Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Page 8
8 DV — HEkGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. Lftil Lúsfa, Unnur Berglind Guðmundsdóttir, fjögurra óra, kveikir á lúsíu kerti í Blómasalnum. DV-mynd Friðþjófur. JÓL í BLÓMASAL Grásleppuhrognin: „Sölutregðan er bara tílbúningur" —segir Guðmundur G. HalldórssonáHúsavík Þessi uppsláttur um tregðu á sölu grásleppuhrogna er algjör firra og allt tal um slíkt hreinasti tilbúningur manna sem vilja hafa framleiðendurna að féþúfu,” sagði Guðmundur G. Halldórsson hrognaútflytjandi á Húsa- vík í samtali við DV vegna fréttar blaðsins í gær. „Það er eins og að berja hausnum við stein að fá þá menn sem vilja halda eitthvert heljarmikið bákn hér í Reykjavík og einoka útflutninginn til að skilja þróun gengismála undanfarna mánuði. Þessi útflutningsgrein er sú eina sem ekki hefur tekið tillit til hækkunar dollars gagnvart Evrópu- mynt og því ekki að furða þó til dæmis aðalviðskiptalönd okkar í Evrópu hlaupi ekki upp til handa og fóta við að kaupa af okkur. Guðmundur kvað það augljóst mál að þeir menn sem hafa vildu þessa út- flutningsgrein á sinni hendi bæru ekki hag framleiðenda fyrir brjósti. Hefðu þeir jafnvel borið út alls kyns róg og ill- mæli í þeirra garð og vænt þá sem tekizt hefði að selja sína vöru á raun- hæfu verði um alls kyns mútuþægni og undirlægjuhátt. -JB. ÓhappiðíLýbíu: Lenti á svæði sem líktist f lugbraut - sleit raf magnslínu og fór yf ir röralagnir Fokker-vélin, sem brotlenti í Libýu, kom niður 15 kílómetra frá flugbraut- inni. Kom hún niður á svæði sem líktist malarflugbraut við olíuhreinsunarstöð í eyðimörkinni. í lendingunni sleit flugvélin raf- magnslínu sem verið var að leggja og fór yfir röralagnir sem ekki höfðu enn verið teknar í notkun. Skemmdir á flugvélinni, sem ber einkennisstafina TF-FLS, reyndust mun meiri en upphaflega var haldið. Er flugvélarskrokkurinn mikið skemmdur fyrir framan væng og álitamál hvort fjárhagslega sé hagkvæmt að gera við hana. Þessi vél var áður í eigu Land- helgisgæzlunnar og hét þá TF-SÝR. Þrír farþegar voru um borð. Áhöfnin var tveir menn, flugstjórinn Þór Sigurbjörnsson og líbýskur aðstoðarflugmaður. Engan sakaði. -KMLI. Flugstjórinn, Þór Sigurbjörnsson. Mynd: Hörflur. Aðventukvöld, lúsiukvöld og jóla- pakkakvöld verða í Blómasal Hótels Loftleiða i ár sem jafnan á jólaföstu fyrri ára. Aðventukvöld verður í Blómasal 6. desember. Ingveldur Hjaltested syngur við undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar. Þá verður tízkusýning sem Módelsam- tökin annast. Blómasalurinn er sér- staklega skreyttur þannig að jóla- stemmning ætti að ríkja. Happdrætti verður og á matseðlinum er ma. hreindýrasteik. Lúsíukvöld verður sunnudags- kvöldið 13. desember. Þá skemmta nemendur Söngskólans og Módel- samtökin sýna tízkuföt. íslenzkar stúlkur syngja lúsiusöngva. Happ- drætti verður og m.a. rjómalagað lamb á matseðlinum. Síðasta hátiðakvöldið fyrir jól verður síðan jólapakkakvöld 20. desember. Þar syngur Garðar Cortes jólalög og jólasálma við undirleik Jóns Stefánssonar. Happdrætti