Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 26
26
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981.
Messur
Guflsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdœmi
sunnudaginn 6. des. 1981. Annan sunnudag i
aðventu.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Kirkjudagur Árbæjar-
safnaðar.Barnasamkom á í safnaðarheimilinu kl.
10.30. Guösþjónusta i Safnaðarheimilinu kl. 2. Frú
Ingveidur Hjaltested syngur stólvers. Sérstaklega
vænst þátttöku fermingarbarna næsta árs og for-
eldra þeirra í messunni. KafFisala og
skyndihappdrætti á vegum Kirkjunefndar
Kvenfélags Árbæjarsóknar frá kl. 3—6 síðd. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Messa að Norðurbrún 1 kl. 2.
Jólafundur safnaðarfélagsins eftir messu.
Upplestur: Helga Bachman, leikkona. Litla
fiðlusveitin leikur undir stjórn.Sigursveins Magnús-
sonar. Kirkjukór Áskirkju syngur. KafFiveitingar.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barna-
guösþjónusta kl. 11 árd. Messa kl. 14 í Breiðhoíts-
skóla. Sr. Lárus Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.
Guösþjónusta kl. 2. Organleikari Guðni Þ.
Guðmundsson. Æskulýösfélag Bústaðasóknar
mánudagskvöld kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra:
Síöasta samverustund fyrir jól miðvikudag kl. 2—5.
Sr. ólafur Skúlason, dómprófastur.
DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma i
safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor-
bergur Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Þórir
Stephensen. Kl. 2 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson.
Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H.
Friðriksson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Prestur
sr. Lárus Halldórsson.
FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Laugard.:
Barnasamkoma i Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h.
Sunnud: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 árd.
Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl.
2 e.h. Aöventusamkoma í Hólabrekkuskóla kl.
20.30. Samkoma á þriðjudagskvöld kl. 20.30 í safn-
aöarheimilinu. Sr. Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 2. Fræðslukvöld mánud kl. 20.30.
Séra Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga.
Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöjud. 8. des. kl. 10.30.
Fyrirbænaguösþjónusta. Beöið fyrir sjúkum. Jóla-
fundur Kvenfélagsins verður Fimmtudaginn 10. des
kl. 20.30. Kolbrún Magnúsdóttir söngkona segir frá
Færeyjum og syngur færeysk. lög. Kirkjuskóli
barnanna er á laugardaginn kl. 2.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigur-
björnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Arngrimur Jónsson. Messa kl. 2. Sr. Tómas
Sveinsson. Borgarspitalinn: Guðsþjónusta kl. 10.
Sr. Tómas Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Kárs-
nesskóla kl. 11 árd. Aöventukvöld í Kópavogskirkju
kl. 20.30. Ræðumaöur Tómas Árnason, ráðherra.
Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLSKIRKJA: Óskastund barnana kl. 11.
Söngur, sögur, myndir. Guðsþjónusta kl. 2.
Organleikari Kristín ögmundsdóttir. Prestur sr. Sig.
Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndin.
NESKIRKJA: Laugardagur: Samvera aldraðra kl.
3—5. Vísnavinir syngja. Guðbjörn Guðmundsson
ies upp. Sunnud.: Barnasamkoma kl. 10.30.
Guösþjónusta kl. 2 með þátttöku barna úr
sunnudagaskólanum. Aðalsafnaðarfundur eftir
guðsþjónustuna. Sr. Frank M. Halldórsson.
SELJASÓKN: Kirkjudagur safnaðarins. Barna-
guðsþjónusta að Seljabraut 54 kl. 10.30. Barna-
guðsþjónusta í ölduselsskóla kl. 10.30. Kl. 14 há-
tíðarguðsþjónusta í ölduselsskóla. Sr. Sigurður
Pálsson vigsiubiskup predikar. Kórsöngur, altaris-
ganga. Kl. 20.30 samkoma í ölduselsskóla. Herra
Pétur Sigurgeirsson biskup flytur ávarp. Flutt
samlestrardagskrá um Þorvald víðförla. Kórsöngur.
