstaréttar. Þetta skil ég ekki. Alþingi má ekki afsala til dómstóla því hlutverki sem það hefur til að jafna kjör borgar- anna. Eg tel það vera megin- hlutverk mitt sem stjórnmála- manns að vinna að því að jafna kjör fólksins í landinu og þegar stjórnmálamenn hafa ekki lengur það vald að mestu óskert þá hef ég lítið að gera í pólitík." - Nií liefur þú sagt að það hafi eliki verið ágreiningur í ríkis- stjórninni um öryrkjamálið en sögur segja að Ingibjörg Páhna- dóttir hafi hótað afsögn yrði ör- yrkjum ekki greicldar bætur sjö ár aftur í tímann. „Það er rangt. Okkur ber að greiða aftur í tímann á grund- velli íslenskrar löggjafar en að mínu mati höfum við ekki heimild til að gera meira. Lög- fræðingar komust að þeirri nið- urstöðu að fara bæri að lögum um fyrningar sem kveða á um fjögur ár og það hefur líka ver- ið stutt nýlegum dómi í Hæsta- rétti í skattamálum. Aðrir hafa sagt að hér ættu við skaðabóta- lög. Lögfræðingar hafa sagt mér að skaðabótalög ættu fyrst og fremst við ef um væri að ræða saknæmt eða ólögmætt athæfi. Ég get engan veginn séð hvernig það á við. Voru menn á alþingi 1993 vísvitandi að reyna að brjóta á öryrkjum? Ég held að engum manni hafi dottið það í hug. Ef menn telja að réttlætis- kennd eigi að knýja menn til að greiða sjö ár aftur í tímann, af hverju ekki þá tíu ár eða fimmtán ár? Skerðing vegna tekna maka hefur verið við lýði síðan tekjutengingu var komið á skömmu eftir 1970. Við verð- um að hafa það í huga að við erum að leiðrétta aftur í tím- ann cingöngu vegna þeirra sem hæstar hafa tekjurnar. Það má spyrja, hvers végna ættum við að leiðrétta lengra aftur f tím- ann en lög mæla fvrirþegar við vitum það að þeir sem minnst mega sín fá ekki cina einustu krónu." Leiðigjarnt erfiðleikatal - Heldurðu að Evrópuumræðan verði þér og flokknum erfið? „Menn eru alltaf að spyrja hvort þetta og hitt sé manni ekki erfitt. Ég skil ekki allar þessar spurningar um erfið- leika. Lífið hefur tilgang og til- gangur lífsins er að takast á við viðfangsefni sem hvarvetna blasa við hvort sem þau vaxa manni í augum eða ekki. Við í Framsóknarflokknum hræð- umst ekki að takast á við stór verkefni og höfum tekist á við hvert stórverkefnið af öðru. Það er okkar hlutverk sem stjórnmálamenn. I stjórnmál- um er maður að skapa grund- völl fyrir framtíðina. Það er skemmtilegt og mér finnst þetta erfiðleikatal sem alltaf er uppi í þjóðfélaginu vera afskap- Iega leiðigjarnt svo ekki sé nú meira sagt. Við lslendingar höfum það gott, við eigum mikla möguleika í framtíðinni og ég held að við ættum að tala minna um erfiðleika því þá hefðum við meiri möguleika á að hjálpa þeim sem virkilega eiga við erfiðleika aðstríða." - Þtí ert að berjast fyrir fram- tíð þítis flokks og segir að menn eigi ekki að láta erfiðleika vaxa sér t augum, en hvarflar aldrei að þér að þér kunni að mis- takast? eins og það hafi ekki orðið neinar tækniframfarir á undan- förnum árum og það sé aðeins gamli sveitasíminn sem hægt sé að hafa samskipti við fólk í gegnum. í nútímaþjóðfélagi getur fólk talað saman milli landa, jafnvel myndrænt. Það er alltaf hægt að ná í mig.“ Ágætt samstarf við Davíð - llvað viltu segja við þá stuðn- ingsmenn Framsóknarflokksins sem hafa farið yfir til vinstri grænna? „Ég vil segja við þá að menn eiga aldrei að láta glepjast af því að vera á móti öllu sem ver- ið er að gera. Framsóknarflokk- urinn mátti þola það hér áður fyrr að missa marga stuðnings- menn sína yfir til Alþýðubanda- lagsins vegna andstöðunnar við Atlantshafsbandalagið. Þrátt fyrir það breytti Framsóknar- flokkurinn ekki um stefnu. Nú fara menn yfir til vinstri grænna vegna ákveðinnar óá- nægju með uppbyggingu í orku- og iðnaðarmálum og ákveðinnar þróunar í alþjóða- málum sem enginn fær stöðv- að. Mér finnst vinstri grænir tala aftan úr fortíðinni. Ég segi fyrir mig að ég sakna margs úr fortíðinni en það er ekki á mínu valdi að kalla það til h'fs- ins, heldur er það á mínu valdi að takast á við breytta tíma og nýjar aðstæður. Ég held að vinstri grænir séu bóla sem mun hjaðna, með sama hætti og varð hjá Alþýðubandalaginu. Um leið og viðkomandi flokkar standa frammi fyrir ábyrgð og þurfa að takast á við viðfangs- efnin þá fer úr