Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Side 16

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Side 16
28 - Laugardagur 28. október 1996 íDagur-'Œhrmtx ICONUNGLEGA SÍÐAN Konunglegt búðaráp í London BÚBBA segir umbúðalaust frá verslunarferðum konunglegra í London. Meðal okkar fslendinga eru nokkrir afburða búðarfíklar sem hafa sérhæft sig í verslun- arleiðöngrum í London. En prinsessur, hertogaynjur og hefðarkonur í Bretlandi vita líka sitthvað um hvar best er að versla í London. Þær una sér við það ánægjulega alþjóðlega tóm- stundagaman að velja sér föt og tilheyrandi og fá sér góðan há- degisverð með vinum sínum. Til þessarar frásagnar eru kallaðar yngri konur bresku konungsfjöl- skyldunnar sem hver hefur sinn stfl. í næstu innkaupaferð geta lesendur, sem vilja fá nasaþef af konunglegum smekk, skotist úr Marks & Spencer og C & A og lit- ið í þær búðir sem hér eru nefndar. (Það kostar ekkert að skoða). Lafði Helen Taylor Lafði Helen Taylor er dóttir hertogans af Kent. Hún býr í Knightsbrigde með eiginmanni sínum Tim Taylor listaverkasala og ungum syni þeirra, Columbus. Helen þykir afar smekkleg til fara og lítur alltaf jafnvel út, hvort sem hún er í gallabuxum og baðmullarbol eða Armani dragt. Lafði Helen verslar mikið á sjálfa sig hjá Armani á Bromton Road og kaupir talsvert af fatn- aði á soninn í versluninni GAP á Lafði Helena Taylor búin að versla á útsölu hjá Nicole Farhi. Fulham Road. Hún hefur smekk fyrir fatnaði frá verslununum Agnés B og Voyage á Fulham Ro- ad og „In wear“ og Nicole Farhi á Kings Road. Þegar hún var barnshafandi verslaði hún tölu- vert hjá Egg á Kinnerton Street. Hún sést oft í stórversluninni Harvey Nichols á Knightsbrigde og fær sér gjarnan hádegisverð með vinum sínum á veitinga- staðnum á 5. hæð. Serena, vísigreifa- frú Linley Vísigreifafrú Linley, áður Ser- ena Stanhope, er gift syni Margrétar drottningarsystur; Linley vísigreifa. Hún þykir hafa mjög dýran og góðan fatasmekk og verslar gjarnan í París eða New York. Serena hefur einnig ánægju af því að versla í ná- grenni húsgagnaverslunar eigin- manns síns í London. Hún sinnir sérstaklega versluninni Laura B á Walton Street, sem sérhæfir sig í frönskum fatnaði á nokkuð við- ráðanlegu verði. Uppáhalds hatt- ari hennar er Philip Tracy á El- izabeth Street. Þá leggur hún gjarnan leið sína í barnafata- verslunina „Young England" til þess að kaupa gjafir handa börnum vina sinna en sú verslun er í eigu Barböru Barns sem áð- ur var barnfóstra hjá konungs- fjölskyldunni. Lafði Sarah Chatto frjálsleg til fara. Lafði Sarah Chatto Lafði Sarah Chatto, dóttir Mar- grétar drottningarsystur og mágkona Serenu, hefur nokkra sérstöðu meðal þeirra kvenna sem hér eru nefndar. Hún hefur nefnilega engan áhuga á há- tískufatnaði og klæðist oftar en ekki víðum og frjálslegum fatn- aði í dökkum Iitum. Þá sést hún HARVEY NICHOLS NIGHTSBRIDG Á þessu korti sjást helstu verslunarstaðir þeirra Helenu, Söruh, Serenu, Sophie og Díönu. ARMANI NOTTING HILL kcnsiuciHHÍ BELGRAVIA NICHOL FARHI KENSINGTON CHELSEA PULHAM / AÖNESB BATTERSEA FAVOURITE