Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 9
jEEktgurÁEímímt
Föstudagur 1. ágúst 1997 - 21
LIFIÐ I LANDINU
Lífshlaupið getur tekið aðra stefnu en œtl-
að var í upphafi. Þegar Daníel var að vas-
ast í ungliðapólitík og leggja Ólafi Ragn-
ari lífsreglurnar, bjóst hann ekki við að
leggja fyrir sig starf leigubílstjóra og
verða tvisvar einstœður faðir...
Féll frá SÍS
ítaxann
Daníei var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og náði hápunkti ferilsins á Heimsmeistaramóti æskunnar í
Moskvu á 6. áratugnum þar sem hann sté á verðlaunapall fyrir 400 m grindahlaup.
Enginn veit sína ævina...
og líf Daníels Halldórs-
sonar, fyrrum sprett-
hlaupara og deildarstjóra SÍS,
fór á annan veg en hann ætlaði.
Þjáðist af þunglyndi
Þýsk flugfreyja, Helga að nafni,
varð á vegi Daníels árið 1968
og tókust með þeim kynni.
Tveimur árum síðar voru þau
gift og dóttir fædd. Hins vegar
kom íljótlega í ljós að flugfreyj-
an þýska myndi ekki una sér í
húsmóðurhlutverkinu á íslandi
og nokkrum árum eftir að barn
nr. 2 var fætt veiktist hún hast-
arlega af ættgengu þunglyndi.
Eftir spítalavist hér vildi hún
snúa aftur tii Pýskalands.
Fluttist þá öll fjölskyldan út
til Þýskalands og Helga lagðist
inn á þýskan spítala. Daníel
tókst hins vegar ekki með
nokkru móti að útvega sér
vinnu og gafst því upp eftir árið
enda á góðri leið með að missa
íbúðina sem hann átti hér
heima. Daníel og börnin fluttu
því heim vorið 1976 og voru
þau hjónin þar með skilin skipt-
um en konan býr enn í Þýska-
landi og hefur dóttir þeirra
heimsótt hana nokkrum sinn-
um.
Þýskusinni
og Rússadindill
Það var reyndar engin tilviljun
að Daníel féll fyrir konu af
þýsku þjóðerni. „Ég hafði hugs-
að mér að fara utan og kannski
hefur það átt stærsta þáttinn í
því að ég kynntist þessari þýsku
flugfreyju. Það er ekkert laun-
ungarmál að ég var gríðarlegur
þýskusinni. Ég dýrkaði Þjóð-
verja og taldi þá alveg „ausrag-
end“. Það á sór enga hliðstæðu
í heiminum hvernig þeir unnu
sig upp fyrir stríð. Ég er ekki að
segja að óg hafi verið neinn
Ilitlerssinni en fyrir stríð voru
þeir t.d. komnir með miklu
betra vegakerfi en er á íslandi í
dag. En Ilitler varð náttúrulega
brjálaður árið 1941.“
Rússadindill segist hann hins
vegar alltaf hafa verið í íþrótt-
um. Hann fór til Moskvu til að
taka þátt í fþróttamóti æskunn-
ar á 6. áratugnum og varð mjög
hrifinn af því hvernig þeir tóku
á móti erlendum íþróttamönn-
um.
Mikið fall
Um það leyti sem þau Ilelga
kynntust var Daníel deildar-
stjóri fyrir innflutningi á Gener-
al Motors og Yokohama hjá SÍS
en sagði upp árið 1969 þegar
honum fannst andrúmsloftið
snúast gegn sér eftir að hann
kom heim úr ferðalagi á vegum
SÍS til Japans. „Og það var ansi
mikið fall að fara frá SÍS í leigu-
bflstjórastarfið.“
Leigubfllinn kom af tilviljun
inn í líf Daníels. Góður vinur
hans hjá Bæjarleiðum lést „og
ég gerði það fyrir ekkjuna að
aka bflnum þeirra. Ég ætlaði
mér aldrei út í leiguakstur,"
segir hann og horfir dálítið nið-
urlútur yfir borðið - 30 árum
síðar. „En ég hugsaði svo sem
ekki um þetta sem fall þá, þetta
var bara eitthvað milli mála.
Maður getur unnið við hvað
sem er, það er enginn of góður í
það. Þegar ég var upp á mitt
besta í SÍS þá fór ég oft á fætur
kl.4 og fór að vinna vestur í ís-
birni við að moka fisk til kl.8.
Fór svo bara í skrifstofugallann
og var mættur kl.9.“
Dulbúin sambúð
Fáum vikum eftir að Daníel
kom heim með börnin árið
1976 kom ung stúlka á heimilið
og tók að sér börnin tvö sem þá
voru tæplega 5 og 7 ára gömul.
„Þetta var svona hálfdulbúin
sambúð."
Dulbúin varð hún ekki lengi
því þau eignuðust tvö börn og
bjuggu saman í fimmtán ár. Ár-
ið 1990 slitu þau samvistum
þegar yngsta barnið var eins
árs gamalt. „Ilún var ofurseld
áfengi. Það voru engin særindi
og strákurinn fer oft til hennar.
Þetta er bara sjúkdómur sem
enginn ræður við og samkvæmt
minni uppskrift þá getur það
ekki gengið að manneskja sé
heimilisföst með þennan sjúk-
dóm.“
Afneitar
ekki Framsókn
Daníel er því nú 63ja ára gam-
all með 8 ára gamlan gutta í
sinni umsjá. Áður en börnin
komu til tók Daníel mikinn þátt
í félagsmálum, starfaði í SUF og
FUF, fór á ráðstefnur og fundi.
„Þá voru ég og þessi hér [og
bendir á forsíðumynd af hr. Ól-
afi Ragnari Grímssyni með Bill
Clinton] einu sinni veðurtepptir
á Akureyri í þrjá daga með SÚF.
Þá lagði ég nú grunninn að því
að gera karlinn að forseta...,“
segir hann glottandi og viður-
kennir að gríðarlega mikið hafi
verið í þann dreng spunnið.
Pólitíska vafstrið lagðist nið-
ur meðan Daníel kom upp hús-
næði fyrir ijölskylduna en það á
enn sinn bás í hjarta hans. Færi
lfldega eins fyrir honum og foð-
ur hans, Halldóri bónda Guð-
brandssyni í Haga í Rangár-
vallasýslu, sem var gegnheill
íhaldsmaður. Halldór kom eitt
sinn mígandi blautur og hrak-
inn á framsóknarheimili þar
sem húsfreyjan tók vel á móti
honum og bauð honum ilmandi
kaffi - ef hann afneitaði fliald-
inu. „Ja, þá verð ég af kaffinu..“
sagði karl og hefur það verið
haft að orðtaki á því heimili síð-
an.
Daníel, sem titlar sig kosn-
ingasmala Finns Ingólfssonar
fyrir síðustu kosningar, er
nefnilega ekki alveg sáttur við
hvernig hann og Framsókn
urðu viðskila í lífinu. „Auðvitað
hefði ég viljað halda áfram í því
starfi sem ég var í,“ segir hann,
„ég væri þá löngu kominn á
þing...“ lóa
Börnin öll samankomin með föður sínum í tilefni af útskrift eldri sonarins en hann lauk lagaprófi frá HÍ í sumar.
F.v. er Eva sem stundar nám í FB, þá Björn, Brynja sjúkranuddari og Aron sá yngsti.