Dagur - 03.02.2001, Síða 19

Dagur - 03.02.2001, Síða 19
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 - 19 ry^tr Þorgeir Þorgeirson. Vildi höfundarréttargreiðslur frá RÚV vegna árlegra sýninga á myndinni „Meðferð gúmmíbjörgunarbáta". Þorgeir og gúmbátarnir Arið 198T ákvað Þorgeir Þorgeirson að höfða mál gegn Ríkisútvarpinu vegna árlegra sýn- inga sjónvarpsins á myndinni „Meðferð gúmmíbjörgunar- báta“, en Sjónvarp- ið sýndi myndina að beiðni Skipaskoðunar ríkisins, sem pantað hafði framleiðslu hennar af Þorgeiri og Geysismyndum. Vildi Þorgeir fá greiðslu fyrir höfundarréttinn. Forsaga málsins er sú, að árið 1964 kom þáverandi skipaskoðunarstjóri, Hjálmar R. Bárðarson, til kvikmyndafélagsins Geysis, um gerð myndar um mcðferð gúmmíbjörg- unarbáta. Var það samþykkt og sömuleiðis kostnaðaráætlun Þorgeirs og samningur í kjölfarið. Þorgeir vann myndina og var enda ætíð skráður höfundur hennar. Samningurinn fannst reyndar ekki þegar á reyndi, en ómótmælt var að Skipaskoðun (síðar Siglingamálastofnun) yrði eigandi að negatívu myndarinnar og fengi þann rétt yfir verkinu sem ekki væri viðskiptalegur, þ.e. rétt til að sýna myndina án gjaldtöku í kvikmyndahúsum, skólum, á fundum, námskeiðum og þvíumlíku. Rétt er að minna á, að á þessuin tíma var ckkert íslenskt sjónvarp komið til skjal- anna. En svo kom sjónvarp og frá 1966 var myndin sýnd árlega af RLJV. A næstu árum krafði Þorgeir forsvarsmenn RUV ítrekað um greiðslur, en þeim kröfum var jafnan hafnað munnlega, en formlega árið 1979. Þorgeir brá öll þcssi ár ekki til lögfræði- legra úrræða þar eð hann hélt í þá von að „málið yrði leyst nteð samkomulagi, og hins vegar vegna þess, að hann hafi talið, að opinberar deilur fyrir dómstólum gætu kastað rýrð á myndina, sem ætlað sé að bjarga mannslífum, og gæti slíkt hafa orðið einhverjum að fjörtjóni." Vænti greiðslna af sjálfsdáðum „Meðferð gúmmfbjörgunarbáta“ var alls 12 sinnum sýnd í sjónvarpinu á tímabilinu 1967 til 1979. Þorgeir lagði fram stefnu lyrir bæjarþing Reykjavíkur í árslok 1981 og byggði mál sitt á því að hann hafi aldrei afsalað sér höfundarrétti á verki sínu að því er varðaði sýningar í sjónvarpi. Breytti engu þar um samningur milli RUV og Skipaskoðunar. Þá mótmælti Þorgeir þeim mótbárum að kröfur hans væru fyrndar sökum tómlætis, enda hefði hann haft uppi kröfur á hendur RUV frá fyrstu tíð, þegar ljóst mátti vera „að greiðslur kæmu ekki af sjálfsdáðum til hans eftir sýningar myndarinnar". Þorgeir lagði fram kröfu upp á 145 þús- und krónur á þávirði, sem á núvirði sam- svarar um tveimur milljónum króna. Byggði krafan á „lágmarksmínútugjaldi“ samnings RUV við Félag kvikmyndagerðar- manna. Myndin sé 11 mínútur og 40 sek- úndur að lengd og óleyfílegar sýningar alls 12, en RUV aðeins krafíð um hálft gjald. Endurgialdslaus sýning Træðsluefnis RUV bar að sýningar myndarinnar hafí verið að beiðni Skipaskoðunar, án endur- gjalds. Hafi siglingamálastjóri hvað eftir annað lýst því yfír að stofriun hans væri eigandi kvikmyndarinnar og hefði óskorað- an rétt til að sýna myndina opinberlega, þ.m.t. í sjónvarpi. Siglingamálastjóri hafí sjálfur samið kvikmyndahandritið og tal- texta með henni. Hlutverk Þorgeirs hafi eingöngu verið kvikmyndataka og klipping, en kvikmyndastjórn í hönd beggja, Þorgeirs og siglingamálastjóra. Þá væri óljóst hver hlutur Þorgeirs væri og hver hlutur Geysis- mynda - greiðslur hafi runnið til fyrirtækis- ins, sem