Gísli Árnason, formaður sóknamefndar flytur
hugleiöingu. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma kl. 11
árd. í Félagsheimilinu. Sr. Frank M. Halldórsson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guðsþjónusta kl. 2.
Organleikari Siguröur Isólfsson. Prestur sr. Kristján
Róbertsson.
EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 2.
Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Barnamessa kl. 11 árd.
Sóknarprestur.
Prestar i Reykjavíkurprófastsdæimi halda hádegis-
fund i Norræna húsinu nk. mánudag.
Fundir
Kvenfélag Breiðholts
heldur jólafund aö Seljabraut 54 sunnudaginn 6.
desember nk. kl. 15. Skemmtiatriði, kaffiveitingar,
jólasveinar koma i heimsókn. Eldri ibúar hverfisins
67 ára og eldri eru sérstaklega boðnir á fundinn. Fé-
lagskonur mætið stundvíslega og takið fjölskylduna
með.
Fólagsstofnun stúdenta
Kynningarfundur verður haldinn í Félagsstofnun
stúdenta kl. 15 laugardaginn 5. des. um mannrétt-
indabaráttu í Rómönsku Ameríku. Á fundinn mæta
fulltrúar frá mannréttindanefnd El Salvador:
Patricio Fuentes, Björn Tunback. Munu þeir félagar
kynna í máli og myndum ástand mannréttindamála í
E1 Salvador. Umræður að loknum framsögum.
Sýnið samstööu með baráttunni fyrir mannréttinda-
málum.
Kvenfélag >
Árbæjarsóknar
heldur jólafund i Safnaðarheimilinu mánudaginn
7. desember kl. 20.30. Guðmundur Þorsteinsson
flytur hugvekju, mjólkurvörukynning, jólaleikir og
söngur. Mætiö vel og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
Kvenfélag Laugarnessóknar
Jólafundur verður haldinn i fundarsal kirkjunnar,
mánudaginn 7. desember kl. 20.00. Gestur fundarins
verður sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Munið eftir
jólapökkunum. S órnin.
Söfnin
AÐALSAFN — Sérútlán, sími 27155. Bókakassar
lánaðir skipum, heilsuhælum og stofnunum.
AÐALSAFN — Lestrarsalur, Þingholtsstræti 27,
sími 27029. Opiö alla daga vikunnar kl. 13—19.
Lokaö um helgar i maí, júní og ágúst. Lokað júlí-
mánuð vegna sumarleyfa.
SÓLHEIMASAFN — Sólheimum 27, sími 36814.
Opið mánud.-föstud. kl. 9—21, einnig á laugard.
sept.-april kl. 13—16.
AÐALSAFN: — Útlánsdeild, Þingholtsstræti 29a,
sími 27155. Opiö mánud.-föstud. kl. 9—21, einnig á
laugard. sept.-april kl. 13—16.
SÓLHEIMASAFN — Bókin heim, sími 83780.
Símatimi: mánud. og Fimmtud. kl. 10—12. Heims-
endingarþjónusta á bókum fyrir fatlaða og aldraða.
HLJÓÐBÓKASAFN — Hólmgaröi 34, sími 86922.
Opið mánud.-föstud. kl. 10—16. Hljóðbókaþjón-
usta fyrir sjónskerta.
HOFSVALLASAFN — Hofsvallagötu 16,
simi 27640. Opiö mánud.-föstud. kl. 16—19. Lokað
i júlímánuði vegna sumarleyfa.
BÚSTAÐASAFN — Bústaðakirkju, sími 36270.
Opið mánud.-föstud. kl. 9—21, einnig á laugard.
sept.-apríl kl. 13—16.
BÚSTAÐASAFN — Bókabílar, sími 36270, Viö-
komustaöir víðs vegar um borgina.
BÓKASAFN KÓPAVOGS, Fannborg 3—5, s.
41577. Opiö mán.-föst. kl. 11—21, laugard. (okt.-
apr.) kl. 14—17. Sögustundir fyrir börn, 3—6 ára,
föstud. kl. 10—11.
