Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 4
16 - Föstudagur 1. ágúst 1997 3i.tgur-Œmtimt UMBUÐALAUST Þá hló marbendill lllugi Jökulsson skrifar Mikið grín á sér nú stað þessa dagana og snýst um blaðaútgáfu á ís- landi. Mætti kannski halda því fram að ekki væri vanþörf á, þar sem íslensk blöð hafa sjald- an verið beinlínis aðframkomin af kímnigáfu, og því skyldi mað- ur ætla að ekki sakaði svolítill húmor og grfn. Nú er það að vísu svo að einn helsti þátturinn í þessu blaðaútgáfugríni felst í því að leggja niður einmitt það blað þar sem helst hefur orðið vart við dálitla kímnigáfu síð- ustu árin, en það er Alþýðu- blaðið. Alþýðublaðið er nú að deyja drottni sínum, ásamt Vikublaði Alþýðubandalagsins, og grínið felst í því að okkur er tjáð að blöðin séu að renna saman við Dag-Tímann og ætl- unin sé að úr verði nýtt og öíl- ugt dagblað félagshyggju- og samvinnufólks, eins og það er orðað af grínistunum. Síðast í ellefufréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi birtist grínistinn Sig- hvatur Björgvinsson og fór með gamanmál af þessu tilefni; hann sagði sem svo að samruni blaðanna væri hvorki meira né minna en merkasti atburðurinn í samrunasögu vinstri hreyfing- arinnar í landinu. Og þá hló marbendill bæði hátt og lengi, en því miður var grínið svo djúpt að ég er ekki viss um að allir aðrir hafi almennilega skil- ið það. Einna verstur var grun- urinn um að kannski skildi háð- fuglinn Sighvatur ekki alveg sjálfur þau gamanmál sem hann fór þarna með. Sannleikurinn virðist vera sá að engan veginn er verið að sameina einhver blöð á vinstri vængnum, eins og látið hefur verið í veðri vaka. Pað sem er að gerast er einfaldlega það að bæði Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið hafa samþykkt að leggja niður þau blöð sem flokkarnir hafa staðið að til þessa. í staðinn fyrir að láta blöð sín deyja fá flokkarnir dá- lítið af peningum frá Frjálsi fjölmiðlun, fyrirtæki Sveins R. Eyjólfssonar og fleiri, og vænan skammt af loforðum um að Dagur-Tíminn verði efldur verulega í kjölfarið. Engin önn- ur merking virðist vera í öllu því tali um svokallaðan „sam- runa“ blaðanna á vinstri vængnum sem helst hefur yfir oss síðustu daga. Sighvatur og Margrét Frímannsdóttir eins og lítil börn Verði Dagur-Tíminn öflugri og markvissari íjölmiðill en fram að þessu - því nokkuð hefur háð honum óvissa í framsetn- ingu og reikul markmið, þrátt fyrir ágæta spretti - þá er ekk- ert nema gott um það að segja. Það er heldur ekkert nema gott um það að segja, í sjálfu sér, að þeir Sveinn R. Eyjólfsson, Eyj- ólfur sonur hans og aðrir for- kólfar Frjálsrar ijölmiðlunar skuli reyna að skapa Degi-Tím- anum öruggari rekstrargrundvöll. Það er í alla staði eðlilegt sjónarmið þeirra að losa Dag- Tímann við keppi- nautana Alþýðu- blaðið og Viku- blaðið, því þótt hvorugt blaðið hafi beinlínis haft fjöldaútbreiöslu munar þó um kaupendur þeirra, ef þeir fara nú að kaupa Dag- Tím- ann allir sem einn. Og vonandi er auð- vitað að þeim feðg- um lánist að styrkja Dag-Tím- ann; það hefur svo sem flest orðið að gulli sem þeir koma nálægt nú þegar. En hitt er óneit- anlega dálítið fyndið að sjá bæði Sighvat Björgvins- son og Margréti Frímannsdóttur koma fram í ljöl- miðlum eins og lítil börn, sem fullorðna fólkið hefur leikið á, og halda því fram að nú eigi sér stað samruni blaðanna á vinstri vængnum. Og ég get einhvern veginn ekki varist þeirri til- hugsun að ef það er stórkost- legasti atburðurinn í sögu væntanlegrar sameiningar á vinstri væng stjórnmálanna að tveir flokkar leggi niður blöðin sín til þess að auðvelda Sveini R. Eyjólfssyni og syni hans að græða peninga á sínu blaði, þá muni sú saga hvorki verða ýkja löng né glæsileg. Kannski flokk- arnir ætli þá næst að biðja eitt- hvert stórgróðafyrirtæki úti í bæ um að stofna fyrir sig stjórnmálahreyfingu félags- hyggju- og samvinnufólks, úr því þeim hefur mistekist næst- um jafn illilega í atkvæðaveið- um og blaðaútgáfu. Vonandi græða Sveinn og Eyjólfur fullt af peningum! Það kann reyndar að vera að þessi síðasta hugmynd hafi nú þegar hvarílað að einhverjum, og þyki hreint ekki fráleit, en látum það liggja milli hluta í bili. Bæði Sighvatur og Margrét koma alveg bláeyg fram í sjón- varpsviðtölum og þylja þá kennisetningu sína og nútímans að flokkar eigi ekki að koma nálægt blaðaútgáfu og því selji nú flokkarnir blöðin sín, og þau gera meira að segja enga kröfu um að