Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 3
|Dagur-'3Kmhm Föstudagur 1. ágúst 1997 -15 LIFIÐ I LANDINU Guðmundur Andri Thorsson söngvari Spaða segir tónlistina hafa verið tómstunda- gaman frá því ein- hvern tímann fyrir Krist. Hljómsveitin Spaðar gaf út geisladiskinn Ær og kýr fyrir nokkru sfðan. Hljómsveitina skipa nokkrir þekktir einstaklingar ásamt Guðmundi Andra, m.a. Gunnar Helgi Kristinsson stjórn- málafræðingur, sem spilar á harm- onikku og píanó, og Asgeir Óskars- son trommuleikari sem sér að sjálf- sögðu um þá hlið mála í hljómsveit- inni. Eins og sumir hittast og spila bridds „Við stofnuðum aldrei hljómsveit- ina. Þetta er bara búið að vera tóm- stundagaman hjá okkur frá því ein- hvern tímann fyrir Krist,“ segir Guðmundur Andri. „Hljómsveitin er kunningjahópur úr menntaskóla sem hittist af og til og spilar saman eins og sumir spila bridds. Þetta er hugsað þannig. í raun svona einka- samkvæmi. Ekkert skipulagt, hitt- umst bara og spilum, síðan eru sumir að semja lög, þá þarf auðvit- að að búa til texta fyrir lögin og þegar það er búið þarf að gera eitt- hvað við afraksturinn." Hann segir þurfa að vera mark- mið með æfingunum..... en samt eru æfmgarnar aðal markmiðið hjá okkur. Ánægjan í kringum þetta er nefnilega sú að músikera saman. Bíð- um eftir freistandi tilboði En hvernig er tónlistin sem Spaðar spila? „Það er erfitt að lýsa því. Þetta eru gömlu dansarnir. Við leikum ekki á rafmagnshljóðfæri. Við spil- um dálítið af þjóðlögum frá Balkan- skaganum og einnig gyðingatónlist. Svo er þetta líka eigið efni undir einhverjum slíkum áhrifum. Eigum við ekki bara að segja að þetta sé heimstónlist. Það er tískufrasinn.“ Aðspurður um útgáfutónleika segir Guðmundur Andri að þeir hafi þegar verið haldnir. „Við héldum einn konsert í Hlaðvarpanum sem við auglýstum ekki og það var allt markaðsátakið. “ Hvað með að troða upp um verslunarmannahelgina? „Hingað til hafa okkur ekki bor- ist neinar beiðnir frá skipuleggjend- um útihátíða, að við spilum þar. En við bara bíðum eftir freistandi til- boði. Það væri athyglisverð reynsla.“ hbg Hún heldur þessu gangandi. En okkur finnst hins vegar mjög leiðinlegt að koma fram og ger- um það helst ekki ótilneyddir. Ef það gerist þá er það bara á nokkurra ára fresti og við auglýsum aldrei tónleika. Við erum nefnilega ljósfælnir.“ Æfum eingöngu í kringum upptökur Hljómsveitin er mann- mörg, telur tólf í allt, og að sögn Guðmundar Andra koma menn og fara eftir því sem legið hefur á. „Menn hafa far- ið til útlanda í nám, lent í starfi þar sem þeir hafa ekki mátt vera að því að æfa eða lent í barnauppeldi. En þetta er frekar stór hópur þannig að menn skiptast á. Kjarninn er samt alltaf sá sami.“ Spaðar æfa sáralítið og þá eingöngu í kringum upptökur. „Við æfum og gefum út efni, leggjumst síðan í dvala í nokkur ár og tökum upp þráðinn að nýju.,“ segir Guð- mundur Andri. „Við höfum gefið út þrjár spólur fram að þessu og vor- um að hugsa um að halda spóluút- gáfunni áfram en þar sem það kost- ar nánast það sama að gefa út geisladisk ákváðum við að hafa þetta disk í þetta sinn.“ Gunnar Helgi. Guðmundur Andri Eitt stykki Clooney-klippingu, takk Leikur 2 'A * Grín og glens 3 * Myndin 3 * Ég hef það eftir ábyrgri hár- greiðslukonu í höfuðborginni að þar hefðu ungir menn komið og beðið um ákveðna klippingu. Það var klipping eins og George nokkur Clo- oney ber. Hann er leikari sem gerði garðinn frægan í Bráðavaktinni og tókst honum auðveldlega að bræða nokkur kvennmannshjörtu, hér á landi sem og annarsstaðar. Hver man ekki eftir að hafa sett brilljan- tín í hárið þegar Grease var sýnd „nokkrum" sinnum á íslandi. Strák- ar, ekki