Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Qupperneq 6
6 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós Hvenær vaknaði hugmyndin að myndun ríkisstjórnar undir f orystu Gunnars Thoroddsen? KOM MÖGULEIKINN TIL SÖGUNNAR VIKU FYRR EN DR. GUNNAR SEGIR? Myndun núverandi ríkisstjórnar er án efa einn sögulegasti viðburður- inn í íslenzkum stjórnmálum á síðari hluta þessarar aldar. Hluti þing- flokks Sjálfstæðisflokksins skar sig úr og myndaði ríkisstjórn með Fram- sóknarflokki og Alþýðubandalagi sem dr. Gunnar Thoroddsen veitti forystu. Almenningur fékk fyrst fréttir af þessari stjórnarmyndun er Visir skýrði frá því i aðalfrétt á forsíðu fimmtudaginn 31. janúar 1980 að Gunnar Thoroddsen væri með sér- viðræður um stjórn. Dagblaðið hafði einnig fengið einhvern pata af því sem var að gerast því þennan sama dag birti það frétt um að þingmenn úr Alþýðubandalagi og Framsóknar- flokki væru að reyna að fá Gunnar til viðræðna um stjórnarmyndun. Átta dögum siðar, föstudaginn 8. febrúar, var komin ný rikisstjórn. Myndunarsagan enn óljós Margir hafa sjálfsagt velt fyrir sér aðdraganda þess að Gunnar hóf viðræður um myndun ríkisstjórnar. Raunar má segja að sú saga sé ennþá óskráð, fátt hefur komið fram opin- berlega um hvað það var sem hratt skriðunni af stað. Bókin Valdatafl í Valhöll, sem út kom fyrir siðustu jól, fjallar þó ítar- lega um þessa stjórnarmyndun. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hversu traust heimild sú bók sé. Hvað segír Gunrtar? í samtalsbók Ólafs Ragnarssonar við Gunnar Thoroddsen er langur kafli um þessas sögulegu stjórnar- myndun. Þar segir m.a.: „En þótt fjölmargt hafi verið sagt í ræðu og riti um þessa atburði, er ótal spurningum ósvarað. Sá, sem getur öðrum fremur leitt menn í allan sannleika um viðræður, yfirlýsingar, samninga og sviptingar þessara við- burðaríku vetrardaga 1980, er Gunnar Thoroddsen. Og hann leysir frá skjóðunni. Hvenær var fyrst talað um að þú gengir til stjórnarmyndunar með framsóknarmönnum og alþýðu- bandalagsmönnum, Gunnar? Það var þriðjudaginn 29. janúar 1980. Þann dag fór ég að vanda niður í Alþingishús laust fyrir klukkan tvö til þingfundar. Rétt eftir að ég kom inn úr dyrunum, kom Tómas Árna- son til mín og bað mig að ræðá við sig einslega. Hann skýrði mér frá því að framsóknarmenn hefðu verið að ræða hverjir möguleikar kynnu enn að vera til myndunar meirihluta- stjórnar, eftir að formenn flokkanna hefðu reynt í tvo mánuði án árangurs. Tómas kvað framsóknarmenn telja þörf á að kanna til hlítar, hvort hugsanlegt væri, að Framsóknar- flokkurinn, Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn gætu náð saman til stjórnarmyndunar. Sá möguleiki hefði í rauninni ekki verið fullkannaðurennþá. Það kom fram að þetta mál hefði verið rætt við Geir Hallgrímsson, formann Sjáifstæðisflokksins, daginn áður. Geir hefði ekki viljað sinna þvi og varð því ekki frekar af viðræðum þeirra við hann. Þetta staðfesti Geir síðar, meðal annars á flokksráðsfundi Sjálfstæðismanna, og sagði, að Steingrímur Hermanns- son hefði rætt þennan möguleika við sig, en hann hefði talið litlar líkur á aðáhugi væri fyrir slíku stjórnarsam- starfi meðal sjálfstæðismanna. Litlu síðar ræddi annar þingmaður