SHOPS oft í Levi’s gallabuxum og Timb- erland skóm. En þegar hún klæðir sig upp á velur hún gjarn- an föt frá hönnuðinum Nicole Farhi. Drottningin hafði áhyggjur af því að Sarah myndi velja of frjálslegan brúðarkjól þegar hún giftist Daníel Chatto í júlímánuði 1994 en móðursysturinni, drottningunni, til mikillar ánægju þá birtist Sarah í ffla- beinshvítum, klassískum kjól sem hannaður var af Jasper Conran. Þrátt fyrir lítinn áhuga á há- tískufatnaði þá hefur Söruh tek- ist að skapa sór sinn eigin sér- staka stfl sem þykir nokkuð vel heppnaður. Díana er vön að skutlast inn og út úr búðum eins og aðrir - nema hvað bílstjórinn bíður eftir henni rétt fyrir utan. Díana, prinsessa að standast fáir Díönu snún- ing þegar kemur að búða- rápi. Hún er sögð hafa mjög gaman af því að versla og er óspör á gjafir til vina og vandamanna. Díana snæðir oft hádegis- mat á hinum ýmsu veitingastöðum. Af þeim sem eru í sér- stöku uppáhaldi má nefna Launceton Place, og kaupir Dí- ana gjafir handa vinum sínum af yngstu kynslóðinni í versluninni Frog Hollow sem er þar beint á móti. Af öðr- um uppáhalds veit- ingastöðum má nefna San Lorenzo í Beauchamp Place, Mimmo D’Ischia (þar sem sást m.a. til hennar með auð- manninum Oliver Hoare, sem hún var sögð hafa forpestað sem símaati!) og Daphne’s á Walton Street. Ef hún er í West End snæðir hún gjarnan á Mor- tons eða á Caviar Kaspia rétt hjá Berkeley Square eða á Le Capr- ice. En snúum okkur að fatakaup- um Díönu. Hún á það til að kaupa sér gallabuxur frá GAP á Regent Street, sem margir fs- lendingar þekkja. Hún hefur dálæti á Jimmy Choo skóm sem fást hjá Thom- asz Starsewski og Manolo Bla- hnik skóm sem fást í verslun á Old Church Street í Chelsea. Dí- ana hefur uppáhald á Ferra- gamo skóm og handtöskum. Hún á yfir 30 slíkar! Hvað hátískufatnað snertir þá hefur Díana dálæti á Thomasz Starzewski á Pont Street og Cat- herine Walker á Fulham Road. í stað þess að boða hönnuðina til sín, eins og hún gerði hér áður fyrr, þá fer hún til þeirra, oft án þess að gera boð á undan sér, enda er hún orðin vön því að fólk stari á hana þegar hún er í verslunarerindum. Hún skutlast inn í búðirnar hverja af annarri og lætur bflstjórann bíða fyrir utan á meðan. Sophie Rhys Jones. Enda pótt hún sé ekki enn meðlimur konungsfjölskyld- unnar þá er hin þrítuga Sophie Rhys Jones, unnusta Edwards, yngsta sonar Eh'sabetar drottn- ingar, orðin konungleg dægur- hetja sem fylgst er með. Hún er hundelt af ljósmyndurum og hef- ur í kjölfar athyglinnar grennt sig og vandað fatavalið. Sophie þykir skemmtilegast að versla í West End og hefur sést til henn- ar við jólainnkaup í skartgripa- versluninni Van Peterson. Sophie hefur ekki sömu aura- ráð og meðlimir konungsfjöl- skyldunnar. Hún er af venjulegu millistéttarfólki og verður því að sýna dálítil klókindi í fatavali. Henni tekst ágætlega að blanda saman fatnaði frá verslanakeðj- um eins og NEXT og dýrum klassískum fatnaði. Einnig fær hún kunningjakonur sínar til að sauma fyrir sig samkvæmt fyrir- myndum úr tískublöðum.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.