Ameríska bókasaf nið
er opiðfrá kl. 11.30 til'l7.30 alla virka daga.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Dagsferð sunnudaginn 6. des. kl. 11: Gengið á
Skálafell (774 m) viö Esju. Gönguleiðin á Skálafell
er frekar auðveld og fær öllum, sem eru vel útbúnir.
Fararstjóri: Þorsteinn Bjarnar, Verð kr. 50.- Farið
frá Umferðamiðstöðinni austanmegin. Farmiðar við
bll.
Listasöfn
Keramiksýning
á Hulduhólum
Steinunn Marteinsdóttir sýnir keramik á verkstæði
sínu, Hulduhólum i Mosfellsveit. Hún er opin laug-
ardaginn 5. desember frá kl. 14—19 og sunnudaginn
6. desember kl. 14—22.
Sýning á
bókasafninu, ísafirði
Laugardaginn 5. desember nk. verður opnuð í bóka-
safninu ÍsaFiröi, sýning á litljósmyndum eftir Jón
Hermannsson. Sýningin nefnist ,,Myndir frá Horn-
,ströndum” ög verða þar sýndar um 50 stækkaðar lit«
Ijósmyndir sem Jón hefur tekið á Homströndum tvö
síðastliöin sumur.
Jón hefur sjálfur stækkað myndirnar og sett upp.
Sýningin verður opnuð laugardag 5. desember og
stendur yFir til sunnudags 13. desember sem verður
síöasti sýningardagur. Myndirnar eru flestar til sölu.
Tónlist
Musica Nova
á Kjarvalsstöðum
N.k. mártudag (7. des.) kl. 20.30 mun Musica Nova
gangast fyrir tónleikum að Kjarvalsstöðum.
Á efnisskránni eru 5 verk:
1) Nýtt tónverk, „Mansöngvar-Kantata nr. 4” eftir
Jónas Tómasson sem hann hefur samið fyrir
Háskólakórinn aö tilhiutan Musica Nova. Þetta
er litríkt verk og viöamikiö, samið við 12 kvæði
Hannesar Péturssonar. 4 hljóöfæraleikarar taka
þátt i flutningi verksins auk kórsins. Stjórnandi
er Hjálmar Ragnarsson.
2) Nýtt tónverk eftir norska tónskáldið Lasse
Thoresen: „Interplay” fyrir flautu og píanó.
Þetta verk er samið fyrir Manuelu Wiesler sem
mun frumflytja það á tónleikunum ásamt Þor-
keli Sigurbjörnssyni.
3) „Variations III” eftir John Cage (1963). Flytj-
andi: óskar Ingólfsson”.
4) Variations IV” eftir John Cage (1963) Flytjandi:
Snorri S. Birgisson.
5) „GIopplop” (hljóðverk fyrir kór) eftir Magnús
Guðlaugsson.
Aö auki verða kynnt nokkur verk Magnúsar
Guðlaugssonar m.a. fyrir video.
Flytjendur auk þeirra sem fyrr er frá greint eru:
Nora Kornblueh og Michael Shelton.
Kór Víðistaðasóknar
(Haf narfjaröarkirkju
Sunnudaginn 6. des. kl. 20.30 verða tónleikar í
Hafnarfjarðarkirkju. Þar flytja þau Pavel Smid og
Violeta Mintcheva Smidova, orgeltónlist eftir
Widor, Kanöcek og Franch.
Kór Víðistaðasóknar flytur Eðhmische
Mirtenmesse (Tékkneska jólamessu) eftir Jakob Jan
Ryba, ásamt einsöngvurunum Guðrúnu Tómas-
dóttur, Rut Magnússon, Friöbirni G. Jónssyni og
Halldóri Vilhelmssyni. Undirleikari er Pavel Smid.
Stjórnandi er Kristín Jóhannesdóttir.
Aðgöngumiðar við innganginn.
Ágóði rennur i orgelsjóð Víöistaðakirkju.
Tónleikar
Kór Kenaraháskóla íslands mun halda tvenna
tónleika á næstunni. Eru það fyrstu opinberu
tónleikar kórsins. Fyrri tónleikarnir verða í Ytri-
Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 6. desember kl. 16 og
hinir síðari i Háteigskirkju þriðjudaginn 8. desember
kl. 20.30.
