Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 10
22 - Föstudagur 1. ágúst 1997 íDctgur-®ótmm Nýjasta dellan, afr- ískar hárfléttur, fara eins og eldur í sinu um landið og allar konur keppast við aðfá sér fléttur í hárið. Ragna Lóa Stefánsdóttir, 30 ára, og Saga Jóns- dóttir, 16 ára, voru með þeim fyrstu til að láta flétta hárið. Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari meistaraflokks KR, hefur verið með afrískar fléttur í hárinu í sumar. Hún er ánægð með hárið því að hún þarf lítið að gera til þess að það sé smart en viðurkennir þó að það sé þungt í fótboltanum. Mynar. e.úi. WWW.ISLANDIA.IS/ARGENTINA/ Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is umboðsmenn um land alft ALLT UM ARGENTÍNU fullt við hárið á mér. Núna eru þessar fléttur inni, það eru allir að láta flétta sig en ég ætla að fara að láta taka flétturnar úr mér,“ segir Ragna Lóa Stefánsdóttir, rúmlega þrí- tugur þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR og leikmaður með liðinu. Alltaf flott Ragna Lóa er með ljósbrúnt hár langt niður á bak og hefur verið með flétt- urnar í hárinu í einn og hálfan mánuð. Hún hefur verið Ijós- hærð í mestallt sumar því að ljós gervihár eru fléttuð saman við. Ragna Lóa hefur verið mjög ánifífrft með hárið á sér. sérstak- „Ég hef aldrei gert neitt sem hefur vak- ið jafn mikla at- hygli og þessar fléttur. Pað þarf mikið hugrekki til að gera þetta en það höfðaði til min. lega vegna þess hve lítillar um- hirðu það þarfnast og er alltaf jafn flott, sama hvað gengur á. Hún segist rétt þurfa að smeygja teygju um hárið og þá líti hún vel út. „Þetta er mjög þægilegt en kannski svo- lítið óþægilegt líka. Það þarf lítið að hafa fyrir hárinu svona, maður þarf sjaldan að þvo það og aldrei að blása eða krulla. Hárið virkar þess að mjög mikið vegna gervihár er fléttað saman við. Ég er með þrefalt mitt hár núna og það er auðvitað þyngra en venjulega," útskýr- ir Ragna Lóa. Þarf hugrekki Hún segist vera orðin svolítið leið á fléttunum því að hún þurfi alltaf að svara spurningum um hárið á sér hvert sem hún fer. Þegar hún hafi ver- ið með flétturnar fyrst hafi þær verið svo sjaldséðar að fólk hafi stöðugt verið að stoppa sig á götu til að spyrja og fá að koma við hárið. Það hafi ver- ið gaman fyrstu vikuna en svo hafi hún fengið nóg. „Maður verður þreyttur á að svara spurningum um hárið. Ég hef aldrei gert neitt sem hefur vakið jafn mikla þessar flóttur. Það hugrekki til að gera þetta en það höfðaði mikið til mín og ég Saga Jónsdóttir, 16 ára verzlunarskólanemi, hefur verið með fléttur í hárinu í þrjá mánuði. Hún ætlar að taka sér pásu í hálfan mánuð og láta svo flétta hárið aftur. Hún segir að flétturnar hafi vakið mikla athygli og útlendingar hafi gjarnan kallað „Bob Marley" á eftir sér. athygli og þarf mikið sá hag í því að þurfa lítið að hafa fyrir hárinu," segir hún. Strengdi heit Flétturnar eru líka erflðar fyrir hana í fótboltanum því að hárið er þungt með öllu þessu auka- hári. Ragna Lóa ætlar að láta taka flétturnar úr sér fljótlega og var reyndar búin að strengja þess heit að láta taka þær úr sér ef KR-liðið myndi sigra í bikarleiknum við Val nú í vik- unni. KR-ingarnir töpuðu þó leiknum og er það fyrsti leikur- inn sem KR- konur tapa á ár- inu. Flétturnar verða því óhreyfðar enn um sinn. Hver er Bob Marley? Saga Jónsdóttir, 16 ára verzlun- arskólanemi, hefur verið með afrískar fléttur í hárinu x' þrjá mánuði. Hún ætlar að láta taka þær úr sér fljótlega og hvíla hárið í hálfan mánuð áður en hún lætur flétta hárið aftur. Saga er með sítt dökkt eða svart hár og hefur fengið sér dökkt gervihár saman við. Hún kann vel við flétturnar en tekur undir með Rögnu Lóu með spurningarnar. „Það var alltaf verið að kalla „Bob Marley“ á eftir mér og ég veit varla hver Bob Marley er. Það voru aðallega útlendingar sem voru að spá í þetta. Það er kannski öðruvísi fyrir þá að sjá hvítan mann með svart hár og svona fléttur," segir hún. Brjálað að gera Aðeins eru nokkrir mánuðir síðan fyrstu konurnar fóru að sjást með afrískar fléttur í hár- inu og segir Guðrún Rósa Hauksdóttir, hár- snyrtir hjá Gullsól, að nýtt æði sé byrj- að, „það er allt bi-jálað að gera.“ Hjá Gullsól eru tvær konur að flétta hár í tólf tíma á dag á hverjum degi, ýmist saman eða í sitt hvoru lagi, og tekur það allt frá sex tím- um upp í 12 tíma með hvern við- skiptavin. Rósa segir að flétturnar geti hald- ist í tvo til þrjá mán- uði í hvert skipti en æskilegt sé að bera örlitla fitu í hárið á hverjum degi til að halda því góðu og heilbrigðu. Fólk missi 100 hár á dag og þau haldist í lléttunum. Hárið nái því ekki eðlilegri endurnýjun og við- haldi. Þegar flétt- urnar séu teknar úr fari fólk úr hárum og því sé rétt að leyfa hárinu að jafna sig í viku til hálfan mánuð áður en það er fléttað á nýjan leik. -GHS Mig var búið að dreyma um það lengi að fá mér svona fléttur í hárið, löngu áður en þessi tískubylgja hófst. Það var þetta villta eðli í mér, ég vildi gera eitthvað spennandi, villt og hálfdular-

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.