Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Side 22
22
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981.
GARDÍNUKAPPAR
Skrautfístar
Hurðagerektí
Kverkafístar
VESTURGÖTU 21 - SÍMI21600
Rafmagnsveitur ríkisins
óska að ráða rafmagnsverkfræðing
Upplýsingar um menntun óg fyrri störf sendist
fyrir 14. desember nk.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 Reykjavík.
rt*hérl2*‘^‘s
Nú höfum uið opnað uerslun
með heimsþekkt hljómtæki
^ sem ekki hafa áðurfengist á
íslandi. Nú gefst þértækifæri til
að eignast betri tæki sem bera
tóninn alla leiðl
Við bjóðum þér að líta uið og
kynnast þessum frábæru
hljómtækjum sem núfástfyrst
h c> yIo mrlio
Við bjóðum þérJBL hátalara
á sérstöku kynningaruerði
Skúlagata 61 143 63
Sveitakeppni Flugleiða:
Hörð keppni milli
sveita Búnaðarbankans
og Ríkisspítalanna
Sveitakeppni Flugleiða í skák er
orðinn fastur liður í skáklífi höfuð-
borgarinnar og er það vel. f
nóvember koma jafnan 24 skáksveitir
hvaðanæva að og tefla allar
innbyrðis. Umhugsunartími hvers
keppanda er 15 mínútur á skák og
gera menn því lítið annað en tefla
skák, þá helgi sem keppnin fer fram.
Slæmt ferðaveður setti nokkurn svip
á mótið nú, þar eð flug lá niðri á
timabili. Sveitir frá Vestmannaeyjum
og Austurlandi komust ekki á
áfangastað og sveitir annars staðar
utan af landi komu sumar hverjar of
seint. En öll vandamál voru leyst
jafnóðum af dugandi stjórnendum,
þeim Andra Hrólfssyni og Hálfdáni
Hermannssyni, og keppnin hófst á
tilteknum tíma, kl. 9.30, laugar-
daginn 28. nóvember. f byrjun vakti
fádæma velgengni Rikisspítalanna
hvað mesta athygli. Lið þeirra
skipuðu Sævar Bjarnason, Dan
Helgason og Lárus Johnsen. Hver
einasta sveit sem mætti þessu
einvalaliöi í byrjun fékk sömu útreið,
3:0. Eftir 10 fyrstu umferðirnar
höfðu þeir félagar fengið 29 1/2 v.
af 30 mögulegum! En i þeirri 11.
fengu Ríkisspitalarnir sitt fyrsta og
eina tap í allri keppninni, er Lands-
bankinn sigraði þá 2—1. Sveit
Búnaðarbankans (Jóhann Hjartar-
son, Hilmar Karlsson og Guðmundur
Halldórsson), sem fylgt hafði
forystusveitinni eins og skugginn,
minnkaði nú bilið og tók síðan
forystuna skömmu síðar. Sú forysta
jókst smám saman og þegar
Búnaðarbankinn og Rikisspítalar
tefldu saman beint í keppninni, virtist
Búnaðarbankinn næsta öruggur með
1. sætið. En Sævar og félagar höfðu
ekki sagt sitt síðasta og gjörsigruðu
Búnaðarbankann. 2 l/2:l/2. Fyrir
lokaumferðina var forskot Býnaðar-
bankans aðeins 1 vinningur og allt
gat gerst. Búnaðarbankinn glímdi nú
við Þjóðviljann, en þar var Helgi
Ólafsson í broddi fylkingar, eini
keppandinn sem ekki hafði tapað
skák á mótinu. Ekki átti þó fyrir
Helga að liggja fremur en öðrum að
sleppa óskaddaður gegnum hreinsun-
areldin. Hann lék snemma af sér
manni gegn Jóhanni Hjartarsyni, og
með því að ná 2 1/2 vinningi gegn
Þjóðviljanum, hafði • Búnaðar-
bankinn tryggt sér 1. sætið. Röð
efstu sveita varð þessi:
1. Búnaöarbankinn 62 v. af 69. 2.
Ríkisspítalar 61 1/2. 3. Útvegsbank-
inn 53 v. 4. Verkamannabústaðir 51.
5. Búnaðarbankinn, útibú, 46 1/2. 6.
Unglingasveit T.R. 45 1/2. 7. Flug-.
leiðir 45. 8. Landsbankinn 44 1/2. 9.
Þjóðviljinn 40. 10. Járnblendifélagið
37.
Efstu menn á einstökum borðum
urðu þessir:
1. borð Helgi Ólafsson,
Þjóðviljinn 20 T/2. Jóhann
Hjartarson, Búnaðarbankinn 19 1/2
v. Jóhannes G. Jónsson, Verka-
mannabústaðir 19 1/2v.