Framsóknarflokksins, Guðmundur G. Þórarinsson, við mig i þinginu um sama mál og óskaði eftir að ég kannaði þennan möguleika gaum- gæfilega.” Síðar í bókinni segir Gunnar: „Ég gerði engar tilraunir til þess að spilla fyrir stjórnarmyndun Geirs Hallgrímssonar eða til þess að reyna sjálfur að mynda stjórn meðan hann hafði umboð til þess. Sá möguleiki, sem ég kannaði og kynnti þingfiokki sjálfstæðismanna, kom ekki til sög- unnar fyrr en með samtölum fram- sóknarmanna við mig þriðjúdaginn 29. janúar. Og ég ítreka, að þá hafði Geir hafnað honum.” í frétt í DV í gær, sem Haukur Helgason ritar, segir að margir hafi haldið því fram að stjórnarmyndunin hafi átt sér lengri aðdraganda en fram kemur í samtalsbókinni. í þessari grein er ætlunin að kanna aðdragandann aðeins nánar, spjalla við nokkra menn sem hlut áttu að' máli og fá þá til að rifja upp atburði, segja okkur frá upphafinu. Frásögn Tómasar Árnasonar Boltanum er fyrst kastað til Tóm- asar Árnasonar viðskiptaráðherra: fyrrverandi formaður landsmála- félagsins Varðar. Við spurðum Edgar um hans þátt í stjórnarmynduninni: Upphafíö 23. janúar „Það eru nú liðin tæp tvö ár siðan þetta gerðist þannig að það gæti reynzt erfiðleikum bundið að greina frá þessu þannig að þetta komi örugglegarétt. Ég kom inn í þetta um helgi, lík- legast sunnudaginn 27. janúar , held ég örugglega. Þá var málið ekkert komið í fjölmiðla en Vísir kom með frétt um þetta nokkrum dögum síðar, á fimmtudegi held ég (31. janúar 1980). Þegar ég kom inn í þetta var þetta búið að vera í gangi í nokkra daga, ég hef grun um að þetta hafi staðið yfir frá miðvikudegi (23. janúar). Mitt fyrsta verk var að fara með Þetta sagði Edgar Guðmundsson verkfræðingur. Benedikt Bogason verkfræðingur er einnig stuðningsmaður Gunnars innan Sjálfstæðisflokksins og átti mikið samstarf með honum. Hann er frændi EggertsHaukdal. Benedikt er um þessar mundir í útlöndum.en engu að síður tókst að hafa uppi á honum þar sem hann var i heimsókn á einkaheimili í Kaupmannahöfn. Benedikt Bogason hefur orðið: „Þegar Benedikt Gröndal skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar fór þetta í gang. Benedikt skilaði umboði sínu mánudaginn 28. janúar en það var orðið ljóst þarna um helg- ina að honum tækist ekki að mynda stjórn. Þá var það sem þetta fór raunverulega af stað. Ljóst var að engum formannanna fjögurra tækist að mynda starfhæfa Edgar Guðmundsson verkfræð- ingur: Hefur grun um að upphafs- dagurinn sé miðvikudagurinn 23. janúar. DB-mynd Bjarnieifur. „Það voru umræður í Fram- sóknarflokknum um að kannski væri möguleiki að mynda þriggja flokka stjórn; Framsóknarflokks, Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks. Staðan var þannig að formenn allra flokkanna voru búnir að reyna að mynda stjórn. í annarri umferð var því ekkert óeðlilegt að varaformaður stærsta stjórnmálaflokksins reyndi. Menn voru á þessum tíma að tala mikið um myndun utanþingsstjórnar sem ég er mjög mikið andvigur og álít hina mestu hneisu fyrir Alþingi. í framhaldi af þessu hitti ég Gunnar að máli. Það mun hafa verið þriðjudaginn 29. janúar, eins og fram kemur i bókinni hans Gunnars.” — Höfðu áður farið fram ein- hverjar óformlegar viðræður milli áhrifamanna innan Framsóknar- flokksins