Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 14
26 - Laugardagur 16. nóvember 1996
Jbtgur-'3Smmn
'lvtatarkrókur
Uppskriftir íMatarkrók koma frá Ástu Sig þessa
vikuna. „Allt eru þetta auðveldir réttir en þar sem
ég er ekki mikið jyrir að liggja yfir pottunum elda
ég helst eitthvað sem er fljótlegt og gott, “ segir
hún. Ásta er þolfimikennari hjá Veggsport og hjá
íþróttafélaginu Fjölnl Maðurinn hennar er
Trausti Ómarsson, fótboltakappi og starfsmaður
hjá Nóa og Síríusi, og eiga þau eina tveggja ára
dóttur. Ásta skorar á mágkonu sína, Sigrúnu Hebu
Ómarsdóttur, í nœsta Matarkrók
Fljótleg Paella
Fyrir 4-6
400 g rœkjur
300 g kjúklingalundir
2 hvítlauksrif
2 tsk. paprikuduft
1 laukur
1 gulrót (skorin í lengjur)
1 sellerístöngull
1 papríka
2 bollar hrísgrjón
1 tsk. túrmerik
1 tsk. rósmarín
2 kjötteningar
1 lítri vatn
olífuolía
Hitið olífuolíu á pönnu. Hitið
hvítlaukinn í 1-2 mínútur og
bætið síðan kjötinu út í og steik-
ið í 5 mínútur. Kryddið með
rósmarín og paprikudufti. Setjið
í skál og geymið.
Saxið lauk, sellerí, gulrót og
papriku. Setjið olífuolíu á pönn-
una og steikið í 1 mínútu. Bætið
síðan hrísgrjónum útí og krydd-
ið með túrmerik. Leysið kjöt-
^Uagur ^uramt
teninga upp og hellið 1 líter af
vatni á pönnuna. Sjóðið í 20
mínútur. Bætið nú rækjum og
kjúklingi út í og steikið áfram í
5 mínútur.
Amerísk súkkulaði-
kaka m/vanillu-
ostakremi
Kaka:
150 g smjör (brœtt)
160 g suðusúkkulaði (brœtt)
4 egg
3 dl sykur
2 dl hveiti
1 msk. vanillusykur
4 msk. kakó
Krem:
1 pakki vanillubúðingur
300 g rjómaostur
Annað:
fersk jarðaber
Hrærið saman þurrefnum,
eggjum og bræddu smjöri. Bæt-
ið brædda súkkulaðinu í og
setjið í hringlaga form. Bakið
við 130° C í 55-60 mínútur.
Búið til vanillubúðing eftir
leiðbeiningum á pakka. Kælið.
Hrærið rjómaostinn vel og bæt-
ið búðingnum saman við.
Setjið kremið á kökuna og
skreytið með ferskum jarðar-
berjum.
Pastasalat m/túnfiski
3 bollar pastaslaufur
2 dósir túnfiskur í vatni
1 gul paprika
1/2 dós ferskjur
1 lítill laukur
salatsósa:
Hellmans léttmajones
tómatsósa
franskt sinnep
aromat
Sjóðið pastaslaufur eftir leið-
beiningum á pakka. Látið
kólna. Skerið lauk og papriku
smátt og ferskjur í Utla bita.
Blandið saman við pastað
ásamt túnfiski.
Hrærið saman majonesi,
tómatsósu, sinnepi og aromati í
salatsósu.
Berið fram með hvítlauks-
brauði.
qíD
iítei
eimilis-
homið
Öðruvísi
marengsbotn
3 eggjahvítur
1 tsk. edik
150gsykur
200 g jarðarber
3 kiwiávextir
3 ferskjur
Eggjahvíturnar þeyttar vel
stífar. Edikið og helmingur syk-
ursins þeytt út í, þeytt í ca. 2
mín. Þá er hinum helmingi syk-
ursins blandað varlega saman
við með pottasleikjunni. Mar-
engsinn settur í stóran sprautu-
poka og honum sprautað á
smurða plötu með bökunar-
pappír á (ca. 30 sm). Bakið við
160“ í ca. 45 mín. eða þar til
botninn er þurr. Þessi botn er
hafður ferkantaður í laginu.
Jarðarberin skorin niður í báta,
blönduð með skrældum, niður-
skornum kiwiávöxtum og
ferskjum. Látið bíða í ca. 30
mín. Vanilluís borinn með.
Skúffukaka
m/ kókosmjöli
200 g Ljómasmjörlíki
225gsykur
3 eggjarauður
200 g hveiti
40 g kókosmjöl
40gkakó
1 tsk. lyftiduft
2 dl rjómi (kajfirjómi)
3 eggjahvítur
Glassúr:
Flórsykur, kakó og kókosmjöl
hrœrt saman með vatni
Smjörlíkið hrært vel og lengi
saman við sykurinn, eggjarauð-
unum hrært saman við einni í
senn. Blandið saman hveiti,
kakó, kókosmjöli og lyftidufti og
hrærið það ásamt ijómanum.