hætta að biðja um Clooney- klippingu. En hvað um það. Hann er flottur og ekki er mótleikarinn hans í myndinni One fine day síðri. Enginn önnur en Michelle Pfeiffer, stórglæsileg að vanda. Það var ein- mitt myndin sem ég sá í vikunni sem leið. Ég velti því aðeins fyrir mér áður en ég sá myndina hvort fegurðin ætti að selja, þar að segja fegurð leikaranna (þó ekki Charles Durning) en ekki myndin sjálf. Nú, þá kom einnig upp í hugann að Lára Ingalls í Húsinu á sléttunni var ekki fríð en fegurðin kemur víst að innan eins og sannaðist í þeirri þáttaröð. Hvað er ég kominn út í? Nei, reyndin var önnur, bráð- skemmtileg mynd, skemmtilega væmin. Clooney klikkaði ekki, hann er flottastur. Söguþráðurinn virk- aði ekki vel á mig í aug- lýsingum blaðanna. En það kom á daginn að hann var ekki sem verstur. Clooney lék blaðamann og skal fólk ekki halda að heimur blaðamanna á íslandi sé í líkingu við hans í myndinni. Michelle hinn glæsilega (munið, fegurðin kemur að inn- an) lék konu á frama- braut og bæði höfðu þau lítinn tíma fyrir börn sín, enda var at- burðarásin um það. En allir voru hamingju- samir í lokin, eins og lög gera ráð fyrir. Þannig að niðurstaðan er fín mynd með ágætis leik, skemmtilegum krökkum og söguþráðurinn fínn. Kannski myndi framhald af þessari ganga vel upp, sem gerðist ekki hjá Júragarðinum að mínu mati. Ingalls-fjölskyldan í fullum skrúða Helgarpotturinn Ólafur Jóhann Ólafsson. Inirnir Davíð Oddson og Jón Steinar Gunnlaugs- son fóru kampakátir aftur í bæinn eftir að hafa mokað upp úr Svartá. Á þremur dög- um náðu þeir 25 löxum á stöngina sem þeir skiptust á með. Alls voru sex menn með Davíð óddson. þrjár stangir í hollinu og fengu þeir samtals 44 laxa. Auðvit- að voru Davíð og Jón Steinar bestir. Ungi, peni þulurinn í sjónvarpinu, hann Guðmundur Bragason sem ku hafa verið að læra stjórn- málafræði við Háskólann hefur nú vent kvæði sínu í kross og ætlar að gerast sjoppukaupmaður í Grafar- voginum. Hann og faðir hans eru að kaupa Foldaskála sem mun mala gull enda vel staðsettur í úthverf- inu... Það kvisaðist út í pottinum að Ólafur Jóhann Ólafs- son sæti við leikritasmíð. Verkið mun fjalla um gamallt fólk, enda er það skoðun margra að Ólafi láti einna best að lýsa lífi og þankagangi eldri borgara. Ein besta sagan í níu lyklum var einmitt um gamlan mann. Pottverjar höfðu einnig heyrt að mögulegur leikstjóri verksins yrði Andrés Sigur- vinsson. Það gaf mönnum tilefni til að hafa uppi getgátur um hverjir myndu leika. Komu þar fyrstir í hug- an Rolls Roycearnir Róbert og Rúrik, en þeir hafa áður unnið góða leik- sigra undir stjórn Andrésar í eftir- minnilegum Pintersýningum. Nú er bara spurningin hvor skrifi betri rull- ur fyrir karlana, Ólafur Jóhann eða Harold Pinter. Skagamaðurinn ungi, Bjarni Guðjónsson, son- ur landsliðsþjálfarans Guð- jóns Þórðarsonar, er nú kominn til Newcastle ásamt unnustu sinni Gígju Einars- dóttur frá Mýrum. Þau eru þegar farin að skoða húsnæði Bjarni og ætla að koma sér vel fyrir. Guðjónsson, Búast má við að næstu vik- urnar verði erfiðar þar sem Bjarni þarf að berjast fyrir tilveru sinni í Bretlandi. Hann stendur þó vel að vígi með öflugan stuðning pabba síns en þeir feðgar hafa náð fullum sáttum eftir ágreininginn í vet- ur. Iýliðinn á fréttastofu Sjón- varpsins, Gísli Marteinn Baldursson, hefur staðið í stórræðum. Þessi fyrrum Heimdellingur er að fjölga mannkyninu með sinni heitt- elskuðu Völu. Þá mun færast líf í kjallarann á Hringbrautinni Gísii Marteinn og hver veit nema Hannes Baidursson. Hólmsteinn leigusali taki að sér barnapíustörfin. 'T’ |

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.