Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 2
14 - Föstudagur 1. ágúst 1997 Jlagur-Œtnráxn Barnahornid Furðufjölskyldan á flakki Furðuleikhúsið ætlar að þeytast um landið um verslunarmanna- helgina. Fjórar uppákomur verða á Neskaupstað á laugar- dag og sunnudag, á laugardeg- inum lendir B2, geimstrákurinn hennar Sigrúnar Eldjárn en Mjallhvít og dvergarnir sjö verða á ferð á sunnudeginum. Furðufjölskyldan bregður sér í heimsókn til Egilsstaða en á sunnudagskvöldinu ætlar Furðufjölskyldan að heimsækja Vatnaskóg og sýna þar snilldar- takta í sambasveiflu. Þrjár sýn- ingar um Bé tvo og Mjallhvíti og dvergana sjö verða svo í boði Verslunarfélags Reykjavíkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um á frídegi verslunarmanna. Neskaupstaður Á Neistaflugi á Neskaupstað um helgina verður ýmislegt í gangi fyrir börnin. Þar verður Furðu- leikhúsið með skemmtun og líka töframaðurinn Pétur Pó- kus. Það verður nóg að gera fyrir fjölskyfduna, m.a. er hægt að skella sér í sund, fara á hestbak og í kajaksiglingu um fjörðinn. Vopnafjörður Á Vopnafirði verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Þar verð- ur sundlaugarhátíð, fjársjóðs- leit, sjóstangveiðimót og götu- leikhús. Um að gera að skella sér þangað um helgina. Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, 5 ára „Á leik- skólanum er skemmti- legast að vega salt og láta sig hoppa upp í loftið. Mér finnst líka mjög gaman að tálga sverð og skylmast við sjóræningja sem heitir Páll Óskar.“ Guðrún Margrét Jónsdóttir, 5 ára „Bangsa- landið er afltaf skemmti- legt, þar klæðir maður sig í gömul og skrítin full- orðinsfót. Annars er líka gaman að róla og bara leika sér.“ Kristinn Reyr Kjartansson, 2 ára „Mér finnst líka gaman í Bangsa- landinu. Þar er fullt af fötum sem er gaman að leika sér í en það er gaman að gera allt mögulegt. Ég hlusta líka mikið á Dýrin í Hálsaskógi." LIFIÐ I LANDINU »*v/UV Verslunamiaiinahelgarsögur Saxbauti og pylsur Fyrir allnokkrum árum tóku nokkrir félagar sig saman og héldu á útihátið í Húsafell. Sú ferð krafðist auðvitað mikillar skipulagningar og heilmikið var spáð í það hvernig auðveldast væri að smygla víni inn á svæð- ið. Lausnin kom að lokum. Einn félaganna vann í niðursuðu- verksmiðju, hafði þægilegan að- gang að henni svo hópurinn tók sig saman, hellti víninu í litla plastpoka, læddist inn í verk- smiðjuna og setti pokana í nið- ursuðudósir. Skipulagningin var svo mikil og nauðsynlegt var að auðvelt væri að vita hvaða vín- tegund væri í hvaða dós þannig að saxbautinn var vodki og pylsurnar romm. Barmmerki í brjóstinu Sömu fólagar héldu síðar á há- tíð í Atlavík. Þegar verið var að snæða samlokur og gos um há- degisbilið kemur allt í einu þessi rosa rumur út úr skógin- um, ber að ofan Félagarnir bjóða honum að fá sér samloku sem hann þáði en þegar hann kemur nær sjá þeir að hér var tröll á ferð. Rumurinn var nefnilega með barmmerki i mótsins nælt í brjóstið á eér og kveinkaði sér ekki. Nærsýnir félagar Einu sinni voru þrír nærsýnir vinir sem allir notuðu linsur. Þeir tóku sig saman eina versl- unarmannahelgina og drifu síg í Þórsmörk. Þeir tjölduðu eins og lög gera ráð fyrir, djömmuðu og djúsuðu á föstudagskvöldi og höfðu á einhvern óskiljanlegan hátt vit á því að taka linsurnar úr augunum á sér áður en þeir fóru að sofa. Daginn eftir rís einn vinanna fyrr úr rekkju en félagar hans. Hann nær í linsu- boxið sitt, setur linsurnar í áúg- un á sér til að sjá sig og sýna og stígur út úr tjaldinu. En eitt- hvað voru augun á honum skrítin. Hann vissi að hann var ekki þetta drukkinn þrátt fyrir að hann næði engan veginn fókus og sæi verr en án linsa. Þegar hann fór að hugsa áttaði hann sig á því að vinir hans höfðu líka notað linsuboxið hans. Hann var sem sagt með þrefaldar linsur í hvoru auga. Það þarf að þvo og bursta Tvær vinkonur ákvaðu að drífa sig á útihátíð á Melgerðismel- um. Þær voru opnar fyrir öllu þegar þær mættu á svæðið en þegar leið á hátíðina þá fór þeim alls ekki að lítast á hrein- lætisaðstöðuna. Þær ákveða því eitt kvöldið að ganga að Eyja- fjarðaránni og bursta í sér tennurnar og þvo sér í framan. Þær ljúka sér af, rölta til baka og verður á að ganga upp fyrir kjarrið sem þær höfðu stoppað við. En þar blasir ekki við þeim frýnileg sjón, miður geðfelld. Þar var maður að geja