verður sem fyrr og tizkusýning. Sér- stök gjafakynning verður og m.a. á matseðlinum heilsteikt nautafilé. í Blómasalnum er nú kynntur nýr matseðill. Þar er bryddað upp á ýmsum nýjungum og verði stillt í hóf. Fundavika hjá Blöndumönnum — almennir sveitarf undir og kosningar í sumum hreppum Mikil fundavika er nú framundan í þeim fjórum hreppum í Húnaþingi og Skagafirði sem eiga upprekstur á fyrir- hugað virkjunarsvæði Blöndu og þar sem afstaða liggur ekki fyrir enn. Hreppsnefndir byrjuðu að funda í gær- kvöld í framhaldi af kynningarfundin- um á Blönduósi nú í vikunni. Síðan er gert ráð fyrir almennum sveitarfundum og að minnsta kosti i Svínavatnshreppi eru uppi hugmyndir um að kosið verði I skyndi Sameining Keflavíkurog Njarðvíkur Vegna forsíðufrétlar Dagblaðsins og Vísis 3. desember, ,,Njarðvíkingar höfnuðu samruna við Keflavík”, og grein um það mál á 2. síðu blaðsins tel ég mér skylt að leiðrétta fréttina. Fyrir bæjarstjórnarfundi í Njarðvik, sem haldinn var I. desember sl., lá eflirfarandi tillaga: „í tilefni af viöræöum bæjarráðs Keflavíkur við bæjarráð Njarövíkur vegna tillögu sem samþykkt var í bæjarsljórn Keflavíkur 20. okl. sl. „um að kjósa sameiginlega fjögurra manna nefnd til þess að gera hlut- lausa úttekt á hagkvæmni (kostum og ókostum) sameiningar bæjarfélag- anna”, samþyjtkir bæjarstjórn Njarðvíkur að hún telur ekki tíma- bært að slík athugun fari fram”. Tillögu þessa samþykktú allir bæj- arfulltrúar. Það er því algjörlega rangt með farið að bæjarstjórn sé sammála um að sameining sé ótíma- bær. Það var einfaldlega ekki (il umræðu heldur var aðeins tekin af- staða til skipanar nefndar í ákveðnum tilgangi sem bæjarstjórn þótti ekki tímabær. Ingvar Jóhannsson, bæjarfulltrúi, Njarðvík. Ekki ökumaðurínn í frásögn DV af hörðum bifreiða- árekstri í Árbæjarhverfi, sem birtist sl. þriðjudag, láðist að geta þess að maður sá sem verið var að ná út úr Lada-bíl á mynd er fréttinni fylgdi var farþegi en ekki ökumaöur. Far- þeginn reyndist mjaðmagrindar- og ökklabrotinn en líöan hans góð eftir atvikum. Leiðrétting: Ekki íslenzkur texti íbyrjun Þess misskilnings gætti i frétt und- irritaðs í blaðinu í gær í frásögn af fyrirhugaðri myndbandaleigu Laug- arásbíós að greint var frá því að öll myndbönd yrðu með íslenzkum texta: Ætlunin er að svo vérði en fyrst um sinn verða myndirnar ekki með íslenzkum texta. Hafa skal það er sannara reynist og vonandi er að Laugarásbíó verði ekki fyrir óþægindum af þessum misskilningi er myndbandaleigan fer af stað. -SSv. DV-bíó Sólarlandaferðin, sænsk gamanmynd í litum með íslenzkum texta, verður sýnd í Dagblaös og Vísisbíói klukkan 13 á morgun í Regnboganum. Lokasprettur NEFS-klúbbsins Eins og við skýrðum frá í gær liggur það Ijóst fyrir að NEFS-klúbb- urinn verður ekki starfræktur áfram og lokadagar hans verða eftir u.