Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Síða 6

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Síða 6
18- Laugardagur 16. nóvember 1996 JDagur-tEímimt Volvo að þakka/kenna að við fluttum heim Volvo framleiðendur hafa eflaust sitthvað á samviskunni en þá rennir varla í grun að hafa orðið þess valdandi að fimm manna íslensk fjölskylda sem sest hafði að í „sæluríkinu" Svíþjóð ákvað að snúa aftur til íslands. Jónína Benediktsdóttir er ein þeirra sem tók að velgja kyrrsetufólki nútím- ans undir uggum fyrir tæpum tuttugu árum og átti sinn þátt í að spriklið er nú ofarlega á for- gangslista margra íslendinga. Lítið hefur sést til Jónínu síð- ustu árin. Af hverju? Jú, hún fylgdi manni sínum til Svíþjóðar fyrir 8 árum síðan. „Mig lang- aði ekkert til Svíþjóðar," sagði hún sannfærandi á svip þegar Dagur-Tíminn leit við hjá henni og eiginmanninum fyrir skömmu. Eiginmaðurinn er Stefán E. Matthíasson, brottfluttur Akur- eyringur, og nam hann skurð- lækningar í Svíþjóð. Þau hjónin voru ákveðin í að setjast þar að en þökk, eða skömm, sé Volvo fluttu þau aftur heim í sumar. „Já, það var eiginlega Volvo að þakka að við fluttum heim. Við keyptum okkur nýjan Volvo '94. Með honum fylgdi mynd- band, eins konar leiðarvísir með bílnum, sem tekið var á ís- landi. Og þar voru þær falleg- ustu náttúrulífsmyndir af ís- landi sem við höfum séð. Við fengum bæði sting í hjartað,“ sagði Stefán. Þau fundu að ís- lendingurinn kúrði enn í hug- skotinu og tóku nokkurs konar stikkprufu á landinu sumarið ’95 þegar þau fóru í fjallaferð ásamt vinahjónum sínum. Ári seinna voru þau flutt heim. HANN: „Þegar maður kemur heim í stuttar heimsóknir skynjar maður ekki taktinn í samfélaginu. Það er margt í fari íslendinga sem er gott en margt sem er pínulítið hjákátlegt. ís- lendingar eru mjög spontant. Þeir leysa vandamáiin á staðn- um ólíkt Svíanum sem býr til vandamál á staðnum." HÚN: „Þetta var erfið ákvörðun fyrir okkur að koma heim. Stefán lækkar um helm- ing í launum, ég er með stórt fyrirtæki úti og börnin voru mjög ánægð. Sýnir hvað þessi sogkraftur íslands er sterkur. Svíar héldu að við værum bil- uð.“ Gjaldþrota kerfi Stefán starfaði sem yfirlæknir á sænsku sjúkrahúsi eftir að hann varð sérfræðingur í æða- skurðlækningum. „Svíar gengu í gegnum mestu hremmingar í sínu heilbrigðiskerfi á þessum árum.“ Efnahagslegar þreng- ingar í þjóðfélaginu kölluðu á niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og segir hann Svía hafa brugð- ist mjög skynsamlega við. Þar hafi stjórnmálamenn forgangs- raðað fyrir heilbrigðiskerfið, skilgreint þörfina og reiknaður var út kostnaður við hvern sjúkdóm. „Sænsku pólitíkusarn- ir höfðu pólitískt þor og dug til að standa í þessu. Svo var þetta eins og déja vu þegar ég kom hingað heim. Hér er ófremdar- ástand í heilbrigðiskerfinu vegna pólitískrar óstjórnar. Auðvitað er íslenskum pólitík- usum vorkunn því niðurskurður x heilbrigðiskerfinu er líka fé- lagslegt vandamál. En þeir eru nú einu sinrú kosnir sjálfviljugir á þing.“ Stefán telur ekki sjálfgefið að allir þættir heilbrigðisþjón- ustunnar eigi að h'ða þegar skera þarf niður. „En 70% út- gjalda í heilbrigðiskerfinu eru vegna launa starfsfólks. Og það er ekki hægt að spara í heil- brigðiskerfinu án þess að segja upp fólki.“ „Gera verður kröfu til stjórnmálamanna að þeir marki ramma um skipulag heilbrigð- iskerfisins, þ.e. HVAÐ á að gera, HVAR og HVERNIG. Það er síðan hlutverk okkar sem Jónína segir Stefán miklu varkárari og reyni svona að kenna fótum hennar forráð í mannlegum samskiptum en sjálf segist hún treysta öllum. „En þegar hann segir mér að passa mig á öllum þá hætti ég að hlusta,“ segir hún og hlær. Myndir: Brynjar Gauti vinnum í þessum skipuleggja restina. geira að „íslendingar eru stundum svolítið þurrpumpulegir og ruddalegir. Það er t.d. alveg séríslenskt fyrirbæri hvernig troðist er inn í lyftu á Islandi. Það eru 10 manns inni í lyftunni, hún stoppar og hópur fyrir utan sem bíður. Hvað gerist? Hópurinn sem er úti treður sér fyrst inn áður en þeir hleypa hinum út. Þetta segir nokkra sögu um okkar viðmót.“ Það er búið að spara eins og hægt er með flötum niður- skurði. Nú verða stjórnmála- menn að axla sína ábyrgð, for- gangsraða og grisja kerflð. Það er ljóst að vissar stofnanir sem eitt sinn áttu fullan rétt á sér mega skipta um hlutverk eða missa sín. Aðstæður eru breytt- ar og kröfur allt aðrar í dag en fyrir 30 árum. Að segja upp starfsfólki t.d. í litlu samfélagi úti á landi er viðkvæmt félags- legt og pólitískt mál. En félags- legum vanda byggðarlaga má ekki velta yfir á gjaldþrota heil- brigðiskerfi.“ Kerfisbákn Mörgum þykir blóðugt þegar byrjað er að skera rnður skúr- ingarfólkið en topparnir og stjórnunarbákrúð látið vera. Að sögn Stefáns grisjuðu Svíarnir líka á toppnum. „Svíarnir rusl- uðu burt stórum hluta af yfir- stjórn spítalanna og færðu sam- an lækningastjórn og efnahags- lega ábyrgð á rekstri deildar. Yfirlæknar sviða bera þá líka efnahagslega ábyrgð á rekstri sviða.“ „En hér á landi er búið að byggja upp feikilegt stjórnunar- hxerarkí inni á spítölunum með HÚN: „Við erum and- stæðir pólar. Þú finnur ekki ólíkari manngerðir. Ég sé aldrei vandamál, ég sé alltaf lausnina á þeim. Ekki það að hann sé alltaf í neikvæða gírnum en hann er miklu athugulli en ég.“ HANN: „Ég hef meiri til- hneigingu til að analýsera hlutina áður en ég fram- kvæmi. Það getur verið kostur en það er líka galli. Hún er mjög spontant." tveimur strúktúrum, þ.e. hjúkr- unarstjórn og lækningastjórn og síðan náttúrulega yfirstjórn spítalanna. Ég leyfi mér að ef- ast um að þetta sé skilvirkt kerfi. Boðleiðirnar eru lengri nú en áður.“ Um leið segir Stefán að skapast hafi mikil gjá milli lækna og hjúkrunarfræðinga. „Það er alveg ljóst að hjúkrun hefur vaxið mjög mikið að um-

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.