og Gunnarsmanna? „Ég vissi ekkert um það. Þegar ég talaði við Gunnar var hugmyndin þriggja flokka stjórn. Það var svo rétt á eftir sem hin hug- myndin (með hluta þingflokks sjálf- stæðismanna-innsk. DV) skaut upp kollinum. Ekkihjámér reyndar.” Mörgum hefur án efa orðið tíðrætt um hluverk nokkurra verkfræðinga við að koma á fót þessari ríkisstjórn. Benedikt Bogason hefur oft verið nefndur og sumir jafnvel gengið svo langt að segja að hann væri hinn raunverulegi faðir þessarar ríkis- stjórnar. í samtalsbók sinni minnist Gunnar aðeins á Benedikt en auk hans á tvo aðra verkfræðinga, Edgar Guðmundsson og Þórodd Th. Sigurðsson, sem Gunnar segir að hafi allir þrír veitt sér ágæta aðstoð við stjórnarmyndunina. Að öðru leyti kemur lítið fram um þátt þessara manna. Edgar Guðmundsson er sjálf- stæðismaður, stuðningsmaður Gunnars og starfaði m.a. fyrir hann I forsetakosningum 1968. Edgar er Dr. Gunnar Thoroddsen forsætís- ráðherra: „Sé möguleiki sem ég kannaði og kynnti þingflokki sjéif- stæðismanna kom ekki til sög- unnar fyrr en með samtölum fram- sóknarmanna við mig þriðju- daginn 29. janúar." drög að stjórnarsáttmála frá Gunnari til Svavars Gestssonar. Það gerðist mánudaginn 28. janúar, að mig minnir. Mitt hlutverk var fyrst og fremst að bera boð á milli manna. Mitt hlut- verk varðaði ekki efnislega hluti, þ.e.a.s. ég tók t.d. ekki þátt I gerð stjórnarsáttmálans. Rangt var farið með minn hlut I bókinni Valdatafl í Valhöll sem að mínum dómi er afskaplega slöpp bók. Ég hitti t.d. aldrei Ólaf Ragnar Grímsson eða Benedikt Bogason eða hafði nokkurt samband við þá í þessum viðræðum eins og höfundar Valdataflsins vilja vera láta. Ég var algerlega aðskilinn frá hinum verkfræðingunum, ég var ekki í neinum tengslum við þá. Ég hafði reyndar ekki hugmynd um að þeir væru i þessu líka fyrr en löngu síðar. Ég hef starfað mikið með þing- mönnum og má segja að ég hafi verið með annan fótinn í Alþingishúsinu í mörg ár. Ég er málkunnugur þeim flestum. Koma min I þinghúsið vakti því enga sérstaka athygli. Það má geta þess að ég hef þekkt Guðmiyid G. Þórarinsson i 25 ár.” Benedikt Bogason verkfrœðingur: Bœddi möguieikann við Guðmund G. Þórarinsson fimmtudaginn 24. janúar. ríkisstjórn. Menn fóru að velta fyrir sér ýmsum möguleikum. Úr því að formönnum flokkanna hafði ekki tekizt að mynda stjórn beindust augu manna að varaformönnunum. Þá kom sú hugmynd að Gunnar væri alveg kjörinn til að kanna þennan möguleika. Manna á meðal var fyrst og fremst rætt um Gunnar en einnig Ihugsanlega Tómas Árnason. Þingmenn vildu ekki utanþings- stjórn og í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins var beinlínis ætlazt til þess að menn könnuðu sjálfir alla mögu- leika. Talað var um „maður á mann”-aöferðina. Við, ýmsir af vinum Gunnars, hvöttum hann eindregið til að kanna málið. Þeir töluðu saman, held ég, Gunnar og Steingrímur, á þriðjudegi (29. jan.) frekar en miðvikudegi. Ég held að Geir hafi vitað þetta á þriðju- dag eða miðvikudagsmorgun. Þá var verið að ræða að allur þing- flokkur sjálfstæðismanna kæmi með og þá undir forystu Gunnars. Hitt kom ekki fyrr en á föstudag þegar þingflokkurinn tók ekki afstöðu til málsins.” Mynd þessi var tekin í Rúbiunni 6. febrúar 1980 er