Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Síða 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Síða 7
|Dagur-®tmmn Laugardagur 24. maí 1997 -19 LIFIÐ I LANDINU Sr. Torfi Hjaltalín með Möðruvallakirkju I baksýn. Mynd: GS Enn á ný er risin upp deila milli séra Torfa Stefánssonar Hjalta- lín og sóknarbarna hans í Möðruvalla- sókn. í samtali við Dag-Tímann segir Torfi sína hlið mála og ber sig ekki vel. Biskup vill hann ekki nálœgt sér ogfrá starfsbrœðrum sín- um, prestunum, finn- ur hann fyrir nei- kvœðni í sinn garð. Torfl segir að það sé ekkert verið að vinna að lausn deilumála milli sóknar- prests og sóknarbarna í Möðru- vallarsókn þrátt fyrir að biskup hafi lýst því yfir að verið væri að vinna að málinu, heldur var því treyst að hótun um áminn- ingu, ef sr. Torfi mundi mæta tii fermingarguðsþjónustu að Möðruvöllum, mundi virka. Torfi segir biskup hafa skipað sér að vera í fríi þennan dag og hann hafi þáð það að endingu. Biskup hafi einnig sagt að það væri engin trúnaðarbrestur á milii þeirra, og hann verði að trúa því. í Möðruvallasókn eru tæplega 300 manns, og segir sr. Torfi að það séu tvær fjölskyld- ur sem séu harðar í andstöð- unni gegn sér, fjöiskyida Bjarna Guðleifssonar á Möðruvöllum og ijölskylda Hjördísar Bjarkar Þorsteinsdóttur að Ytra- Brekkukoti en aðrar íjölskyldur fermingarbarna sem fengu lausn sóknarbanda hafi gert það til þess að splundra ekki fermingarbarnahópnum. Sr. Torfi Hjaltalín var með messu á hvítasunnudag þar sem mættu um 40 manns, og var það einnig fólk frá Akureyri sem eflaust hefur með þeim hætti viljað sýna sóknarprestin- um stuðning sinn. í messunni var einnig sr. Guðni Þór Ólafs- son, prófastur að Melstað í Mið- firði, sem var skipaður sátta- semjari í deilunni þegar bæði sr. Birgir Snæbjörnsson, pró- fastur á Akureyri, og sr. Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hól- um, höfðu árangurslaust reynt að ná sáttum, bæði í deildunni um ferminguna og eins um brottvikningarkröfu sókn- arbarna. Eftir messu bauð sr. Torfi kirkjugestum til kaffi- drykkju sem allir þáðu. Organ- isti hefur verið Birgir Helgason á Akureyri en kórinn er skipað- ur 11 karlmönnum, utan sókn- arinnar. Kjörprestur neitaði sáttafundi Hefur enginn sáttafundur verið boðaður í deilunni? „Nei, hvorki með þeim sem fengu lausn frá sóknarböndum né kjörprestinum, sr. Huldu Hrönn Helgadóttur í Hrísey. Hún vildi ekki mæta, og ég veit ekki ástæðu þess, hún telur lík- lega að málið varði hana ekk- ert. Það er þó boðið í lögum frá 1990 en ég veit ekki til þess að það hafi neinn reynt að tala um fyrir henni, svo hún hefur ekki orðið fyrir neinni pressu í þá átt,“ sagði sr. Torfi Stefánsson Hjaltalín. Heldur þú að þínir andstœð- ingar í hópi sóknarbarna muni herða róðurinn gegn þér? „Ég held að þeir geti það ekki, þeir hafa engan stuðning innan sóknarinnar til þess utan við þennan sex fjölskyldna hóp, nema ef vera skyldi í fjölmiðl- um. Ríkissjónvarpið fullyrðir að allur söfnuðurinn sé á móti mér og það hafa fleiri fjölmiðlar tek- ið upp eftir þeim, en það er ein- faldlega rangt.