Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981. Irjálst, áháð dagblaú Útgáfufélag: Frjáls fjölmlðkin hf. Stjómarformaflur og útgéfustjóri: Sveinn R. EyjóHsson. FramkvaBmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Krístjánsson og Ellert B. Schram. Aðetoðarritstjóri: Haukur Heigason. Fréttastjórí: Sœmundur Guðvinsson. Augtýsingastjórí: Páll Stefánsson. Ritstjóm: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Sfðumúla 8. Afgreiðsla, áskrfftir, smóauglýsingar, skrffstofa: PverhoM 11. Sfmi ritstjómar 86611, og 27022. Satning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskrfftarverð á mánuði 85 kr. Verð f iausasölu 6 kr. Óháöur þjóðarfjölmiðilí Eðlilegt er, að menn verði hvumsa, þegar síðdegis- blöðin sameinast í eitt dagblað eftir að hafa eldað saman grátt silfur í rúmlega sex ár. Hvernig má vera unnt að strika svo gersamlega yfir gamlar væringar, sem nú hefur verið gert? Mikið vatn hefur runnið til sjávar á sex árum. Þróun fjölmiðlunar hefur gert fyrri ágreiningsefni fyrst lítil- fjörleg og síðan úrelt. Jafnframt hefur hún hlaðið upp nýjum verkefnum, sem sameinaða krafta þarf til að leysa. Verkfallið var kornið, sem fyllti mælinn. Það gaf mönnum tíma og tækifæri til að hugleiða, hvort blöðin væru í stakk búin til að bera herkostnað árlegra vinnu- deilna og veita lesendum þar á ofan nauðsynlega þjón- ustu. Dagblaðamarkaðurinn er enn opinn, þótt blöðum hafí fækkað úr sex í fimm. En hið nýja blað ætlar sér sterkari samkeppnisaðstöðu á þeim markaði en blöðin tvö höfðu áður, hvort í sínu lagi. Við viljum nú sækja fram að nýju. Bæði blöðin hafa af of veikum fjárhag reynt að halda uppi merki frjálsra og óháðra dagblaða. Með sameiningu kraftanna á enn frekar en áður að vera unnt að veita lesendum óhlutdrægar upplýsingar um staðreyndir og skoðanir. Hið sameinaða dagblað hefur að meginmarkmiði að starfa óháð flokkum og flokksbrotum, aðilum vinnu- markaðsins, öðrum öflugum valdamiðstöðvum þjóð- félagsins og öllum stórum og smáum þrýstihópum, sem láta að sér kveða. Lesendur fá nú mun stærra blað en þeir fengu áður, án þess að verðið hækki þess vegna. Þeir, sem áður keyptu bæði blöðin, spara sér nú verð eins dagblaðs. Þeir, sem áður keyptu annað blaðið, fá nú meira fyrir peningana. Sameinaða blaðið er svo stórt, að það rúmar allt efni, sem einkenndi áður hvort blað fyrir sig. Hið eina, sem fellur niður, er tviverknaðurinn. Lesendur hvors blaðs fá því sitt blað áfram og svo úrval úr hinu til við- bótar. Við höfum svo ástæðu til að ætla, að sameiningin veiti okkur einnig mátt til að leggja út á nýjar brautir, svo að lesendur fái nýtt efni, sem þeir fengu ekki í blöðunum tveimur. Þannig viljum við stækka lesenda- hópinn. Þetta ber að svo skjótlega, að enn hefur ekki tekizt að móta hið sameinaða blað að fullu. Það er sérkenni- leg og skemmtileg blanda úr foreldrum sínum. Smám saman mun það fá sitt eigið svipmót, þegar það vex úr grasi. Tæknibreytingar dagblaða og annarra fjölmiðla hafa verið örar á undanförnum árum og verða enn í náinni framtíð. Fjárhagur dagblaðanna tveggja, sem hér hafa sameinazt, leyfði þeim ekki að fylgjast með sem skyldi á þessu sviði. Með sameiningunni á að verða kleift að afla þeirrar tækni, sem nú og framvegis verður talin nauðsynleg til að hagkvæmni sé í hámarki, tafir sem minnstar, prent- gæði sem bezt og upplýsingar til lesenda sem ferskast- ar. Verulegur hluti þjóðarinnar fær þetta dagblað í hendur. Við viljum halda góðu sambandi við ykkur öll og fá fleiri í hópinn. Við viljum, að sem flestir sendi línu eða hringi og hjálpi okkur við að móta óháðan og frjálsan þjóðarfjölmiðil. Við höfum lært af reynslunni og teljum okkur hafa gott vegarnesti til að leggja með lesendum okkar í nýjan áfanga þróunarbrautarinnar. Við vonum, að sú ferð verði okkur öllum sem gagnlegust og ánægjuleg- ust. Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Reykjavík í skugga léns- veldisins Á borgarstjórnarfundi fyrir nokkru, þar sem rætt var um skrefa- talninguna, hafði Guðrún Helga- dóttir ýmislegt markvert að segja eins og vænta mátti Hún segir Reyk- víkinga tala allt of oft og lengi i síma. Og því sjálfsagt að stilla þessum þægindum þeirra, svo sem ýmsum öðrum, eitthvað í hóf. Og síma- kostnað landsbyggðarinnar sé sjálfsagt mál að jafna. En óneitanlega virðist stundum eins og hvað rekist á annars horn í mál- flutningi þeirrar merku konu, því allt í einu er þetta svo orðið líka til hags- bóta fyrir Reykvíkinga, sem að hennar sögn þó flestir virtust gleyma. Þessu næst kemur svo, að flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi þá sanngirni til að bera, að þeir séu reiðubúnir að taka á sig þessi auka- gjöld. Mörgu fleiru varpaði hún fram í þessum dúr. En út í það verður ekki farið nánar hér. — Ég ætla heldur ekki að fara að telja upp öll þau gjöld sem borgar- samfélagið krefur íbúanna um, en eru óþekkt úti á landi. Og vel vita borgarfulltrúarnir, að hér verður fólk að borga margföld gjöld við það, sem þar þekkist, þó að hin svívirðilegu verðjöfnunargjöld, sem þeim er gert að greiða, yrðu afnumin. — Og að því hlýtur reyndar að koma, að Reykvíkingar hætti að kosta léns- veldið úti á landsbyggðinni. Ópólitfskt framboð Hver veit, ef ópólitískt framboð kemur fram í næstu borgarstjórnar- kosningum, nema eitthvað sögulegt geti gerst? Ég hef trú á því, að slíkur listi hefði möguleika hér eins og nú horfir. Og gæti orðið skeinuhættur gömlu listunum, ef hann hefur það fyrst og fremst á stefnuskrá sinni að gæta hagsmuna Reykvíkinga og rétta við hlut borgarinnar, eftir þrumur og eldingar byggðafár- viðrisins, sem geisað hefur yfir staðinn. Þá gæti svo farið, að fram- bjóðendur, sem reyrðir eru í fjötra flokksræðis, svo að þeir geta ekkert annað gert. ef þeir ná kjöri en svíkja umbjóðendur sína vegna pólitiskra hagsmuna flokkanna í öörum kjördæmum fengju eftirminnilega ráðningu. — Og mættu standa utan valdsviösins eftir næstu kosningar. — Því segir ég: — Það hlægir mig, ef slík staða ætti eftir að koma upp. Það er alveg ótrúlegt blygðunar- leysi af öllum borgarfulltrúum og þingmönnum Reykjavikur að samþykkja, að Reykvíkingar tækju á sig nokkur aukagjöld fyrir lands- byggðina í þessu símastríði hennar. Hvort heldur var ískrefamælingueða hækkaðri gjaldskrá. Það mál hefði vissulega verið heiðarlegra að leysa á annan veg. En kannski hafa nú ekki margir heyrt þess getið að heiðarleiki og stjórnmál séu oft ferðafélagar. Á fyrrnefndum borgarstjórnar- fundi hafði Guðrún Helgadóttir lýst þvi yfir, að íhald og kratar hafi gengið svo langt í ævintýramennsku, að þingmenn Reykjavikur frá Alþýðubandalagi og Framsókn treysti sér ekki til aö feta þeirra slóð. — En heldurðu nú ekki, Guðrún mín, að þetta sé of mikið vantraust á mikla möguleika ykkar og hæfni á þessu sviði? Ég, sem fyrrverandi kjósandi Alþýðubandalagsins, myndi þora að veðja á ykkur, ef til úrslita- keppni kæmi. Að vísu hef ég aldrei verið i neinum stjórnmálaflokki og er ekki heldur stjórnmálamaður. Þekki þarafleiðandi ekki alla þeirra órannsakanlegu vegi, þó að mér finnist reyndar, að nógu mikið hafi orðið vart við þá í þjóðfélaginu. En hæfni ykkar á þessu sviði trúi ég naumast að nokkur dragi framar i efa. Hitt er annað mál, að öllum ætti að vera orðið ljóst, að full samstaða hefir ríkt hjá stjórnmálaflokkunum um að skerða kjör fólks hér í borg. Og eftir að hafa gert höfuðborgina aö mesta láglaunasvæði landsins, er enn hægt að taka bara það sem þessum sómamönnum þóknast frá fólki hér og rétta það öðrum. Hvað kallar annars alþýðubanda- lagssósíalistinn, Guðrún Helgadóttir, þau vinnubrögð — að láta verkamann á höfuðborgarsvæðinu borga síma-, rafmagns-, og oliureikningana fyrir flokksbræður hennar: Ragnar Arnalds, Hjörleif Guttormsson og Helga Seljan. — Svo að ég nefni nú aðeins þessa þrjá alþýðubandalagssósíalista? — Varla kallar hún þetta arðrán eða kapítalisma. Nei, þetta kalla alþýðubandalagssósialistarnir — rétt- lætismál — jöfnun lífskjara og jafnvægi í byggð landsins! Þetta er reyndar afstaða allra borgarfulltrúa og alþingismanna. Andleg forarvilpa Slíkt er samtrygging flokkanna að ^ „Að því hlýtur að koma, að Reykvíkingar hætti að kosta lénsveldið úti á lands- byggðinni.” I WL V' < íM j $ \ JRHmlajH i Wjk : \ \| ;>^T\^HP Guðrún Helgadóttir segir Reykvlkinga tala of lengi f sfma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.