þ.b. tvær vikur. Dagana 16., 17. og 19. þessa mánaðar er því ætlunin að reyna að draga fram allt það bezta í islenzka poppheiminum þannig að klúbburinn skilji við með reisn. Dag- ar framundan sem poppunnendur ættu að geta hlakkað til. -SSv. Flugleiðirhefja Gautaborgarflug ánýnæstavor Flugleiðir munu hefja flug á ný til Gautaborgar í vor. Þegar sumaráætl- un kemst í gagniö verða flognar tvær ferðir á viku til Gautaborgar, á fimmtudögum og sunnudögum. Fyrsta ferðin verður í apríl. Mikill fjöldi íslendinga býr í Suður-Svíþjóð og auðveldar beint flug þeim samband við fööurlandið. Þá flýgur vaxandi fjöldi farþega frá Svíþjóð til íslands og þaðan áfram til Bandarikjanna með N-Atlantshafs- flugi Flugleiða. um afstöðu manna. Upplýsingum um svokallaðan virkj- unarkost 1 í Blöndu, sem ríkisstjórnin mælir með sem næstu stórvirkjun, verður nú dreift til allra íbúa þeirra hreppa sem eiga beinan hlut að máli varðandi landnýtingu á afréttinum. En eins og áður hefur komið fram hafa einungis tvær hreppsnefndir af sex alls tekið ákveðna afstöðu og þá með þessum kosti. Samkvæmt reglum þarf að boða al- menna sveitarfundi með viku fyrirvara og verða þeir þá haldnir í lok næstu viku eða um aðra helgi. Þá fyrst fer af- staðan að skýrast að marki en skoðanir eru mjög skiptar í þessum fjórum hreppum þar sem enn er eftir að taka ákvörðun. Á fundinum á Blönduósi nú í vik- unni, þar sem viðræðunefnd rikisins kynnti samninganefnd heimamanna af- stöðu ríkisstjórnarinnar, varð sam- komulag um að stefna að því að af- staða heimamanna lægi fyrir 16. desember. Én ríkisstjórnin keppir að þvi að Alþingi fái málið til lokaaf- greiðslu fyrir jólaleyfi sem hefst, ef áætlanir standast, 18. desember. Þannig er Alþingi ætlaður einn dagur eftir að heimamenn taka ákvörðun. -HERB. Skagf irðingar þyrpast á Útlagann: Símstöðin var rauðgióandi! ,,Það er kannski orðum aukið að símstöðin hafi farið yfirum en hitt er satt að álagið var geysilega mikið,” sagði Guðmundur Valdimarsson bíó- stjóri á Sauðárkróki í samtali við DV. Heyrzt hefur að þegar kvikmyndin Útlaginn var sýnd fyrsta kvöldið á Sauðárkróki hafi álagið úr sveitunum verið svo mikið að símstöðin annaði ekki. „Ég hef tekið eftir því að þegar íslenzku myndirnar hafa verið sýndar hér kemur fólkið úr sveitunum í bíó, sem það annars gerir aldrei, og sumir koma langt að,” sagði Guðmundur. ,,Til þess að við þurfum ekki að reka það fólk burtu, þegar það er komið á staðinn, tökum við niður pantanir. Ég er mjög ánægður með þá aðsókn sem myndin hefur fengið hér. Annað kvöldið sem myndin var sýnd þurfti ég að vísa mörgum frá en sýningar áttu aðeins að vera tvö kvöld. Ég hef því ákveðið þriðju sýningu,” sagði Guð- mundur Valdimarsson bíóstjóri á Sauðárkróki. -ELA. Nei takk ... ég er á brlnum UX IFEROAR Dalvík: Brunaliðið fær hús tilað kveikja í Bæjarstjórn Dalvíkur hefur heimilað slökkviliði staðarins að nota húseignina að Grundargötu ,9 til æfinga. Húisð er gamalt íbúðarhús sem dæmt hefur verið úr leik. Ekki hefur orðið úr því enn að brunaliðsmenn leggi eld að hús- inu sem slökkviliðsmenn geta síðan æft sig við að slökkva. Að sögn Valdimars Bragasonar, bæjarstjóra á Dalvík, er beðið eftir hentugu veðri þannig að næstu hús verði ekki í verulegri hættu. /AL nrpvri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.