Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Qupperneq 8
■^sg* *s- 20 - Föstudagur 1. ágúst 1997 |Dagur-®ímtmt LIFIÐ I LANDINU Ingibjörg og Ragna eru ánægðar í barstarfi sínu og ætla að vinna lengi við drykkina. Myn&. jhf Ingibjörg Sœvars- dóttir og Ragna Sölvadóttir hafa tjónkað við mis skemmtilega bar- gesti í um 15 ár. Þœr hafa lengi fylgst að. I g byrjaði á Bautanum og er búin að vera langmest I þar á ferlinum," segir jibjörg, einn eigenda hins £ja skemmtistaðar Kaffi Akur- H þar sem þær vinkonurnar ta nú. „Þar byrjuðum við gna líka að vinna saman. 5an fór ég í Hótel- og veit- |askólann og vanh á Óðinsvé tGullna hananum í Reykjavík. rjaði síðan árið 1987 aftur á itanum og var þar í Smiðj- iftir Hótel- og veitingaskól- lærði Ragna til þjóns í jðjunni (salur á Bautanum) á jreyri en flutti síðan suður Kvann á veitingastaðnum Við yarsíðuna. „Svo kom ég aftur ......— norður og var yfirþjónn á Sjall- anum í nokkur ár. Einnig var ég að vinna á Kaffi Ólsen í eitt ár.“ Skemmtun og vinna Núna er Ragna búsett fyrir sunnan en hefur verið að að- stoða vinkonu sína við að starta nýja staðnum. „Ég væri reyndar alveg til í að ílytja norður, ég er svo mikill Akureyringur í mér en ég verð fyrst að finna vinnu handa karlinum.“ - Er gaman að vinna á bar? „Þetta er fjölbreytt starf og maður þarf ekki að fara út að skemmta sér. Það er auðvitað enginn staður eins og stundum er rosalega gaman í vinnunni," segir Ragna. Og Ingibjörg: „Mér líst vel á þennan stað, hér er skemmtilegt fólk að vinna með okkur og jákvætt. Bæjarbúar hafa verið mjög duglegir að heimsækja okkur og það gerir þetta skemmtilegt." - Þið eruð báðar svo jákvœð- ar, fáið þið aldrei hundleið á þessu barstússi? „Nei, ég er búin að vinna við þetta í öll þessi ár og get ein- hvern veginn ekki slitið mig frá því,“ segir Ragna. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt inn“, segir Ingibjörg. „Það hefur t.d. orðið mikil breyting á þeim vínteg- undum sem við erum með. Hér áður fyrr var þetta meira vodka og kók en nú er þetta miklu fjölbreyttara." Fljótunninn bar -En vinnutíminn? „Jú, hann er náttúrulega oft ansi leiðinlegur, þegar ég var í „Ég er húin að vinna viðþetta í óll þessi dr og get einhvern veginn ekki slitið mig frd þvt. “ Sjallanum var ég að vinna allar hefgar, um jól og áramót og það er það erfiðasta. Núna er á flestum stöðum aðeins unnið aðra hverja helgi sem er miklu betra." Óg Inginbjörg: „Mér finnst líka þægilegt að eiga frí á virkum dögum, að vera ekki alltaf að vinna frá níu til sex. Maður er bara vanur þessu og líkar því vel.“ - Hajið þið spáð í hvernig er að eldast í starfinu? „Nei, maður er enn svo mik- ill krakki í sér,“ segir Ragna. „Það er ábyggilega ágætt, sér- staklega þegar þetta eru ekki bara barstörf eða að þjóna til borðs heldur blandað. Kaffi Ak- ureyri ætlar ekki einungis að vera helgarstaður heldur leggj- um við mikla áherslu á kaffi- húsastemminguna og viljum að fólk komi hingað til að slaka á yfir kaffibolla og góðum kök- um,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Við verðum ábyggilega ellismellir í þessu. Við þekkjum líka eina góða sem hefur verið í þessu í yfir 30 ár. Henni finnst alltaf jafn gaman.“ Tíminn er fljótur að líða þeg- ar mikið er að gera á föstu- dags- og laugardagskvöldum. „Það er eiginlega alveg stór- kostlegt. Maður er á fullu á barnum og allt í einu er öskrað, það er búið að loka.“ Þá brosa þeir líka - Og þeir allra leiðinlegustu, hvað tekst þeim að pirra ykkur mikið? „Maður lærir fljótt að dempa fólk niður. Það er bara að bíta nógu fast á jaxlinn og brosa. Það er það mikilvægasta að geta brosað að öllu.“ Svo brosa þær og segja „Það er alltaf eitt- hvað í gangi, ég veit ekki hvað hefur ekki komið upp á.“ - Bónorð og svoleiðis leið- indi? „Já, já, maður er að verða ágætis sálfræðingur,“ segir Ingi- björg og hlær. - En er ekki einhver ferleg pöntun sem er svo leiðinlegt að afgreiða? „Það getur verið tímafrekt að gera mikið af skotum sem eru vinsæl núna. Og jú, B52 er reyndar dálítið erfiður en ann- ars er þetta allt saman voða fljótlegt þegar maður er vanur.“ - Hver er uppáhaldsdrykkur- inn? „Eigum við ekki að segja Grandinn og rauðvín með mat“, segir Ragna. „Það eina sem mér finnst gott er hvítvín", seg- ir Ingibjörg. -mar

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.