Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Síða 7

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Síða 7
31agur-'®ítrmm Laugardagur 26. október 1996 -19 að karldýrið nái árangri, þegar karlinn er til staðar eru horm- ónin og ferómónin að undirbúa það að karl- og kvendýr geti eignast afkvæmi sem lifi af. Hjá kvenmúsum er það t.d. líka þekkt að láta fóstri ef annað karldýr er heppilegra til mök- unar.“ Mýs og rottur sem hýstar eru saman án karldýrs hægja á es- trogen hring sínum sem stöðv- ast að lokum. Konur sem eru á einangruðum stað lengi án þess að hafa samskipti við karla geta verið mjög samstilltar í tíðar- hring en þær eru líka orðnar mjög hægar. En þá gerist það skemmtilega. Þegar kona sem hefur verið innan um karla kemur inn í slíkan hóp gerist það að hinar konurnar fara að stilla sig inn á hana. Hún virðist vera á réttum slóðum þar sem líkur eru á samskiptum. Þetta er frumstætt kerfi og erfitt að rannsaka það og heimfæra yfir á nútíma konuna sem á í sam- skiptum við karla oft á dag, í vinnunni, skólanum eða heima. Hverju ræður gamla nefið? Þór segir nefið mjög gamalt skynfæri þróunarsögulega séð en engu að síður hafi verið sýnt fram á að það ráði miklu í sam- skiptum kynjanna. „Fólk getur Stúlknahljómsveitm Á túr hefur orðið: Samstilltar í tíðahringnum Hvað okkur varðar er þetta tímaskeið, tími konunnar. Þegar konan er á túr er hún kvenleg, viðkvœm og aldrei hœfari en þá til að tjá tilfinningar sínar. Hvort sem þessi tími er til að refsa okkur fyrir að nýta ekki eiginleika okkar eða einungis til að gera okkur grein fyrir því hefur hann mikil og stórkostleg áhrif á okkur, áhrif sem við kjósum að tjá með tónlist. Upphaflega œtluðum við bara að spila þegar við vœrum á túr en eins og gefur að skilja gekk það ekki upp. Við (þrjár) vinkonurnar erum mjög samrýmdar og um nokkurt skeið höfum við verið samstilltar í tíðahringnum. Það hjálpar okkur bœði að semja og halda góða tónleika. Fyrir okkur er engin kvöl að vera á túr heldur höfum við lœrt að njóta þess og náð góðum tengslum við konuna í okkur sem margar stúlkur vilja því miður ekki viðurkenna og bœla niður í sér. Auk þess sem okkur finnst nafnið á hljómsveitinni okkarflott og táknrœnt. Hljómsveitin á Túr. Hér eru þær Kristbjörg, Elísabet og Fríða Rós sem hafa lært að njóta þess að vera á túr og að nýta sér sköpunarmáttinn því samfara. Þegar kona, sem hefur verið innan um karla, kemur inn í slíkan hóp, gerist það að hinar konurnar fara að stilla sig inn á hana. Kvenmús, með nýlegu fangi, er líkleg til að „láta“ ef hún kemur í nálægð við aðra karlmús, en þá sem hún fékk hjá, stuttu síðar. Ef náttúrunni finnst hinn nýi karl heppilegri til mökunar lætur músin. t.d. auðveldlega greint á milli lyktaráreita frá konu eða karh ef það er látið þefa af fatnaði. Pör fara einnig fljótlega að kannast við lyktina hvort af öðru þó allar rannsóknir á mik- ilvægi lyktarskynsins séu aldrei eins sannfærandi og hjá nag- dýrunum." En er það mýta eða vísindi, þetta með samstillinguna í nú- tíma þjóðfélagi? „Ég reflma með að í þjóðfé- lagi þar sem fólk er ekki á einhveijum einangruðum stað heldur í vinnu eða með íjöl- skyldu og vinum, þá sé hæpið að svona áhrif komi við sögu. Hugsanlega þó ef konan er allt- af með sömu manneskjunum og eyðir miklum tíma með þeim en þá geta samt komið önnur feró- món sem raska sam- stillingunni og svo allir þessir karlar sem tryggja það að hringurinn sé nægj- anlega stuttur. Eins megum við ekki gleyma getnaðar- varnarpillunni því hún jafnar allar svona hormónastillingar út.“ mgh (Heimild: Neil Carlson, Physiology of behavior. 5. útg. 1994) „...og svo allir þessir karlar sem tryggja það að hringurinn sé nœgjanlega stuttur. “ Rifrildi eru heilsu- spiilandi Svo virðist sem heiftarleg rifriidi séu ekki aðeins hættuleg hjónabandinu heldur líka heilsunni. Sérstaklega geta rifrildin haft slæm áhrif á heilsu kvenna og eldra fólks. Sálfræðitímaritið Psyc- hology Today greinir frá sálfræðingum við fylkisháskólann í Ohio í Bandaríkjunum sem hafa rannsakað hvaða áhrif hjónabandserjur geta haft á heilsufar fólks-. Þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú streita sem fylgir rifr- ildum af þessu tagi geti haft slæm áhrif á ónæmiskerfið. Reyndar er það enginn nýr sannleikur að erfiðleik- ar í hjónabandinu séu streituvaldandi. Hins vegar kemur nokkuð á óvart að eiginkonur koma verr út en eiginmenn að þessu leyti. Blóðþrýstingurinn hækkar að meðaltali meira og fram- leiðsla svokallaðra streitu- hormóna eykst meira hjá þeim en körlum. „Ástæðan er sennilega sú að konur eru líklegri til að velta sér upp úr rifrildunum," segir sálfræðingurinn Janice Kiecolt-Glaser. Gamla fólkið í hættu Einhverjum gæti dottið í hug að því lengur sem fólk hafi verið gift því betur þekki það hvort annað og hafi því minni áhyggjur af rifrildum sín á miUi. Svo er ekki. Rifrildi para sem hafa verið gift í áratugi hafa líka slæm áhrif á ónæmiskerfið og þar sem eldra fólk er lengur að ná sér eftir veik- indi er þessi hópur í sér- stakri hættu. Þó óhjákvæmilegt sé að ósætti komi upp í hjóna- böndum af og til mæla sál- fræðingarnir eindregið með því að fólk spari fúkyrðin þó því renni í skap við maka sinn. „Reynið frekar að rök- ræða og leysa vandann í sameiningu,“ ráðleggja þeir.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.