Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 7
,IQítgur-'CEtmtrm Föstudagur 1. ágúst 1997 -19 FJÖLÞJÓÐALÍFIÐ Á HÚSAVÍK Fjölþjóðafjölskyldan í garðinum við Lummu. Marta, Matthías og Jane með Daníel á milli sín og Ómar. Sameinuðu þjóðimar í Lummu Asgarðsvegurinn á Húsavík er ein elsta gata bœjarins og jafnframt sú alþjóðlegasta, eins konar „ Cosmo- politan Street. “ ar hefur á undanförnum árum búið fólk af ýmsu þjóðerni um lengri eða skemmri tíma, fólk frá Ung- verjalandi, Tékkóslóvakíu, Eng- landi, Tyrklandi, Bandaríkjun- um og víðar. En ef Ásgarðsveg- urinn er alþjóðlegasta gatan í bænum, þá er húsið númer 21, sem löngum hefur gengið undir nafninu Lumma, ijölþjóðlegasta húsið í götunni og þó víðar væri leitað. Það má segja að „Sam- einuðu þjóöirnar" búi í Lummu, fólk frá ijórum þjóðlöndum sem sameinaðist á Ilúsavík í eina íjölskyldu. Fjölskylduna skipa: Pabbinn, Matthías Annisius, fæddur í gamla Austur-Þýsklandi en al- inn upp í Vestur-Þýsklandi. Mamman, Jane Annisius, fædd á Suðureyjum (IJebrides) við Skotland. Og börnin, tvíburarn- ir Marta Malek og Ómar Meh- met frá Ankara í 'lyrklandi og yngsti ijölskyldumeðlimurinn, Daníel Chandrachur frá Kalk- útta í Indlandi. En hvernig stendur á sameiningu þessa fólks frá öllum heimshornum í Lummu við Ásgarðsveg á Húsa- vík, íslandi? Dresden - Gummers- bach - Húsavík Matthías Annisius er fæddur í Dresden í Austur-Þýskalandi árið 1951. Þegar hann var 5 ára gamall flúði faðir hans yilr til Vestur-Þýsklands og bjó þar í haginn fyrir fjölskyldu sína sem fékk að fylgja honum vestur yf- ir. Þar bjó fjölskyldan í litlum bæ, Gummersbach, skammt frá Köln, sem Matti segir að íslend- ingar kannist sennilega best við í tengslum við handbolta. „Ég lærði til stýrimanns og var í siglingum um öll heimsins höf í nokkur ár.“ 1981 kom Matthías fyrst til íslands á al- þjóðlegt mót Baháía. „Það var vitlaust veður allan tímann en mér leist vel á landið og vildi koma aftur. Á þessum tíma var verið að stofna Baháísamfélag á Húsavík og Aðalsteinn Hallsson, sem ég hafði kynnst á mótinu, var mér innan handar og út- vegaði mér vinnu hjá Fiskiðju- samlagi Húsavíkur. Og þar hef ég unnið upp frá því í fiski og kann vel við mig. Ég var aldrei fyllilega ánægður á sjónum og eftir að ég eignaðist íjölskyldu þá kom það aldrei til að ég færi aftur í siglingar." Hebrides - Akureyri - Húsavík Jane Annisius, sem var áður Jane Stephen, er fædd á Ilebri- des-eyjum við strönd Skotlands, á stað sem heitir Stornoway. Hún er lærður hjúkrunarfræð- ingur og kom fyrst til íslands 1978 og fékk strax vinnu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri og starfaði þar í 4 ár. Hún er Baháí-trúar eins og Matthías og þau hittust fyrst á Baháí mótinu 1981. Árið eftir flutti hún til Ilúsavíkur og fór að vinna á Sjúkrahúsinu þar. „En ég kom hingað alls ekki til að hitta Matta, við náðum saman seinna.“ Þau giftu sig árið 1983 og þremur árum síðar sóttu þau um að fá að ættleiða börn hjá íslenskri ættleiðingu. Ankara - Húsavík „Við óskuðum fyrst eftir því að fá að ættleiða tvö börn frá Tyrk- landi, en það var ekki hægt, nema um tvíbura væri að ræða, þannig að við fórum utan til að ná í eitt barn. Þegar þangað kom vildi amma barnsins ekki láta það frá sér. Og þá bauðst okkur að fá tvíbura og var mik- ið mál að eiga við kerfið og koma þessu á hreint. Fram á síðustu stundu var hins vegar ekki ljóst hvort við fengjum bæði börnin, amman var á báð- um áttum með að láta drenginn frá sér, en sá ekki eins mikið eftir stúlkunni. En á endanum gekk þetta," segir Jane. Tvíburarnir Marta og Ómar eru fædd í desember 1984 og voru því á þriðja ári þegar þau komu til Húsavíkur með for- eldrum sínum. „Börnin voru ekki farin að tala þarna þannig að þau hafa aldrei lært tyrk- nesku," segir Matthías. Kalkútta - Húsavík Daníel, yngsti meðlimur fjöl- skyldunnar í Lummu, er fæddur 1989 í Indlandi. Að sögn Jane var miklu auðveldara að fá að ættleiða barn frá Indlandi en Tyrklandi. „Við gátum gengið frá öllum málum hér heima í gegnum íslenska ættleiðingu, þannig að það þurfti ekkert að vera að vasast í kerfinu þar ytra.“ 1990 fór Jane því til Kalkútta á Indlandi og náði í Daníel sem þá var 7 mánaða gamall. íslenska - enska - þýska En hvaða tungumál talar þessi fjöljíjóðaíjölskylda? „Við reyn- um að tala ensku hér heima og Matti talar við börnin á þýsku, þannig að þau eru eiginlega þrítyngd, þó þau tali þýskuna ekkert að ráði. En Ómar hefur í sumar verið að vinna á hvalaskoðunarbátnum Moby Dick og þá kemur tungumála- kunnáttan honum að góðum notum, ekki síst þýskan. Málin blandast svolítið hjá þeim, en þau eiga örugglega eftir að að- greinast betur þegar börnin eldast,“ segir Jane. Engir fordómar á Húsavík Börnin eru öll dökk á hörund. En hafa þau aldrei orðið fyrir aðkasti vegna fordóma? „Aldrei hér á Ilúsavík. Ilér búa mörg börn sem hafa verið ættleidd og þetta hefur aldrei verið vandamál. Einu sinni kom Ómar reyndar heim og sagði að krakkarnir hefðu verið að stríða sér og kalla sig Svarta Sambó, og hann vissi auðvitað ekkert hvað það var. En þetta voru ekki fordómar, börnin voru einfaldlega að stríða Ómari og skipti ekki máli hvort hann var dökkur á hörund, rauðhærður eða freknóttur," segir Jane. Matthías segist hafa farið með börnin til ættingja sinna í Þýskaplandi og þar séu fordóm- ar áberandi, ekki síst í garð fólks af tyrkneskum uppruna. Það er gaman að heimsækja fjölskylduna í Lummu. Þau eru samrýmd, hlæja mikið og njóta lífsins og þar sem börnin eru í leik og starfi eru Jane og Matti sjaldnast ijarri. Þetta er sann- kölluð fyrirmyndarijölskylda og það er heiður og ávinningur fyrir ísland og ekki síst Húsavík að svo duglegt og gott fólk komi hingað og kjósi að búa hér. js

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.