Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 12
24 - Föstudagur 1. ágúst 1997 Skin söngkona Skunk An- ansie. Vinsæld- ir hennar og félaga á íslandi vekja athygli í Bretlandi. Til marks um hversu vort litla land, ís- land, er í mikilli tfsku í Bretlandi þessa dagana, má segja frá því að ýmis virt rit þar í landi eru farin að nefna okkur sérstaklega þegar vinsældir einstakra tónlistarmanna eru annars vegar. Það þykir tii að mynda fréttnæmt í bresku rokkpressunni í síðustu viku, að Skunk Anansie er ein vinsælasta ef ekki sú allra vinsælasta hljdmsveitin á íslandi um þessar mundir. Plata sveitarinnar, Stoosh og smáskífulagið Brezer (Weep) hafi bæði náð á toppinn, sem væri merkilegt. Er gaman að þessu, en svip- aða sögu er reyndar líka að segja víðar í Evrópu hvað vinsældir Skin og félaga snertir. Hefur Stoosh t.d. náð gullplötu- sölu í Noregi, Danmörku, á Ítalíu og Hollandi auk að sjálfsögðu hérlendis. í um samtals 10 evrópulöndum er platan svo ennþá meðal þeirra 30 mestseldu. Heima á Bretlandi hefur platan síðan líka gengið vel, selst í vel rúmlega 300.000 eintökum. Það má annars segja um vinsældir Skunk á íslandi, að þær hafa byggst upp jafnt og þétt frá útgáfu fyrri plötu sveitarinnar, par- anoid & sunburned 1994, til Stoosh, sem kom út seinni hluta árs 1996 og náð svo vissu hámarki með tónleikun- um í Laugardalshöllinni fyrr í sumar. Tókust þeir sem kunnugt er mjög vel, þannig að flest hefur lagst á eitt Skunk Anansie í hag á íslandi. Upprisa Ein af þeim sveitum sem tvímælalaust áttu sinn þátt í að móta rymrokkbylgj- una, sem að mestu hefur verið tengd og kennd við Seattle, var Jane’s Addiction með hinn furðulega en jafnframt bráð- sniðuga söngvara, Perry Farrell í farar- broddi. Hún kom frá Los Ange- les og gerði garðinn frægan á árunum 1984 til 1990 með stórmerkum plötum á borð við Nothings shocking og Ritual de lo habitual. Auk Farells, sem frá því Jane s Adicction hætti um 1991 hefur starfrækt aðra góða sveit, Porno for Pyros, skartaði sveitin um tíma Dave Navarro, er síðar varð og er enn eftir því sem best er vitað, gítarleikari í Red hot chili peppers. Nú berast þær fregnir að Farrell, Navarro og fólagar í JA, hafi í hyggju að koma fram að nýju. Er stór og mikil tón- leikaferð um heim allan í bí- gerð í haust og mun ekki loku fyrir það skotið að einhvers lags útgáfa fylgi í kjölfarið. Á sama tíma og þetta gerist ger- ast háværar þær raddir að Red hot chili peppers sé að liðast í sundur. Það að bassaleikari sveitarinnar og félagi Navar- ros, Flea, muni að öllum lík- indum verða með á tónleika- ferð JA, þykir auka líkurnar enn frekar á að svo fari. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem slíkt enda- lokstal kemur upp um pönkrokkarana vinsælu, þannig að of snemmt er að full- yrða neitt um hvað verður. Jane’s Addiction aftur að komast á kreik. Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson ©agur-Œímhm Island, Evrópa og Skunk Anansie Sómarokk frá Soma Nú í sumar hafa í það minnsta litið dagsins ljós tvær fram- sæknar og kraftmiklar rokkplötur, sem eiga það sam- eiginlegt að vera með bráðung- um hljómsveitum. Þar er ann- ars vegar átt við Crippled playt- hing með hinni akureyrsku sveit Gimp, en sú sveit hefur aðeins verið til í um hálft ár og hefur verið fjallað um hana hér á síðunni fyrr. Hins vegar er hér um að ræða hina sunn- lenskættuðu sexmannasveit, Soma, sem aðeins hefur verið til í um ár og gaf út sína fyrstu plötu, Föl, fyrir nokkrum vik- um. Sveitina skipa Guðmundur Árnason söngvari og gítarleik- ari, Snorri Gunnarsson stefgít- arleikari, Jónas Vilhelmsson trommari, Kristinn Arnarsson bassaleikari, Þorlákur Lúðvíks- son hljómborðsleikari og Hall- dór Hrafnsson taktgítarleikari. Nokkuð íjölmenn af nútíma- rokksveit að vera, en nýtir sín ekkert verr fyrir það. Kjarnríkt, stundum af „jaðarsætt", (alt- ernative) stundum með pönk- ívafi eða jafnvel fönktilbrigðum, er á nokkurn hátt hægt að lýsa því sem platan, Föl, hefur að geyma. Samtals eru lögin 13, allt saman frumsamdar smíðar og með ÍSLENSKUM textum, sem ekki er svo algengt hvað þessa tegund tónlistar áhrærir. Eru þessir textar bara bærileg- ir, draga upp litlar lífsmyndir sumir hverjir, en flestir eiga það sameiginlegt að vera held- ur dökkir. En hvað sem því líð- ur má segja um sexmenningana í Soma, að þeir hafa skapað glettilega góða hluti á ekki lengri starfstíma, sem rísa vel yfir meðallag Soma gerir góða hluti á sinni fyrstu plötu, Föl, og er ungur aldur þar ekki greinanlegur. Rappseiður Þeir eru margir sem óska þess í tónlistarheiminum, að rapp- ið/hip hopið og þá sérstaklega sá angi þess sem nefndur hefur verið ribbaldarapp (Gangsters rap) líði sem fyrst undir lok. Og e.t.v. ekki að ástæðulausu í ljósi morða sem tengjast því á boð- berum þess, Tupac Shakur og Notorious B.I.G. Rappið heldur samt áfram velli, en með nokk- uð mýkri ásýnd. Þar spilar helst inn í að „austurstrandarrappið" svonefnda, aðallega kennt við New York hefur átt vaxandi byr að fagna, en jafnframt því að vera viðmótsþýðara, er það nokkuð melódískara en ribb- aldarappið, sem miðstöð hefur haft á Los Angelessvæðinu. Eitt besta dæmið um vöxt og við- gang austurstrandarrappsins nú er Fugees, en líka má nefna ungherjann NAS m.a. Meðal brautryðjendanna eru hins veg- ar fyrirbæri á borð við De la so- ul, A tribe called quest og síðast en ekki síst, Junglc Brothers. Komu þessar sveitir fram fyrir um tíu árum og kallaðist þessi rappbylgja, Native tongue mo- vement, eins og frægt er orðið. Jungle brothers hafa ekki um nokkra hríð látið á sér kræla, en nú nýverið sendu þeir frá sér nýja plötu, Raw deluxe, sem tíðindum þykir sæta. Þarna eru Mike G. og félagar, á fornum slóðum, en njóta krafta við end- urhljóðblandanir m.a. yngri hetja á borð við Sterio MC's. Úr verður seiðandi rappréttur, sem hefur sína ádeilumynd, en er ekki ofbeldishvetjandi né frá- hrindandi. Jungle brothers sýna gamla takta á nýju plötunni, Raw deluxe. rJ » I. H T A l tXMItl? C&Iim

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.