Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Side 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981. Þórshaf narbúar fá nýja togarann í mars: Reyna að slá lán fyrir veiðarfærum „Það er ómögulegt að segja til um það hvað grundvöllurinn er góður fyrir þessum togara en þetta er mjög hagstætt verð sem við þurfum að borga fyrir hann,” sagði Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar, en eins og flestum mun kunnugt hefur Út- gerðarfélag Norður-Þingeyinga fest kaup á nýjum 500 tonna skuttogara, sem smíðaður er í Noregi og afhentur verður i mars næstkomandi. - ,,Það eru Byggðasjóður og Rikis- ábyrgðarsjóður sem sjá um lána- greiðslur til þessara kaupa en endanlegt verð togarans er á núgild- andi gengi um 40 milljónir króna. Við vorum á dögunum í Reykja- vík þar sem við ræddum við for- ráðamenn Landsbankans um lán til kaupa á veiðarfærum og kössum og það er von okkar að við fáum fyrir- greiðslu hjá þeim til að togarinn komist út til veiða á tilsettum tíma,” sagði Jóhann. „Það er brýn nauðsyn á því að togari sé hér til staðar því auk þess að skapa atvinnumöguleika þá teljum við að nægur fiskur sé hérna skammt undan landi . Það er gert ráð fyrir því að á togaranum verði um 15 til 16 manns aðjafnaði,” sagði Jóhann. -SER. Vekja athygli á þjónustuhlutverki bókaverslana: Líma skiptibóka- merki á nýjar bækur „Bókaverslanir eru sérverslanir sem bækur með límmiða sem á stendur veita alhliða þjónustu við bókakaup- merki félagsins og „Skiptibók — má endur og á þessum viljum við vekja at- skipta 1 bókaverslunum”. hygli,” sagði Jónas Eggertsson bóksali Bóksalar tóku upp þessar merkingar og formaður Félags íslenskra bóka- nú á mánudaginn. Bækur með slikum verslana í tilefni af því að bóksalar í merkjum geta gengið í skiptum í öllum þessu félagi merkja nú allar nýjar verslunum innan bókaverslanafélagsins REYKING Á KJÖTI OG LAXI Móttaka byrjuð fyrir einstaklinga og KJÖT OG SMIÐJUVEGI D-24, SÍMI 78820. ÁLEGG fyrirtæki. og einnig sinna bóksalar í þessum versl- unum öllum kvörtunum vegna galla á þessum merktu bókum. Líklegt er að þessi nýbreytni félags- bundinna bóksala hafi einhver áhrif á bókakaup nú fyrir jólin þar sem merk- ingar bókanna einangra verulega ómerktar bækur í skilum og skiptum, til dæmis frá verslunum bókaforlaga og frá farandsölum. Þá má nefna að bókadeild Hagkaups er ekki í bóka- verslanafélaginu og ekki heldur bóka- deildir kaupfélaga víða um land. Um þessar mundir eru að ganga í gildi nýjar reglur um stofnun bóka- verslana þar sem aðalbreytingarnar eru að ekki verða lengur takmarkanir á fjölda slíkra verslana í þéttbýli og að verslanir forlaganna verða lagðar niður ánæstuárum. -HERB. 3ja ára ábyrgð Mikið úrval af veggeiningum í mahoní, beyki, eik og furu r HUSCAGNA HOLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK ESSSSSS SÍMAR: 91-81199 - 81410 og hundurinn fylgist vel með Hér er ekkert fúsk leyfilegt því að rétt handtök séu notuð, Níu þingmenn Framsóknarflokksins vilja: Alþjóðleg frið- arráöstefna verði haldin á íslandi —sem krefjistafvopnunará Nordur- A tlantshafi þar sem geigvænlegur kjarnorkuvígbúnaður fer nú fram Alþjóðleg „friðar”-ráðstefna á Islandi, haldin fyrir forgöngu ríkis- stjórnar Islands og fjalli um afvopnun á Norður-Atlantshafi, er inntak þings- ályktunartillögu sem níu þingmenn Framsóknarflokksins lögðu fram á Al- þingi í gær og er Guðmundur G. Þórarinsson fyrsti flutningsmaður. Telja flutningsmenn nauðsyn á að kynna viðhorf íslendinga til hins geig- vænlega kjarnorkuvígbúnaðar, sem nú fer fram í hafinu kringum ísland, og þá aðstöðu íslendinga að þeir telja tilveru þjóðar sinnar ógnað með þeirri stefnu sem þessi mál hafa verið og eru að taka. Til ráðstefnunnar á, samkvæmt tillögunni, að boða fulltrúa þeirra þjóða sem ráða yfir kjarnorkuvopnum og þeirra ríkja sem liggja að N-Atlants- hafi auk fulltrúa Heimsfriðarráðsins. Þeim á að kynna þau sjónarmið að íslendingar geti ekki við það unað að kjarnorkuveldin tryggi eigin hag með því að fjölga kafbátum búnum kjarn- orkuvopnum í hafinu við ísland. Löng greinargerð fylgir tillögunni, þar sem vikið er m.a. að því að fólk um allan heim hugleiði nú þá hættu sem mannkyninu stafar af helvopnum kjarnorkunnar. Friðarhreyfingar hafi viða verið stofnsettar og á Norðurlönd- um snúist umræðan um kjarnorku- vopnalaust svæði. Sum ríki Bandaríkj- anna snúist nú öndverð gegn staðsetn- ingu nýrra kjarnorkuvopna á sínu landi vegna þess að vopnin sjálf séu skot- mörk í kjarnorkustríði. öll umræðan í Evrópu, Bandaríkj- unum og um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum ýti undir að stórlega verði fjölgað kafbátum búnum kjarnorkuvopnum í Atlants- hafi, væntanlega kringum ísland. Strand sovézka kafbátsins við Svíþjóð hefur vakið fólk til umhugsunar um að sennilega eru íslendingar umkringdir kjarnorkuvopnum í miklu ríkara mæli en menn óraði fyrir. Fyrir dyrum sé því ný landhelgisbar- átta. Á málþingi þjóðanna verði íslend- ingar að kveðja sér hljóðs og krefjast öryggis fyrir þjóð sína. ErfingjarEinars Ben.gegn Bragahf.: Málinu frestað Máli þvf sem erfingjar Einars Benediktssonar höföuðu gegn bókaútgáfunni Braga hf., vegna meintrar undirskriftafölsunar á gjafabréfum og fleira, hefur verið frestað til 15. desember. Það var lögmaður stefnda sem óskaðieftir frestiþessum til frek- ari gagnaöflunar. —JB iUt 8»ÍM Í i t I « * * l.iié44*íjtáiií UU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.