Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 6
18 - Föstudagur 1. ágúst 1997 |Dagvtr-®bratm LIFIÐ I LANDINU Nánari útskýringar fyrir klifr- ara; það er jökulsorfin skál milli fjallanna, í hana miðja kemur berggangur sem brotnar og í kringum hann er veikara berg sem kemur eins og kletta- drangur fram í skálina. Pennan berggang klifu félagarnir, kom- ust á topp drangsins og þurftu að síga niður. „Þarna kemur það glöggt í ljós að við erum ekki að sækjast eftir toppi fjalls- ins, heldur toppi leiðarinnar," segir Jökull. Aðspurður um hvers vegna þeir hafi ráðist í það að klífa þennan berggang segir Jökull að mikill hörgull sé á góðu bergi, ísland sé ungt land og eldfjallaeyja, og allt berg sé mjög laust í sér. „Traustasta bergið hér er gígtappar og berggangar. Við leitum að þessu bergi og bestu klifurstað- ir á íslandi eru á þeim stöðum. Þessi tiltekni berggangur er þó sérstakur því hann er miklu stærri en þeir sem hingað til hafa verið klifnir. Hann er alla- vega berggangur bergganganna á Norðurfandi.“ Brautryðjendastarf Jökulf er frá Klængshóli í Skíða- dal og segir að drangurinn hafi verið fyrir augunum á honum alla sína hunds- og kattar tíð. „Hann hefur alltaf verið ákveð- ið markmið en rétta stundin hefur aldrei fundist. Drangur- inn lítur rosalega út og ég átti alltaf von á miklum erfiðleikum við þetta klifur. Við Stefán drif- um þó í þessu núna og þegar á reyndi var þetta þægilegt klifur og gekk vel.“ Það þarf að vera í góðu formi að sögn Jökuls til að stunda áhugamál sem þetta. Þessi ferð hafi t.d. byrjað á tveggja tíma göngu þar sem þeir hafi borið mikinn og þungan búnað á bak- inu. Þá hafi tekið við 200 metra brött snjóbrekka þar sem beita hafi þurft ísöxum og síðan hafi Stefán leiðir hér fyrstu spönnina í leiðinni, upp miðjan dranginn. „Þeir sem klífa Ev- erest vilja komast á tindinn en þeir sem stunda fjallaklifur sœkjast eftir erfið- leikum í klifrinu sjálfu, “ segir Jökull Bergmann jjalla- klifrari. Jökull og Stefán Steinar Smárason tilheyra ákveð- inni klifurelítu á íslandi, þ.e. þeir eru virkir fjallaklifrar- ar með samtals 20 ára reynslu og hafa klifrað út um allan heim. Um daginn var þó ný leið og óþekkt sem beið þeirra. Ferð á Kerlingu í Svarfaðardal. Berggangur bergganganna Ekki þó beint á Kerlingu heldur lá leiðin að berggangi mitt á milli Kerlingarinnar og Stólsins. Eftir 8 tíma klifur var slakað vel á þegar toppnum var náð. Stefán með fagnaðarvindilinn. klifrið tekið við. „Það sem var þó erfiðast þarna var að við vorum að setja upp nýja leið, fara þetta fyrstir allra, og leiðin var því algerlega lokuð bók. Við bara byrjuðum að klifra og þurftum að feta okkur áfram. Þetta þurfa næstu klifrarar ekki að gera. Þeir geta farið þarna upp og vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Þeir hafa nefnilega leiðarlýsingu og vita nánast hverja hreyfingu." Jökull og Stefán þurftu hins vegar að hafa með sér mikinn útbúnað þar sem þeir vissu ekkert hvað þeir voru að fara út í. „Með því að fara þetta fyrstir þá erum við búnir að skilja eftir leið fyrir aðra klifr- ara. Þetta er því brautryðjenda- starf og gaman eftir á, þvf í framtíðinni vita klifrarar alltaf hver fór leiðina fyrstur." 14 tímar til og frá bíi Þeim gekk eins og í sögu. „Klifrið var ekki of Iétt óg ekki of erfitt. Við erum búnir að lclifra mikið og erum vanir þannig að þetta var bara skemmtilegt. Það sem tók mest- an tíma var að græja leiðina en í allt tók ferðin 14 tíma til og frá bíl.“ Til að fólk átti sig betur á klifrinu hjá Jökli og Stefáni þá er berggangurinn 150 til 170 metra hár. Það gerir hann að einni lengstu fjölspannaklifur- leið á íslandi. (Ein spönn er ein línulengd en hún er 50 metrar. Þessi Ieið er því íjöldspannalcið því hún er margar spannir). Þegar erfiðleikastuðull leiðar- innar er metinn þá er hann 5.7, þ.e. stuðullinn byrjar á 5.1 sem er labb, 5.6 er svolítið brölt og klifur, 5.7 er aðeins erfiðara og 5.10 er fyrir vel þjálfaða klifr- ara. Jökull segir að þó að leiðin sé aðeins metin á 5.7 þá sé hún að mörgu leyti erfiðari vegna þess hversu alvarlegs eðlis hún sé, bæði vegna hæðarinnar og það hversu afskekkt hún sé. Lokaverkefnið hjá Jökli og Stefáni var að nefna leiðina. „Við ákváðum að gefa henni nafnið Kerlingareldur. Það er gamalt íslenskt heiti á púður- kerlingu, eða gorkúlu, og þar sem fjallið er Kerling og leiðin leit út fyrir að vera erfiðari en hún reyndist vera, hálfgert púð- ur, gat þetta ekki passað betur.“ hbg Jökull leggur þungklyfjaður af stað í aðra spönn en eins og sést eru menn með mjög mikinn útbún- að þegar um fyrstu uppferð er að ræða því þá eru erfiðleikarnir ókunnir. Þessi mynd er tekin í mynni Kerl- ingardals og sýnir bergganginn mjög vel þar sem hann rís tæpa 170 m upp úr snjónum fyrir miðju. Leiðin liggur upp hann beint fram- an á.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.