Þorgeir var starfsmaður hjá. Og með því að sýning myndarinnar í sjónvarpi var endurgjaldslaus væri ekki hægt að tala um sýningu viðskiptalegs eðlis. Sjónvarpið hafi miklu fremur verið að uppfylla laga- skilyrði um að veita fræðslu. RÚV benti á að 11 ár hafi liðið frá því mvndin var fyrst sýnd í sjónvarpi þar til greiðslu var krafist af Þorgeiri. Nær væri frMr hann að snúa sér til upphaflegs við- semjanda. Þá benti RÚV á að þegar samn- ingur Skipaskoðunar og Geysismynda/Þor- geir var gerður hafi sjónvarp ekki verið haf- ið, en ómögulegt að túlka samninginn öðruvasi að hann næði til endurgjaldslausr- ar sýningar í sjónvarpi. Forsetinn sýknaði RÚV I bæjarþingi dæmdi Garðar Gíslason, nú- verandi forseti Hæstaréttar. Hann taldi ljóst að Þorgeir befði annast öll unnin störf að kvikmyndinni og þar sem Geysismvndir hefðu ekki áskilið sér höfundarrétt \Tði að telja Þorgeir réttan aðila að málinu. Einnig yrði að telja rétt af Þorgeiri að beina kröf- um sínum að RÚV. Hins vegar taldi Garðar að gegn and- mælum RÚV væri ósannað að Þorgeir hcfði sérstaklega áskilið sér rétt yfír sýn- ingu kvikmyndarinnar í sjónvarpi. Skipa- skoðun hefði öðlast rétt til sýninga á mynd- inni án endurgjalds á stöðum það sem ekki var seldur aðgangur. Engar greiðslur hafi fallið til vegna sýningar myndarinnar í sjónvarpi og myndin því ekki sýnd hjá RÚV í hagnaðarskyni. með tilliti til eðlis mynd- arinnar hafi vcrið rétt af siglingamálstjóra að koma myndinni á framfæri við sjónvarp- ið. þegar það tók til starfa. Garðar svknaði því RUV. Þorgeir vann, þá sem oftar Þorgeir er ekki vanur að gefast upp og áfrýjaði niðurstöðunni til Hæstaréttar og lagði þar fram ný vottorð um hvenær kröfugerð hans hafi hafisl. Fór svo að Hæstiréttur klofnaði í málinu. Meirihlutinn, Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Skaftason, taldi með skírskotun til for- senda dómsins og yfirlýsinga forsvars- manna Geysismjnda að ósannað væri að það fyrirtæki ætti höfunarréttinn. Að ósannað væri að Þorgeir hefði afsalað sér höfundarréttinum. Að viðurkennt væri að RÚV hefði 12 sinnum sýnt myndina. Að ósannað væri að frekari afnot myndarinnar (en í kvikmyndahúsum, skólum, fundum og slíku) hafí verið heimiluð, svo sem flutningur í sjónvarpi, enda yrði að telja að sjónvarpið væri stofnun viðskiptalegs eðlis. Að Þorgeir hefði ekki frTÍrgert rétti sínum sakir tómlætis, en aftur á móti hluti krafha hans fyrndur, þ.e. fjórar sýningar frá 1966 og út árið 1970. Meirihlutinn ákvað höf- undarbætur til handa Þorgeiri vegna 8 myndasýninga og þóttu 180 þúsund krón- ur á núvirði hæfilegar. Minnihlutinn, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Þ. Torfason, taldi hins vegar að það hefði líkur gegn sér að sérstök afstaða hafí verið tekin til dreigingar m\Tidarinnar í sjónvarpi og myndbandaleigum, sem ekki voru fyrir hendi þegar samningurinn var gerður. Skipaskoðun hefði þannig öðlast rétt til að sýna myndina sem aukamynd í kvikmyndahúsum. Minnihlutinn rildi sýkna og taldi ósannað að Þorgeir hafi haf- ist handa við fjárkröfur fyrr en árið 1978 og í því aðgerðarleysi væri fólgin heimild til sýningarinnar í sjónvarpi. fridrik@ff.is Bragi. Akureyringurinn Bragi Sigur- jónsson, rithöfundur og bankastjóri, átti á sjöunda og áttunda áratugnum sæti á Alþingi. Fyrir hvaða flokk - og hver er sonur Braga, maður sem nokkuð hefur verið í fréttum að undanförnu? Fárviðrið. Mynd þessi er tekin eftir