Eggjahvíturnar stífþeyttar og
blandaðar saman við deigið.
Deigið sett í smurt skúffuform
(30x20 sm). Kakan bökuð við
200° í ca. 40 mín. Smurð með
glassúr þegar hún er köld. Kók-
osmjöli stráð yfir hana.
Sunnudagsdessertinn
4 stórar perur
2‘A dl vatn
3 msk. sykur
1 tsk. rifið sítrónuhýði
Deig:
125 g marsipan
5 msk. sykur
4 egg
25 g saxaðar möndlur
Skrælið perurnar, skerið þær
til helminga og fjarlægið kjarn-
ana. Sjóðið vatn og sykur ásamt
sítrónuhýði saman í potti. Látið
perurnar þar í, með kúptu hlið-
ina upp. Látið þær sjóða í 5-10
mín., eftir hve þroskaðar þær
eru. Takið perurnar upp úr
vatninu.
Deigið: Marsipanið rifið nið-
ur og hrærið það fyrst með 1
eggi og svo hinum eggjunum
einu í senn, sykrinum og söxuð-
um möndlunum hrært út í. Per-
unum raðað í eldfast mót, með
kúptu hliðina upp, og deig sett
yfir. Sett í ofn við 200° í ca. 30
mín. Borið fram volgt, með
þeyttum rjóma.
ÍHÁDEGINU
Kartöfiu-
og agúrkusalat
200 g soðnar
kartöflur í sneiðum
150 g agúrkur í sneiðum
4-5 svartar olífur
Útá:
1 tsk. olía
1 msk. hvítvínsedik
4 msk. appelsínusafi (juice)
'á tsk. sinnep
Salt og pipar
Kartöflurnar settar á disk,
agúrkurnar settar ofan á á
diskinn og olífurnar. Hrærið
saman sósuna og hellið henni
yfir á diskinn, rétt áður en bor-
ið er fram.
AFMÆLISKAKA
FYRIR YNGSTU BÖRNIN
Kisukaka
4 egg
4 dlsykur
100 g Ljómasmjörlíki
5 dl hveiti
3 tsk. lyftiduft
3 tsk. vanillusykur
1 dl kakó
2 msk. Nescafé, hrœrt út í smá-
vegis vatni
2 dl mjólk
Egg og sykur þeytt vel sam-
an. Bætið bræddu smjörlíkinu
út í, þar næst öllum þurrefnun-
um og hrærið deigið vel saman.
Deigið sett í 2 form, vel smurð,
og bakið við 200° í ca. 30-40
mín. Annar kökubotninn er
hafður í búkinn á kisunni, hinn
botninn er skorinn í höfuð, eyru
og skott. Kakan smurð með
bræddu súkkulaði eða hrærðu
súkkulaðikremi. Skraut eru
lakkríslengjur í veiðihár og
„Smarties" eða annað sælgæti í
augu, munn og slaufu.
Eitthvað fyrir börnin
Bananadessert:
4 vel þroskaðir bananar
2'A dl þeyttur rjómi (1 peli)
3 dl jógúrt
2 msk. hunang, sítrónusafi
2 msk. möndluspœnir
Bananarnir músaðir með sí-
trónusafanum. Hunangi og jóg-
úrt hrært saman við. Þá blönd-
um við þeyttum rjómanum út í
og látum þetta í skál með muld-
um möndluspónum stráð yfir.
Pylsuspjót:
8 trépinnar
32 kokkteilpylsur
16 sveskjur, steinlausar
1 laukur í bátum
Pylsur, sveskjur og laukur
sett upp á teininn og penslað
með olíu. Steikt í ofni við 225°.
Það má líka brúna þetta á
pönnu. Sinnep, tómatsósa og
brauð haft með.
Fylltar,
bakaðar kartöfiur
Karrý og paprika
4 bakaðar kartöflur
3 msk. sýrður rjómi
Karrý og paprika
Salt og pipar
Skerið lok ofan af kartöfl-
unni, skrapið innan úr og látið í
skál, hrærið kartöflumaukið
saman með karrý, papriku,
salti og pipar og fyllið aftur í
kartöfluna. Bakið við 225° í 10
mín.
Fylling:
Skinka
4 bakaðar kartöflur
100 g söxuð skinka
75 g smjör
2 tsk. sinnep
Steinselja
/ sítróna
Salt og pipar
Hrærið mjúkt smjörið með
sinnepi. Bætið steinselju út í og
bragðið til með salti og pipar og
sítrónusafa. Skerið ofan í kart-
öfluna og látið skinkufyllinguna
ofan í.
Leiðrétting
f síðasta Heimjlishorni vant-
aði inn í tvær uppskriftir. í
Nammi namm gleymdist að
geta að í uppskriftinni eiga að
vera 100 g súkkulaði og í Form-
köku m/súkkulaði og rúsínum
eiga að vera 175 g Ljómasmjör-
líki. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.