“ Flestir kollegarnir andsnúnir Hvað Jlnnst þínum kollegum í prestastétt um þessa deilu milli þín og þinna sóknarbarna? „Ég held að þeir séu allílestir neikvæðir í minn garð, og ég stend því einn í þessari deilu. Ég veit ekki hvort ég þoli það til lengdar, það er ekki skemmti- legt að vinna í þessu samfélagi með þessa andstöðu á bakinu. Ég hef þó ekki einu sinni hug- leitt, hvað þá meira, að hætta prestskap á Möðruvöllum. Ég er alltaf að mennta mig meira og meira á þessu sviði, nú síð- „Tvcer fjólskyldur harðastar í andstöðunni gegn mér“ „Kollegarnir neikvœðir íminn garð.“ „Biskup vill mig ekki ndlcegt sér. “ ast var ég í doktorsnámi í trú- fræði í Sviþjóð. Ég sótti þó í fyrra um starf fræðslufulltrúa Þjóðkirkjunnar á Biskupsstofu, sem er starf sem ég gegndi áður. Ég fékk það starf ekki, enda held ég að biskup hafi ekki viljað mig ná- lægt sér.“ Sr. Torfi er mjög upptekinn maður þessa dagana, ekki síst vegna sauðburðar. Ilann er með 106 ær sem bera á þessu vori og hefur frjósemi verið góð, en tvævetlurnar sem eru að bera núna síðast eru meira einlembdar en eldri ærnar. Kuldatíð hefur valdið því að fé er lengur á húsi, en hlýna tók í veðri um síðustu helgi. Veður- guðirnir brosa því við tilver- unni, þó ekki ríki alls staðar þíða í mannanna samskiptum. Trúnaður biskups? Sr. Guðni Þór Ólafsson, prófast- ur að Melstað í Húnaþingi, var beðinn um að reyna að miðla málum á Möðruvöllum í tengsl- um við ferminguna, en málið hafið formlega farið úr hans höndum með bréfi sem hann skrifaði biskupi 5. maí sl. „Tilgangurinn var sá að fermingarbörnin fengju sína fermingu án þess að þau yrðu fyrir mikilli truflun. Ég reyndi fyrst að fá foreldrana til að samþykkja að sóknarpresturinn tæki þátt x athöfninni, en án ár- angurs, og eftir að sóknarbönd höfðu verið leyst reyndi ég að tryggja að þau fengju að nota kirkjuna. Biskup sendi svo sr. Torfa bréf þar sem hann átti að tryggja að kirkjan væri laus þennan dag, að viðlagðri áminningu. Fólkið hyggst flest viðhafda þessari sóknarfeys- ingu, en hluti af þessu fólki leysti sóknarbönd til þess að tryggja að fermingarbörnin héldu hópinn, en hyggst síðan óska eftir þjónustu sóknar- prestsins að nýju.“ Sr. Guðni segist leiða hugann að því hvað gerist að ári þegar aftur verði fermt í sókninni, hvaða prestur verði þá fenginn til starfsins. Hann sé ekki trú- aður á að sr. 'l'orfi yfirgefi Möðruvelli í bráð, erfitt sé fyrir hann að taka við brauði annars staðar, ekki sé líklegt að sókn- arbörn í öðnxm sóknum séu fús til að kjósa hann sinn sóknar- prest eftir allt það sem á undan hefur gengið. Það byggi hann ekki síst á þeirri staðreynd að margir sæki nú um hvert það prestsstarf sem losni innan Þjóðkirkjunnar. „Biskup hefur verið inntur eftir því hvort trúnaður ríkti milli hans og sr. Torfa, og hann svaraði því til að svo væri. Þetta er spurning um hvort prestur- inn hefur trúnað biskupsins, en vissulega hlýddi hann hans til- mælum um að taka sér frí,“ sagði sr. Guðni Þór Ófafsson, prófaslur. GG Kærlelkar með presti og nýfæddum lömbum. Myn&.GS

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.