þeim vindurinn. Ég tel að Framsóknarflokkur- inn eigi sér afskaplega djúpar rætur í íslensku þjóðfélagi og það má vel vera að vinstri grænir geti eitthvað kroppað í þær en ekki til langframa. - Hvernig er samstarf ykkar Davíðs Oddssonar? „Það er búið að gera margar atrennnur að mér síðustu daga til að fá mig til áð segja að þetta • stjórnarsamstarf sé tóm vandræði. Samstarf okkar Davíðs er ágætt. Við erum ekki alltaf sammála um alla hluti en við leysum þau mál ávallt okkar í milli. Það er okkar hlutverk. Ef við gerðum það ekki væri hér órói og óstöðugleiki í stjórnmálum sem myndi hafa áhrif í þjóðfélaginu, þar á með- al á efnahagslegan stöðugleika scm kæmi til með að rýra trú okkar á íslensku krónunni. Slíkt hátterni væri einungis til að skaða tslenska hagsmuni. Við Davíð gerum okkur mjög vel grein fyrir þessu og leysum þau mál sem upp koma.“ - Þér finnst ekki að Davtð sé að valta yfir þig og Framsóknar- flokkinn? „Þetta er fyrst og fremst tal fólksins sem stendur á bruna- rústum gömlu flokkanna sinna og hefur óskaplega mikinn áhug á því að aðrir flokkar Ieggist niður. Ég hélt að þetta fólk hefði fengið alveg nóg af því að kveikja í sínum eigin flokkum og brenna þá til grunna en það er eins og löng- unin sé svo mikil að kveikja í Framsóknarflokknum að það ráði ekki við sig. Við höfum oft mátt þola mót- læti í gegnum tíðina en flokk- urinn hefur verið lengur í ríkis- sjórn á lýðveldistímanum en nokkur annar Ookkur. Fram- sóknarflokkurinn hefur byggt á traustum grunni og hefur sterk bein. Hann er ágætlega lifandi og við framsóknarmenn höfum trú á framtíðinni." „Það hvarflar að mér að mér kunni að mistakast. Það vinn- ast ekki allar orrustur í stjórn- málum en það er ekki þar með sagt að það eigi að breyta um stefnu eða hörfa vegna þess að eitthvað mistekst í fyrstu at- rennu. Aðalatriðið er að hafa sannfæringu fyrir því sem verið er að gera. Ef ntenn geta ekki nýtt sér sannfæringu sína og kraft þá verður að kalla til nýtt fólk með aðra hugsun." - Ntí líður að varaformanns- kjöri, ætlar þií að taka opinber- lega afstöðu með einhverjum frambjóðanda? „Ég hef ekki hugsað mér það, en ég tel afskaplega mikilvægt að vel takist til um valið, en það á ekki að vera í rnínu valdi heldur flokksþings framsóknar- manna. Ég hef að sjálfsögðu mína rödd og mitt atkvæði í því kjöri en það hljóta að vera tak- mörk fyrir því hvað formaður á að skipta sér mikið af. Það verður hins vegar ekki komist hjá því að ég taki þátt í um- ræðu um það við mína félaga. - Þú átt þér sennilega óskak- andídat þótt þú viljir ekki gefa það upp. „Eg vil ekkert gefa upp.“ „Mér finnst stundum að myndin af stöðu Framsóknarflokksins sé dregin miklu dekkri dráttum en ástæða er til, og þá sérstaklega af andstæðingum okkar sem standa á bruna- rústum sinna fyrri flokka, Alþýðubanda- lagsins og Alþýðu- flokksins. Þetta fólk talar hátt um að Fram- sóknarflokkurinn sé jafnvel að þurrkast út. Mér finnst þetta fólk ekki hafa efni á slíku tali. Ég kvíði ekki fram- tíðinni“ - Nii gekk mjög lengi sú saga að um miti kjörtimabil hyrfi Davíð Oddsson úr pólitik og þií tækir sæti forsætisráðherra. Er eitthvað til í þessu? „Um þetta hefur ekkert verið rætt. Það stendur hins vegar í stjórnarsáttmálanum að stefnt sé að því að endurskoða verka- skiptingu innan ríkisstjórnar- innar á kjörtímabilinu. Það er eðlilegt að menn spyrji hvað átt sé við þar. Það hefur ekki end- anlega verið gengið l’rá því og ekkert um það samið en um það munum við ræða á næst- unni." - Nú eru margir flokksmenn ósáttir við að hafa þig svo tnikið utanlands þótt þeir séu sáttir við störf þín sem utanrikisráð- herra. „Það eru alltaf einhverjir frasar að dúkka upp i pólitískri umræðu. Einn frasinn er að þetta sé allt svo óskaplega erfitt. Annar frasinn er sá að ég sé alltaf í útlöndum. I síðustu viku var ég á fundum á átta stöðum á landinu. Ekki var ég í útlöndum þá. Ég er mikið hérna heima og er í stöðugu sambandi við flokksmenn og aðra. Menn tala tala stundum Halldóri skoðar hér jólakort sem hanrt fékk sent frá Indlandi og undirritað er af 1500 indverskum börnum í barnaþorpi sem hefur verið byggt með fjárstuðningi íslendinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.