2. borð Dan Hansson, Ríkisspítalar
21 1/2 v. Hilmar Karlsson, Búnaðar-
bankinn 21 v. Jón Þorsteinsson,
Verkamannabústaðir 21 v.
3. borð Guðmundur Halldórsson,
Búnaðarbankinn 21 1/2 v. Lárus
Johnsen, Rikisspítalar 21 v. Hilmar
Viggósson, Landsbankinn 18 l/2v.
Skák
Jóhann Örn Sigurjónsson
fsland : England tefla saman í
Telex-heimsmeistarakeppninni. Hér
er um útsláttarkeppni að ræða, og
standa eftir átta lið, Pólland,
Svíþjóð, Skotland, Finnland, Sovét-
ríkin og A-Þýskaland, auk okkar og
Englendinga. Englendingar unnu
fsraela örugglega, eftir að 5 skákir af
8 höfðu farið í dóm. Telexskák-
keppni er mjög þung í vöfum, og
flestar skákirnar hjá Englendingum
og ísraelum fóru í dóm eftir 8—9
klukkustunda streð og höfðu þá
einungis verið leiknir 26 leikir.
íslendingar geta því búist við mara-
þonviðureign, svo og því að mæta
Dreka-afbrigðinu i Sikileyjar-
leiknum, séleikiö 1. e4. Englendingar
eru manna fróðastir um þessa
byrjun, eins og Murey, fyrrum
aðstoðarmaður Kortsnojs 1 heims-
meistaraeinvigjunum fékk að reyna í
Telex-keppninni gegn Englandi.
Murey taldi sig hafa fundið endurbót
á hvit gegn Drekanum, en and-
stæðingurinn var vel með á nótunum
og vopnin snerust fljótlega í höndum
ísraelsmannsins.
Hvitur: V. Murey, ísrael.
Svartur: J. Mestel, England.
Sikiieyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 (Mestel hefur
sjálfur brugðið fyrir sig 6. g3 með
góðum árangri.) 6. . . . Bg7 (Ekki 6.
. . . Rg4? vegna 7. Bb5 + og hvitur
vinnur.). 7. f3 0—0 8. Bc4 Bd7 9.
Dd2 Rc6 10. 0—0—0 Hc8 11. Bb3
Re5 12. h4h5 (Englendingarnir Miles
og Mestel þykja mestu sér-
fræðingarnir i þessu afbrigði. Murey
sýnir því hugrekki er hann stingur
höfðinu í gin breska ljónsins.) 13.
Bg5 Hc5 14. g4 hxg4 15. f4 Rc4 16.
De2 b5 17. e5 dxe5 18. Rdxb5 Rxb2!
19. Kxb2 Da5 20. Hxd7 Rxd7 21.
Bxe7 Hxc3! 22. Rxc3 exf4
(Sama staða kom upp í skákinni
Westerinen: MestelEsbjerg 1979. Þar
lék hvítur 23. Dc4 og tapaði.
Nú kemur endurbót Mureys, eða
allaveganna það sem átti að vera
endurbót.)
23. Dd3 He8 24. Hel Re5 25. Hxe5
Dxe5 26. Bd6 Dxc3 + 27. Dxc3
Bxc3 + 28. Kxc3
28. g3! (Biskupaparið er gagnslaust i
baráttunni við hin hraðfara fripeð
svarts.) 29. Bd5 Hd8 30. Bxf4 Hxd5
31. Bxg3 f5 32. a4 Kf7 33. Bf2 a6 34.
Be3 He5 35. Bg5 He4 og hvítur gafst
upp.
Jóhann Örn Sigurjónsson.
Bridge
Bridgefólag
Breiöholts
Síðastliðinn þriðjudag lauk
barómetemum, sem staðið hefur yfir
hjá félaginu, með sigri Rafns Kristjáns-
sonar og Þorsteins Kristjánssonar.
Sigruðu þeir með nokkrum yfirburð-
um, hlutu 201 stig, en næstir urðu: st|s
2. Áml Guðmundss.-Margrél Hrðard. 127
3. Óskar Þrklnss.-Krlsfinn Helgas. 105
4. Björgvin Vfglundss.-Páll Bergss. 71
5. Axel Láruss.-Leifur Karlss. 46
6. Þórarinn Ámas.-Gísli Viglundss. 43
Næstkomandi þriðjudag verður spil-
aður eins kvölds tvímenningur en
þriðjud. 15. des. verður spilað rúbertu-
bridge, og eru peningaverðlaun í boði
og verður það jafnframt síðasta spila-
kvöld fyrir jól. Spilað er í húsi Kjöts og
fisks, Seljabraut 54, kl. 19.30 og er allt
spilafólk velkomið meðan húsrými
leyfir.