fá neitt í staðinn, annað en velvilja Sveins og Eyjólfs og loforð þeirra um að Dagur- Tíminn verði nú öflugt mótvægi á vinstrivængnum við ofurefli hægri pressunnar - en ætli DV verði ekki að teljast til hennar, þótt það hlaupi nú reyndar út undan sér í allar áttir ef svo ber undir. DV er eins og allir vita helsta flaggskip þeirra Sveins og Eyjólfs munu því tefla við sjálfa sig að verulegu leyti í þeirri framsókn félagshyggju- og samvinnumanna á blaðamark- aðnum, sem nú er boðuð. Vitaskuld er það rétt í sjálfu sér að stjórn- málaflokkar eigi ekki að vasast um of í blaðaút- gáfu. Þar eiga fagleg sjónarmið að ráða, eins og bæði Sighvatur og Margrét eru búin að læra utanbókar. Og þótt eftirsjá verði að Alþýðublaðinu verð ég ein- faldlega að vona að fagleg sjón- armið fái að ráða á Degi-Tím- anum og það muni nægja þeim Sveini og Eyjólfi til þess að græða fullt af peningum. En reyndar eru nú þegar blikur á lofti. Því þótt það sé mjög skiljan- leg afstaða hjá Frjálsri Ijölmiðl- un í voru markaðsþjóðfélagi að kaupa af sér keppinauta þegar fyrirtækið ætlar að leggja end- anlega undir sig markaðinn fyr- ir svokallaða vinstri blaða- mennsku, þá á ég erfitt með að kalla þær aðfarir beinlínis fag- legar, eða eigi mikið skylt við frjálsa samkeppni. Og svo er annað sem Frjáls fjölmiðlun er líka að dunda sér við þessa dagana, um leið og Alþýðu- flokknum og Alþýðubandalag- inu er mútað með nokkrum milljónum til að leggja niður blöðin sín svo fleiri kaupi Dag- Tímann og þetta er kallaður samruni - það er annað sem fyrirtækið er líka að fást við og það er einmitt hinn þátturinn í því blaðagríni sem nú stendur sem hæst. Og sé fyndnin í sam- bandi við dauða Alþýðublaðsins og Vikublaðsins nokkuð blend- in, þá er hún beinlínis hrás- lagaleg í sambandi við Helgar- póstinn. Sitt er hvað: frjáls fjölmiðlun og Frjáls fjölmiðlun Helgarpósturinn hefur verið býsna umdeildur þennan vetur- inn og aflað sér öflugra óvina en fárra vina. Raunar er það svo að ég heyri ótrúlegustu menn hlakka yfir erfiðleikum hans og virðast furðu margir eiga sér það persónulega kappsmál að hann hætti að koma út. Ritstjóri Helgarpósts- ins myndi efiaust segja sem svo að nú væri Jón Ólafsson að sýna klærnar eftir að blaðið hefur gagnrýnt hann vægðarlít- ið síðasta misserið og sé sú raunin virðist nokkuð til í því hjá blaðinu að Jón sé kominn með áhrif á hinum óvæntustu stöðum. Hitt er óumdeilt að Jón á hlut í Frjálsri ijölmiðlun þeirra Sveins og Eyjólfs en það fyrirtæki hefur nú beitt sér með ansi einkennilegum hætti til þess að koma Helgarpóstinum fyrir kattarnef. Þeir sem nú eru að leggja niður blöðin sín fyrir Svein og Eyjólf í trausti þess að þeir séu talsmenn hinnar óskeikulu fagmennsku í Ijöl- miðlun, þeir mættu aðeins Kannski flokkam- hugleiða hvaða fagmennska er í því fólgin að kaupa hlut í blaði eins og Helgarpóstin- um og afhenda þann hlut síðan Ámunda Ámundasyni. Með fullri og djúpri virðingu fyrir Ámunda Ámundasyni og hans margvís- legu hæfileik- um, sem vafa- laust eru ein- hverjir, þá get ég nú ekki talið þennan hráskinnaleik, sem snýst augljóslega um það eitt að keyra Helgarpóstinn um koll, til merkis um mikla fagmennsku. Ég á að vísu erfitt með að trúa því að þeir feðgar Sveinn og Eyjólfur séu taglhnýtingar Jóns Ólafssonar, en hvað vakir fyrir þeim með aðförinni að Helgar- póstinum veit ég ekki. Sé Helg- arpósturinn í erfiðleikum ætti hann að fá að vinna sig út úr þeim sjálfur, eða ella fara heið- arlega á hausinn. Framferði þeirra feðga nú, með því að kalla til af öllum mönnum Ámunda Ámundason, get ég ekki talið með nokkru móti fag- mennsku, né heldur djúpa virð- ingu fyrir frjálsri samkeppni, og það sem verst er - þetta mun ekki verða frjálsri Ijölmiölun, með litlum staf, til framdráttar þó Frjáls Ijölmiðlun, með stór- um staf, kunni að gera ein- hvern bissniss. ir cetli þd ncest að biðja eitthvert stór■ gróðafyrirtceki úti. bce um að stofna fyrir sig stjórn- mdlahreyfingu fé- lagshyggju- og samvinnufólks. Pistill Illuga var fluttur í morgunútvarpi Rásar 2 í gœr. „Ég get ekki varist þeirri tilhugsun að ef það er stórkostlegasti atburðurinn í sögu væntanlegrar sameiningar á vinstri væng stjórnmálanna að tveir flokkar leggi niður blöðin sín til þess að auðvelda Sveini R. Eyjólfssyni og syni hans að græða pen- inga á sínu blaði, þá muni sú saga hvorki verða ýkja löng né glæsileg."

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.