Á efnisskránni eru jólalög frá ýmsum Iöndum,
m.a. eftir Jan Pieters Sweelinch, Bach, Mozart,
Dietrich Buxtehude, Britten o. fl. Stjórnandi kósins
er Herdis H. Oddsdóttir. Þeta er 3. starfsár kósins.
Basarar
Kvennadeild
Rangæingafélagsins
verður með kökubasar og flóamarkað að Hallveig-
arstöðum til styrktar Kór Rangæingafélagsins 6.
desemberkl. 14.SljóYnin.
Bazar óháða safn-
aðarins í Kirkjubæ
Kvenfélag óháða safnaöarins heldur bazar i
Kirkjubæ laugardaginn 7. dsember kl. 14.00. Félags-
konur og velunnarar safnaðarins, góðfúslega komið
gjöfum í Kirkjubæ föstudaginn 6. desember kl. 17—
20oglaugardag7. desember frá kl. 10—12.
Basar Sjálfsbjargar
í Reykjavík verður haldinn í Lindarbæ nk. laugar-
dag 5. desember kl. 14.00. Tekið á móti basar-
munum á skrifstofunni, Hátúni 12 fram til föstu-
dags.
Átthagafélag Stranda-
manna (Reykjavlk
heldur kökubasar aö Hallveigarstöðum laugar-
daginn 5. desember kl. 14 til ágóða fyrir sumarhús
félagsins.
Jólabasar í
Ytri-Njarðvfk
Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju heldur jólabasar
nk. laugardag 5. des. kl. 15 í safnaðarsal
kirkjunnar.
Félagskonur hafa haft einn til tvo vinnufundi í
viku i vetur og búið til aðventukransa, borð- og
veggskreytingar, óróa, málað keramik og fleira.
Þá veröur á boöstólum kaffi og með því, í fund-
arsal.
En það koma fleiri við sögu. Kór Tónlistar-
skólans undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, syngur í
kirkjunni kl. 15.30 og kl. 16 og er kirkjan öllum opin
á meðan. Svo er lika búist við skemmtilegri
uppákomu áður en basarinn hefst.
Það mun veita öllum mikla gleði aö koma i
kirkjuna á laugardaginn og eiga þar góða stund um
leið og kirkjunni er veittur stuðningur.
Einstæðir f oreldrar
með jólabasar
Jólabasar félagsins verður í Fáksheimilinu laugar-
daginn 5. des. og hefst kl. 14. Margt góðra muna.
Sunnudaginn 6. des. verður jólafundur félagsins i
Súlnasal Hótcl Sögu og hefst kl. 3 e.h. Til
skemmtunar veröur upplestur, sýnt jólaföndur,
hressir jólasveinar koma i heimsókn og fl.
Happdrætti með góöum vinningum.
Basar og skemmtinefnd.
a
íþróttir
LAUGARDAGUR:
Körfuknattleikur:
íþróttaskemman Akureyri kl. 15, 2. deild, KFÍ-Þór
og síðan Hörður-Tindastóll.
Hagaskóli kl. 14, Úrvalsdeild, Fram-Valur.
Hellisandur kl. 14, 2. deild.Vikingur-Breiðablik.
Blak:
Selfoss kl. 14. 2. deild. UMF Samhygð-Þróttur
Nesk.
Handknattleikur:
Laugardalshöll kl. 15.30. 3. deild, Ögri-Selfoss og
siðan Ármann-Dalvík.
SUNNUDAGUR:
Körfuknattleikur:
íþróttaskemman Akureyri kl. 13. 2. deild. Hörður-
KFÍ.
Hagaskóli kl. 14, 2. deild, Bræöur-Akranes.
Njarðvik kl. 14, 1. deild karla, Grindavík-Haukar.
Strax á eftir 1. deild kvenna. Njarðvík-ÍR.
Blak:
Hagaskóli kl. 19, 1. deild karla, Víkingur-Þróttur.
Strax á eftir 1. deild kvenna. Þróttur-Breiðablik.
