Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Side 1
262. TBL. 71. OG 7. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981. irjálst, úháð dagblað ijjjjfjpi sjá bls. 2 Kjallarar — sjá bls.2-3og4 Svarthöfði — sjá bls.4 Lesendabréf -sjábls.6 Dagbók — sjá bls. 10-11 Innlendar fréttir — sjábls. 5,8,9, 12,13,20 og 21 Neytenda- síður — sjá bls. 14-15 Erlendar fréttir -sjábls. 18-19 Erlendgrein — sjá bls. 16 Iþróttir -sjábls. 22-23 Fölk — sjá bls. 24 Menning — sjábls. 26 IftO—sjábls.38 , • Utvarp/ ■ r sjonvarp -sjábls. 38-39 Sameinað og stæira blað á markaöinn Dagblaðið og Vísir verða eitt: Dagblaðið og Vísir hafa sameinazt í eitt stórt dagblað, sem kemur út í dag í fyrsta sinn. Síðdegis i gær náðist um þetta samkomulag, sem var staðfest af stjórnum fyrirtækjanna seint í gærkvöldi. Voru í nótt hafðar hraðar hendur við að hleypa af stokkunum því sameinaða blaði, sem lesendur hafa hér í höndunum á40 síðum. í leiðara blaðsins segir, að megin- markmiðið sé „að starfa óháð flokkum og flokksbrotum, aðilum vinnumarkaðsins, öðrum öflugum valdamiðstöðvum þjóðfélagsins og öllum stórum og smáum þrýstihóp- um, sem láta að sér kveða”. Ðagblaðið og Vísir eiga hvort sinn helming í tíu milljón króna hluta- félagi, Frjálsri fjölmiðlun hf., sem annast útgáfu hins sameinaða blaðs. Stjórnarformaður og útgáfustjóri hins nýja fyrirtækis verður Sveinn R. Eyjólfsson og framkvæmda- og út- gáfustjóri Hörður Einarsson. Ritstjórar „Dagblaðsins & Vísis” verða Ellert B. Schram og Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri er Haukur Helgason, fréttastjóri Sæmundur Guðvinsson, aðstoðar- fréttarstjórar Jónas Haraldsson og Ómar Valdimarsson, tæknistjóri Jóhannes Reykdal og umsjónar- maður íþróttafrétta Hallur Simonar- son. Ritstjórn og starfslið verður skipuð starfsmönnum siðdegis- blaðanna tveggja. Starfsemin fer fram í húsakynnum beggja blaðanna og verða simarnir 86611 og 27022. Um þetta sameinaða blað er nánar fjallað í leiðara þess á bls. 2. -JKr. HRESSiR MENN EFTIR SAMEININGU Kampakátir menn eftir sameiningu síðdegisblaðanna í morgun. Unnið var af kappi við umbrot og setningu hins nýja blaðs í nótt. Dagblaðið og Vísir er 40 síður í dag, fjölbreytt að efni. Myndin var tekin er menn litu íprentsmiðjuna á áttunda tímanum í morgun. Frá vinstri er Jónas Haraldsson aðstoðarfréttastjóri, Ellert Schram rit- stjóri, Magnús Ólafsson hönnuður, Sæmundur Guðvinsson frétta- stjóri, Jónas Kristjánsson ritstjóri og Hilmar Karlsson hönnuður. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.