Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.08.1997, Blaðsíða 5
JUtgur-'3Kttrimt Föstudagur 1. ágúst 1997 -17 LIFIÐ I LANDINU Eymdarlegir torf- bœir eru að rísa í Vatnsleysuvík við Keflavíkurveginn, aftökustaður áœtl- aður skammt und- an flæðarmáli og svo er bara að bíða eftir brjáluðum vetrarhríðum. Lífið í landinu skrapp út í Vatnsleysuvík á Vatns- leysuströnd Reykjanessins í vikunni þar sem byrjað er að koma upp leikmynd fyrir næstu stórmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar - Myrkrahöfðinginn. Myndin er innblásinn af varn- arriti Síra Jóns Magnússonar, prestsins á Eyri í Skutulsfirði, sem taldi sig verða fyrir galdra- ofsóknum af hendi tveggja feðga sem síðar voru brenndir. Bara nógu léleg... Þú grípur ekki smið úr næstu Smárahvammsblokk til að smíða leikmynd fyrir íslenska 17. aldar mynd. Enda kom í ljós að Strandamaður og atvinnu- hleðslumaður vinnur að verk- inu. Guðjón Kristinsson heitir maðurinn og hefur hleðsluna í blóðinu, ólst upp á Ströndum þar sem íjárhúsin voru hlaðin úr torfi og grjóti. „Bara hafa þetta nógu frum- stætt,“ kallaði Hrafn upp í vind- inn. Því málið er auðvitað að hlaða torfhús sem líta út fyrir að vera illa viðhaldið, gömul og hrakin. Frumstætt, sagði Hrafn, og birtist svissneski vasahnífurinn hans Guðjóns manni eins og skrattinn úr sauðarleggnum enda var hann fljótur, að til- kynna okkur að eldsmíðuð verkfæri væru væntanleg. „Þetta er ónýtt þetta nútíma- drasl, ónýtur málmur í þessu. Þegar maður er búinn að kynn- ast þessum eldsmíðuðu verk- færum þá finnst manni hitt bara djönk.“ Veiða vondu veðrin Myndin verður að mestu tekin upp á Reykjanesinu í janúar- mars á næsta ári. „Við ætlum að reyna að ná almennilega vondum veðrum. Eins og þetta var á þessum tíma,“ segir Ari Kristinsson kvikmyndatöku- maður. En því fylgja mörg vandamál að taka upp vetrar- mynd á klakanum. „í fyrsta lagi er ekki ljós nema í örfáa tíma á dag og í öðru lagi er veðrið al- veg fullkomlega óútreiknanlegt. En þetta er að mörgu leyti skemmtilegt því svona er ekki gert í Hollywood. Fyrirtækin þar taka ekki sénsa og reyna að búa til vondu veðrin. Við reyn- um frekar að veiða þau, elta veðrið." Ari veit við hvað er að etja og segir menn hafa lært af reynslunni við tökur á mynd- inni Á köldum klaka. „Þar var stanslaust verið að berjast við Þegar maður hefur kynnst þessum eldsmiðuðu verkfærum finnst manni þetta nútímadót bara djönk, segir Guðjón sntiður. veturinn og oftast lentum við í að velja okkur of erfiða staði. Þannig að þegar það komu al- vöru veður sem við gátum not- að - þá komumst við ekki á staðinn. Það var nú að hluta til ástæðan fyrir því að við settum leikmyndina svona nálægt Keflavíkurveginum því hér verður alltaf opið.“ Snjóléttir vetur þekkjast á suðvesturhorn- inu og gætu vondu veðrin því látið bíða eftir sér. Komi snjórinn ekki, hafa menn næsta vetur upp á að hlaupa og líklega ekki oft sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa tíma og peninga til slíkrar fyrir- hyggju. „Hrafn er búinn að vinna að þessu handriti mjög lengi og þetta er kannski hans metnaðarfyllsta verk þannig að ég held hann æth ekki að vera með neinar málamiðlanir í þessu.“ Ástfanginn Hrafn Ilrafn þeyttist fram og til baka „Ef maður er orð- inn dstfanginn af einni konu þd gengur maður ber- fœttur d Norður- pólinn. “ með blaða- og ljósvakafólki að kynna myndina sína og þegar hann hafói farið með rulluna fjórum sinnum var hanp grip- inn og teymdur undir einn torf- kofanum til að flytja kynning- una í fimmta sinn. Hrafn hefur áður reynt við píslarsöguna, þennan texta. „Ég reyndi fyrst að skrifa úr þessu leikrit strax eftir mennta- skóla og síðan úti í Stokkhólmi en það varð svo reimt í íbúðinni minni, Jón gekk aftur, þannig að ég hætti. Svo reyndi ég að skrifa úr þessu skáldsögu fyrir 12-15 árum síð- an en þessi texti er svo magnaður að þegar maður reynir að skrifa upp úr honum eða við hliðina á honum þá verður textinn fljótt hjákát- legur og bragðlaus. Það var svo ekki fyrr en fyrir sex árum þegar Hrafn var á ferð á Vatnsleysuströndinni og horfði út að sænum að hann fékk hugljómun - sá atburðina fyrir sér og fór að skrifa píslar- söguna sem kvikmyndahandrit. „Þá gat ég notað reynsluna af því að vera búinn að keyra tvisvar í strand." Sænski meðframleiðandinn Bo Jonsson fannst hugmyndin, að gera mynd um 17. aldar prest á íslandi, út í hött. „En mér finnst þetta það hrífandi saga að ég sló til. Nú veit mað- ur náttúrulega aldrei hvernig til tekst en þegar ég var að gera Hrafninn flýgur á sínum tíma, héldu allir að ég væri snarvit- laus að gera vikingamynd uppi á íslandi og fylgja þar að auki ekki íslendingasögunum. Mér fannst ég í svipaðri stöðu þegar ég fór að gera þetta. Menn voru að spyrja mig: gastu ekki valið eitthvað aðgengilegra og ein- faldara yrkisefni en píslarsög- una? En þú veist hvernig þetta er með ástina: ef maður er orð- inn ástfanginn af einni konu þá gengur maður berfættur á Norðurpólinn." Ó! lóa Síra Jón lét smíða byssu úr hespilás sem hann hélt að ynni á djöflinum. „Það var m.a. það sem vakti forvitni mína. Hann prufar hana fyrst á ref og hrafn og hún virkaði ágætlega. Síðan skýtur hann í sundur allan bæinn við veiðar á djöflinum," segir Hrafn. „Djöfullinn er náttúrulega svo raunverulegur á þessum tíma að það dettur ekki nokkrum manni í hug að efast um tilvist hans. Djöfullinn var jafn raunverulegur þarna og kommúnisminn í Rúss- landi fyrir 10 árum síðan.“ NÝR VEITINGASTAÐUR EITT GLÆSILEGASTA HÓTEL LANDSINS Á VERÐI 19 4 4 FYRIR ÍSLENDINGA Cfv HÓTEL KEA HAFNARSTRÆTI 87-89 600 - AKUREYRI - SlMI 460 2000

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.