Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 11
ílagur-tEmrám Föstudagur 1. ágúst 1997 - 23 + .4..M I ur leir í plastið Hulda Ágústsdóttir hefur lifað af því að hanna og búa til skartgripi í tvö ár. Svo vel hefur grip- unum verið tekið að í haust verður farið að selja þá í New York og Gamla Stan í Stokkhólmi. Mér finnst að skartgripur eigi að vera litskrúðug- ur og stór og passa við litarhátt fólks, lyfta því svolítið upp og gera eitt- hvað fyrir það. Skart- gripur getur allt eins verið punkturinn yfir i-ið í útliti fólks eins og jakki eða blússa. Ég prófa allt á sjálfri mér heima. Ég hætti við hug mynd ef hún er ekki áhuga- verð. Ég fæ fullt af hugmynd- um sem ég nota ekki,“ segir Hulda Ágústsdóttir skartgripa- hönnuður. Huida lærði myndlist og mál- un í Frakklandi í íjögur ár og var svo eitt ár í nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Hún ætlaði alltaf að verða málari en varð að fara í níu til fimm vinnu eftir námið til að hafa ofan í sig og á. Fyrir tíu eða tólf árum fór hún að búa til og selja skartgripi samhliða vinnunni. í dag hefur hún lifað á þvf í tvö ár að búa til skartgripi úr plast- slöngum, vírum, poly- ester resin, pappírs- massa, glerperlum, pall- íettum, sjávarfangi og ótal fleiri efnum. Karfahreistur í „steinunum“ „Ég byrjaði á því að vinna skartgripi í leir. Síðan þróaðist það áfram. Eftir að ég hætti í leirnum fór ég að vinna úr vír- um og pappamassa, síðan þró- aðist það yfir í plastslöngur. Ég fór að leika mér með þær, setja silki inn í þær og á endanum að mála þær með pensli að inn- an. Þannig geri ég það oftast í dag,“ segir Hulda. Hún gerir stór og áberandi hálsmen úr plasthólkum, ýmist með boltum á milli eða plast- „Mér finnst að skartgripur eigi að vera litskrúðugur og stór og passa við litarhátt fólks, lyfta því svolítið upp og gera eitthvað fyrir það,“ segir Hulda. Hún prófar allt á sjálfri sér fyrst. Hulda Ágústsdóttir býr til mjög sérstaka og áberandi skartgripi úr plasthólkum og vírum og selur í Kirsuberja- trénu við Vesturgötu. Hún býr til hálsmen úr plasthólkunum og segir að allir taki þeim með opnum huga. Mynd-.E.a hólkum límdum inn í stóru hólkana. Hún steypir líka stóra hringi úr polyester-efni úti á svölum hjá sér og notar alls kyns efni inn í „steinana“ til að mynda mynstur, til dæmis litað karfahreistur. Sem mót notar hún leikfangakubba mæliskeiðar og þess háttar. Svo setur hún herði eða litarefni út í, hrærir og lætur storkna. Stundum gerir hún líka skart- gripi úr sjávarfangi, til dæmis þangi, kuð- ungum eða hörpuskel. „Mér finnst allt spenn- andi. Það er ekkert eitt sem heillar mig. Ég er mjög mikið að gramsa í búðum eða úti í náttúrunni og leita að hinu og þessu. Ef ég sé að ég get gert eitthvað sniðugt úr einhverju efni þá kaupi ég það. Ég sé ekkert endilega al- veg strax hvað ég ætla að gera við það. Ég bíð þá bara og bý svo kannski eitthvað til úr því eftir tvö ár. Þannig var ég til dæmis búin að vera með þessa hólka inni í hillu í tvö ár,“ segir hún. Fólk er opið fyrir gripunum Skartgripagerðin fer algjörlega eftir því í hvernig skapi Hulda er, hvort hún hefur gripina sína litla og einfalda eða stóra og litríka, hvort held- ur það er um hálsmen, hringa eða eyrnalokka að ræða. Hún fær oft bestu hug myndirnar þeg- ar hún er að vinna og þá er um ákveðna þróun að ræða. Að undanförnu hef- ur hún verið að gera einfalt hálsmen úr lituðum plasthólk- um sem tengdir eru saman með minni plasthólkum en nú langar hana að búa til marg- falt hálsmen úr plast- hólkum, kannski svolítið svipað og marg- földu háls- menin sem kon- ur í Afríku _ bera. Það er margt að gerast hjá Huldu, hún verður með sýningu í Listasafni ASÍ í haust og fer í Kjarvalsstofu í París á næsta ári. Tvær konur hafa haft sam- band við hana og beðið um að fá að koma gripunum hennar á framfæri, önnur í New York og hin ætlar að selja þá í búðinni sinni á besta stað í Gamla Stan í Stokkhólmi. En hvernig skyldi þessum óvenjulegu grip- um vera tekið? „Mér finnst fólk vera opið fyrir óvenjulegum skartgrip- um. Þegar ég fór að framleiða fyrir búðina þurfti ég að minnka gripina, ég mátti ekki bara vera með risastóra hluti. Þeir þurfa að vera í mis- munandi stærðum. Svo tekur tíma að láta fólk vita af sér. Mér finnst ég finna að áhuginn er að aukast. Fólk er farið að vita af þessu,“ svarar hún. -GHS Síðan er unnin í sam- ráði við Handverk og hönnun. Hulda steypir hringi í leikfangakubbum og mæliskeiðum og svo setur hún gjarnan eitthvað inn í „stein- inn“, til dæmis litað karfahreistur.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.