Hundknuttleikur:
Laugardalshöll kl. 14, 2. deild karla. IR-Breiöablik.
Seltjarnarnes kl. 14, 3. deild. Grótta-Skallagrimur.
Badminton:
Seltjamarnes, A-flokksmót Gróttu.
Akranes: Bikarmót Iá. Opið ungliijgamót.
Júdó:
Kennaraháskólinn kl. 14. Reykjavíkurmótið.
Leiklist
Síðustu sýningar
á Hótel paradfs
Nú um helgina eru siöustu sýningar Þjóðleikhússins
fyrir jól og verða þá jafnframt allra síðustu sýningar
hússins á franska gamanleiknum Hótel Paradís, eftir
Georges Feydeau. Næst síðasta sýning verksins
verður föstudaginn 4. desember og síðasta sýning
sunnudaginn 6. desember. Svo sem kunnugt er
þýddi Sigurður Pálsson leikritið úr frönsku
leikmynd og búninga gerði Robin Don frá Bretlandi,
Kristinn Daníelsson sá um lýsinguna og Benedikt
Arnason er leikstjóri.
I helstu hlutverkunum í þessu fjölmenna leikriti
eru Róbert Amfinnsson, Sigriöur Þorvaldsdóttir,
Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir, Árni
Tryggvason, Randver Þorláksson og Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir.
Um leið og hin mikla leikmynd „Hótelsins”
hverfur af sviðinu, verður farið aö koma fyrir leik-
myndinni fyrir næstu frumsýningu leikhússins, sem
verður á annan dag jóla. Verður þá frumsýnd
leikgeröin af Húsi skáldsins eftir Halldór Laxness,
sem Sveinn Einarsson hefur útbúiö og verður í
leikstjórn Eyvindar Erlendssonar. Æfingar á Húsi
skáldsins hafa staðiö yfir frá því i október. Fleira er
framundan i Þjóöleikhúsinu um hátiðarnar, þvi
milli jóla og nýárs veröur frumsýnt barnaleikritið
Gosi sem Brynja Benediktsdóttir sviðsetur og loks
verður á þrettándanum rumsýning á Litla sviðinu á
ungversku leikriti eftir István örkney og heitir það
Kisuleikur. Leikstjóri er Benedikt Árnason.
Happdrætti
Samband ungra
framsóknarmanna
Dregiö hefur verið í jólahappdrætti sambands ungra
framsóknarmanna. 1. desember var vinningsnúm-
erið 4498, 2. desember 1983, 3. desember 1647, 4.
desember 3933.
Tilkynningar
Finnlandsvinafélagifl
Sunnudaginn 6. desember, kl. 20.30 mun Finnlands-
vinafélagið Suomi efna til fullveldishátíðar á þjóð-
hátíða legi Finna í Norræna húsinu.
Að venju er dagskrá hátiðarinnar fjölbreytt.
Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtjóri, mun flytja
ræðu, fimm manna hópur finnskra og sænskra lista-
manna („Sá sjunger Finland”) leikur og syngur
nokkur lög, og les Ijóð eftir finnska listamenn,
skólahljómsveit Kópavogs mun leika nokkur lög,
auk þess sem Tapani Bortherus, sendifulltrúi frá
flnnska sendiráöinu í Osló, mun flytja ávarp.
Aö iokinni dagskrá verður borinn fram flnnskur
réttur (Karjalan Piirakka) i veitingasal hússins.
Félagar eru hvattir til aö fjölmenna og taka með
sér gesti.
Apótekið Keflavlk
opiö virka daga frá kl. 9—19, en helgardaga og aöra
fridaga kl. 10—12.
Foraeti Islands,
Vigdfs Finnbogadóttir
gerist verndari fþrótta-
sambands íslands
Sú hefð hefur verið 1 meira en hálfa öld að
þjóðhöföingjar íslands hafa gerzt verndarar
íþróttasambands íslands.