stjómarmyndunarvið- ræður voru & lokastígi. D V-mynd Bjarnleifur. — Hafði einhverjum í Fram- sóknarflokknum verið kynnt þessi hugmynd áður en Gunnar fór af stað, t.d. Guðmundi Þóarinssyni? „Við Guðmundur erum gamlir vinir og samstarfsfélagar. Við höfum þekkzt lengi. Um það leyti sem ljóst varð að Benedikt Gröndal gæti ekki myndað stjórn hittumst við og skipt- umst á skoðunum um fleiri mögu- leika og ómöguleika. Tveggja manna tal yfir kaffíbolla Við Guðmundur hittumst í Alþingishúsinu, held ég, á fimmtu- dag (24'. janúar) og drukkum kaffi saman. Þetta var tveggja manna tal yfir kaffibolla. Ég lýsti þar þeirri skoðun minni að ég teldi að I þeirri erfiðu pattstöðu sem var þá væri Gunnar maðurinn, sem gæti leyst hana. í Sjálfstæðisflokknum _ voru ósveigjanleg öfl og því kjörið að hógværári öfl, málamiðlunaröflin sem ég vil kalla svo, öflin sem ekki eru hrifin af leiftursóknarstefnu, hefðu forystu. í flokknum voru, a.m.k. á þessum tima, öfl sem vildu keyra ákveðið prógram í gegnum þjóðina, leiftursókn, en hún hafði ekki fengið hljómgrunn hjá þjóðinni. Tvennt kom þessu afstað Það sem kom þessu af stað var tvennt, fyrst og fremst. Annars vegar það að vinir og kunningjar Gunnars hvöttu hann til að kanna þennan möguleika og hins vegar það að ég kom þeirri skoðun minni á framfæri við Guðmund G. Þórarinsson að það væri álit mitt og margra annarra sjálfstæðismanna að Gunnar væri maðurinn sem leyst gæti hnútinn. í þessari stjórnarmyndun var ég ekki í því að bera á milli manna. Ég fylgdist hins vegar með, vissi nokkurn veginn hvernig þetta þróað- ist. Það er rangt hjá Valhallarstrák- unum að ég hafi verið í beinum samningum. Allt fram á föstudag, þegar þing- flokksfundurinn var, vonaðist Gunnar til að mestallur þingflokkur- inn kæmi með. En við vitum að það eru ákveðin öfi sem alls ekki vilja vinna með Alþýðubandalaginu. Én það var ekki reiknað með að þau myndu alfarið stinga hausnum í sandinn. Það urðu því mikil von- brigði þegar þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins tók ekki afstöðu.” Möguleikinn nefndur viku fyrr en Gunnar segir? Af spjalli DV við þá Edgar Guð- mundsson og Benedikt Bogason virðist ljóst að boltinn byrjar að rúlla í miðri vikunni áður en Gunnar Thor- oddsen segir að fyrst sé talað um stjórnarmyndun. Gunnar nefnir í samtalsbókinni að samtalið við Tómas Árnason hafi átt sér stað þriðjudaginn 29. janúar og segir að þá hafi þessi möguleiki fyrst komið til sögunnar. Edgar telur sig hins vegar hafa grun um að þetta hafi staðið yfir frá miðvikudeginum 23. janúar, en Benedikt Bogason segir að hann hafi rætt við Guðmund G. Þórarinsson fimmtuaginn 24. janúar og þá hafi þessi hugmynd farið af stað. Þrátt fyrir að Benedikt og Edgari beri ekki nákvæmlega saman um hvaða dagur hafi verið upphafs- dagurinn. þá munar þó ekki nema einum degi I frásögn þeirra. Það þarf ekki að vera óeðlilegt, því tæp tvö ár eru liðin frá því þetta gerðist og menn geta nú gleymt ýmsu á þeim tíma. En samt er tíma- mismunurinn það óverulegur að óhætt ætti að vera að segja að sterkar likur bendi til þess.að í miðri vikunni hafi málið farið af stað, þ.e.a.s. vik- unni áður en Tómas tekur Gunnar á eintal. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.