Keppnisstjóri er sem fyrr Hermann
Lárusson.
Bridgefólag
Suðurnesja
Laugardaginn 22. nóvember kom
Bridgefélag Selfoss i heimsókn til
Bridgefélags Suðurnesja. Spilað var á
sex borðum og urðu úrslit þau að
Bridgefélag Suðurnesja vann á 4 borð-
um, en Selfyssingar á tveimur. Saman-
lögð stigatala Bridgefélags Suðumesja
var 69 stig, gegn 51 stigi Bridgefélags
Selfoss.
Þriðjudaginn 1. des. lauk JGP-mót-
inu með þátttöku aðeins átta sveita.
Söknuðu menn bæði Grindvíkinga og
Vogamanna, en vonandi er að þeir sjái
sér fært að taka þátt í mótinu eftir ár.
í byrjun mótsins tók sveit Gísla
Torfasonar afgerandi forystu sem þeir
juku allt til loka mótsins. í sveit með
Gisla spiluðu Karl Hermannsson, Jó-
hannes Sigurðsson, Einar Jónsson, Al-
freð G. Alfreðsson og Logi Þormóðs-
son. Sveit Gisla sigraði með 131 stigi, i
öðru sæti var sveit Stefáns S. Jónsson-
ar með 83 stig, í þriðja sæti sveit
Haraldar Brynjólfssonar með 79 stig.
Þriðjudaginn 8. des fer fram verð-
launaafhending fyrir afrek á síðasta
keppnistímabili, veturinn 1980—1981.
Eftir afhendingu veröur spilakvöld
með nýju formi, A la Caribean Sea,
sem Alfreð G. Alfreðsson stjórnar.
Þriðjudaginn 15. des. fer fram
tvenndarkeppni og er ætlast til að fé-
lagar útvegi sér spilafélaga sem ekkl
spila reglulega með félaginu.
Bridgefólag
Breiðfirðinga
Sveitakeppni stendur yfir með þátt-
töku 20 sveita. 2 leiki spilaðir á kvöldi.
(Jrslit eftir 12umferðir: stig
1. HansNielsen 187
2. Kristján Ólafsson 177
3. Ingibjörg Halldórsd. 166
4. Krístin Þórflardóttir 166
5. Ells R. Helgason 156
6. Erla Eyjólfsdóttir 142
7. Magnús Halldórsson 139
8. Ólafur Ingimundarson 137
9. Magnús Björnsson 127
10. Sigríður Pálsdóttir 121
Næst verður spilaö fímmtudaginn
lO.des. kl. 7.30 í Hreyfilshúsinu.
Bridgefólag
Hafnarfjarðar.
Síðastliðinn mánudag lauk rúbertu-
keppninni. Spilaðar voru tíu umferðir
eftir Monrad-kerfi. Sigurvegarar urðu
gamalreyndir rúbertukappar, þeir Sæv-
ar Magnússon og Hörður Þórarinsson.
Staða og stig efstu manna: stig
1. Sœvar Magnóss.-Hörður Þórarinss. 46
2. Böðvar Magnúss.-Stigur Herlufss. 31
3. Árnl M. Björnss.-Helmlr Tryggvas. 30
4. Ólafur Valgelrss.-Lárus Hermanns. 17
5. Jón Sigurðss.-Sævaldur Jónss. 15
6. Kristófer Magnúss.-Björn Eysteinss. 12
Næstkomandi mánudag verður spil-
að við Bridgefélag kvenna. Spila-
mennska fer fram í Domus Medica og
hefst stundvíslega klukkan hálfátta.
Fró Bridgedeild Barð-
strendingafólagsins
Mánudaginn 30. nóvember lauk
hraðsveitakeppni félagsins (5 kvöld, 11
sveitir). Sigurvegari var sveit Sigurðar
Kristjánssonar. í sveit Sigurðar voru
auk hans Hermann Ólafsson, Gísli
Benjamínsson og Jóhannes Sigvalda-
son.
Staða 6 efstu sveita: Stig
1. Sigurður Kristjánsson 2880
2. Ágústa Jónsdóttir 2824
3. Gunnlaugur Þorsteinsson . 2813
4. Viflar Guðmundsson 2790
5. Ragnar Þorsteinsson 2784
|6. Haukur Zophaníusson 2714
Mánudaginn 7. desember hefst
jólatvimenningur (2ja kvölda). Spilað
er í Domus Medica og hefst keppnin kl.
19.30.