eitt mesta fárviðri sem gengið hefuryfir landið fyrr og síðar, en þá féll meðal annars niður langbylgjumastur RÚV á Vatnsendahæð - auk þess sem miklar skemmdir urðu víða annarsstaðar. Hvaða ár var þetta? Sveiflukóngur. Um þessar mundir heldur sveiflukóngurinn Geirmundur uppá starfsafmæli sitt í tónlistinni, en hann hefur manna lengst spilað á dans- leikjum hér á landi og aldrei misst tak- inn. Hvaða starfsafmæli á Geirmundur nú? Kattavinurinn. í litlum kaupstað úti á landi hefur nú verið sett á bann við hunda- og kattahaldi nema ströngum skilyrðum sé fullnægt. Því verður bæjar- stjórinn Hálfdán Kristjánsson að sæta, rétt einsog aðrir. Hvert er bæjarfélagið sem hér er spurt um? Horft til fjallsins. Hvannadalshnjúkur er hæsta fjall landsins, er sagður vera 2.119 metrar á hæð. En hvaða fjall er næst í röðinni, hvað hæðina varðar. LANDOG ÞJÚÐ 1. Einn fræknasti knattspyrnumaður landsins fyrr og síðar er efalítið Hemmi Gunn. Með hvaða liði lék hann lengst hér heima? 2. Fyrir um þúsund árum bjó í Skagafirði kona sem á sinni tíð varð flestum víð- föriari, meðal annars með því að fara í pflagrímsferð suður til Rómar. Hvað hét þessi kona og hvar bjó hún í firðinum fagra? 3. Árið 1947 byrjaði Hekla, að gjósa en þá hafði fjallið ekki gosið það lengi að menn töldu það dautt úr öllum æðum. Hvenær var síðasta gos á undan því sem hér er nefnt? 4. „Ástin hefur hýrar brár, / en hendur sundurleitar, / ein er mjúk, en önnur sár, / en þó báðar heitar.“ Hver orti svo? 5. Hvaða skáld orti þann fræga Búnað- arbálk, en í stuttu máli má segja að boðskapur hans sé að ísland gæti auð- veldlega reynst bömum sínum gjöfulla ef þau drægju dóma af því sem fyrir ber í náttúrunni? 6. Hvar á landinu er Reykjahverfi? 7. Hvaða tónlistarmaður samdi og söng upphaflega lagið um Gvend á Eyrinni - og með hvaða hljómsveit. 8. Hvað heitir skarðið sem ekið er um þegar leiðin liggur af Svalbarðsströnd yfir í Fnjóskadal? 9. Hvert er talið vera elsta starfandi sjávarútvegsfyrirtæki landsins? 10. Hvað heita rifin á Skerjafirði þar sem rætt hefur verið um að gera nýjan flug- völl, meðal annars vegna umræðu sem skapast hefur um mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem sýnd var í sjónvarp- inu um áramótin? •ja>|sn6upT 'oi pid^sjngpiu jei||e Q!6e|pjsj J9 jnpe luas jpja ug 'ssatj ujs>|8j jsBUjaujes euipij uinu686) bjbij piæjjuAj s|uja, 1061 pup jsquiasap [ uubc) jba peujojs uias 'BfAseuueuijsa/j 6b|8jsj js peq '6 pjB>|SJm(j/\ '8 ’JBjpa J3 umaAsuipfiq 6o uossjeuung JBuny jba ejjaq z '!uu!>|9qpu'BqspuB|Sj j j|6as ,,‘uBjsaA pe ipiaqsuJUJBAH ua !P|aqBf>|Aay uejsne pe 's|pqpjB>|s’6o ijia| -jbjAjm J9 ubqjou py '!ujBAn|6uu>| qb Bpuej|p[>is bjj Q!pu9|pq i jnjsnepns epg jnpns Jn6ua6 J9 !dJ9A|ep nuunj6............j jj 'jn>|jAesnH ueuuns juiuib>|s ‘nisAsjefAaéuiq-jnpns j J9 !jJ9Aqef>|A9y -g 'uossjeip JJ9663 'g 'pjofjpiajg jnpjn6|S 'y 'sy8L Qu? p|so6n|>|9H um jjnds J9 jqh 'E '!PJ!Jb6b>is J æquineig j ofq 60 ubuo>| jpq jjjjopjBujBfqjoq jnpjjpng z '|BA' L „'ll'lolejæjQ paui sjnjjgfeujBA bsb|>|B||b[) uejn nuipue| p nefj ejsæq J9.......60 pæq b ui £88' 1J9 pi.HBfj !|>|g[BujBA je VNja æas ‘||9jæus J9 sujspuB| ||Bfj ejsæq peuuv , '!PJ96bj9ah , '!jJ!i!dsB>|!9|SUBp j jjjs næuijesjjejs bjb OE ?ddn nu jnpiaq uoss/þ|eA Jnpunuuiag , '1661 Js puy , UBUigpjBjjpjejsæq ‘ujbjh J9 sueq jnuos 60 uu|>|>|0|jnpA(iiv juAj qæs qjp uossuoþnöis !6ejg ,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.