þarfir sínar. Rassasláttur í gegnum tíðina hafa margir haldið í Vaglaskóg um verslun- armannahelgi. Tveir vinir voru í skóginum en ákváðu að halda til Akureyrar til að fara í sund. Þrátt fyrir að þeir væru á göml- um Ford Escorl þá komst bíll- inn ágætlega hratt. Á leiðinni sjá þeir unga lögulega stúlku á rölti við vegkantinn. Þeim leist ansi hreint vel á hana svo þeir skrúfa niður rúðuna farþega- megin, keyra frekar nálægt stúlkunni og slá á rassinn á henni. Þeir áttuðu sig hins veg- ar ekki á því að ferðin var frek- ar mikil á bflnum svo rassa- slátturinn hafði þær afleiðingar að sá sem sló þríhandarbrotn- aði og greyið stúlkan marðist illa. Gírstöngin var fyrir Víkur þá sögunni aftur á Mel- gerðismela. Þar var ungur maður orðinn frekar þreyttur á öllu skemmtanahaldinu. Hann ákvað að koma sér í bflinn sinn sem geymdur var á bflastæðinu og leggjast þar til svefns til að fá meira næði. En ekki vildi bet- ur til en svo að hann rak sig í gírstöngina þegar hann var kominn í draumaheiminn, með þeim afleiðingum að bfllinn rann af stað, niður bratt bfla- stæðið, í gegnum tjaldþvöguna og litlu mátti muna að slys hlyt- ust af. Vín og vatn Menn eru uppátækjasamir þeg- ar kemur að því að smygla áfengi eins og kom fram hér að framan. Nokkrir félagar héldu á útihátíð og ákváðu að setja áfengið á plastbrúsa. Þeir settu síðan áfpngið í brúsunum á toppgrindina á bflnum, í allra augsýn, til þess að sæist nú að þetta væri vatn. Vínficiskurnar fylltu þeir hins vegar með vatni og kornu fyrir á þannig stað að lögreglan myndi nú alveg ör- ugglega finna þær. Þegar á staðinn kom stóö það heima, lögreglan fann vínflöskurnar, tók þær af þeim, hcllti víninu stolt í jörðina en strákarnir héldu veigunum. Tjaldbruni Menn eru líka mislatir að taka til eftir verslunarmannahelgi og ástandið er líka oft á tíðum ekki upp á marga fiska þegar halda skal heim á leið. Þá hefur stöku sinnum verið tekið á það ráð að brénna tjöldin til að losna við að taka þau saman án þess að hugsa frekar út í það. Þrír vinir voru ekki í stuði til að taka saman eftir Húnavers- hátíð og ákváðu að restin af tjaldinu væru heldur ekki upp á marga fiska. Þeir töldu því best að brenna tjaldið, kveiktu í og þegar loginn var orðinn góður áttuðu þeir sig á því að kannski væri þetta bara alls ekki þeirra tjald. Það grillti nefnilega í ansi kunnuglegt tjald nokkru neðar. Bólusettur fyrir lífstíð 14 ára gamlir vinir börðust hat- rammlega fyrir því að komast á útihátíð sem skátarnir héldu og kallaðist Rauðhetta. Undirbún- ingurinn var gríðarlegur, þeim fannst áfengið þurfa að fylgja og eina ráðið var að eima brennsluspritt. Þar sem þeir höfðu heyrt mikið um aðgangs- hörku skátanna á svæðinu töppuðu þeir spíranum á 7-up flöskur, hleyptu kolsýru í flösk- urnar og lokuðu með 7-up töppum. En vonbrigðin urðu ro- saleg þegar kom í ljós að ekkert var leitað hjá þeim. Helgin reyndist heldur ekki éins skemmtileg og ætlunin hafði verið. í Smokkarnir sem . áttu að koma að góðum notum fóru allir ónotaðir til baka, matnum var stolið, hluta af áfenginu, einn félaganna varð illa veikur með 39 sliga hita og skalf inni í tjaldi, annar lá með höfuðið út úr tjaldinu og fékk spark í hausinn, þriðji tapaði skónum sínum. Þegar helgin var á enda voru félagarnir fegnir að losna úr prísundinni. Þeir höfðu nefnilega ekki haft geð í sér til að fara á ófrýnileg klósettin þannig að þeir komu með uppsafnaðar birgðir af ónefndum aðskotahlut. í stað þess að bíða næstu verslunar- mannahelgar komu þeir til baka bólusettir fyrir lífstíð og fóru aldrei aftur á slíkar sam- komur. Seldi bílinn Frændur hittust að lokinni verslunarmannahelgi í vega- sjoppu. Taka þeir tal saman, segir annar frændinn að það hafi komið sér á óvart að það hafi verið minna fyllerí en hann hafi búist við. Hann hafi t.d. komi með einar tvær flöskur til baka. Hinn frændinn hváði við þessi tíðindi og spurði hvað hann hefði tekið margar flöskur með sér. Hann svaraði því til ,,..hva, ég keypti kassa. Ég seldi bflinn." Hvað með allt þetta brauð Tveir félagar hittust og voru að fara á útihátíð. Annar spyr hvað hinn taki með sér, ....ég tek kassa af brennivíni með mér og þrjár samlokur." Þá horfir hinn á félaga sinn og seg- ir, .hvað ætlarðu eiginlega að gera með allt þetta brauð.“

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.