Nú nýlega hefur Vigdís Finnbogadóttir, forseti
Islands, gerzt verndari Iþróttasambandsins. I tilefni
þessa heimsótti framkvæmdastjórn ÍSÍ forseta
Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, að Bessa-
stööum, og viö þetta tækifæri afhenti Sveinn
a mcuiyiKjMuui iujuu icmiuui tiu oinnneint
tæklfæri eru frá vinstri: Alfreö Þorsteinsson, Jón
Ármann Héðinsson, Hermann Guðmundsson,
Sveinn Bjömsson, Vigdis Finnbogadóttir, forsetl
íslands, BJöm VUmundarson, Gisli Halldórsson,
Hannes Þ. SigurOsson, Þórflur Þorkelsson.
Björnsson, forseti ÍSÍ, forseta Islands áletraðan
veggskjöld ÍSÍ.
Áður hafa verið verndarar ÍSÍ.
Árin 1919—1944 Kristján X,
konungur íslands og Danmerkur.
Árin 1948—1952 Sveinn Björnsson, forseti Islands.
Árin 1952—1968 Ásgeir Ásgeirsson, forseti Islands.
Árin 196i>—1980 Kristján Eldjárn, forseti íslands.
Jólamerki skðta
Jólamerki Bandalags islenskra skáta er nú að koma
út í 25. skipti. Það var árið 1957 að Bandalagið hóf
útgáfu á jólamerki og var fyrsta merkið með mynd
af Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar,
en hann hefði orðið 100 ára það áriö.
Að þessu sinni tengjast myndirnar á merkjunum
ári fatlaðra og skátastarfi fatlaðra.
Ennþá er hægt að verða sér úti um arkir fyrri ára
og er þeim sem áhuga hafa á því bent á að snúa sér
til skrifstofu Bandalagsins, Neshaga 3, 2. hæð
(íþróttahús Hagaskóla), auk þess sem skátafélög
um allt land selja merkin i ár.
Afmæli
Diiiyu*uurgarar
Á horni Vitastígs og Bergþórugötu hefur verið
opnaður nýr og vistlegur hamborgarastaður undir
nafninu Bingó-borgarar.
Eins og nafnið ber með sér er aöaláherzla lögð á
hamborgara og annað þeim tilheyrandi. Þá eru
einnig á boðstólum heitar samlokur, is, „shake” o.
Staðurinn er nú opinn alla virka daga frá kl. 9—7
og um helgar frá kl. 12—7.
Innréttingar og hönnun annaðist Hlöðver Páls-
son, húsgagna- og húsasmíðameistari.
Eigendur Bingó-borgara eru hjónin Bjarni
Ingólfssonog Þórunn Kristjónsdóttir.
Eigendur Bingó-borgara ásamt tveimur starfs-
stúlkum.
Akraborg
Brottfarartími alla daga vikunnar: Frá Reykjavik
kl. 10.00 13,00,16.00. og 19.00.
Frá Akranesi kl. 8.30,11.30,14.30 og 17.00.
Snyrtntofan Katrfn
2. des. var opnuð ný snyrtristofa, snyrtistofan
Katrín, aö Laugavegi 24, Reykjavik, II. hæð í
húsnæöi hársnyrtistofunnar Papillu. Snyrstistofan
Katrin býður upp á andlitsböð, handsnyrtingu, fót-
snyrtingu, plokkun, litun og andlitsförðun (Make-
up). Eigandi snyrtistofunnar er Katrin Karlsdóttir,
snyrtifræðingur.
70 ára verður á morgun, laugardaginn
5. dcs., Sigfús Valdimarsson sjó-
mannatrúboði, Pólgötu 6, ísafirði,
Kona hans er Guðbjörg Þorsteinsdót-
tir.
Hann er fæddur að Eyjólfsstöðum i
Vatnsdal i Húnavatnssýslu en ólst upp
á Blönduósi. Hann fluttist til ísafjarðar
1946 eftir að hafa verið sjómaður í
Vestmannaeyjum í áratug. Eftir kom-
una til ísafjarðar hóf hann að starfa
með hvítasunnumönnum. Hann er
löngu orðinn þekktur meðal sjómanna
fjölmargra þjóða fyrir trúboðsstarf sitt
meðal þeirra.